10 research outputs found

    Erosion and soft drinks

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Acidic soft drinks are well-known causes of dental erosion. This study aimed to determine differences in the in-vitro erosive effect of a selection of drinks on the Icelandic market. Materials and methods: 20 different brands of soft drinks were investigated. 13 freshly extracted human teeth were sawn in 2 pieces. The erosive effect of drinks was determined as the percentage weight loss of tooth pieces after immersion in the drinks. Drink samples were renewed daily, and the weight of the teeth was recorded. Results: Drinks containing citric acid had an average of 12.5% greater erosive effect than drinks containing phosphoric acid. Sugared soft drinks and energy drinks had a considerably higher erosive potential than water-based drinks. Flavored water containing citric acid showed similar erosive potential to cola drinks that contain phosphoric acid. Flavored and non-flavored water not containing acidic additives showed similar erosive effect to the control drinks water and milk. Overall, energy and sports drinks showed the most erosive effect, with sugary citric acid drinks close behind. Discussion: Advice to patients on consumption of soft drinks should recognize their erosive effects especially regarding flavored waters. Citric acid in drinks appears to be more erosive than phosphoric acid, particularly where sugar is also an ingredient, perhaps balancing sweetness and acidity.Þekkt er að gosdrykkir geta valdið glerungseyðingu. Með rannsókninni var ætlað að mæla glerungseyðandi mátt mismunandi gosdrykkja á tilraunastofu. Efniviður / Aðferð: 13 nýúrdregnar tennur voru sagaðar í tvennt og lagðar í 20 mismunandi gosdrykkjaböð og glerungseyðingarmáttur var metin út frá prósentu-þyngdartapi tannhlutanna. Daglega voru drykkirnir endurnýjaðir og tennurnar vigtaðar. Niðurstöður: Drykkir sem innihalda sítrónusýru hafa meiri glerungseyðandi mátt en þeir sem innihalda fosfórsýru. Sykraðir gosdrykkir og orkudrykkir eru meira glerungseyðandi en vatnsdrykkir. Bragðbætt vatn með sítrónusýru er jafn glerungseyðandi og þeir drykkir sem innihalda fosfórsýru. Bæði sýrulaust bragðbætt og óbragðbætt vatn var ekki glerungseyðandi líkt og samanburðardrykkirnir vatn og mjólk. Orku og íþróttadrykkir voru mest glerungseyðandi en sykur- og sítrónusýrudrykkir lágu mjög nálægt. Ályktun: Í leiðbeiningum ætti að leggja áherslu á mismunandi glerungseyðingamátt vatns/íþrótta- og orkudrykkja. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru meira glerungseyðandi en drykkir með fosfórsýru

    Ormstunga : kennsluefni í ritun fyrir unglingastig grunnskóla

    No full text
    Ormstunga er kennsluefni í íslensku fyrir unglingastig grunnskóla sem sameinar lestur Gunnlaugs sögu ormstungu og ritun. Hverjum kafla sögunnar fylgir eitt eða tvö ritunarverkefni. Verkefnin fjalla meðal annars um söguþráð Gunnlaugs sögu, einkenni Íslendingasagna og samfélag og lifnaðarhætti fólks á víkingatímanum. Leitast er við að hafa ritunarverkefnin fjölbreytt og horft var til markmiða aðalnámskrár, fjölgreindakenningar Howards Gardner og kenningar Jean Piaget um stig formlegra aðgerða við gerð kennsluefnisins. Lokaverkefnið samanstendur af greinargerð, verkefnahefti og kennarahandbók

