19 research outputs found

    Skert innsæi (anosognosia) í Alzheimerssjúkdómi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenEinstaklinga, sem hafa orðið fyrir heilaskaða, virðist stundum skorta innsæi í líkamlegt og vitrænt ástand sitt. Sjúklingar sem hafa lamast sökum heilablóðfalls (hemiplegic) gera sér stundum ekki grein fyrir hreyfihömluninni, sumir með málstol taka ekki eftir breytingum á tali og minnissjúkir einstaklingar taka stundum ekki eftir minniserfiðleikum (McGlynn & Schacter, 1987). Þetta skerta innsæi sem oft fylgir heilaskaða hefur lengi verið þekkt fyrirbæri en Babinski (1914) var fyrstur til að gefa fyrirbærinu heitið: anosognosia

    Lay Knowledge About Dementia in Iceland : Symptoms and Risk and Protective Factors

    Get PDF
    © The Author(s) 2022.No studies are available on the lay knowledge about dementia in Nordic countries. A survey was sent to 829 Icelanders aged 25 to 65 (61.2% female). 60.8% resided in the capital area of Reykjavik. About 90% or more recognized eight of eleven dementia symptoms, with females recognizing them proportionally more often than males. About 50% believed that an individual's risk of developing dementia could be modified. For individual risk factors, agreement ranged from 4% (hearing loss) to 75.1% (history of brain injury). Knowledge about cardiovascular risk factors ranged from 24.8% (obese) to 43.6% (high blood pressure). Participants acknowledged the importance of a healthy diet and an active lifestyle, but only 8% identified a low education level as a risk factor. Public health campaigns and educational efforts about dementia should focus on the whole lifespan targeting all risk and protective factors operating throughout the lifespan.Peer reviewe

    Retinal oxygen metabolism in patients with mild cognitive impairment

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Introduction We have previously reported that retinal vessel oxygen saturation is increased in mild-to-moderate dementia of Alzheimer's type when compared with healthy individuals. Mild cognitive impairment (MCI) is the predementia stage of the disease. The main purpose was to investigate if these changes are seen in MCI. Methods Retinal vessel oxygen saturation was measured in 42 patients with MCI and 42 healthy individuals with a noninvasive retinal oximeter, Oxymap T1. The groups were paired according to age. Results Arteriolar and venular oxygen saturation was increased in MCI patients compared to healthy individuals (arterioles: 93.1 ± 3.7% vs. 91.1 ± 3.4%, P = .01; venules: 59.6 ± 6.1% vs. 54.9 ± 6.4%, P = .001). Arteriovenous difference was decreased in MCI compared to healthy individuals (33.5 ± 4.5% vs. 36.2 ± 5.2%, P = .01). Discussion Increased retinal vessel oxygen saturation and decreased arteriovenous difference in MCI could reflect less oxygen extraction by retinal tissue. This indicates that retinal oxygen metabolism may be affected in patients with MCI.Olof Birna Olafsdottir received a grant from the Icelandic Centre for Research. The sponsor did not have any role in the study design; in the collection, analysis, and interpretation of the data; in the writing of the report, and in the decision to submit the article for publication.Peer Reviewe

    Retinal oxygen metabolism in patients with mild cognitive impairment

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Introduction We have previously reported that retinal vessel oxygen saturation is increased in mild-to-moderate dementia of Alzheimer's type when compared with healthy individuals. Mild cognitive impairment (MCI) is the predementia stage of the disease. The main purpose was to investigate if these changes are seen in MCI. Methods Retinal vessel oxygen saturation was measured in 42 patients with MCI and 42 healthy individuals with a noninvasive retinal oximeter, Oxymap T1. The groups were paired according to age. Results Arteriolar and venular oxygen saturation was increased in MCI patients compared to healthy individuals (arterioles: 93.1 ± 3.7% vs. 91.1 ± 3.4%, P = .01; venules: 59.6 ± 6.1% vs. 54.9 ± 6.4%, P = .001). Arteriovenous difference was decreased in MCI compared to healthy individuals (33.5 ± 4.5% vs. 36.2 ± 5.2%, P = .01). Discussion Increased retinal vessel oxygen saturation and decreased arteriovenous difference in MCI could reflect less oxygen extraction by retinal tissue. This indicates that retinal oxygen metabolism may be affected in patients with MCI.Olof Birna Olafsdottir received a grant from the Icelandic Centre for Research. The sponsor did not have any role in the study design; in the collection, analysis, and interpretation of the data; in the writing of the report, and in the decision to submit the article for publication.Peer Reviewe

