12 research outputs found

    Athugun á samræmdu einkunnunum 5,0 og 6,0

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPróffræðilegir eiginleikar samræmdra einkunna voru kannaðir með aðferðum sem eru til þess hannaðar að gera einkunnir á ólíkum útgáfum sama prófs jafngildar. Var rannsóknin afmörkuð við einkunnirnar 5,0 og 6,0. Skilgreind var grunnútgáfa samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði og einkunnir á sex öðrum útgáfum prófanna tengdar einkunnum á þeim. Niðurstöður sýna að neðri mörk einkunnanna 5,0 og 6,0 liggja mjög nærri sömu mörkum og í grunnútgáfunni í sumum útgáfum en víkja talsvert frá þeim í öðrum útgáfum. Einnig kemur fram að hlutfall nemenda sem fær tiltekna einkunn eða hærri einkunn víkur frá grunnútgáfu um 0,7%% til 25,8%. Niðurstöður eru ræddar í ljósi réttmætis samræmdra einkunna og út frá jafnrétti nemenda með tilliti til ákvarðana sem byggjast á samræmdum einkunnum. Ljóst er að samræmdar einkunnir sem notaðar hafa verið síðan árið 1985 standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til einkunna sem gegna jafn veigamiklu hlutverki og þær.The psychometric properties of the Icelandic Nationwide Examination (INE) score scale in 10th grade were investigated using equating methods. The INE uses a new test form each year but the INE scores are not linked from one year to another. The investigation was limited to the scores of 5,0 and 6,0 because the scores are relevant for grade school graduation reporting and admission to college bound secondary school educational tracks. Data from seven test forms administered during the years 1995 to 2001 were used and the random groups equipercentile equating methods applied. Due to the fact that about 96% of each cohort take the tests each year and the tests are interchangeable, the random sampling assumption was judged to be tenable. The 1999 test forms were defined as basic score scales and the other test forms equated to this test forms. The results indicate that raw scores currently scaled to the same INE score differ considerably for some of the test forms. When compared with the 1999 test form the difference in the proportions of students passing the critical grade points ranges from 0,7% to 25,8%. The results are discussed in relation to the validity of the INE scores

    Icelandic translation, adaptation validity research and preparation of standardization of the RADS-2 depression screening for teenagers

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink at the top of the page marked FilesKynntir eru próffræðilegir eiginleikar þýðingar og staðfærslu RADS-2 matslistans. Listinn er hannaður til að skima fyrir depurð hjá unglingum og hefur bandarísk frumgerð hans ágæta eiginleika í því skyni. Listinn er stuttur, samanstendur af 30 atriðum og heildartala hans endurspeglar það hve alvarleg einkenni depurðar eru. Listinn inniheldur fjóra skilgreinda prófhluta: Depurð metur helstu einkenni og tilfinningar tengdar depurð, Áhugaleysi og neikvætt skap metur áhugaleysi í daglegum athöfnum og tilfinningalega deyfð, Neikvætt sjálfsmat metur neikvæð og niðrandi viðhorf í eigin garð og Líkamleg einkenni tengist líkamlegum upplifunum og óstöðugleika í skapi. Íslensk þýðing og staðfærsla var unnin með hléum yfir átta ára tímabil þar sem endurtekin gæðaferli, rýni og forprófanir, leiddu til endurskoðunar prófatriða. Gögnum um lokagerð RADS-2 var safnað á höfuðborgarsvæðinu og niðurstaða sýnir að dreifing stiga hentar til að útbúa norm fyrir nemendur á unglingastigi. Áreiðanleiki er góður, 0,93, og tengsl hans við aðra matslista styðja þá túlkun að niðurstöður endurspegli einkenni depurðar og þáttabygging listans falli að fræðilegu líkani að baki frumgerðar hans. - The Icelandic translation/adaptation of the RADS-2 scale designed for screening of depressive symptoms among teenagers is reported. The RADS-2 is a short instrument designed with teenagers as target group and its original US version has good measurement qualities. The Icelandic translation/adaptation was developed over an eight-year period with repeated rounds of revisions and empirical tryouts as well as expert review. Data on the final Icelandic translation/ adaptation were collected in the Reykjavik area in 2012 and showed that the distribution of the total score could be used for constructing norms. Internal reliability was shown to be 0.93, correlations with other measures of related constructs supported the validity of RADS-2 interpretation as a measure of potential depressive symptoms, and confirmatory factor analysis indicated that its structure was similar to the original US version. The RADS-2 is evaluated as having potential as a group screening instrument for use in Iceland