    Hvað er í matinn? : könnun á matarvenjum grunnskólabarna heima og að heiman

    No full text
    Þetta er eigindleg rannsókn sem er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaraháskóla Íslands vorið 2007. Með henni er kannað hvernig mat grunnskólabörnum er boðið upp á, heima og í skólanum. Þátttakendur voru sex fjölskyldur sem í voru að minnsta kosti tvö börn í grunnskóla. Tekið var viðtal við annað eða báða foreldra og tvö börn í hverri fjölskyldu og þau beðin að rifja upp hvað hefði verið í matinn vikuna á undan og hvað þau hefðu borðað af því. Einnig var spurt um skólamáltíðir og viðhorf barna og fullorðinna til þeirra. Viðtölin voru tekin upp á segulband og rannsakandi afritaði þau síðan í tölvu. Reynt var að finna mynstur eða þema út frá viðtölunum. Það kom í ljós að allar fjölskyldurnar elda fullbúna máltíð á kvöldin án tilllits til þess hvort börnin eru í skólamötuneyti eða ekki. Börnin eru flest mjög ánægð með þann mat sem þau fá heima hjá sér og finnst gott að fjölskyldan borði saman. Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með matinn í skólamötuneytunum þar sem er eldað á staðnum heldur en þar sem hann er aðkeyptur og hitaður upp

    Remember that I am still alive : living with incurable, life-threatening disease and positive and negative influences on perceived quality of life : a phenomenological study

    No full text
    As a nurse in palliative care I have noticed that a gap sometimes exists between the understanding of healthcare professionals and of our palliative-care clients regarding the clients’ lived experience and their perception of quality of life under those circumstances. As the main aim of palliative care is, however, to contribute to people’s quality of life, I felt impelled to explore the phenomenon from the patients’ point of view. The purpose is to provide healthcare professionals with a deeper insight into this experience, and thereby empower them to become more able to support their clients towards a better quality of life. The research approach was the Vancouver School of Doing Phenomenology, since its aim is oriented towards the construction of understanding by grasping the meaning of a phenomenon. The participants were seen as co-researchers and were selected through purposeful sampling, and the data collection was carried out through dialogues with ten co-researchers with different incurable, life-threatening diseases, a total of fifteen dialogues. The data analysis was thematic. The study revealed that fatal illness has had deep social, physical and personal effects on the co-researchers, who use a variety of resources to make their lives easier. Increased symptoms often reminded them of the gravity of their disease and provoked anxiety attacks and existential concerns. It transpired that a positive frame of mind, hope and faith, as well as the feeling of having a role and a purpose, had a positive influence on quality of life, and support from family was crucial. Another important factor was whether or not they received adequate social services; most of them felt that pursuing their rights was too cumbersome and complicated, and that it was hard to live on the benefits they received. A professional and supportive approach from healthcare personnel had a positive influence on quality of life, but when health personnel appeared to be uninterested or rushed, this was discouraging. The co-researchers’ need for ‘human contact’ with healthcare professionals was clear, and their experiences of care from specialised palliative nurses were strikingly positive. Despite their physical burden and deterioration, and a life ‘consisting of getting bad news,’ the co-researchers’ profound need for going on with as meaningful a life as possible, and in society with others, was clear, and is reflected in the study’s overriding theme: ‘Remember that I am still alive.’RANNÍ

    The teacher as a language role model : teaching approaches and perspectives of Icelandic teachers in the adolescent level

    No full text
    Í þessari rannsókn er sjónum beint að íslenskukennurum sem málfyrir-myndum. Með málfyrirmynd er ekki einungis átt við kennara sem vandar mál sitt, heldur kennara sem notar fjölbreyttar leiðir til að glæða áhuga nemenda á tungumálinu. Því þarf að leita lengra en til málnotkunar kennaranna sjálfra til að varpa ljósi á þá sem málfyrirmyndir. Sett var fram rannsóknarspurningin: Hvernig geta kennsluhættir og viðhorf íslensku-kennara á unglingastigi varpað ljósi á þá sem málfyrirmyndir? Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um ýmislegt er við kemur tungumálum í eðli sínu og málnotkun barna, unglinga og kennara. Meðal annars er fjallað um máltöku og málþroska, orðaforða, málbreytingar, áhrif ensku á íslenskt mál og áherslur í aðalnámskrá. Einnig er fjallað um rann-sóknir á áhrifum kennara og kennsluaðferða á orðaforða og málfærni nemenda. Í síðari hluta verkefnisins er fjallað um rannsóknina sjálfa, sem er eigindleg rannsókn sem framkvæmd var í sex grunnskólum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við sjö starfandi íslenskukennara á unglingastigi með það að markmiði að varpa ljósi á störf þeirra, mati þeirra á málfærni unglinga og viðhorf kennara gagnvart tungumálinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestir viðmælendur hafa litlar áhyggjur af málfari unglinga almennt, en finnst minnkandi lestur hafa skilað sér í minni orðaforða og lítilli þekkingu á málsháttum og orðatiltækjum. Þeir leggja mesta áherslu á lestur í kennslu til að sporna við þessum áhrifum. Viðmælendum er annt um tungumálið og finnst mikilvægt að vera góðar fyrirmyndir þrátt fyrir að þeir velji ólíkar leiðir til að efla málvitund og málfærni nemenda sinna. Í umræðukafla er fjallað um niðurstöður í tengslum við fræðilega hluta verksins og settar eru fram umræður um hlutverk íslenskukennara

