Sprettur : Ferlismat á verkefni um samþætta þjónustu fyrir börn í Fjarðabyggð

Abstract

Árið 2020 setti fjölskyldusvið Fjarðabyggðar af stað verkefni með það að markmiði að samþætta betur þjónustu við börn með því að einfalda og flýta fyrir aðstoð til nemenda og foreldra og veita starfsfólki- fræðslu- og frístundastofnana stuðning. Stuðningurinn var veittur af teymi sem starfaði þvert á þjónustustofnanir. Verkefnið sem fékk heitið „Sprettur“ var sett á laggirnar á grunni áherslna stjórnvalda um aukna samþættingu í félagsþjónustu sem fram koma í nýlegum lögum nr. 86/2021. Í ritgerðinni koma fram niðurstöður ferlismats (e. process evaluation) þar sem metið var hvernig gengur hefur að starfrækja verkefnið og hversu vel framkvæmd þess samræmist upphaflegri áætlun. Ferlismat getur verið mikilvægt tæki við framþróun verkefna af þessu tagi. Við matið voru notuð fyrirliggjandi gögn ásamt því að gögnum var safnað með viðtölum og viðhorfskönnun. Niðurstöður leiddu í ljós að framkvæmdin var ekki að öllu leyti í samræmi við upphaflega áætlun. Þrátt fyrir það voru þjónustunotendur almennt ánægðir með verkefnið og gögn verkefnisins benda til að með hinu nýja verklagi hafi náðst að efla samþættingu á þjónustu og draga úr fjölda alvarlegri mála. Á grunni niðurstaðna eru settar fram ábendingar um lagfæringar og áframhaldandi þróun

Similar works

Full text

thumbnail-image

Skemman (Island)

redirect
Last time updated on 20/10/2023

This paper was published in Skemman (Island).

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.