Skemman (Island)
Not a member yet
44636 research outputs found
Sort by
„Hún gaf mér af trénu og ég át“: Greining á Evu sem tálkvendi í Fyrstu Mósebók
Viðfangsefni ritgerðarinnar er Eva í Aldingarðinum í Fyrstu Mósebók í ljósi kenninga um ‘tálkvendið’ (fr. femme fatale). Fjallað verður um hvenær og hvernig fyrsta konan í Gyðing-kristinni hefð varð að banvænni veru. Í ritgerðinni er persónan Eva athuguð í sögulegu samhengi allt frá kirkjufeðrunum til Paradísarmissis Johns Milton. Sýnt verður fram á margvíslega fordóma kirkjufeðranna í garð kvenna almennt og hvernig þau viðhorf endurspeglast í umsögnum um Evu. Í ritgerðinni er ennfremur fjallað um greiningar femínískra biblíufræðinga samtímans á Evu en þær varpa áhugaverðu ljósi á fyrirbærið. Einkum verður rýnt í skrif fræðimannanna M. Doretta Cornell, Deborah Sawyer og Karen L. Edwards. Endurskoðun hefðarinnar freistar þess að vinda ofan af hefðartúlkunum sem einkennt hafa skrif fræðimanna um margra alda skeið til þess að auka skilning okkar á stöðu Evu í Biblíunni, sem virðist í þessu nýja ljósi talsvert flóknari en áður var haldið
Snjallsímar og kauphegðun.
Tækninýjungar og stafræn væðing hafa mótað viðskiptaumhverfið að ýmsu leyti síðustu ár og hefur aðgengi að snjallsímum sem og notkun þeirra aukist talsvert. Sumir hverjir telja sig ekki geta lifað án snjallsíma í dag og sífellt fleiri hafa í raun alist upp með síma við hönd og þekkja því ekki lífið án þeirra. Þessi aukna snjallsímanotkun sem og framboð og aðgengi að tækninýjungum gerir það að verkum að neytendur og hegðun þeirra verður óumflýjanlega fyrir áhrifum. Þar af leiðandi er mikilvægt að átta sig á því hvaða áhrif notkunin hefur á hegðun viðskiptavina við kaup. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hvernig verslun með síma breytir sex þáttum kauphegðunar inni í verslun en þessir sex þættir voru heildareyðsla viðskiptavina, fjöldi keyptra vara, fjöldi keyptra lúxusvara, nauðsynjavara, framstilltra vara og eigin vörumerkja. Rannsóknin var unnin í samstarfi við matvörukeðju á Íslandi og byggðist á vettvangsgögnum sem sótt voru úr sölukerfi verslunarkeðjunnar yfir eins mánaðar tímabil. Til að hægt væri að kanna hvort og þá hvernig verslun með síma breytir hegðun við kaup voru mismunandi afgreiðsluleiðir bornar saman. Þessar tegundir afgreiðsluleiða voru hefðbundinn beltakassi, sjálfsafgreiðslukassi, þjónustuborð og að skanna á ferðinni (verslun með síma). Niðurstöður leiddu í ljós að verslun með síma hefur áhrif á sex þætti kauphegðunar. Þeir sem skanna á ferðinni kaupa fyrir lægri upphæð en þeir sem versla á hefðbundnum beltakassa. Þá versla þeir sem skanna á ferðinni einnig færri vörur almennt miðað við þá sem versla á hefðbundnum beltakassa sem og færri lúxusvörur, nauðsynjavörur, framstilltar vörur og vörur undir eigin vörumerkjum. Niðurstöður leiddu hins vegar í ljós að þeir sem skanna á ferðinni versla fyrir hærri upphæð sem og fleiri lúxusvörur, nauðsynjavörur, framstilltar vörur og vörur undir eigin vörumerkjum en þeir sem nota sjálfsafgreiðslukassa og þjónustuborð. Niðurstöður eru því jákvæðar fyrir matvöruverslanir að því leyti að það er þeirra hagur að hvetja viðskiptavini sem nota sjálfsafgreiðslu eða þjónustuborð í dag til að versla með síma. Hins vegar er neikvætt fyrir matvöruverslanir að þeir sem versli með síma versli minna en þeir sem nota hefðbundinn beltakassa. Áhugavert væri að kanna viðfangsefnið nánar til að fá innsýn í hvers vegna niðurstöðurnar eru eins og þær eru. Rannsóknin er mikilvægt framlag til fræðanna þar sem viðfangsefnið hefur lítið verið kannað hingað til og niðurstöðurnar veita matvöruverslunum því verðmætar upplýsingar
Saga brjóstagjafar á Íslandi með áherslu á lengd brjóstagjafar