    Hvernig mæla á hugsmíðar með erlendum mælitækjum : þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum

    No full text
    Markmiðið með því að þýða og staðfæra mælitæki, til dæmis spurningalista eða próf, er að útbúa mælitæki sem aflar upplýsinga um hugsmíð með sama hætti í þýðingarlandi og frumútgáfa mælitækisins gerir. Ákveðnar próffræðilegar forsendur þarf að uppfylla til að það sé mögulegt. Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um próffræðilíkan sem dregur þessar forsendur fram en í síðari hluta er vinnuferli við þýðingu og staðfærslu lýst. Próffræðilíkanið er notað til að skilgreina nákvæmlega markmið með þýðingu og staðfærslu mælitækja og hvaða forsendur þurfa að vera til staðar svo að vel takist til. Líkanið hjálpar jafnframt við að draga fram afleiðingar af hnökrum eða ónákvæmni í þýðingu og skýrir um leið tilgang og mikilvægi ákveðinna verkhluta. Í síðari hluta greinarinnar verður ferlinu, þ.e. verkþáttum við þýðingu og staðfærslu á mælitækjum, lýst. Þessir verkþættir eru: Undirbúningur, þýðing og aðlögun texta, endurbætur, stöðlun (ef við á) og útgáfa. Byggt er á almennt viðurkenndu verklagi en hér er reynt að draga fram sjálfstæði verkþátta með skýrari hætti en áður hefur verið gert. Fjallað er stuttlega um verkþættina og þeir skilgreindir með það að markmiði að þeir sem þurfa að þýða og staðfæra mælitæki fái raunhæfar forsendur til að skipuleggja vinnuferlið

    Hefur starfsauglýsing áhrif á niðurstöður persónuleikaprófs Eysenks?

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPersónuleikapróf eru mikið notuð í sálfræði. Mikilvægt er að svarendur þeirra geti ekki villt á sér heimildir. Athugað var hvort þátttakendur gætu svarað persónuleikaprófi Eysencks í samræmi við starfsauglýsingu. Ennfremur var athugað hvort sjálfstjórn hefði áhrif á getu þátttakenda við að villa á sér heimildir. Niðurstöður sýna að þátttakendur gátu svarað persónuleikaprófi Eysencks í samræmi við upplýsingar sem þeir fengu í tilraunaaðstæðum. Afdráttarlausar niðurstöður um áhrif sjálfstjórnar fengust ekki í þessari rannsókn.Personality tests are instruments used frequently in psychology. It is imperative that respondents not be able to fake their results on such a test. Respondents ability to answer Eysenck's Personality Questionnaire in accordance with a job advertisement was investigated. The effect of self-monitoring on respondents ability to fake was also investigated. Results show that respondents were able to answer Eysenck's Personality Questionnaire in accordance with the information provided in the experimental setting. Results on the effect of self-monitoring on faking were inconclusive

    Hefur starfsauglýsing áhrif á niðurstöður persónuleikaprófs Eysenks?

