28 research outputs found

    Nýþróun í hjálpartækjaþjónustu

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Diabetes type 1 in young adults: The relationship between psycho-social variables, glycemic control, depression and anxiety

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The aim of the present study was to investigate whether psycho-social variables, for example social support and task- and emotion-oriented coping would predict psychological and physical well being among young adults with diabetes. MATERIAL AND METHODS: Participants were 56 individuals in their twenties suffering from type 1 diabetes. Response rate was 78%. The participants came from the whole of Iceland, 64.3% from the Greater Reykjavík area and 33.9% from rural areas. One participant did not indicate his place of residence. Self-assessment scales were used to assess depression, anxiety, task-, avoidance- and emotion-oriented coping, social support and problems relating to diabetes. Additional information was obtained from patients' records concerning the results of blood glucose measurements (HbA1c). RESULTS: Good social support was related to less anxiety and depression and to less self-reported problems related to having diabetes. Emotion-oriented coping was related to not feeling well and task- oriented coping to feeling better. No relationship was found between psychosocial variables and blood glucose measurements and a limited relationship between self-reported problems related to having diabetes and these measurements. CONCLUSIONS: Social support and coping are strongly related to measurements of depression, anxiety and problems related to having diabetes in the present age group. The results indicate that it is very important to teach and strengthen usage, as possible, of task-oriented coping instead of emotion-oriented coping. The results also indicate that social support is highly important for young adults with diabetes type 1. It is clear that friends and family have to be more involved in the treatment and also more educated about the disease and the importance of giving the right kind of support.Tilgangur: Að kanna hvort sálfélagslegar breytur, bjargráð og félagslegur stuðningur segi fyrir um andlega og líkamlega líðan ungs fólks með sykursýki. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og sex ungmenni á milli tvítugs og þrítugs með sykursýki af tegund 1 tóku þátt í rannsókninni. Svarhlutfall var 78%. Þátttakendur komu alls staðar að af landinu, 64,3% frá höfuðborgarsvæðinu, 33,9% af landsbyggðinni. Sjálfsmatskvarðar voru notaðir til að meta þunglyndi, kvíða, bjargráð, félagslegan stuðning og vandamál tengd því að vera með sykursýki. Einnig var safnað upplýsingum úr sjúkraskrám þátttakenda um niðurstöður langtíma blóðsykursmælinga (HbA1c). Niðurstöður: Góður félagslegur stuðningur tengdist minna þunglyndi og kvíða, sem og minni vandamálum tengdum því að vera með sykursýki. Tilfinningaleg bjargráð tengdust almennt lakari líðan og verkefnamiðuð bjargráð betri líðan. Engin fylgni var hins vegar á milli sálfélagslegra breyta og niðurstaða blóðsykursmælinga og fremur veik fylgni á milli vandamála tengdra því að vera með sykursýki og blóðsykursmælinga. Ályktun: Félagslegur stuðningur og bjargráð hafa sterka fylgni við mælingar á þunglyndi, kvíða og vandamálum tengdum því að vera með sykursýki. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mjög mikilvægt sé að kenna og efla notkun á verkefnamiðuðum bjargráðum í stað tilfinningamiðaðra bjargráða hjá fólki með sykursýki. Einnig er ljóst að félagslegur stuðningur er afar mikilvægur fyrir ungt fólk með sykursýki og því þarf að taka mið af aðstandendum í meðferð og fræða þá um sjúkdóminn og mikilvægi þess að veita viðeigandi stuðning

    Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

    Get PDF
    Titill á kápu á: Hjúkrun aðgerðasjúklinga IINeðst á síðunni er hægt að nálgast bókina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)- ÚR FORMÁLA - Bók þessi er önnur bóka í röðinni sem ber heitið: Aðgerðarsjúklingar liggja ekki aðgerðalausir og er innihald bókarinnar byggt á verkefnum hjúkrunarfræðinga sem stunduðu nám á meistarastigi í hjúkrun skurðsjúklinga við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Innihald bókarinnar verður hvati til umræðu og til þróunar á hjúkrunarmeðferðum aðgerðasjúklinga. Nokkrir hjúkrunarfræðingar sem starfa á handlækningadeildum Sjúkrahússins á Akureyri eru í hópi þeirra sem eiga verkefni í bókinni, en hjúkrunarfræðideildin hefur undanfarin ár skapað hjúkrunarfræðingum jafnræði óháð búsetu til framhaldsnáms í hjúkrun. Aukin þekking þessara hjúkrunarfræðinga í hjúkrun aðgerðasjúklinga verður ómetanlegur styrkur fyrir hjúkrunina á sjúkrahúsinu og stofnunina í heild sinni. Mikil þrýstingur hefur verið undanfarin ár á almenna hjúkrunarfræðinga og stjórnendur í hjúkrun innan íslenska heilbrigðiskerfisins að þróa meðferðarárangur í hjúkrun, auka afköst um leið og krafan hefur verið um að lækka kostnað. Í dag og næstu ár verður staðan í ríkisfjármálum þannig háttað að kröfur verða gerðar um meiri hagræðingu en með þeim formerkjum að aðgengi íbúa skerðist ekki né innihald þjónustunnar. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki ríkan þátt í þeim breytingum sem verða ákveðnar og hver og einn hjúkrunarfræðingur standi vörð um menntun og störf hjúkrunarfræðinga og það sem hefur áunnist í stöðu og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar til heilla fyrir skjólstæðinga okkar.Í þágu sjúklingaFasta fyrir skurðaðgerð : „ekkert eftir miðnætti” er gömul klisjaEr þinn sjúklingur í hættu á vannæringu? Hlutverk hjúkrunarfræðinga í næringarmeðferð eldri sjúklinga sem fara í kransæðahjáveituaðgerðHlutverk næringar í sáragræðsluÁhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssáraSárameðferð með sárasuguÁhrif fótanudds á svefn eldri skurðsjúklingaFóta- og handanudd sem viðbótarmeðferð við verkjum eftir hjáveituaðgerð á hjarta (CABG)Verkjameðferð við drentöku úr brjóstholi : bætir staðdeyfing á húð verkjameðferðina?Verkjamat aldraðra eftir skurðaðgerðBráðaverkjameðferð aldraðra á bæklunarskurðdeildVerkjamat hjá börnum eftir skurðaðgerðSamskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga og læknaViðbrögð kvenna sem fara í endursköpun á brjóstum eftir brjóstnám vegna krabbameinsÚtskriftaráætlun eftir skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameinsÚtskrift sjúklinga eftir mjaðmarbrotSjúklingafræðsla : símaeftirfylgd eftir hjartaskurðaðger

    The population genomic legacy of the second plague pandemic

    Get PDF
    Human populations have been shaped by catastrophes that may have left long-lasting signatures in their genomes. One notable example is the second plague pandemic that entered Europe in ca. 1,347 CE and repeatedly returned for over 300 years, with typical village and town mortality estimated at 10%-40%.1 It is assumed that this high mortality affected the gene pools of these populations. First, local population crashes reduced genetic diversity. Second, a change in frequency is expected for sequence variants that may have affected survival or susceptibility to the etiologic agent (Yersinia pestis).2 Third, mass mortality might alter the local gene pools through its impact on subsequent migration patterns. We explored these factors using the Norwegian city of Trondheim as a model, by sequencing 54 genomes spanning three time periods: (1) prior to the plague striking Trondheim in 1,349 CE, (2) the 17th-19th century, and (3) the present. We find that the pandemic period shaped the gene pool by reducing long distance immigration, in particular from the British Isles, and inducing a bottleneck that reduced genetic diversity. Although we also observe an excess of large FST values at multiple loci in the genome, these are shaped by reference biases introduced by mapping our relatively low genome coverage degraded DNA to the reference genome. This implies that attempts to detect selection using ancient DNA (aDNA) datasets that vary by read length and depth of sequencing coverage may be particularly challenging until methods have been developed to account for the impact of differential reference bias on test statistics

    Eighty-eight variants highlight the role of T cell regulation and airway remodeling in asthma pathogenesis