Brjóstagjöf er samspil móður og barns þar sem móðir gefur barni sínu næringarríka mjólk. Rannsóknir sýna að brjóstamjólk sé mikilvæg fyrir vöxt og þroska barna og að brjóstagjöfin geti einnig haft jákvæð áhrif á móður og á tengsl móður og barns. Brjóstagjöf er þó ekki aðeins líffræðilegt ferli þar sem að menningarlegar og félagslegar hugmyndir geta einnig haft áhrif á ferlið. Innan mannfræðinnar hefur áhersla verið lögð á það að rannsaka menningarlega og félagslega þætti sem tengjast brjóstagjöf. Fræðimenn hafa haft ólíkar skoðanir á því hvort að flokka megi brjóstagjöf sem náttúrulegt eða menningarlegt ferli en þannig má tengja brjóstagjöf við tvíhyggjuparið náttúra og menning. Femínískir fræðimenn hafa rannsakað hlutverk mæðra sem gefa börnum sínum brjóst og hlutverkaskipti foreldra við umönnun barna. Orðræða samfélagsins getur haft mikil áhrif á ferli brjóstagjafar en orðræðan er sífellt að breytast í samfélagi hverju og ferli brjóstagjafar samhliða því. Í þessari ritgerð er fjallað um sögu brjóstagjafar á Íslandi með áherslu á lengd hennar frá því á miðöldum og til dagsins í dag. Hér á landi hefur lengd brjóstagjafar breyst töluvert og tekið miklum sveiflum frá því á miðöldum þar sem hún fór frá því að vera algeng og langvarandi, yfir í það að vera nánast engin á 18. og 19. öld, en er í dag algeng. Almenn lengd brjóstagjafar hefur þó síðustu þrjá áratugi sífellt verið að lengjast og er það ánægjuleg þróun þar sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur brjóstagjöf til að minnsta kosti tveggja ára aldurs
Tímarými einstaklingsins: Rannsókn á tímarýmum í þremur skáldsögum Virginiu Woolf
Í þessari ritgerð er sjónum beint að mótun tímans í frásagnarheimi þriggja verka Virginiu Woolf, með það að markmiði að varpa ljósi á hin margvíslegu tímarými sem þar má finna. Kannaðar eru skáldsögurnar Jacob’s Room, Mrs. Dalloway og To the Lighthouse. Þær birtust á árabilinu 1922 til 1927 og marka ákveðin skil á ferli Woolf þar sem hún vék frá hefðbundnum frásagnarstíl fyrri sagna sinna og lagði áherslu á tilraunakennda, móderníska framsetningu þar sem frásögnin miðlar skynjun og hugsun persóna með beinni hætti til lesandans en almennt hafði tíðkast. Sökum þess eiga þessar þrjár skáldsögur það sameiginlegt að innihalda margslungin og persónuleg tímarými sem stuðla að því að gera lestur þeirra flóknari en ella, enn fleiri atriði þarf að hafa í huga, fleiri sjónarhorn, tilfinningar og skynjun ýmissa sögupersóna. Helst verður byggt á kenningum rússneska bókmenntafræðingsins Mikhails Bakhtíns um tímarými, en í ritgerð sinni „Form tíma og tímarýmis í skáldsögum“ sem fyrst kom út árið 1937 lagði Bakhtín grunninn að hugtakinu tímarými – sem byggist á innbyrðis samspili tíma og rýmis – og sýndi fram á mikilvægi þess í frásagnarrannsóknum. Greiningaraðferðirnar felast einkum í því að kanna hvernig tímaformgerðir birtast og tímarými myndast í frásögninni, einkum í tengslum við mótun aðalpersóna, en einnig hvernig þau hafa áhrif á lesturinn og þar með viðtökur þessara skáldsagna
Il romanzo come mezzo di indagine scientifica
In questa analisi, che ha come temi principali la corrente letteraria del Verismo e il suo maggiore esponente Giovanni Verga, ho deciso di soffermarmi su un aspetto che maggiormente ha colpito la mia attenzione e ha suscitato in me un forte interesse verso la questione verista. Il caso di studio in oggetto riguarderà l’uso del romanzo come mezzo di indagine scientifica in letteratura. Procederemo con una prima introduzione storica che ci permetterà di entrare nel vivo del contesto europeo e italiano del XIX secolo per osservare i meccanismi sociali ed economici che hanno permesso in questo periodo storico l’affermazione di una nuova corrente letteraria che verrà nominata Realismo.
