26 research outputs found

    Evidence-Based Sequential Treatments: Examples from Pediatric Obsessive- Compulsive Disorder

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÞó að gagnreyndum meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga með geðraskanir hafi fjölgað mikið á síðustu 30-40 árum, þá vantar enn mikið upp á reynslugögn fyrir framhaldsmeðferð. Margar geðraskanir eru langvinnar þar sem þörf er á meðferð, í einu eða öðru formi, í langan tíma. Í þessari grein er fjallað um nauðsyn þrepaskiptrar einstaklingsbundinnar meðferðar (sequential individualized treatment) svo hægt sé að ná betri meðferðarárangri, auka lífsgæði og starfshæfni til lengri tíma hjá fólki með langvinnar geðraskanir. Þrepaskipt meðferð má einnig kalla meðferðaráætlun sem er einstaklingsbundin og byggir á sjúklingaupplýsingum í upphafi meðferðar og á meðan meðferð stendur yfir. Þrepaskipt meðferð samræmist betur raunverulegum gangi sumra geðraskana, heldur en bráðameðferð sem á að leysa allan vanda sjúklings fyrir fullt og allt. Klínískar leiðbeiningar fjalla um þrepaskipta meðferð en það er sjaldgæft að reynslugögn um þrepaskipta meðferð búi að baki leiðbeiningunum. Í greininni eru tekin dæmi af áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum og ólíkum tilraunasniðum lýst. Sérstaklega verður fjallað um fjölþrepaslembivalsrannsókn (sequential multiple assignment randomized trials) eða SMART sem er afar gagnleg leið til þess að þróa og meta árangur meðferðaráætlunar fyrir þrepaskipta meðferð. Gagnlegum dæmum um óvissuatriði í klínískum leiðbeiningum verður lýst og fjallað um hvernig SMART tilraunasnið geti dregið úr slíkri óvissu. Einnig verður fjallað um atriði er varða afköst (power) í SMART tilraunasniði.The status of evidence-based treatments for children with psychiatric disorders has improved significantly over the last 30-40 years. However, there is still a great need for evidence-based sequential treatments for patients with more chronic psychiatric disorders. In this paper, I discuss the necessity of sequential individualized treatments in order to obtain better treatment outcomes and increased quality of life over time for people with chronic psychiatric disorders. Sequential treatment is a form of treatment plan which is individualized and is based on patient characteristics at baseline and intermediate treatment outcomes. Sequential treatments may more accurately meet the needs of of more chronic psychatric disorders, compared to acute treatments that are supposed to cure the patient once and for all. Clinical guidelines discuss the need of sequential treatments but they are rarely evidence-based. The paper provides examples on how sequential treatments are needed for children and adolescents with obsessive-compulsive disorder. I present examples of appropriate research designs to evaluate sequential treatments for this group. Sequential multiple assignment randomized trials (SMART) will be discussed specifically. SMART is a very practical research design to develop and evaluate sequential treatments. I will describe specific examples of non-evidence-based sequential treatments recommended in clinical guidelines and present how a SMART design may be used to evaluate different treatment sequences. I will also discuss power issues when using the SMART design