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Asthma is one of the most common chronic diseases affecting both children and adults. We report a genome-wide association meta-analysis of 69,189 cases and 702,199 controls from Iceland and UK biobank. We find 88 asthma risk variants at 56 loci, 19 previously unreported, and evaluate their effect on other asthma and allergic phenotypes. Of special interest are two low frequency variants associated with protection against asthma; a missense variant in TNFRSF8 and 3‘ UTR variant in TGFBR1. Functional studies show that the TNFRSF8 variant reduces TNFRSF8 expression both on cell surface and in soluble form, acting as loss of function. eQTL analysis suggests that the TGFBR1 variant acts through gain of function and together with an intronic variant in a downstream gene, SMAD3, points to defective TGFβR1 signaling as one of the biological perturbations increasing asthma risk. Our results increase the number of asthma variants and implicate genes with known role in T cell regulation, inflammation and airway remodeling in asthma pathogenesis.We thank the individuals who participated in this study and the staff at the Icelandic Patient Recruitment Center and the deCODE genetics core facilities. Further to all our colleagues who contributed to the data collection and phenotypic characterization of clinical samples as well as to the genotyping and analysis of the whole-genome association data. This research has been conducted using the UK biobank Resource under Application Number ‘24711’.Peer Reviewe

    Res judicata. The binding effect of judgement in civil procedure.

    No full text
    Regluna um res judicata eða bindandi réttaráhrif dóma er að finna í 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sem kveður á um að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Lögð er áhersla á að skýra inntak reglunnar um bindandi réttaráhrif dóma með hliðsjón af því hvernig henni hefur verið beitt í dómaframkvæmd. Sérstaklega er litið til þeirra dóma sem fallið hafa eftir gildistöku laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í ritgerðinni er leitast við að svara álitaefnum í tengslum við það hvers konar úrlausnir dómstóla eru bindandi, hverja úrlausn bindur og hvað telst vera bindandi. Umfjöllunin er með þeim hætti að í 2. kafla er fjallað almennt um bindandi réttaráhrif dóma, uppruna hugtaksins, síðari þróun þess og sjónarmið sem búa að baki reglunni. Enn fremur er vikið að því hvers konar úrlausnir dómstóla hafa bindandi réttaráhrif og tengsl reglunnar við litis pendens áhrif í 4. mgr. 94. gr. eml. Í 3. kafla er síðan rætt nánar um inntak hugtaksins og höfuðþætti þess. Í 4. kafla er vikið að formlegum réttaáhrifum dóma með það að markmiði að afmarka hvenær dómur telst endanlegur. Í því skyni er fjallað um leiðir til endurskoðunar á úrlausn dómstóla sem og hvaða formkröfur megi gera til dóms svo hann hafi bindandi réttaráhrif. Jafnframt er vikið að því hvort það sé á forræði aðila að semja sig undan bindandi réttaráhrifum dóma. Í 5. kafla er gerð grein fyrir efnislegum réttaráhrifum sem eru hin eiginlegu bindandi réttaráhrif dóma og skilyrðum þeirra. Hin efnislegu réttaráhrif greinast í jákvæð efnisleg réttaráhrif og neikvæð efnisleg réttaráhrif og verður leitast við að afmarka inntak hvors um sig. Í 6. kafla er síðan litið til takmarkana á bindandi réttaráhrifum dóma en þær má greina í huglæg og hlutlæg mörk. Hin huglægu mörk lúta að því hverja dómsúrlausn bindur og er í umfjölluninni leitast við að afmarka hvort og í hvaða tilvikum dómur geti verið bindandi fyrir þriðja mann. Hin huglægu mörk snúa að því hvað telst vera bindandi og í því sambandi verður skoðað hvaða hluti dóms það er sem bindur hendur aðila og tengsl við hugtakið sakarefni. Þá er vikið að því hvenær breytingar á málatilbúnaði leiða til þess að heimilt er að höfða nýtt mál vegna áður dæmds sakarefnis. Auk þess er vikið að því hvort síðari atvik geti valdið því að bindandi réttaráhrif dóma falli niður. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í 7. kafla