    Árangur ADHD lyfjameðferðar sjúklinga í ADHD teymi Landspítala 2015-2017

    No full text
    Inngangur: Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er algengasta hegðunarröskunin sem greind er hjá börnum en einkenni geta verið hamlandi fram á fullorðinsár og jafnvel út ævina. Samkvæmt Landlækni er algengið 3-5% meðal fullorðinna. ADHD getur haft mikil áhrif á líf fólks og þessir einstaklingar glíma oft við aðrar fylgiraskanir. Lyfjanotkun við ADHD á Íslandi er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Á Landspítala er starfandi þverfaglegt ADHD teymi sem sér um greiningu og meðferð við ADHD hjá fullorðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta árangur lyfjameðferðar sem veitt er af teyminu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra einstaklinga 18 ára og eldri sem komu í fyrsta viðtal til læknis hjá ADHD teymi Landspítala 2015-2017 og þáðu lyfjameðferð. Þeim var fylgt eftir til 18. apríl 2018. Sjúklingar sem höfðu áður verið í meðferð hjá teyminu eða voru á lyfjameðferð við ADHD þegar þeir komu í teymið voru undanskildir. Alls voru 211 einstaklingar sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Upplýsingar um einkenni og líðan fyrir og eftir meðferð fengust úr svörum sjúklinga við fjórum spurningalistum, þ.e. ADHD hegðunarmatskvarða, DASS, CORE og QOLS. Einnig voru skráðar upplýsingar um lyfjameðferð og líkamsmælingar. Niðurstöður: Af þeim 211 sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar voru 55% karlar og 45% konur. Um 53% voru með greinda fylgiröskun og þar af voru kvíðaröskun og lyndisröskun algengastar. Töluverð vöntun var á svörum við spurningalistum eftir meðferð eða 42-44%. Alls voru 144 einstaklingar sem luku meðferð hjá teyminu en 67 einstaklingar féllu úr meðferð. Upphafsmælingar þessara tveggja hópa voru skoðaðar og marktækur munur var á hvatvísi/ofvirkni (p=0,013) og þunglyndi (p=0,040). Hvatvísi/ofvirkni reyndist vera forspárþáttur fyrir það að falla úr meðferð með OR=0,96 (p=0,015). Marktækur munur var á öllum geðmælingum fyrir og eftir meðferð með p < 0,001 fyrir hverja breytu. Fyrir ADHD einkenni var áhrifastærð Cohens d 2,47 fyrir athyglisbrest og 1,25 fyrir hvatvísi/ofvirkni. Að meðaltali lækkaði t skor þessara tveggja breyta um 25 ± 10 og 13 ± 11 stig eftir meðferð. Áhrifastærð fyrir lífsgæði var 1,04 og jukust þau um 13 ± 12 eftir meðferð. Af DASS var áhrifstærðin hæst 1,27 fyrir streitu en lægst 0,67 fyrir kvíða. Samsvarandi lækkun fyrir þessar breytur var 11 ± 8 og 4 ± 6. Af CORE var stærðin hæst 1,35 fyrir heild án áhættu en lægst 0,53 fyrir áhættu. Fyrir meðferð voru 99% yfir klínískum viðmiðunarmörkum fyrir jákvæða skimun fyrir athyglisbrest og 67% fyrir hvatvísi/ofvirkni. Af þeim sem luku meðferð færðust 79% undir mörkin fyrir athyglisbrest og 54% fyrir hvatvísi/ofvirkni. Jákvæð fylgni var á milli allra breyta af ADHD hegðunarmatskvarða, DASS og CORE. Sömuleiðis var fylgni milli aukinna lífsgæða og lækkunar í einkennum. Ekki var sterk fylgni milli athyglisbrests og hvatvísi/ofvirkni. Hjá einstaklingum sem höfðu fleiri geðgreiningar en ADHD var meðferðarárangur marktækt meiri fyrir DASS og CORE en ekki var marktækur munur á meðferðarárangri fyrir athyglisbrest, ofvirkni/hvatvísi og lífsgæði. Ekki var marktækur munur á meðferðarárangri eftir kyni. Ályktun: Þeir sem ljúka meðferð í ADHD teymi ná miklum árangri sem felst í minnkun einkenna og aukningu lífsgæða. Meðferðarárangur var meiri hjá þeim sem glímdu einnig við aðrar fylgiraskanir. Þessar niðurstöður styðja við lyfjanotkun við ADHD hjá fullorðnum