    Áhrif hljóðgildis á skynjun sérhljóðalengdar í íslensku : er hægt að breyta stuttu [ə] í langt [ə] og öfugt?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamkvæmt tveggja þrepa líkani um skynjun sérhljóðalengdar er aðeins gert ráð fyrir að lengdarhlutfall sérhljóðs og samhljóðs og talhraði hafi áhrif á skynjun sérhljóðalengdar. Þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa áhrif á skynjun sérhljóðalengdar, heldur hefur hljóðgildi sumra sérhljóða meiri áhrif en lengdarhlutfall. Við skynjun hljóðlengdar í sérhljóðinu e=[ε] er til að mynda ekki hægt að búa til langt [ε] úr stuttu [ε] og öfugt, þó að það sé hægt fyrir sérhljóðið [a] (Jörgen Pind, 1996). Ástæðan fyrir þessu virðist vera að hljóðgildi stutts og langs afbrigðis [ε] eru ólík. Þar sem hljóðgildi stutts og langs o=[o] og ö=[oe] eru einnig ólík, ættu sömu niðurstöður að koma fram. Í þessari rannsókn voru orðin /ko:na/, /kon:a/, /ka:na/ og /kan:a/ lesin og sérhljóð stytt og samhljóð lengd í orðum með löngum sérhljóðum en sérhljóð lengd og samhljóð stytt í orðum með löngum samhljóðum. Þetta var gert 10 sinnum fyrir hvert grunnorð og úr varð 10 áreiti sem mynduðu áreitaröð fyrir hvert orð. Þátttakendur voru 10 og áttu þeir að dæma um hvort orð sem þeir heyrðu væri /ka:na/ eða /kan:a/ og /ko:nva/ eða /kon:a/. Niðurstöður voru þær að mögulegt var að breyta löngu [a] í stutt [a] og öfugt. Hins vegar reyndist ekki hægt að breyta löngu [o] í stutt [o] og öfugt. Niðurstöðurnar renna styrkari stoðum undir þörf þess að endurskoða tveggja þrepa líkanið um skynjun sérhljóðalengdar þannig að tekið sé tillit til áhrifa hljóðgildis.The model of quantity perception on the perception of vowel quantity takes only in account vowel to rhyme (vowel + consonant) duration and speech rate as a cue for vowel quantity. However previous findings suggest that other cues should be taken into account as well. Pind (1996) discovered that spectral factor was a major cue in the perception of vowel quantity of [ε]. He found it was impossible to produce a phonemically long [ε] from a phonemically short [ε] and vice versa. On the contrary, vowel to rhyme duration was a major cue in the perception of [a]. Pind theorized that the spectral factors in long and short [ε] were heterogenous and therefore a stronger cue in perception of vowel quantity than vowel to rhyme duration. The spectral factors of long and short [o] and [oe] are heterogenous as in [ε] and thus analogous results should be expected. In this study four Icelandic word were modified; /ko:na/ (noun: woman), /kon:a/ (noun: male´s name; accusative), /ka:na/ (noun: american) and /kan:a/ (verb: examine or noun (feminine): a jug). The vowels were gradually shortened and the consonants lengthened in words with a long vowel but the vowels were gradullay lengthened and the consonants shortened in words with a short vowel or 10 times for each base stimulus creating four stimulus continua. Participants were ten and were supposed to judge if a word was /ka:na/ or /kan:a/ and /ko:na/ or /kon:a/. The results revealed that it did change perception for [a] but it did not change perception from one to the other for [o]. Spectral factor was a stronger cue than vowel to rhyme duration. In accordance with these results models of quantity perception should be revised in order to take spectral factors in account

    A Review and Recommendations of Evidence-Based Treatments for Pediatric Obsessive-Compulsive Disorder

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access.Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) hjá börnum og unglingum einkennist af þráhyggjukenndum hugsunum og áráttukenndri hegðun eða hugsun. Í þessari yfirlitsgrein er lýst gagnreyndri meðferð við ÁÞR meðal barna og unglinga. Leitað var í PubMED að öllum samanburðarrannsóknum, yfirlitsgreinum og klínískum leiðbeiningum. Hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (SSRI) eru áhrifarík með- ferðarform fyrir börn og unglinga sem koma fyrsta sinn í meðferð. Í samanburðarrannsóknum hefur HAM vinninginn. Rannsóknir á börnum sem svara fyrstu meðferð illa eru takmarkaðar en benda þó til þess að áframhaldandi HAM og SSRI séu áhrifarík úrræði fyrir þá sem ekki svara HAM en HAM+SSRI sé áhrifaríkasta úrræðið fyrir þá sem ekki svara SSRI og hafa aldrei verið meðhöndlaðir með HAM. Fyrri rannsóknir eru í samræmi við klínískar leiðbeiningar þar sem fyrsta úrræði er HAM þegar aðgengi að kunnáttumönnum í HAM er til staðar. HAM er einnig jafn árangursríkt og SSRI hjá þeim sem enn hafa talsverð einkenni eftir 14 vikur. Niðurstöður bentu ekki til þess að HAM+SSRI sé áhrifaríkara en HAM veitt af sérfræðingum. HAPediatric obsessive-compulsive disorder (OCD) is characterized by recurrent obsessions and compulsions. In this review we depict evidence- -based treatments for pediatric OCD patients. We searched PubMed for relevant publications including randomized controlled trials, reviews, and expert guidelines. Substantial evidence for cognitive behavior therapy (CBT) and specific serotonin reuptake inhibitors (SSRIs) among treatment-naïve patients shows that both treatments are effective. CBT is significantly more effective than SSRI based on head-to-head trials. The evidence for CBT- or SSRI-resistant patients is limited but indicates that CBT and SSRI are effective treatments for CBT non-responders while a combination of CBT and SSRI is the most effective treatment for SSRI non-responders with no prior exposure to CBT. The current data support clinical guidelines indicating that when CBT expertise is present, one can successfully treat patients with CBT. CBT is also as effective as SSRI in non-responders after 14 weeks of CBT. The results did not indicate that combined treatment of CBT and SSRI is more effective than CBT delivered by experts. However, combined treatment is more effective than SSRI in SSRI non-responder