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPersónuleikapróf eru mikið notuð í sálfræði. Mikilvægt er að svarendur þeirra geti ekki villt á sér heimildir. Athugað var hvort þátttakendur gætu svarað persónuleikaprófi Eysencks í samræmi við starfsauglýsingu. Ennfremur var athugað hvort sjálfstjórn hefði áhrif á getu þátttakenda við að villa á sér heimildir. Niðurstöður sýna að þátttakendur gátu svarað persónuleikaprófi Eysencks í samræmi við upplýsingar sem þeir fengu í tilraunaaðstæðum. Afdráttarlausar niðurstöður um áhrif sjálfstjórnar fengust ekki í þessari rannsókn.Personality tests are instruments used frequently in psychology. It is imperative that respondents not be able to fake their results on such a test. Respondents ability to answer Eysenck's Personality Questionnaire in accordance with a job advertisement was investigated. The effect of self-monitoring on respondents ability to fake was also investigated. Results show that respondents were able to answer Eysenck's Personality Questionnaire in accordance with the information provided in the experimental setting. Results on the effect of self-monitoring on faking were inconclusive

    The development and validation of the SOC scale for youth in Iceland

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnMeðvituð sjálfstjórnun vísar til getu fólks til að setja sér markmið og nota árangursríkar leiðir til að ná markmiðum sínum. Rannsóknir á slíkri getu benda til mikilvægis þess að hún sé til staðar á unglingsárum en ekki liggja fyrir nægilega réttmæt og áreiðanleg mælitæki sem henta unglingum. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Í fyrsta lagi var athugað hvort hægt væri að bæta áreiðanleika sjálfstjórnunarmælitækisins SOC með því að setja svarmöguleika mælitækisins fram á Likert kvarða í stað tvíkosta svarmöguleika. Í öðru lagi var kannað hvort breytt framsetning mælitækisins yrði til þess að unnt væri að staðfesta formgerð þess og þar með hugtakaréttmæti við íslenskar aðstæður. Undirbúningsmæling með háskólanemum ásamt undirbúningsmælingu og rýnihópsviðtali við unglinga bentu til þess að Likert framsetning gæfi réttmætari niðurstöður en tvíkosta framsetning líkt og notuð hefur verið með fullorðnum þátttakendum. Staðfestandi þáttagreining á gögnum frá 539 nemendum í 9. bekk (46% stúlkur, meðalaldur 14,3 ár) leiddi í ljós að þríþátta formgerð SOC mælitækisins kom ekki fram. Einsþátta líkan féll aftur á móti vel að gögnunum líkt og sýnt hefur verið fram á með bandarískum ungmennum. Þessar niðurstöður benda til þess að einsþátta útgáfa SOC mælitækisins með Likert svarmöguleikum gefi áreiðanlega og réttmæta mælingu á sjálfstjórnun unglinga við upphaf og lok 9. bekkjar á Íslandi og gefi þar af leiðandi möguleika á samanburðarhæfum niðurstöðum við niðurstöður mælinga á bandarískum unglingum.Intentional self-regulation refers to people’s ability to set goals and find effective means to achieve their goals. The SOC (selection, optimization, compensation) measure has been widely used in measuring intentional self-regulation among adults. Research has indicated the importance of SOC abilities during adolescence but a reliable and valid SOC measure for use with adolescents has not been available. The goal of this research was twofold. First, the means of improving the reliability of the SOC measure were explored by changing the scale of the measure from a forced choice scale to a Likert scale. Second, a confirmatory factor analysis (CFA) was performed to investigate the construct validity of SOC when using Likert answer options. A pilot study with college students, and adolescents from a secondary school in Reykjavík, indicated that a Likert scale representation of the SOC items produced higher reliability and more convergent validity then a forced choice representation. A CFA on data from 539 students in 9th grade (46% girls, mean age 14.3 years) showed that a tripartite structure of SOC did not fit the data adequately. However, a single factor structure using nine items from the SOC questionnaire indicated a good fit as has been shown by previous research with adolescents in other cultures. These results indicate that a single factor nine item SOC measure with Likert answer options gives a reliable and valid measure of intentional self-regulation at the beginning and at the end of ninth grade in Iceland.University of Iceland Doctoral Grant, University of Iceland Scholarship Fund

    Réttmæti samræmdra prófa til að álykta um námsframfarir nemenda milli 4. og 7. bekkjar grunnskóla