    Ferðaþjónustan á Austurlandi. Markaðssetning og kynningarefni

    No full text
    Eftirfarandi rannsóknarverkefni fjallar um markaðssetningu og kynningarefni ferðaþjónustunnar á Austurlandi. Fjölgun ferðamanna til Íslands hefur verið hröð á undanförnum árum og er ferðaþjónustan og ágóði hennar ávallt að verða mikilvægari fyrir þjóðarbúið. Fjölda ferðamanna er þó fremur misskipt milli landshluta og er hann nokkuð lægri á Austurlandi en í öðrum landshlutum. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig staðið hefur verið að markaðssetningu og kynningarefni ferðaþjónustunnar á Austurlandi. Kannað var hvaða ímynd er sett fram um landshlutann í kynningarefni og hversu mikla umfjöllun landshlutinn fær miðað við aðra. Annað markmið var að kanna hvernig samvinnu í kynningarmálum innan landshlutans væri háttað og hvaða viðhorf og framtíðarsýn væru ríkjandi í ferðaþjónustu á Austurlandi. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir, þar sem tekin voru hálf stöðluð viðtöl við aðila innan ferðaþjónustunnar á Austurlandi auk þess sem gerðar voru mynd- og textagreiningar á kynningarefni. Rannsakandi komst að því að ímyndin sem sett er fram um Austurland í kynningarefni er mjög óljós þó að í grunninn sé hún alltaf byggð á náttúrunni. Illa skilgreindir markhópar og mjög mismunandi áherslur í kynningarefninu hafa haft slæm áhrif á ímyndina sem sköpuð hefur verið um landshlutann. Umfjöllun um Austurland í kynningarefni fyrir allt Ísland er yfirleitt minni en umfjöllun um aðra landshluta. Viðmælendur rannsóknarinnar sögðust vera í miklu samstarfi en voru allir sammála um að samstarfið innan fjórðungsins gæti verið meira. Framtíðarasýn viðmælenda var m.a. að markaðssetja veturinn og koma sér oftar og meira að í almennu kynningarefni um Ísland. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að með því að skapa skýrari, sameiginlega og aðgreinda ímynd fyrir Austurland megi tryggja faglegri markaðssetningu og áhrifameira kynningarefni í framtíðinni. Lykilorð: Ferðaþjónusta, markaðssetning, Austurland, kynningarefni.This following research project discusses the marketing and promotional material of the tourism industry in East Iceland. The tourist numbers in Iceland have been increasing in the last decade and the tourism industry and its revenues are becoming more and more important for the national economy. Tourist numbers however are unequally divided between Iceland‘s regions and the tourist numbers in East Iceland are substantially lower than in other regions of the country. The main purpose of the project was to research the marketing and promotional material about East Iceland. The research aimed at defining the characteristics that make up the regions image and if East Iceland got a similar amount of coverage as other regions in Iceland‘s promotional material. The cooperation between tourism companies and stakeholders was researched as well as their view and future visions of the tourism industry in East Iceland. Qualitative research methods were used such as semi-structured interviews with stakeholders in the tourism industry and content analysis of the promotional material. The conclusion was that East Iceland‘s image projected through the studied promotional material was vague although it was always based on the regions nature. Poorly defined target groups and different emphases in the promotional material have adversely affected the image. East Iceland‘s coverage was usually shorter or less thorough than of the other regions and the research‘s informants were usually in good cooperation with other towns or companies in the tourism industry but everyone agreed that cooperation could be stronger. The future projects of the East Iceland tourism industry were e.g. to market the wintertime and get more coverage in promotional material. The conclusion was that there are some flaws in the marketing and promotional material of East Iceland. A clear, mutual and differentiated image has to be defined for the region. This should guarantee a more professional production of promotional material and more efficient marketing efforts in the future. Key words: Tourism, marketing, East Iceland, promotional material