    Hugtakið almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar

    No full text
    Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvað felst í hugtakinu almenningsþörf sem fram kemur í 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í aðdraganda þess verða hugtökin eign og eignarréttindi skýrð, almennt og í merkingu 72. gr. stjórnarskrárinnar með hliðsjón af kenningum fræðimanna og dómaframkvæmd. Þá verður skoðuð sú eignarréttarvernd sem 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu veitir og hún borin saman við eignarréttindavernd stjórnarskrárinnar. Vikið verður síðan lauslega að skilyrðum 72. gr. um lagaheimild og fullar bætur. Umfjöllunin verður með þeim hætti að hugtakið almenningsþörf er skýrt og tvíþætt inntak þess. Þá verður skoðuð dómaframkvæmd þar sem reynt hefur á skilyrðið. Þar sem ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar er upprunnið úr dönskum rétti verður vikið að skilyrði 73. gr. dönsku grundvallarlaganna um almenningsþörf og túlkun danskra fræðimanna á því. Þá verður sérstaklega vikið að því hvernig skilyrðið um meðalhóf spilar inn í matið á almenningsþörf. Skoðuð verður dómaframkvæmd með það að leiðarljósi að kanna hvort að dómstólar endurskoði mat löggjafans á almenningsþörf og sú þróun sem hefur orðið á síðari árum í þeim efnum. Einnig verður skoðuð endurskoðun dómstóla á mati stjórnvalda um nauðsyn eignarnáms og hvernig leyst er úr því ef skilyrðið um almenningsþörf er ekki uppfyllt. Loks verður vikið að því álitamáli hvort að eignarnám feli í öllum kringumstæðum í sér endanlega eignayfirfærslu. Þannig verður reynt að varpa ljósi á það hvort svokallaður endurheimturéttur sé til staðar í íslenskum rétti með hliðsjón af skilyrðinu um almenningsþörf. Endurheimturéttur felur í sér að eignarnámsþoli geti fengið eign sína til baka ef hún er ekki nýtt í samræmi við tilgang eignarnámsins. Réttarstaða eignarnámsþola á þessu sviði hefur verið óljós en ekki er að finna ákvæði um endurheimturétt í íslenskum lögum né stjórnarskrá. Vegna skorts á ákvæðum verður dómaframkvæmd því skoðuð og reynt að varpa ljósi á réttarstöðuna í íslenskum og norrænum rétti. Þar sem umfjöllun íslenskra fræðimanna um almenningsþörf er af skornum skammti verður umfjöllunin að miklu leyti byggð á dómaframkvæmd og ályktanir dregnar af henni

    Eignarráð fasteignareiganda undir yfirborði jarðar

    No full text
    Eignarréttur að auðlindum var deilumál á meðal Íslendinga nær alla síðustu öld og er enn þann dag í dag. Á það bæði við um þær auðlindir sem finnast undir yfirborði jarðar og yfir því. Þá hefur mikið verið rætt um það á Alþingi í gegnum tíðina hvort setja skuli eignarrétti fasteignareiganda einhver mörk niður í jörðu. Í þessari ritgerð verður fjallað um framangreind álitamál og verður reynt að komast að niðurstöðu um það hvernig eignarhaldi á auðlindum undir yfirborði jarðar í eignarlöndum er háttað. Í kafla B verður fjallað um hugtökin eign og eignarrétt. Rætt verður um neikvæða skilgreiningu á eignarréttarhugtakinu, um friðhelgi eignarréttarins og þær skorður sem eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar setur við eignarnámi. Fasteignahugtakið verður skilgreint í kafla C og í kafla D verður stutt umfjöllun um flokkun fasteigna á grundvelli eignarhalds. Í kafla E verður síðan fjallað um inntak eignarráða fasteignareiganda. Verður gerð grein fyrir helstu eignarhæfu náttúruauðlindum sem finnast í jörðu og þeim álitaefnum sem tengjast eignarráðum fasteignareiganda undir yfirborði jarðar. Jafnframt verður skoðað hvort eignarráðum fasteignareiganda séu einhver mörk sett niður í jörðu. Að endingu verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar raktar í kafla F

