64 research outputs found

    Lífsgæði hjúkrunarfræðinga og tækifæri til heilsueflingar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open

    Factors influencing the work of registered nurses and practical nurses in acute inpatient units

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesSkipulag, upplýsingaflæði, samskipti, forgangsröðun og verkaskipting skipta sköpum fyrir árangur meðferðar og afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum. Vinna í hjúkrun er margslungin og mótast af þörfum sjúklinga á hverri stund. Öryggi þjónustunnar byggist á faglegri þekkingu og færni, góðum samskiptum og árangursríkri samvinnu. Áríðandi er að tryggja bestu nýtingu tiltækra úrræða og að þekking og færni hvers og eins nýtist sem best fyrir meðferð sjúklinga. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar verða oft fyrir truflunum og töfum í vinnu sinni og standa gjarnan frammi fyrir kerfisvillum, svo sem skorti á upplýsingum, birgðum og nauðsynlegum búnaði. Enn skortir þó nánari þekkingu á umfangi truflana af þessum toga og eðli þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hvaða þættir hafa áhrif á vinnunna á bráðalegudeildum. Gagna var aflað með blandaðri aðferð þar sem megindlegum gögnum var safnað í gagnagrunn handtölvu og eigindlegum gögnum safnað hjá athugendum og þátttakendum. Gögnum var safnað um vinnuna, áhrifaþætti hennar, hreyfingar og tíma. Hjúkrunarfræðingarnir vörðu mestum hluta vinnutíma síns í óbeina umönnun sjúklinga á deildinni og sjúkraliðar í beina umönnun. Vinna þátttakenda einkenndist af fjölverkavinnslu, tíðum truflunum og rofum og hreyfingu á milli staða á deildinni. Þátttakendur sinntu gjarnan vinnu sem þeir telja almennt að krefjist ekki fagkunnáttu þeirra, svo sem að svara í síma, búa upp rúm og þrífa. Sé litið til niðurstaðna þessarar rannsóknar í ljósi fyrri rannsókna um tengsl álags, rofa og öryggis þjónustunnar er mikilvægt fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar að rýna vel í skipulag, verkferla, verkaskiptingu, samskipti og allt efnislegt umhverfi. Mikilvægt er að finna leiðir til úrbóta í skipulagi og stjórnun hjúkrunar en jafnframt er mikilvægt að styðja starfsfólk til að skoða viðhorf og verklag til að tryggja sem besta nýtingu á þekkingu og hæfni hvers og eins, sjúklingum og starfsfólki til hagsbóta.Organization, information, communication, prioritization and task delegation are important factors for successful health care services and the wellbeing of hospital patients. Nursing is complex and based on patients´ needs. The safety of the services builds on professional knowledge, expertise, skilled communication and effective decision making. It is important to ensure optimal use of resources, knowledge and skills of each member of the nursing team in order to provide the best possible patient care. Former studies show that during their work registered nurses (RNs) and practical nurses (PNs) frequently encounter interruptions and systems failures such as lack of information, equipment and material resources. There is still a gap in the literature about the scope and nature of the problem. The aim of this study was to increase knowledge about influencing factors on nursing work in acute inpatient units. Mixed methods were used for data collection where quantitative data were collected by structured computerized measures on hand held computers and qualitative field notes and interviews with participants were recorded on digital recorders. Data were collected on work, influencing factors, movements and time. RNs time was mostly spent on indirect patient care and PNs time was mostly spent on direct patient care. The work of RNs and PNs was characterized by multitasking, frequent interruptions and disruptions, and moves from one location to another within the unit. Participants frequently undertook work which they have identified as not requiring their professional knowledge such as answering the telephone, bed making, and cleaning. In light of these and previous findings on the link between interruptions and patient safety it is important for clinicians and leaders in nursing to re-evaluate organization of work in nursing, workflow, delegation, collaboration and the whole physical environment. It is important to improve organization and management of work in nursing and furthermore it is important to support nursing staff to reflect on attitudes and self-management to optimize use of professional skills and resources for the good of staff and patientsVísindasjóður Landspítala, B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, rannsóknasjóður Háskóla Íslands, starfsþróunarsjóður Sjúkraliðafélags Íslands og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala

    Hvað er starfsþróun og fyrir hverja er hún? : að huga að starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ árinu 2005 vann hópur hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) að stefnu um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu. Vinnuhópurinn leitaði upplýsinga í fræðilegum heimildum, rýnt var í fyrri skýrslur, greinargerðir og verkefni sem tengjast starfsþróun hjúkrunarfræðinga á LSH. Tekið var mið af niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á starfsumhverfi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga á LSH og mati þeirra á gæðum þjónustunnar. Vinnuhópurinn leitaði til hjúkrunarfræðinga á LSH um reynslu og viðhorf þeirra til starfsþróunar. Niðurstöður vinnuhópsins leiddu til þess að sýn og stefna um starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH var sett fram. Í framhaldi af settri stefnu ákvað hjúkrunarstjórn LSH að framfylgja stefnunni og var gerð áætlun um það. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á það hvað starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra felur í sér og benda á árangursríkar leiðir til starfsþróunar. Greinin byggist á fræðilegri umfjöllun um starfsþróun og þeirri hugsun sem beitt var við gerð stefnu um starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á LSH. Til einföldunar í skrifum þessum er orðið hjúkrunarfræðingur notað yfir bæði hjúkrunarfræðinga og ljósmæður

    Starfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamskipti hafa mikil áhrif á líðan okkar óháð því á hvaða aldursskeiði við erum og hvaða hlutverkum við gegnum. Samskipti eru álitin einn af áhrifaþáttum heilbrigðis. Löngum hefur verið sagt að maður sé manns gaman, en tækni og hraði nútímans breyta samskiptaháttum og breikka bilið á milli þeirra sem þurfa að hefta straum of mikilla samskipta og þeirra sem sitja hjá, einmana mitt í hringiðu annríkis og offramboðs. Í grein þessari verður fjallað um mikilvægi góðra samskipta við umönnun aldraðra og byggt á niðurstöðum tveggja nýrra rannsókna sem voru lokaverkefni til meistaragráðu við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Annars vegar er um að ræða rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur (2001) um lífsgæði á hjúkrunarheimilum og hins vegar rannsókn Sigrúnar Gunnarsdóttur (2000) um líðan starfsmanna á sjúkrahúsum. Rannsóknirnar voru báðar eigindlegar og byggðu á viðtölum við þátttakendur auk þátttökuathugana. Líf á hjúkrunarheimilum einkennist af því að það er bæði heimili og vinnustaður. Við hugleiðum oft hvernig öldruðu heimilisfólki líður á hjúkrunarheimilinu en hugsum ekki eins til þess hvernig starfsfólkinu líður. Líðan starfsfólksins hefur áhrif á samskipti þess við skjólstæðingana og þá umönnun sem það veitir. Þannig hefur líðan starfsfólks á hjúkrunarheimilum bein áhrif á líðan aldraðra sem dvelja þar. Áður en vikið verður að rannsókn Ingibjargar um lífsgæði á hjúkrunarheimilum verður fjallað stuttlega um niðurstöður rannsóknarinnar um líðan starfsmanna á sjúkrahúsum

    Leadership and performance in nursing: staff perception of servant leadership, job satisfaction, job related factors and service quality at Akureyri hospital