    Conventional and novel agents in the pharmacotherapy of depression

    No full text
    Depression is the most common mental illness worldwide, affecting more than 300 million people. It is characterized by loss of interest and pleasure, sadness, disturbed sleep pattern and appetite, fatigue and poor concentration, among others. In this review, I discuss the probable etiology, epidemiology, classification, symptoms, diagnosis, risk factors and treatment of depression. My main focus is on the pharmacotherapy of depression with a special reference to selective serotonin reuptake inhibitors (SSRIs). Finally, I describe other pharmacological treatment options as well as some non-pharmacological alternatives.egységes, osztatlanáltalános orvosangolOrvosbiológia-farmakológi

    Er bókin betri? Rannsókn á lestraráhuga og lesmynstri fullorðinna

    No full text
    Rannsakanda þótti tímabært að líta aðeins nánar á lestrarvenjur og -áhuga fullorðinna á Íslandi. Oftar hefur verið litið til þessara þátta hjá börnum á ýmsum aldri, en hér voru notaðar eigindlegar aðferðir til að komast nær því sem fullorðnir hafa að segja. Mikilvægt er að kynnast viðhorfum og upplifun fólks af lestri og ekki síður að fá að kynnast þeirri þróun sem orðið hefur á lesmynstri fólks frá barnæsku. Rætt var við níu einstaklinga um venjur þeirra og hugmyndir um lestur, og í samtölunum var einnig spurt út í viðhorf þeirra til lestraruppeldis. Þátttakendur voru allt bókelskandi fólk og höfðu mörg hver velt fyrir sér stöðu bókarinnar og misjöfnum áhuga á lestri í gegnum tíðina. Mörg þemu fundust við greiningu viðtalanna og greindust þau þvert á 'aldur og fyrri störf' þátttakenda. Sameiginlegur þeim öllum var mikill áhugi á umræðuefninu, og ánægja með að fá tækifæri til að tjá sig. Rannsókn af þessari smæðargráðu veitir innsýn í lestrarupplifun allra þátttakenda og gefur vísbendingar um hvað telst sameiginlegt bókelskum Íslendingum. Eitt geta þau öll tekið undir: Lestur eykur hamingjuna.It is time to look closer into the reading habits and leisure reading among Icelandic adults. Considerable more research has been published in this field among children of various ages. In this research, qualitative methods were used to get closer to the subject at hand and give adults a voice. It is important to get to know people´s ideas and experiences of reading, not least to be able to learn first hand about the development their reading has gone through from early childhood. Nine people were interviewed about their reading habits and their ideas about reading. They were also asked about their views on raising children to be readers. All participants were book lovers and many of them had pondered over the position of the book at different times through the years. Many themes were found, across the age border. Their common ground was their interest in reading, and the happiness they experienced, when seizing the opportunity to express their views. A small research like this allows you to look more closely into people´s lives as readers, and maybe indicate what the Icelandic book lover is made of. One thing is common to all of them: Reading makes them happier

    Adaptation of the elderly to welfare technology

    No full text
    Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Lífaldur fólks fer hækkandi og stefnir í að mun fleiri verði í eldri aldurshópum en þeim yngri. Til að stemma stigu við fjárhagslegum kostnaði mannfjöldaþróunar hefur áhersla verið lögð á úrlausnir í velferðartækni. Markmið ritgerðarinnar er að skoða viðhorf eldra fólks til velferðartækni og hvað hefur áhrif á aðlögun þess að tækninni. Í starfi sínu leitast félagsráðgjafar við að mæta fólki þar sem það er statt og því er nærtækt að kynnast upplifun og viðhorfi aldraðra til velferðartækni. Sjónum er beint að notandanum, sem í þessu tilfelli er eldra fólk, og viðhorfum þess og upplifunum af velferðartækni. Þar að auki verða helstu áhrifaþættir í aðlögun aldraðra að velferðartækni kannaðir. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunum: Hver eru viðhorf eldra fólks til velferðartækni? Og hvað hefur áhrif á aðlögun þess að tækninni? Helstu niðurstöður voru að aldraðir eru almennt jákvæðir í garð velferðartækni og eru tilbúnir til að tileinka sér hana. Munur er milli kynja hvers konar velferðartækni kynin tileinka sér helst. Þá hefur það áhrif ef ættingjar hafa neikvætt viðhorf gagnvart tæknilegum lausnum á það hvort aldraðir séu tilbúnir til að tileinka sér tæknina. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir sex þáttum sem hafa áhrif á aðlögun aldraðra að velferðartækni en þeir eru: einstaklings-, sálrænir-, tæknilegir-, umhverfis-, inngrips-, stuðnings- og þjálfunarþættir. Allir hafa þessi þættir áhrif á það hversu vel öldruðum gengur að aðlagast velferðartækni