    Flugfélag Íslands á Grænlandi. Vitund, staðfærsla og ímynd

    No full text
    Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.Eftirfarandi rannsóknarverkefni fjallar um vitund og ímynd Flugfélags Íslands á Grænlandi en félagið hefur verið starfandi í Grænlandi um nokkurt skeið og vinnur stöðugt að því að bæta stöðu sína á þeim markaði. Fjölda farþega er þó fremur misskipt á milli Flugfélags Íslands og stærsta samkeppnisaðilans, Air Greenland, en það félag hefur töluvert stærri markaðshlutdeild en Flugfélag Íslands. Markmið verkefnisins var að greina staðfærslu Flugfélags Íslands fyrir Grænlandsmarkað sem og vitund og ímynd félagsins í samanburði við Air Greenland. Staðfærsla Flugfélags Íslands var borin saman við ímyndina til að greina það hvort einhver vandamál væru í markaðssamskiptunum. Einnig var ímynd félagsins metin út frá því hvaða ímyndarþættir væru markaðnum mikilvægir og hvort að flugfélagið væri í raun að leggja áherslu á þá eiginleika. Bæði var notast við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir, þar sem tekin voru hálf-stöðluð viðtöl en einnig var send út spurningakönnun. Rannsakandi komst að því að vitund Flugfélags Íslands á Grænlandi er ansi veik og að Air Greenland er efst í huga flestra. Hugrenningatengsl fólks við Flugfélag Íslands eru jákvæð og í takt við staðfærslu félagsins en staðfærslan er í ágætu samræmi við það sem Grænlendingar telja mikilvæga eiginleika fyrir flugfélög. Aftur á móti komast þeir aðgreinandi eiginleikar sem Flugfélag Íslands leggur mesta áherslu á í staðfærslunni misvel til skila og voru helstu tveir eiginleikarnir mun veikari en ásættanlegt er. Í ljós kom að flugfélagið stendur ekki fyllilega undir þeim eiginleikum sem notaðir eru til aðgreiningar fyrir félagið og er það talin helsta ástæða þess að eiginleikarnir mældust ekki sterkari en raun ber vitni. Tillögur að úrbótum fela í sér að Flugfélag Íslands efli starf sitt svo það geti staðið undir þeim eiginleikum sem það leggur áherslu á með því að aðlaga skilaboðin til markaðarins og/eða velja aðgreinandi eiginleika sem fyrirtækið getur staðið betur við. Lykilorð: Staðfærsla, ímynd, vitund, Flugfélag Íslands, Grænlandsmarkaður, Air Greenland

    Prevalence of overweight among Icelandic students in the 6th, 8th and 10th grade. Results from a national survey conducted in 2017 and 2018.