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBakgrunnur: Stjórnendur hafa áhrif á vinnuumhverfi, líðan starfsmanna og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Þjónandi forysta byggist á þeirri hugmyndafræði að leiðtogi sé fyrst og fremst þjónn sem virðir forn gildi um mannúð og siðgæði og setur velferð annarra framar eigin völdum og vegsauka. Slíkt samrýmist vel hugmyndafræði hjúkrunar. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um góð áhrif þjónandi forystu í fyrirtækjum og stofnunum, einnig innan heilbrigðisþjónustunnar. Markmið: Að kanna hvort stjórnunarhættir með áherslu á þjónandi forystu væru til staðar á hjúkrunarsviðum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), hver afstaða hjúkrunarstarfsfólks væri til starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu og hvort tengsl væru milli þessara þátta. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðskönnun. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á SAk haustið 2011. Lagður var fyrir spurningalisti um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS), ásamt almennum spurningum um starfsánægju, starfstengda þætti og gæði þjónustunnar, alls 54 spurningar. SLS mælir heildartölu og átta undirþætti þjónandi forystu. Niðurstöður: Svörun var 57,5% (149 svör). Heildartala SLS var 4,3 (± 0,62) og undirþættirnir mældust á bilinu 3,99 til 4,6 (staðalfrávik 0,78 til 1,04), en hæsta mögulega gildi SLS er 6. Undirþátturinn samfélagsleg ábyrgð mældist hæstur (4,6 ± 0,81). Langflestir þátttakendur voru ánægðir í starfi (96%) og 95,3% töldu veitta þjónustu góða. Starfsánægja hafði sterkustu fylgni við undirþáttinn eflingu (r = 0,48; p<0,01). Fylgni var milli eflingar og allra starfstengdra þátta (r = 0,18-0,44; p<0,05). Nokkur fylgni var á milli þjónandi forystu og öryggis skjólstæðinga. Þrír starfstengdir þættir (hlutdeild í ákvörðunartöku, fær viðurkenningu/hrós og upplýsingaflæði er gott) útskýrðu 54% af heildargildi þjónandi forystu (p<0,001). Ályktanir: Stjórnunarhættir þjónandi forystu eru til staðar á hjúkrunarsviðum SAk að mati þátttakenda. Starfsfólk er almennt ánægt í vinnunni og telur þjónustu við skjólstæðinga góða. Þetta styður niðurstöður fyrri rannsókna um að aðferðir þjónandi forystu tengist sameiginlegri ákvarðanatöku, góðu vinnuumhverfi og upplýsingaflæði en það getur tengst starfsánægju, gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustunni.Background: Leadership is linked to working environment, wellbeing of staff, quality and safety in health care. The servant leader is first and foremost a servant who puts other people's well-being before his own benefit. Such principles align well with the philosophy of nursing care. Recent studies underline the benefits of servant leadership in different organizations and in health care. Aims: To explore if servant leadership is practised at Akureyri Hospital and measure work-satisfaction, nursing staff attitudes towards work-related factors and the quality of care, and to explore whether servant leadership correlated with these factors. Methods: A cross-sectional survey among all nurses and nurse assistants employed at Akureyri Hospital in the autumn of 2011. The questionnaire included the Servant Leadership Survey (SLS), questions about work-satisfaction, work-related factors and quality of care, totally 54 questions. The SLS yields a total score and eight sub-factor scores. Findings: Response rate was 57.5% (n=149). The SLS total score was 4.3 (± 0.62) and sub-factor scores ranged from 3.99 to 4.6 (± 0.78 to 1.04), maximum possible score for SLS is 6. The sub-factor stewardship scored highest (4.6 ± 0.81). Most participants (96%) were satisfied at work and pleased with the quality of care (95.3%). Work-satisfaction correlated strongly with the sub-factor empowerment (r=0.48; p<0.01). All work-related factors correlated also with empowerment (r=0.8 to 0.44; p<0.05). Some correlation emerged between SLS-scores and patients safety. Three work-related factors (participation in decision making, acknowledgement for job well done and efficient flow of information) explained 54% of the total variation in SLS-score (p<0.001). Conclusions: Servant leadership exists at Akureyri Hospital according to staff estimation, the staff is satisfied at work and believe they provide good healthcare. The results support previous findings in that practices of servant leadership is linked to staff support, joint decision-making, good working environment and efficient information-flow, thus enhancing work-satisfaction, quality and safety in health car

    Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    To Be Accountable While Showing Care: The Lived Experience of People in a Servant Leadership Organization

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Many organizations attribute their success to the use of servant leadership. However, very few studies have been conducted with the emphasis of understanding what it is like for people to work in servant leadership organizations and how it is practiced. Thus, in-depth interviews were conducted and an observation was performed to explore the lived experience of people, both employees and managers, who work within the business sector where servant leadership has been practiced for decades. Two main themes (and a set of subthemes) emerged from the study: “Accountability as an integral part of the practice of servant leadership” and “People show care and help each other out at work.” During a period with new challenges, the balance between the dimensions of “serving” and “leading” became prominent. The findings indicate that both dimensions are important for the prosperity of the organization, although participants experience the “lead” dimension of servant leadership being practiced more than the “serve” dimension. This is important, as much of current thought considers servant leadership to focus more on the “serve” dimension, and thereby to be soft.Peer Reviewe

    Ergonomic Value Stream Mapping (ErgoVSM):Tool and user guide

    Get PDF
    ErgoVSM is an intervention process tool stimulating a dialogue for creating more sustainable value streams at hospital wards. It represents a complement to traditional Value Stream Mapping. Work environment issues are integrated in the Lean-management method Value Stream Mapping. The focus is to describe the current state through dialogue and visualisation followed by designing a future state and developing an action plan. During this process, performance, physical ergonomics and work content are considered
    corecore