Successivamente analizzeremo le caratteristiche della nuova corrente letteraria e la sua diffusione in Europa con un focus finale in Italia che ci permetterà così di introdurre la corrente verista e il suo esponente Giovanni Verga, autore di cui approfondiremo la biografia. Sarà proprio attraverso Giovanni Verga che studieremo il modo in cui il romanzo viene utilizzato come mezzo scientifico per analizzare la società del tempo. Poi entreremo nella nostra analisi più specifica: vedremo le somiglianze e differenze tra Verismo e Naturalismo per comprendere in che modo queste due correnti utilizzano il romanzo come strumento di indagine per poi alla fine soffermare la nostra attenzione sull’uso delle tecniche e dello stile verghiano prendendo come riferimento la novella “Rosso Malpelo” dalla raccolta “Vita dei Campi” (1880) e il romanzo Mastro Don Gesualdo (1889)
Sprettur : Ferlismat á verkefni um samþætta þjónustu fyrir börn í Fjarðabyggð
Árið 2020 setti fjölskyldusvið Fjarðabyggðar af stað verkefni með það að markmiði að samþætta betur þjónustu við börn með því að einfalda og flýta fyrir aðstoð til nemenda og foreldra og veita starfsfólki- fræðslu- og frístundastofnana stuðning. Stuðningurinn var veittur af teymi sem starfaði þvert á þjónustustofnanir. Verkefnið sem fékk heitið „Sprettur“ var sett á laggirnar á grunni áherslna stjórnvalda um aukna samþættingu í félagsþjónustu sem fram koma í nýlegum lögum nr. 86/2021. Í ritgerðinni koma fram niðurstöður ferlismats (e. process evaluation) þar sem metið var hvernig gengur hefur að starfrækja verkefnið og hversu vel framkvæmd þess samræmist upphaflegri áætlun. Ferlismat getur verið mikilvægt tæki við framþróun verkefna af þessu tagi. Við matið voru notuð fyrirliggjandi gögn ásamt því að gögnum var safnað með viðtölum og viðhorfskönnun. Niðurstöður leiddu í ljós að framkvæmdin var ekki að öllu leyti í samræmi við upphaflega áætlun. Þrátt fyrir það voru þjónustunotendur almennt ánægðir með verkefnið og gögn verkefnisins benda til að með hinu nýja verklagi hafi náðst að efla samþættingu á þjónustu og draga úr fjölda alvarlegri mála. Á grunni niðurstaðna eru settar fram ábendingar um lagfæringar og áframhaldandi þróun
Marine operators’ perception towards the new proposed environmental regulation : a case study of Svalbard, Norway
Svalbard, a Norwegian archipelago located in the Arctic Ocean, is experiencing rapid tourism growth. Simultaneously, the archipelago is undergoing dramatic environmental and climatic changes. These changes are noticeable through an increase in precipitation, a retreat in sea ice, changes in species distribution, and the melting of glaciers and ice caps. Some aspects of climate change contribute to the thriving tourism industry. For instance, the melting of sea ice may create new cruise tourism opportunities, and as a result, marine tour operators in the High Arctic will be able to expand the area and season of maritime activities. However, both climate change and the increase in tourism are a challenge for the Norwegian government concerning how to preserve Svalbard’s fragile environment while concurrently securing local economic development. To address this concern, my master’s thesis explored the perception and responses of marine tour operators in Svalbard towards these new environmental regulations proposed by the Norwegian Environmental Agency. I applied a qualitative case-study approach, conducted semi-structured interviews with marine tour operators in Svalbard, and included public hearing consultation statements. The result of my research demonstrated a clear negative perception and discontent with these newly proposed environmental regulations. The participants argued that in the future, it might damage the marine tourism industry. They concluded by stating they may have to shorten their season, do something different or leave Svalbard. Though my