„Það er fagmennskan og starfsandinn, manni bara líður vel á deildinni“. Upplifun hjúkrunarfræðinga á hjartadeild Landspítalans af starfsumhverfi sínu

Abstract

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur mikil áhrif á starfsánægju þeirra og áform um að hætta störfum. Fyrri rannsóknir sýna að viðeigandi mönnun, álag í vinnu, samvinna, traust og möguleiki á starfsþróun og símenntun eru mikilvægir þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem hefur áhrif á öryggi bæði starfsfólks og sjúklinga. Þessir þættir í starfsumhverfinu hafa einnig áhrif á kulnun í starfi sem er alþjóðlegt vandamál og gegna stjórnendur mikilvægu hlutverki í að fækka þeim hjúkrunarfræðingum sem fara í kulnun. Sálfélagslegir þættir svo sem félagslegur stuðningur, starfsandi, innri starfshvöt, ábyrgðarskylda og áhrif á eigin störf spila lykilhlutverk í heilbrigðu starfsumhverfi. Hjartadeild Landspítalans kom vel út úr starfsumhverfiskönnuninni Stofnun ársins fyrir árið 2022 og því er mikilvægt og áhugavert að skoða upplifun hjúkrunarfræðinga hjartadeildarinnar af starfsumhverfi sínu með tilliti til starfsánægju, starfsanda og stjórnunar. Tekin voru viðtöl við tólf hjúkrunarfræðinga á hjartadeild Landspítalans með því markmiði að varpa ljósi á mikilvæga þætti í starfsumhverfi sínu. Viðtölin voru greind með eigindlegri þemagreiningu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hjúkrunarfræðingar hjartadeildarinnar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt. Helstu þættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinganna sem viðmælendur tengja starfsánægju sinni og starfsanda eru góð mönnun, samvinna, stuðningur og sýnileiki stjórnenda, tækifæri til starfsþróunar og tækifæri til að hafa áhrif á eigin störf. Stjórnunin á deildinni er sýnileg og vísar að mörgu leyti til sannrar forystu og umbreytandi leiðtogastíls ásamt því að vera í senn bæði styðjandi og stefnuföst og endurspeglar þannig hugmyndafræði þjónandi forystu að mörgu leyti. Niðurstöður rannsóknarinnar eru framlag til þekkingar um starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og getur haft hagnýtt gildi fyrir stjórnendur og starfsfólk í hjúkrun.Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár

Similar works

Full text

thumbnail-image

Skemman (Island)

redirect
Last time updated on 20/10/2023

This paper was published in Skemman (Island).

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.