Ormstunga er kennsluefni í íslensku fyrir unglingastig grunnskóla sem sameinar lestur Gunnlaugs sögu ormstungu og ritun. Hverjum kafla sögunnar fylgir eitt eða tvö ritunarverkefni. Verkefnin fjalla meðal annars um söguþráð Gunnlaugs sögu, einkenni Íslendingasagna og samfélag og lifnaðarhætti fólks á víkingatímanum. Leitast er við að hafa ritunarverkefnin fjölbreytt og horft var til markmiða aðalnámskrár, fjölgreindakenningar Howards Gardner og kenningar Jean Piaget um stig formlegra aðgerða við gerð kennsluefnisins.
Lokaverkefnið samanstendur af greinargerð, verkefnahefti og kennarahandbók