    Forprófun á íslenskri útgáfu Sjálfsmatskvarða Becks fyrir börn og unglinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGerð var forprófun á Sjálfsmatskvörðum Becks fyrir börn á aldrinum 7-14 ára til þess að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu af kvörðunum. Þátttakendur voru 293 úr 12 grunnskólum í Reykjavík. Próffræðilegir eiginleikar reyndust sambærilegir við erlendar rannsóknir. Innri áreiðanleiki var hár og fylgni atriða við heildarskor hvers kvarða viðunandi. Samleitni kvarða var athugað með þáttagreiningu og niðurstöður sýndu að þunglyndi, kvíði og hegðunarvandi voru einsleitir kvarðar en atriði sjálfsmyndar og reiði mynduðu tvo þætti. Gerð var þáttagreining á öllum 100 atriðum kvarðanna. Niðurstöður sýndu þrjá þætti sem skýrðu 38,6% dreifingar. Fyrsti þáttur samanstóð af þunglyndi, reiði og kvíða. Á annan þátt lögðust þrjú atriði reiði og 18 atriði hegðunarvanda og á þriðja þátt lögðust 18 atriði sjálfsmyndar. Há fylgni reyndist vera milli kvíða, þunglyndis og reiði en það er sambærilegt niðurstöðum erlendra rannsókna. Réttmæti kvarðanna var athugað með þremur spurningum um líðan í skóla og stríðni. Spurning um líðan í frímínútum hafði hæstu fylgni við þunglyndi sem bendir til þess að nemendur sem sýna þunglyndiseinkenni líður frekar illa í frímínútum. Spurning um líðan í kennslustundum hafði hæstu fylgni við hegðunarvanda og reiði og loks var hæst fylgni milli hegðunarvanda og stríðni. Enginn kynja- eða aldursmunur kom fram á kvörðum fyrir þunglyndi, reiði og kvíða. Hins vegar var meðaltal eldri hóps og drengja hærra á kvarða fyrir hegðunarvanda en hjá yngri hóp og stúlkum. Meðaltal á sjálfsmyndarkvarða var lægra í hópi eldri þáttakenda og meiri munur var á milli yngri og eldri stúlkna sem bendir til að sjálfsmynd verði neikvæðari á unglingsárum og sérstaklega hjá stúlkum. Próffræðilegir eiginleikar reyndust í megindráttum góðir en safna þarf meiri gögnum um áreiðanleika og réttmæti kvarðanna áður en hægt er að mæla með almennri notkun þeirra hér á landi.A pilot study of the Beck Youth Inventories (BYI) for children 7-14 years was undertaken to evaluate the psychometric properties of the Icelandic version. Participants were 293 from 12 elementary schools in Reykjavík. Psychometric properties revealed similar findings as other studies abroad have revealed. The internal consistency reliability was high and item total correlation acceptable. A principal axis factor analysis was conducted to evaluate the homogeneity of the BYI. Depression, anxiety and disruptive behavior were unidimensional but self-concept and anger revealed two factors. Additionally a principal axis factor analysis of all items of the inventories indicated three factors explaining 38,6% of variance. Items of depression, anxiety and anger loaded on the first factor. Disruptive behavior and 3 items of anger loaded on the second factor. Items of self-concept loaded on the third factor. Depression, anxiety and anger correlated highly, consistent with studies abroad and the factor analysis results. The scales´ validity was evaluated by three items assesing emotional well being in school and teasing other pupils. The highest correlation was between emotional well being in school breaks and depression, emotional well being in classrooms and disruptive behavior and anger, and between teasing other pupils and disruptive behavior. No significant age and gender differences were found on depression, anxiety and anger. Mean score for boys was higher than for girls on disruptive behavior and older students scored higher than younger students. Older students´ mean score was lower than younger students´ mean on self-concept and this difference was greater for girls than boys. Psychometric properties were good, but additonal studies need to be undertaken on the scales´ reliability and validity before we can recommend general use of the scales for clinical purposes in Iceland