    No full text
    Eitt helsta heilsufarsvandamál sem steðjar að í samfélaginu er ofþyngd barna og unglinga. Ofþyngd barna getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í formi aukinnar tíðni lífsstílssjúkdóma síðar á ævinni. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna útbreiðslu ofþyngdar meðal íslenskra grunnskólanemenda í 6., 8., og 10. bekk og athuga hvort bakgrunnsþættir í lífi þeirra hafi áhrif á tíðni ofþyngdar. Þær bakgrunnsbreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni voru aldur, kyn, búseta, fjölskyldugerð, þjóðerni og efnahagsstaða. Rannsakað var hver útbreiðslan væri og hvaða bakgrunnsbreyta hafði sterkustu tengslin við tíðni ofþyngdar. Verkefnið byggði á landskönnuninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem var lögð fyrir nemendur skólaárin 2017-2018. Öllum grunnskólum landsins var boðin þátttaka og tók hún eina kennslustund. Spurningalistarnir voru útfylltir á rafrænu formi án þess að hægt væri að rekja svörin. Heimtur í landskönnuninni voru 54,5% og byggist verkefnið á svörum 6.102 íslenskra nemenda en það var sá fjöldi sem skilaði vel útfylltum spurningalista. Notast var við spurningar úr könnuninni sem lýstu hæð og þyngd nemenda til þess að reikna líkamsþyngdarstuðul þeirra. Ofþyngd var því næst tengd við valdar bakgrunnsbreytur. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að tíðni ofþyngdar meðal barna á Íslandi jókst með hækkandi aldri en það var öfugt við niðurstöður flestra annarra Evrópuþjóða. Fjölskyldusamsetning var sú breyta sem hafði mest áhrif á tíðni barna í ofþyngd, en þó sýndu allar bakgrunnsbreyturnar veika fylgni í tengslum við tíðni ofþyngdar. Tíðnin var lægst hjá þeim börnum sem bjuggu hjá báðum kynforeldrum en jókst hjá þeim börnum sem bjuggu hjá einstæðu foreldri, hjá stjúpforeldrum og að lokum var tíðnin hæst hjá þeim sem bjuggu við annað úrræði. Aðrar bakgrunnsbreytur höfðu allar marktæk tengsl við ofþyngd nema breytan þjóðerni. Fleiri drengir voru í ofþyngd heldur en stúlkur og tíðnin var hærri hjá þeim börnum sem bjuggu á landsbyggðinni. Börn sem bjuggu við miðlungs eða háa efnahagsstöðu voru ólíklegri til að vera í ofþyngd heldur en börn sem tilheyrðu lágri efnahagsstöðu. Út frá niðurstöðum könnunarinnar má draga þá ályktun að tíðni barna í ofþyngd sé lægri nú en seinustu ár hafa sýnt. Hugsanlega gæti þetta verið vegna aukinnar vitundarvakningar í samfélaginu um mikilvægi heilbrigs lífstíls og betri forvarna í grunnskólum. Þessar forvarnir eru til að mynda þróunarverkefnið Heilsueflandi grunnskóli en einnig hefur verið lögð áhersla seinustu ár á að efla starf skólahjúkrunarfræðinga með tilliti til heilsueflingar. Tíðni ofþyngdar er mismunandi eftir bakgrunni nemenda og ætti að leggja aukna áherslu á forvarnir meðal barna sem tilheyra þeim hópum.Overweight among children and teenagers is among society’s biggest health problems. Overweight children are at a greater risk of facing lifestyle diseases later in life. This study focuses on the prevalence of overweight among Icelandic secondary school students in the 6th, 8th and 10th grade, and differences in frequency of overweight by sociodemographic background. The background variables are age, sex, family structure, ethnicity and economic status. The study is based on the Icelandic part of the international collaborative HSBC (Health Behaviour in School-Aged Children) survey, which was conducted in the school year 2017-2018. Students filled out the study questionnaire in the classroom. The survey was conducted electronically and the answers were untraceable. This study is based on the answers of 6.102 students who returned valid questionnaire (response rate 54,4%). Questions regarding the students’ height and weight were used to calculate their BMI to determine the presence or absence of overweight. Background differences in overweight were subsequently analysed. The main results are that overweight increased among Icelandic schoolchildren as they got older, which contrasts with results in most other European studies. Family structure was the variable most strongly related to overweight among children. The frequency of overweight was lowest among children who lived with both of their biological parents, higher among children who lived with a single parent or a stepparent, and highest among children in other living family arrengements. Other background variables were also related to overweight, with the exception of one – ethnicity. Boys were more likely to be overweight than girls, and children living outside the capital area were more likely to be overweight. Children with high or average family affluence were less likely to be overweight than children with lower affluence. It is concluded that overweight in Icelandic schoolchildren has declined in recent years. This is possibly because of increased awareness about the importance of a healthy lifestyle and improved prevention measures in schools, such as the development program Heilsueflandi grunnskóli (e. Health Promoting School), as well as increased emphasis on the school nurse’s role in health promotion. Nonetheless, the frequency of overweight among children differs between students by sociodemographic backgrounds, and prevention measures should be emphasized among the higher risk groups

