research

Áhrif hljóðgildis á skynjun sérhljóðalengdar í íslensku : er hægt að breyta stuttu [ə] í langt [ə] og öfugt?

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamkvæmt tveggja þrepa líkani um skynjun sérhljóðalengdar er aðeins gert ráð fyrir að lengdarhlutfall sérhljóðs og samhljóðs og talhraði hafi áhrif á skynjun sérhljóðalengdar. Þessir þættir eru ekki þeir einu sem hafa áhrif á skynjun sérhljóðalengdar, heldur hefur hljóðgildi sumra sérhljóða meiri áhrif en lengdarhlutfall. Við skynjun hljóðlengdar í sérhljóðinu e=[ε] er til að mynda ekki hægt að búa til langt [ε] úr stuttu [ε] og öfugt, þó að það sé hægt fyrir sérhljóðið [a] (Jörgen Pind, 1996). Ástæðan fyrir þessu virðist vera að hljóðgildi stutts og langs afbrigðis [ε] eru ólík. Þar sem hljóðgildi stutts og langs o=[o] og ö=[oe] eru einnig ólík, ættu sömu niðurstöður að koma fram. Í þessari rannsókn voru orðin /ko:na/, /kon:a/, /ka:na/ og /kan:a/ lesin og sérhljóð stytt og samhljóð lengd í orðum með löngum sérhljóðum en sérhljóð lengd og samhljóð stytt í orðum með löngum samhljóðum. Þetta var gert 10 sinnum fyrir hvert grunnorð og úr varð 10 áreiti sem mynduðu áreitaröð fyrir hvert orð. Þátttakendur voru 10 og áttu þeir að dæma um hvort orð sem þeir heyrðu væri /ka:na/ eða /kan:a/ og /ko:nva/ eða /kon:a/. Niðurstöður voru þær að mögulegt var að breyta löngu [a] í stutt [a] og öfugt. Hins vegar reyndist ekki hægt að breyta löngu [o] í stutt [o] og öfugt. Niðurstöðurnar renna styrkari stoðum undir þörf þess að endurskoða tveggja þrepa líkanið um skynjun sérhljóðalengdar þannig að tekið sé tillit til áhrifa hljóðgildis.The model of quantity perception on the perception of vowel quantity takes only in account vowel to rhyme (vowel + consonant) duration and speech rate as a cue for vowel quantity. However previous findings suggest that other cues should be taken into account as well. Pind (1996) discovered that spectral factor was a major cue in the perception of vowel quantity of [ε]. He found it was impossible to produce a phonemically long [ε] from a phonemically short [ε] and vice versa. On the contrary, vowel to rhyme duration was a major cue in the perception of [a]. Pind theorized that the spectral factors in long and short [ε] were heterogenous and therefore a stronger cue in perception of vowel quantity than vowel to rhyme duration. The spectral factors of long and short [o] and [oe] are heterogenous as in [ε] and thus analogous results should be expected. In this study four Icelandic word were modified; /ko:na/ (noun: woman), /kon:a/ (noun: male´s name; accusative), /ka:na/ (noun: american) and /kan:a/ (verb: examine or noun (feminine): a jug). The vowels were gradually shortened and the consonants lengthened in words with a long vowel but the vowels were gradullay lengthened and the consonants shortened in words with a short vowel or 10 times for each base stimulus creating four stimulus continua. Participants were ten and were supposed to judge if a word was /ka:na/ or /kan:a/ and /ko:na/ or /kon:a/. The results revealed that it did change perception for [a] but it did not change perception from one to the other for [o]. Spectral factor was a stronger cue than vowel to rhyme duration. In accordance with these results models of quantity perception should be revised in order to take spectral factors in account

    Similar works