    Diagnostic efficiency and validity of the DSM-oriented Child Behavior Checklist and Youth Self-Report scales in a clinical sample of Swedish youth

    Get PDF
    Publisher Copyright: Copyright: © 2021 Skarphedinsson et al. This is an open access article distributed under the terms of the Creative Commons Attribution License, which permits unrestricted use, distribution, and reproduction in any medium, provided the original author and source are credited.The Child Behavior Checklist (CBCL) and Youth Self-Report (YSR) are widely used measures of psychiatric symptoms and lately also adapted to the DSM. The incremental validity of adding the scales to each other has not been studied. We validated the DSM subscales for affective, anxiety, attention deficit/hyperactivity (ADHD), oppositional defiant (ODD), conduct problems (CD), and obsessive-compulsive disorder (OCD) in consecutively referred child and adolescent psychiatric outpatients (n = 267) against LEAD DSM-IV diagnoses based on the K-SADS-PL and subsequent clinical work-up. Receiver operating characteristic analyses showed that the diagnostic efficiency for most scales were moderate with an area under the curve (AUC) between 0.70 and 0.90 except for CBCL CD, which had high accuracy (AUC>0.90) in line with previous studies showing the acceptable utility of the CBCL DSM scales and the YSR affective, anxiety, and CD scales, while YSR ODD and OCD had low accuracy (AUC<0.70). The findings mostly reveal incremental validity (using logistic regression analyses) for adding the adolescent to the parent version (or vice versa). Youth and parent ratings contributed equally to predict depression and anxiety disorders, while parent ratings were a stronger predictor for ADHD. However, the youth ADHD rating also contributed. Adding young people as informants for ODD and OCD or adding the parent for CD did not improve accuracy. The findings for depression, anxiety disorders, and ADHD support using more than one informant when conducting screening in a clinical context.Peer reviewe

    Relationship between pre-adoptive risk factors and psychopathological difficulties of internationally adopted children in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: In recent years a number of children have been adopted to Iceland. The aim of our study was to evaluate which factors may affect their mental and behavioural health. MATERIALS AND METHODS: Information was collected on the health of internationally adopted children in Iceland as well as on pre-adoptive risk factors. This was done using a survey developed by Dr. Dana Johnson from the International Adoption Project at the University of Minnesota in the United States. Other questionnaires include the Child Behavior Checklist (CBCL), Strenghts and Difficulties Questionnaires (SDQ), Attention Deficit/Hyper activity Rating Scale (ADHD-RS-IV) and Austism Spectrum Screening Questionaire (ASSQ). For the comparative analysis data from the general population was used. RESULTS: Children adopted after 18 months of age and who have been institutionalised for 18 months or more showed higher risk for ADHD symptoms and behavioral and emotional problems than the general population. In addition, those who were subject to severe emotional neglect had significantly higher scores on CBCL, SDQ and ADHD-RS. A trend was seen between risk factors and scores on ASSQ. Children adopted before 12 months of age scored within the normal range on all questionnaires. CONCLUSION: These results suggest that children adopted after 18 months of age are at risk of psychopathological difficulties. These results emphasize the importance of early adoption and of minimizing the time spent in an institution.Inngangur: Undanfarin ár hafa allmörg börn verið ættleidd til Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna ættleiddra erlendis frá. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um áhættuþætti fyrir ættleiðingu, andlega líðan og hegðunarvanda hjá börnum ættleiddum erlendis frá. Notaður var yfirgripsmikill spurningalisti um þetta efni sem var þróaður af Dana Johnson, lækni hjá Háskólanum í Minnesóta í Bandaríkunum. Einnig voru lagðir fyrir eftirfarandi staðlaðir hegðunarmatslistar: Spurningalisti um atferli barna (CBCL), Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ), Ofvirknikvarðinn (ADHD-RS-IV) og Einhverfumatslistinn (ASSQ). Listarnir hafa áður verið staðlaðir við almennt þýði. Niðurstöður: Börn ættleidd eftir 18 mánaða aldur og þau sem hafa dvalið á stofnun lengur en fyrstu 18 mánuði lífsins eru í aukinni áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Auk þess skora þau börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar og tilfinningamatslistunum en þekkist í almennu þýði. Tilhneiging í þá veru sást einnig á skori á einhverfumatslistanum. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur skoruðu sambærilega við almennt þýði á öllum matslistum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanborið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til Íslands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun

    Population size of Oystercatchers Haematopus ostralegus wintering in Iceland

    Get PDF
    The first ever survey of Oystercatchers wintering in Iceland found around 11 000 individuals. This is an estimated 30% of the Icelandic population, including juveniles, suggesting that approximately 26 000 Icelandic Oystercatchers migrate to western Europe in the autumn. More Oystercatchers winter in Iceland than at similar latitudes elsewhere in Europe, which may reflect the remoteness and milder winter temperatures on this oceanic island

    EuReCa ONE—27 Nations, ONE Europe, ONE Registry A prospective one month analysis of out-of-hospital cardiac arrest outcomes in 27 countries in Europe

    Get PDF
    AbstractIntroductionThe aim of the EuReCa ONE study was to determine the incidence, process, and outcome for out of hospital cardiac arrest (OHCA) throughout Europe.MethodsThis was an international, prospective, multi-centre one-month study. Patients who suffered an OHCA during October 2014 who were attended and/or treated by an Emergency Medical Service (EMS) were eligible for inclusion in the study. Data were extracted from national, regional or local registries.ResultsData on 10,682 confirmed OHCAs from 248 regions in 27 countries, covering an estimated population of 174 million. In 7146 (66%) cases, CPR was started by a bystander or by the EMS. The incidence of CPR attempts ranged from 19.0 to 104.0 per 100,000 population per year. 1735 had ROSC on arrival at hospital (25.2%), Overall, 662/6414 (10.3%) in all cases with CPR attempted survived for at least 30 days or to hospital discharge.ConclusionThe results of EuReCa ONE highlight that OHCA is still a major public health problem accounting for a substantial number of deaths in Europe.EuReCa ONE very clearly demonstrates marked differences in the processes for data collection and reported outcomes following OHCA all over Europe. Using these data and analyses, different countries, regions, systems, and concepts can benchmark themselves and may learn from each other to further improve survival following one of our major health care events

    Undanþága eða takmörkun ábyrgðar: Um breytingu eða brottfall samningsákvæða sem undanþiggja eða takmarka vanefndaheimildir á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936

    No full text
    Mikil áhætta kann að fylgja gerð samninga enda verða samningar ekki alltaf efndir að fullu og geta bótaábyrgðir eftir atvikum orðið gríðarlega íþyngjandi fyrir skuldara. Samningsaðilum stendur þó almennt til boða að koma í veg fyrir slíka áhættu, eða að minnsta kosti draga úr henni, með einstaklingsbundnum samningum eða stöðluðum samningsskilmálum. Viðfangsefni þessarar ritgerðar lýtur að lagaumhverfi þessara viðskiptagerninga og er markmið hennar að rýna í þau réttindi sem 36. gr. laga um ógilda löggerninga nr. 7/1936 (hér eftir „samningalög“) veitir varðandi ógildingu eða breytingu þeirra. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað almennt um samningarétt, ógildingarreglur samningaréttar og réttaráhrif þeirra. Í þriðja kafla verður fjallað nánar um ákvæði 36. gr. samningalaga. Í fjórða kafla verða tekin til skoðunar samningsákvæði sem undanþiggja eða takmarka ábyrgð skuldara og verður efnið afmarkað frekar í fimmta kafla við ógildingu slíkra ákvæða á grundvelli 36. gr. samningalaga. Litið verður þar til réttarframkvæmdar, bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum og af henni verða dregnar ályktanir. Í sjötta kafla verða svo helstu niðurstöður dregnar saman

    Denison Organizational Culture Survey (DOCS). Psychometric properties and development of a knowledge management inventory from selected items of the DOCS