    Effectiveness of medical treatment in the adult ADHD unit of Landspitali 2015-2017

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er algengasta taugaþroskaröskunin sem greind er hjá börnum en einkenni geta varað fram á fullorðinsár. Á Landspítala starfar þverfaglegt teymi sem sér um greiningu og meðferð ADHD hjá fullorðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta árangur lyfjameðferðar sem veitt er af teyminu og áhrif fylgiraskana. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra 18 ára og eldri sem komu í fyrsta viðtal til læknis hjá ADHD-teymi Landspítala 2015- 2017 og þáðu lyfjameðferð. Einstaklingar sem höfðu áður fengið meðferð hjá teyminu eða voru þegar á lyfjameðferð voru undanskildir. Upplýsingar um einkenni og líðan fyrir og eftir meðferð fengust úr spurningalistunum ADHD-hegðunarmatskvarði, DASS og QOLS. NIÐURSTÖÐUR Af 211 sjúklingum sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar voru 144 (68%) sem luku meðferð hjá ADHD-teyminu á að meðaltali 143 dögum. Hvatvísi/ofvirkni reyndist forspárþáttur fyrir að falla úr meðferð með OR=0,96 (p=0,015). Marktækur munur var á öllum breytum fyrir og eftir lyfjameðferð (p<0,001). Fyrir ADHD-einkenni var hrifstærð Cohens d=3,18 fyrir athyglisbrest og 1,40 fyrir hvatvísi/ofvirkni. Hrifstærð fyrir lífsgæði var 1,00 en af DASS-undirkvörðum var hrifstærðin hæst 1,43 fyrir streitu. Fylgni var milli aukinna lífsgæða og minnkandi einkenna. Hjá einstaklingum með fleiri geðgreiningar en ADHD var meðferðarárangur marktækt meiri fyrir DASS en ekki var marktækur munur fyrir athyglisbrest, hvatvísi/ ofvirkni og lífsgæði. Ekki var marktækur munur á meðferðarárangri eftir kyni. ÁLYKTUN Einstaklingar sem ljúka meðferð í ADHD-teymi ná miklum árangri sem felst í minnkun einkenna og betri lífsgæðum. Brottfall úr meðferð er hins vegar mikið vandamál.Background: Attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) is the most common neurodevelopmental disorder among children but symptoms may persist into adulthood. At Landspitali - the National University Hospital an interdisciplinary unit is responsible for ADHD-diagnosis and for commencing treatment of adult ADHD. The aim of this study is to evaluate the effectiveness of pharmaceutical treatment provided by the unit and the effects of psychiatric comorbidities. Methods: The study is retrospective and includes all individuals ≥18 years of age who received pharmaceutical treatment in the adult ADHD unit at Landspitali 2015-2017. Individuals who had previously received treatment by the unit or were already on medication for ADHD were excluded. Information on symptoms and wellbeing before and after treatment were obtained from three questionnaires, an ADHD rating scale, DASS and QOLS. Results: Of 211 patients who met inclusion criteria 144 (68%) completed the treatment provided by the unit on average 143 days. Impulsivity/hyperactivity predicted treatment failure with OR=0.96 (p=0.015). There was a statistically significant difference in all key response variables before and after pharmaceutical treatment (p<0.001). The Cohen‘s d effect size for ADHD variables were 3.18 for attention-deficit and 1.40 for impulsivity/hyperactivity. The effect size for quality of life was 1.00 and among the DASS subscales the maximum effect size was 1.43 for stress. Increased quality of life correlated with decreased symptoms as rated by DASS and the ADHD rating scale. Treatment success rates were significantly higher for DASS but not for attention-deficit, impulsivity/ hyperactivity and quality of life among individuals with psychiatric comorbidities alongside ADHD. Gender did not affect treatment effectiveness. Conclusions: Those who complete treatment within the ADHD unit achieve good results with decreased psychiatric symptoms and improved quality of life. Treatment discontinuation is a challenge
    corecore