results addressed the perception of the new regulations and possible responses, future research should be carried out once environmental legislation comes into effect to deepen the understanding and impact on marine tour operators.Svalbarði, norskur eyjaklasi staðsettur í Norðurheimskauts hafinu, er að upplifa hraða aukningu á ferðaþjónustu. Um leið er eyjaklasinn að verða fyrir stórkostlegum umhverfisog loftslagsbreytingum. Þessar breytingar eru merkjanlegar í aukningu á úrkomu, hörfun hafíss, breytingum í tegundaútbreiðslu, og bráðnun jöklanna og ísþekju. Sumir þættir loftslagsbreytinga stuðla að blómstrandi ferðamannaiðnaði. Til dæmis, skapar bráðnun hafíss ný tækifæri í skemmtiferðaskipa þjónustu og af þessu leiðir að siglingaferða skipuleggjendur á hánorðurheimskauta svæðinu munu geta víkkað svæðið og árstíma siglinga starfseminnar. Samt sem áður eru bæði loftslagsbreytingar og aukning á ferðaþjónustu áskorun fyrir norsku ríkisstjórnina varðandi hvernig á að vernda viðkvæmt umhverfi Svalbarða og tryggja um leið staðbundna efnahagsþróun. Til að takast á við þetta efni, kannar meistararitgerð mín upplifun og viðbrögð siglingaferða skipuleggjenda á Svalbarða í áttina að þessum umhverfisreglugerðum, sem lagðar voru til af Norsku Umhverfisstofnuninni. Ég beiti eigindlegri tilviks-rannsóknarnálgun og og hálfbyggð viðtöl við siglingaferða skipuleggjendur á Svalbarða. Niðurstöður minnar rannsóknar sýna greinilega neikvæða upplifun og óánægju með þessar nýtillögðu umhverfisaðgerðir. Þátttakendurnir færa rök að því að í framtíðinni, gæti það haft skaðleg áhrif á siglingaferðaþjónustu starfsemina. Þau ljúka þessu með því að segja að þau geti þurft að stytta útgerðartímann sinn, gera eitthvað annað eða yfirgefa Svalbarða. Enda þótt mínar niðurstöður fáist við upplifun á nýjum reglugerðum og hugsanleg viðbrögð, ættu framtíðarrannsóknir að fara fram þegar umhverfislöggjöf verður virkjuð til að dýpka skilning og áhrif á siglingaferða skipuleggjendur
Vinnukona, ómagi, stúlka og frú. Rannsókn á því hvaða konur skrifuðu undir áskorun Hins íslenska kvenfélags 1895
Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað. Það var fyrsta kvenfélagið sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni en umræður um réttindi og stöðu kvenna höfðu verið á Alþingi og meðal kvenna á níunda og tíunda áratug 19. aldar. Konur eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ólafía Jóhannsdóttir skrifuðu greinar og héldu fyrirlestra um kvenréttindi og færðu þar rök fyrir frekari réttindum kvenna. Árið 1891 lögðu Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson alþingismenn fram tvö frumvörp er vörðuðu réttindi kvenna. Annað frumvarpið kvað á um að veita skyldi ekkjum og ógiftum konum sem stóðu fyrir sínu eigin búi og uppfylltu sömu skilyrði og giltu um karlmenn kjörgengi í hreppsnefnd, bæjarstjórn og fleiri nefndir. Hitt frumvarpið kvað á um að veita skyldi giftum konum fjárræði. Frumvörpin vour samþykkt í neðri deild Alþingis en varð ekki útrætt í efri deild. Árið 1893 voru frumvörpin svo aftur til umræðu á þinginu og töldu andstæðingar þau óþörf þar sem konur hefðu ekki óskað eftir þessum réttindum. Hið íslenska kvenfélag efndi því til undirskriftasöfnunar árið 1895 þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja frumvörpin tvö sem og að veita konum fullt lagalegt jafnrétti á við karlmenn í framtíðinni. Undir áskorunina skrifuðu 2373 konur víðs vegar um landið. Í þessari ritgerð er undirskriftasöfnunin tekin til skoðunar. Ljósi er varpað á hvaða konur það voru sem skrifuðu undir, stöðu þeirra og aldur. Einnig er fjallað sérstaklega um einstaka konur sem skrifuðu undir. Í rannsókninni er leitast við að útskýra af hverju þessar konur skrifuðu undir en ekki aðrar með því að skoða nánar hvernig undirskriftirnar dreifðust um landið og innan sýslna og sókna. Reynt er að varpa ljósi á þessa undirskriftasöfnun frá mörgum sjónarhornum.
