Snjallsímar og kauphegðun.

Abstract

Tækninýjungar og stafræn væðing hafa mótað viðskiptaumhverfið að ýmsu leyti síðustu ár og hefur aðgengi að snjallsímum sem og notkun þeirra aukist talsvert. Sumir hverjir telja sig ekki geta lifað án snjallsíma í dag og sífellt fleiri hafa í raun alist upp með síma við hönd og þekkja því ekki lífið án þeirra. Þessi aukna snjallsímanotkun sem og framboð og aðgengi að tækninýjungum gerir það að verkum að neytendur og hegðun þeirra verður óumflýjanlega fyrir áhrifum. Þar af leiðandi er mikilvægt að átta sig á því hvaða áhrif notkunin hefur á hegðun viðskiptavina við kaup. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hvernig verslun með síma breytir sex þáttum kauphegðunar inni í verslun en þessir sex þættir voru heildareyðsla viðskiptavina, fjöldi keyptra vara, fjöldi keyptra lúxusvara, nauðsynjavara, framstilltra vara og eigin vörumerkja. Rannsóknin var unnin í samstarfi við matvörukeðju á Íslandi og byggðist á vettvangsgögnum sem sótt voru úr sölukerfi verslunarkeðjunnar yfir eins mánaðar tímabil. Til að hægt væri að kanna hvort og þá hvernig verslun með síma breytir hegðun við kaup voru mismunandi afgreiðsluleiðir bornar saman. Þessar tegundir afgreiðsluleiða voru hefðbundinn beltakassi, sjálfsafgreiðslukassi, þjónustuborð og að skanna á ferðinni (verslun með síma). Niðurstöður leiddu í ljós að verslun með síma hefur áhrif á sex þætti kauphegðunar. Þeir sem skanna á ferðinni kaupa fyrir lægri upphæð en þeir sem versla á hefðbundnum beltakassa. Þá versla þeir sem skanna á ferðinni einnig færri vörur almennt miðað við þá sem versla á hefðbundnum beltakassa sem og færri lúxusvörur, nauðsynjavörur, framstilltar vörur og vörur undir eigin vörumerkjum. Niðurstöður leiddu hins vegar í ljós að þeir sem skanna á ferðinni versla fyrir hærri upphæð sem og fleiri lúxusvörur, nauðsynjavörur, framstilltar vörur og vörur undir eigin vörumerkjum en þeir sem nota sjálfsafgreiðslukassa og þjónustuborð. Niðurstöður eru því jákvæðar fyrir matvöruverslanir að því leyti að það er þeirra hagur að hvetja viðskiptavini sem nota sjálfsafgreiðslu eða þjónustuborð í dag til að versla með síma. Hins vegar er neikvætt fyrir matvöruverslanir að þeir sem versli með síma versli minna en þeir sem nota hefðbundinn beltakassa. Áhugavert væri að kanna viðfangsefnið nánar til að fá innsýn í hvers vegna niðurstöðurnar eru eins og þær eru. Rannsóknin er mikilvægt framlag til fræðanna þar sem viðfangsefnið hefur lítið verið kannað hingað til og niðurstöðurnar veita matvöruverslunum því verðmætar upplýsingar

Similar works

Full text

thumbnail-image

Skemman (Island)

redirect
Last time updated on 11/01/2023

This paper was published in Skemman (Island).

Having an issue?

Is data on this page outdated, violates copyrights or anything else? Report the problem now and we will take corresponding actions after reviewing your request.