    No full text
    Aðalmarkmið rannsóknar voru tvö. Í fyrsta lagi að meta próffræðilega eiginleika Spurningalista Denison um fyrirtækjamenningu. Í öðru lagi að þróa þekkingarstjórnunarkvarða úr völdum atriðum úr sama lista sem tengjast þekkingarstjórnun. Spurningalisti Denison inniheldur 60 staðhæfingar sem snúa að fyrirtækjamenningu. Spurningalistinn skiptist í fjórar víddir sem eru þátttaka og aðild, samkvæmni og stöðugleiki, aðlögunarhæfni og hlutverk og stefna. Hver vídd inniheldur þrjár undirvíddir með fimm atriði hver undirvídd. Þátttakendur í rannsókninni voru 1.132 starfsmenn 13 íslenskra fyrirtækja. Karlar voru í meirihluta eða 59,3% (n=658) en konur voru 40,7% (n=452). Um 30% þátttakenda störfuðu í fjarskiptaþjónustu og um 15% í fjármálaþjónustu. Þátttakendur komu einnig úr öðrum greinum eins og úr orkugeira og þjónustu- og framleiðslugreinum. Próffræðilegir eiginleikar voru metnir með leitandi þáttagreiningu og einnig staðfestandi þáttagreiningu þar sem upprunalegt þáttalíkan var borið saman við þáttalausnir úr leitandi þáttagreiningu. Niðurstöður staðfestandi þáttagreiningar á öllum 60 atriðum Spurningalista Denison gáfu til kynna svipuð en óviðunandi mátgæði (goodness of fit) á fjögurra og fimm þáttalíkani eins og á upprunalegu fjögurra þáttalíkani. Þegar atriði hverrar víddar voru þáttagreind kom í ljós betri mátgæði í upprunalegu þáttalíkani í þátttöku og aðild og samkvæmni og stöðugleiki en hvorki í aðlögunarhæfni né í hlutverki og stefnu. Þegar 12 undirvíddir Spurningalistans voru þáttagreindar sýndi upprunalegt fjögurra þáttalíkan mun betri mátgæði sem var í samræmi við fyrri rannsóknir. Hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum voru ræddar og einnig ábendingar um áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði. Til þróunar á þekkingarstjórnunarkvarða voru 11 atriði þáttagreind og staðfestandi þáttagreining sýndi að tveggja þáttalíkan lýsti gögnunum betur en eins þáttalíkan. Þessir þættir voru innri og ytri þekkingarstjórnunaráhersla. Báðir þættir tengdust árangri fyrirtækja eins og heildarframmistöðu og gæðum vöru og þjónustu. Einnig kom í ljós að innri þekkingarstjórnunaráhersla hafði meiri tengsl við ánægju starfsmanna en ytri þekkingarstjórnunaráhersla hafði ein tengsl við ánægju viðskiptavina. Þetta virtist renna stoðum undir réttmæti þessarar þáttabyggingar með fyrirvara um frekar rannsóknir.The aim of this study was twofold. First to evaluate psychometric properties of the Denison Organizational Culture Survey. Second to develop a knowledge management inventory from selected items of the DOCS. The Denison Organizational Culture Survey consists of 60 statements measuring various elements of organizational culture. The survey is categorized into four dimensions which are involvement, consistency, adaptability and mission. Each dimension consists of three subdimensions with five items each. The sample consisted of 1,132 managers and employees in 13 Icelandic firms. The majority of the participants were males or 59.3% (n=658) but 40.7% (n=452) were females. Approximately 30% of participants were employed in telecommunications and 15% came from the financial services. Other sectors were energy, various services and production. The psychometric properties were evaluated with exploratory and confirmatory factor analysis. The original factor model was compared with factor models as indicated by results of exploratory factor analysis. Results of confirmatory factor analysis on all 60 items revealed unsatisfactory goodness of fit for the original four factor model as well as the four and five factor models from the exploratory factor analysis. Items from each dimension individually were also factor analysed. Results showed better and acceptable goodness of fit for the original factor model of involvement and consistency but not for adaptability and mission. Factor analysis of the 12 subdimensions of the DOCS indicated an acceptable goodness of fit for the original four factor model which were in line with other studies. Possible explanations for these results were discussed as well as recommendation for future research in this area. A total of 11 items were factor analysed as a part of the development of a knowledge management inventory. The results indicated that a two factor model had acceptable and better goodness of fit than one factor model. The factors were interpreted as an internal knowledge management focus consisting of items from involvement and consistency and external knowledge management focus consisting of items from adaptability and mission. Both factors were related to overall organizational performance and quality of service and products. Results also showed significantly stronger relationship between internal knowledge management focus showed and employee satisfaction but only external knowledge management foucs was related to customer satisfaction. These results indicate preliminary validity for two factors of knowledge management measured with items from the Denison Organizational Culture Survey
    corecore