    EFQM árangurslíkan

    No full text
    Ritgerðin er 30 ECTS einingar og er unnin í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Ársæll Valfells M.Sc., lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er tekið fyrir EFQM árangurslíkanið. Markmiðið er að skoða hvort fyrirtæki geti nýtt sér EFQM líkanið og unnið sjálfsmat innan smærri eininga, jafnvel og verið er að gera fyrir fyrirtækið í heild. Einnig að skoða hvaða aðferð hentar best við matið en hægt er að velja um ýmsar aðferðir. Blandaðri aðferð var beitt við rannsóknina, þar sem hún var bæði í formi spurningakönnunnar og unnið sjálfsmat með vinnufundi. Í könnunnin var verið að skoða alla fimm framkvæmdaþætti EFQM líkansins sem eru 1 Forysta, 2 Stefnumörkun, 3 Starfsmenn, 4 Samstarf og auðlindir og 5 Ferli, vörur og þjónusta. Á vinnufundinum var eingöngu tekin fyrir einn af framkvæmdaþáttunum fimm, þriðji þátturinn, 3.Starfsmenn. Leitast var við að svara tveim rannsóknarspurningum: 1. Hentar EFQM líkanið jafnvel í einingum eins og fyrir heildarsjálfsmat fyrirtækis 2. Hvaða sjálfsmatsaðferðir henta best í einingum innan fyrirtækja. Megin niðurstöður voru að EFQM líkanið hentar vel í einingum. Af þeim fjórum sjálsmatsaðferðum sem eru algengastar var ákveðið að prófa tvær, könnun og vinnufund, og virðast þær báðar geta hentað. Könnunaraðferðin er nokkuð fljótvirk, einföld og víðtæk aðferð sem dregur fram viðhorf margra. Hins vegar býður vinnufundaaðferðin upp á annars konar nálgun sem í ákveðnum aðstæðum getur hentað betur. Í henni geta umræður gefið niðurstöður um styrkleika og það sem betur má fara í starfseminni sem ekki koma fram í könnun. Hinar tvær aðferðirnar, matsblaðaaðferðin og skýrsluaðferðin, gætu einnig hentað en hafa ekki verið prófaðar

    Snjallir notendur í námi og kennslu : innleiðing snjallsíma í íslenskukennslu á unglingastigi með áherslu á sköpun og reynslu í námi

    No full text
    Verkefnið snýr að innleiðingu snjallsíma í kennslu á unglingastigi, en horft er til kennslu í íslensku. Tækin eru hugsuð sem uppbrot við almenna kennslu, bæði innan skólastofunnar og utan hennar. Nú á tímum eru snjallsímar hluti af daglegu lífi ungs fólks og bjóða þeir upp á fjölþætta notkunarmöguleika. Með notkun snjallsíma við kennslu er hægt að virkja nemendur og fá þá til að hugsa sjálfstætt um ákveðin viðfangsefni út frá eigin reynslu. Með virkjun sjálfstæðrar hugsunar nemenda gefst kennurum svigrúm til að innleiða þátt sköpunar í kennslu, en sköpun er einn af grunnþáttum menntunar sem settir eru fram í gildandi Aðalnámskrá grunnskóla. Þá er sköpun skilgreind sem hæfni til að uppgötva, búa til eitthvað nýtt eða veita nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Sá fyrri er fræðilegur og í honum er sýnt fram á hvers vegna snjallsímar eru álitlegir til notkunar í kennslu. Símarnir samræmast kröfum sem gerðar eru til námsgagna í aðalnámskrá og eru þar af leiðandi hentugir til að auka fjölbreytni á því sviði. Einnig eru þeir kjörinn vettvangur til skapandi úrlausna þar sem reynsla nemenda kemur að góðum notum. Í seinni hluta verkefnisins eru lögð fram kennsluverkefni sem unnin voru út frá fræðilega hlutanum. Efnislega snúa þau að íslensku og notkun hennar. Verkefnin gera ráð fyrir skapandi úrvinnslu og frumlegum vinnubrögð-um með notkun smáforrits. Hæglega má útfæra þau í öðrum fögum með sömu tækni. Verkefnunum fylgja leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast nýta forritið eins og lagt er til
    corecore