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmið rannsóknarinnar er að meta þá forsendu við túlkun námsframfara á samræmdum prófum milli 4. og 7. bekkjar grunnskóla að sömu kunnáttusvið séu mæld með prófunum í báðum bekkjum þrátt fyrir að prófspurningar séu ekki þær sömu. Samræmdar einkunnir 4003 nemenda í 4. og 7. bekk voru þáttagreindar með aðferð mestu líkinda (maximum likelihood) og promax snúningi. Nemendurnir voru allir fæddir árið 1988 og tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. bekk 1997 og 7. bekk 2000. Þrír þættir komu fram í þáttagreiningunni: (a) stærðfræði, (b) stafsetning og ritun, (c) lestur og málnotkun. Aðrar aðferðir við þáttagreiningu gagnanna (principal components, principal axis factoring, alpha) gáfu hliðstæðar niðurstöður og greining byggð á aðferð mestu líkinda. Samtals er skýrð dreifing einstakra breyta (communalities) eftir snúning að meðaltali 0,41 og liggur á bilinu frá 0,13 til 0,86 fyrir einstakar breytur. Almennt renna niðurstöðurnar stoðum undir réttmæti þess að nota samræmd próf til að álykta um námsframfarir nemenda yfir þriggja ára tímabil.In the study one of two main asumptions underlaying reports of students progress between grade four (9 year olds) and seven (12 year olds) on the Icelandic Nationwide examinations was investigated. The Nationwide examinations are administered to cohorts of students in grade four and seven in mathematics and mother tongue. In this study the validity of the assumption that the same knowledge domains are tested on both occasions on different tests was investigated. Scores from the fourth and seventh grade tests of 4003 students born in 1988 were factor analysed with a maximum-likelihood procedure and a promax rotation. Three factors emerged from the factor analysis: (a) mathematics, (b) spelling and writing, and (c) reading comprehension and language usage. Communalities for individual variables after rotation ranged from 0,13 to 0,86 (mean 0,41). The results support the validity of using scores from the Nationwide Examinations in Iceland to report on students' progress in mathematics and mother tongue over a three year period

    The development and validation of the SOC scale for youth in Iceland

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnMeðvituð sjálfstjórnun vísar til getu fólks til að setja sér markmið og nota árangursríkar leiðir til að ná markmiðum sínum. Rannsóknir á slíkri getu benda til mikilvægis þess að hún sé til staðar á unglingsárum en ekki liggja fyrir nægilega réttmæt og áreiðanleg mælitæki sem henta unglingum. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Í fyrsta lagi var athugað hvort hægt væri að bæta áreiðanleika sjálfstjórnunarmælitækisins SOC með því að setja svarmöguleika mælitækisins fram á Likert kvarða í stað tvíkosta svarmöguleika. Í öðru lagi var kannað hvort breytt framsetning mælitækisins yrði til þess að unnt væri að staðfesta formgerð þess og þar með hugtakaréttmæti við íslenskar aðstæður. Undirbúningsmæling með háskólanemum ásamt undirbúningsmælingu og rýnihópsviðtali við unglinga bentu til þess að Likert framsetning gæfi réttmætari niðurstöður en tvíkosta framsetning líkt og notuð hefur verið með fullorðnum þátttakendum. Staðfestandi þáttagreining á gögnum frá 539 nemendum í 9. bekk (46% stúlkur, meðalaldur 14,3 ár) leiddi í ljós að þríþátta formgerð SOC mælitækisins kom ekki fram. Einsþátta líkan féll aftur á móti vel að gögnunum líkt og sýnt hefur verið fram á með bandarískum ungmennum. Þessar niðurstöður benda til þess að einsþátta útgáfa SOC mælitækisins með Likert svarmöguleikum gefi áreiðanlega og réttmæta mælingu á sjálfstjórnun unglinga við upphaf og lok 9. bekkjar á Íslandi og gefi þar af leiðandi möguleika á samanburðarhæfum niðurstöðum við niðurstöður mælinga á bandarískum unglingum.Intentional self-regulation refers to people’s ability to set goals and find effective means to achieve their goals. The SOC (selection, optimization, compensation) measure has been widely used in measuring intentional self-regulation among adults. Research has indicated the importance of SOC abilities during adolescence but a reliable and valid SOC measure for use with adolescents has not been available. The goal of this research was twofold. First, the means of improving the reliability of the SOC measure were explored by changing the scale of the measure from a forced choice scale to a Likert scale. Second, a confirmatory factor analysis (CFA) was performed to investigate the construct validity of SOC when using Likert answer options. A pilot study with college students, and adolescents from a secondary school in Reykjavík, indicated that a Likert scale representation of the SOC items produced higher reliability and more convergent validity then a forced choice representation. A CFA on data from 539 students in 9th grade (46% girls, mean age 14.3 years) showed that a tripartite structure of SOC did not fit the data adequately. However, a single factor structure using nine items from the SOC questionnaire indicated a good fit as has been shown by previous research with adolescents in other cultures. These results indicate that a single factor nine item SOC measure with Likert answer options gives a reliable and valid measure of intentional self-regulation at the beginning and at the end of ninth grade in Iceland.University of Iceland Doctoral Grant, University of Iceland Scholarship Fund

    Video game playing of adolescents 14 to 20 year of age in Reykjavik and close municipalities

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNiðurstöður rannsókna í Norður Ameríku og Evrópu sýna að spilun tölvuleikjua meðal ungmenna hefur vaxið umtalsvert undanfarin áratug. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tölvuleikjaiðkun íslenskra ungmenna á aldrinum 14 til 20 ára. Þátttakendur voru 595 ungmenni valin af hentugleika úr grunn- og framhaldsskólum í Reykjavik. Í ljós kom að 84% nemenda höfðu spilað tölvuleiki undanfarið ár og um 68% spiluðu eitthvað á hverjum degi. Um 2,6% spiluðu tölvuleiki daglega í sex stundir eða meira. Skotleikir voru vinsælastir leikjategunda þar sem um 20% ungmenna spila þá mikið og drengir spiluðu flestar tegundir tölvuleikja í meira mæli en stúlkur. Tölvuleikjanotkun fer að mestu fram á heimilum en spilun í tölvuleikjasölum var hverfandi. Um 13% ungmenna samþykktu að þeir spiluðu of mikið í tölvuleikjum og um 4% töldu að þátttaka þeirra ylli þeim vandkvæðum. Drengir töldu sig frekar eiga í vanda en stúlkur. Að lokum kom í ljós að þeir sem telja sig stríða við tölvuleikjavanda spiluðu lengur í tölvuleikjum og þá helst í skot- og hernaðarleikjum og fjöldanetleikjum. Almennt benda niðurstöður þessarar rannsóknar til að þátttaka í tölvuleikjum er vinsæl afþreying meðal ungmenna og að nokkur hluti þeirra telur sig spila of mikið eða eiga í vandkvæðum vegna þátttöku sinnar.Studies in North-America and Europe indicate that video game playing among adolescents has increased over the last decade. The aim of this study was to view video game playing of Icelandic adolescents between 14 and 20 year of age. The participants were 595 adolescents conveniently chosen from schools in Reykjavik and close municipalities. The results showed that 84% of students had played video games over the last year and 68% played each day. Around 2.6% played video games each day for six hours or more. First person shooter was the most popular video game genre whereas around 20% of the adolescents played them a lot. Boys played most video game genres more than girls. Video games are predominantly played at homes and the adolescents played very rarely in video game arcades. The results also showed that 13% of the adolescents agreed playing too much in video games and 4% agreed that their video game playing caused them a problem. Boys more frequently agreed that their video game playing caused them problems than girls. Finally the results showed that adolescents who agreed that their video game playing caused them a problem played more and rather in first person shooter, strategy war games and in massively multiplayer online games. In general, the results indicate that video game playing is a popular free-time activities among adolescents and some adolescents consider that they play too much or have problems because of video game playing
    corecore