research

Starfsfólk og íbúar á hjúkrunarheimilum

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamskipti hafa mikil áhrif á líðan okkar óháð því á hvaða aldursskeiði við erum og hvaða hlutverkum við gegnum. Samskipti eru álitin einn af áhrifaþáttum heilbrigðis. Löngum hefur verið sagt að maður sé manns gaman, en tækni og hraði nútímans breyta samskiptaháttum og breikka bilið á milli þeirra sem þurfa að hefta straum of mikilla samskipta og þeirra sem sitja hjá, einmana mitt í hringiðu annríkis og offramboðs. Í grein þessari verður fjallað um mikilvægi góðra samskipta við umönnun aldraðra og byggt á niðurstöðum tveggja nýrra rannsókna sem voru lokaverkefni til meistaragráðu við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Annars vegar er um að ræða rannsókn Ingibjargar Hjaltadóttur (2001) um lífsgæði á hjúkrunarheimilum og hins vegar rannsókn Sigrúnar Gunnarsdóttur (2000) um líðan starfsmanna á sjúkrahúsum. Rannsóknirnar voru báðar eigindlegar og byggðu á viðtölum við þátttakendur auk þátttökuathugana. Líf á hjúkrunarheimilum einkennist af því að það er bæði heimili og vinnustaður. Við hugleiðum oft hvernig öldruðu heimilisfólki líður á hjúkrunarheimilinu en hugsum ekki eins til þess hvernig starfsfólkinu líður. Líðan starfsfólksins hefur áhrif á samskipti þess við skjólstæðingana og þá umönnun sem það veitir. Þannig hefur líðan starfsfólks á hjúkrunarheimilum bein áhrif á líðan aldraðra sem dvelja þar. Áður en vikið verður að rannsókn Ingibjargar um lífsgæði á hjúkrunarheimilum verður fjallað stuttlega um niðurstöður rannsóknarinnar um líðan starfsmanna á sjúkrahúsum

    Similar works