Þetta er frumrannsókn því lítið hefur verið skrifað um skipulag og framkvæmd hennar. Í ritgerðinni er fyrst og fremst stuðst við undirskriftalistana sjálfa og svo sóknarmannatöl til að ráða í það hvaða konur skrifuðu undir. Ritgerðin er nýjung í íslenskri sagnfræði sem mun dýpka þekkingu á kvennabaráttunni og sögu kvenna um aldamótin 1900 og því hvaða konur tóku þátt í henni.The first women’s association which had women’s rights on its agenda was founded in 1894. It was called The Icelandic Women’s Association (icel. Hið íslenska kvenfélag). Discussions about the rights of women had already begun in the 1880s-1890s, both among women and in the Icelandic parliament (Althing). The likes of Bríet Bjarnhéðinsdóttir and Ólafía Jóhannsdóttir, two of the most famous women’s rights activists, started writing articles in the papers about women’s rights and why they deserved equal rights. In 1891, two parliamentary members of Althing, Skúli Thoroddsen and Ólafur Ólafsson, put forward two bills regarding women’s rights. The first bill would provide widows and unmarried women that fulfilled the same conditions as men, eligibility to sit on rural district councils. The second bill would provide married women financial independence, a right which women lost to their husbands upon marriage. Both bills were approved in the Lower Chamber of Althing but were not settled in the Upper Chamber. In 1893, both bills were again discussed in the Parliament. Those who were against the bills argued that it wouldn’t serve any purpose approving the bills because women hadn’t requested these rights. The Icelandic women’s association therefore started a petition in 1895, where they challenged the Icelandic Parliament to accept both bills and give women equal rights in the future. The petition got 2373 signatures from women all over the country. This essay investigates the collection of signatures for the petition. The essay aims to shine light on who the women were, who signed the petition, their age and class. The life and motivation of some of the women that signed the petition will also be studied. Why those women signed will be explained by examining where women signed in the country, administrative districts, and parishes. Not much has been written about the petition, neither its organization nor its realization. The main sources are the lists of signatures and the census of the parishes, to locate the women who signed. This essay is a novel work in the field of Icelandic history which will further improve our knowledge of the women’s rights movement at the turn of the century, the women who participated in it, and women’s history in general
Er þetta frétt? Sex þátta gamansería
Sex þátta gamansería lögð fram sem lokaverkefni í meistaranámi við ritlist ásamt greinargerð
„Það er fagmennskan og starfsandinn, manni bara líður vel á deildinni“. Upplifun hjúkrunarfræðinga á hjartadeild Landspítalans af starfsumhverfi sínu
Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur mikil áhrif á starfsánægju þeirra og áform um að hætta störfum. Fyrri rannsóknir sýna að viðeigandi mönnun, álag í vinnu, samvinna, traust og möguleiki á starfsþróun og símenntun eru mikilvægir þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem hefur áhrif á öryggi bæði starfsfólks og sjúklinga. Þessir þættir í starfsumhverfinu hafa einnig áhrif á kulnun í starfi sem er alþjóðlegt vandamál og gegna stjórnendur mikilvægu hlutverki í að fækka þeim hjúkrunarfræðingum sem fara í kulnun. Sálfélagslegir þættir svo sem félagslegur stuðningur, starfsandi, innri starfshvöt, ábyrgðarskylda og áhrif á eigin störf spila lykilhlutverk í heilbrigðu starfsumhverfi.
Hjartadeild Landspítalans kom vel út úr starfsumhverfiskönnuninni Stofnun ársins fyrir árið 2022 og því er mikilvægt og áhugavert að skoða upplifun hjúkrunarfræðinga hjartadeildarinnar af starfsumhverfi sínu með tilliti til starfsánægju, starfsanda og stjórnunar. Tekin voru viðtöl við tólf hjúkrunarfræðinga á hjartadeild Landspítalans með því markmiði að varpa ljósi á mikilvæga þætti í starfsumhverfi sínu. Viðtölin voru greind með eigindlegri þemagreiningu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hjúkrunarfræðingar hjartadeildarinnar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt. Helstu þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinganna sem viðmælendur tengja starfsánægju sinni og starfsanda eru góð mönnun, samvinna, stuðningur og sýnileiki stjórnenda, tækifæri til starfsþróunar og tækifæri til að hafa áhrif á eigin störf. Stjórnunin á deildinni er sýnileg og vísar að mörgu leyti til sannrar forystu og umbreytandi leiðtogastíls ásamt því að vera í senn bæði styðjandi og stefnuföst og endurspeglar þannig hugmyndafræði þjónandi forystu að mörgu leyti. Niðurstöður rannsóknarinnar eru framlag til þekkingar um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og getur haft hagnýtt gildi fyrir stjórnendur og starfsfólk í hjúkrun.Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár