Viðfangsefni ritgerðarinnar er Eva í Aldingarðinum í Fyrstu Mósebók í ljósi kenninga um ‘tálkvendið’ (fr. femme fatale). Fjallað verður um hvenær og hvernig fyrsta konan í Gyðing-kristinni hefð varð að banvænni veru. Í ritgerðinni er persónan Eva athuguð í sögulegu samhengi allt frá kirkjufeðrunum til Paradísarmissis Johns Milton. Sýnt verður fram á margvíslega fordóma kirkjufeðranna í garð kvenna almennt og hvernig þau viðhorf endurspeglast í umsögnum um Evu. Í ritgerðinni er ennfremur fjallað um greiningar femínískra biblíufræðinga samtímans á Evu en þær varpa áhugaverðu ljósi á fyrirbærið. Einkum verður rýnt í skrif fræðimannanna M. Doretta Cornell, Deborah Sawyer og Karen L. Edwards. Endurskoðun hefðarinnar freistar þess að vinda ofan af hefðartúlkunum sem einkennt hafa skrif fræðimanna um margra alda skeið til þess að auka skilning okkar á stöðu Evu í Biblíunni, sem virðist í þessu nýja ljósi talsvert flóknari en áður var haldið
Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.