Saga brjóstagjafar á Íslandi með áherslu á lengd brjóstagjafar

Abstract

Brjóstagjöf er samspil móður og barns þar sem móðir gefur barni sínu næringarríka mjólk. Rannsóknir sýna að brjóstamjólk sé mikilvæg fyrir vöxt og þroska barna og að brjóstagjöfin geti einnig haft jákvæð áhrif á móður og á tengsl móður og barns. Brjóstagjöf er þó ekki aðeins líffræðilegt ferli þar sem að menningarlegar og félagslegar hugmyndir geta einnig haft áhrif á ferlið. Innan mannfræðinnar hefur áhersla verið lögð á það að rannsaka menningarlega og félagslega þætti sem tengjast brjóstagjöf. Fræðimenn hafa haft ólíkar skoðanir á því hvort að flokka megi brjóstagjöf sem náttúrulegt eða menningarlegt ferli en þannig má tengja brjóstagjöf við tvíhyggjuparið náttúra og menning. Femínískir fræðimenn hafa rannsakað hlutverk mæðra sem gefa börnum sínum brjóst og hlutverkaskipti foreldra við umönnun barna. Orðræða samfélagsins getur haft mikil áhrif á ferli brjóstagjafar en orðræðan er sífellt að breytast í samfélagi hverju og ferli brjóstagjafar samhliða því. Í þessari ritgerð er fjallað um sögu brjóstagjafar á Íslandi með áherslu á lengd hennar frá því á miðöldum og til dagsins í dag. Hér á landi hefur lengd brjóstagjafar breyst töluvert og tekið miklum sveiflum frá því á miðöldum þar sem hún fór frá því að vera algeng og langvarandi, yfir í það að vera nánast engin á 18. og 19. öld, en er í dag algeng. Almenn lengd brjóstagjafar hefur þó síðustu þrjá áratugi sífellt verið að lengjast og er það ánægjuleg þróun þar sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur brjóstagjöf til að minnsta kosti tveggja ára aldurs

Similar works

Full text

thumbnail-image

Skemman (Island)

redirect
Last time updated on 11/01/2023

This paper was published in Skemman (Island).

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.