    Sannleiksl(i/y)st

    No full text
    Hverju reyna listamenn að ná fram með listsköpun sinni? Hvað á listsköpun sameiginlegt með öðrum fræðigreinum? Hvað drífur mennina áfram? Hér til umræðu er sannleikurinn og sannleiksþrá sem hvöt í manninum og kveikja að gjörðum hans. Hvar er sannleikann að finna, hvað felst í honum og á hvað getum við reitt okkur? Margir telja vísindin vera einu leiðina að sannleika. Á hverju byggja slíkar ályktanir? Er list aðferð til þess að komast að sannleikanum? Í ritgerðinni er fjallað um mismunandi nálganir við sannleikann sem ég tel að varpi ljósi á eðli málsins. Fjallað er um kenningar Nietzsche um sannleiksþrána og það viðhorf að mannleg þekking sé sköpunarverk mannsins. Ég skoða verkfærið okkar til þekkingarleitar, nefnilega heilann, annars vegar út frá nýlegum kenningum geðlæknisins Iain McGilchrist um muninnn á og samstarf vinstra og hægra heilahvels og hins vegar út frá hugmyndum Rudolfs Steiner um innsæi og æðra hugarástand og einnig rannsóknum sálfræðingsins Mihály Csíkszentmihályi á alsæluástandi flæðis. Ég skoða sjónarmið vísindaheimspekingsins Karl Popper og útleggingar Alfred Ayer í anda rökfræðilegrar raunhyggju varðandi sannanleika og sannreynslu. Auk þess minnist ég á staðhæfingar Wittgensteins í ritinu Tractatus Logico -Philosophicus, en þessir þrír fræðimenn gerðu heiðarlegar tilraunir til þess að setja sannleikann fram eins og stærðfræðijöfnu. Því næst ræði ég nauðsynlega aðkomu áhorfenda í listsköpun og það sem ég tel vera aðalforsenduna fyrir samtalinu á milli listamanns og áhorfanda, þ.e. tungumálið, og styðst meðal annars við hugmyndir Jean-Francois Lyotard og Marcel Duchamp. Í seinni hluta ritgerðarinnar leiði ég hugann að listaverkum sem kalla mætti óumdeilanleg og hvað það er sem gerir þau sannarlega góð listaverk. Ég ræði eiginleika möguleikans, möguleika listamannsins til að skapa og möguleikann sjálfan sem holdgerving efans, bilsins milli hins sanna og ósanna. Að síðustu víkur sögunni að eigin listsköpun, þangað sem yrkisefni ritgerðarinnar er sótt. Gerð er grein fyrir birtingarmyndum sannleikans en ekki síður óvissunnar, systur hans, í verkum höfundar. Verkin leiða af sér hugleiðingar um óendanleikann, tómið og takmörk heilans. Hvað vitum við, hvað getum við vitað og hvað viljum við (ekki) vita

    Áhrif fullkomnunaráráttu, athyglisbrests með/án ofvirkni og ofurábyrgðarkenndar á áráttu- og þráhyggjueinkenni

    No full text
    Prófuð var fylgni sjálfsmatsmælinga á fullkomnunaráráttu eða „ekki alveg réttrar tilfinningar“ (EART), ábyrgðartilfinningu (Responsibility Attitudes Scale eða RAS), athyglisbresti með ofvirkni (Attention deficit-hyperactivity disorder self-report scale eða AD/HD-SR), kvíða/þunglyndi (Hospital Anxiety and Depression Scale eða HADS) og vitsmunabresti (Cognitive Failures Questionnaire eða CFQ) við áráttu og þráhyggjueinkenni (Obsessive Compulsive Inventory-Revised eða OCI-R), en því var spáð að áráttu og þráhyggjueinkenni tengdust mælingum á öllum þessum hugsmíðum. Einnig var prófuð fylgni einstakra undirkvarða prófs fyrir áráttu og þráhyggjueinkenni við fullkomnunaráráttu, ábyrgðartilfinningu, athyglisbrest með ofvirkni, kvíða og vitsmunabrest. Þá var athugað hvort breytur hefðu sértæk tengsl við áráttu og þráhyggjueinkenni að tilliti teknu til kvíða og þunglyndis. Þátttakendur voru alls 207, konur og karlar á aldrinum 20-30 ára á fyrsta ári í grunnnámi sálfræði. Niðurstöður studdu þær tilgátur sem settar voru fram og hafði kvíði sterkustu fylgnina við áráttu og þráhyggjueinkenni. Þegar stjórnað var fyrir kvíða komu fram sértæk tengsl ekki réttrar tilfinningar og ábyrgðartilfinningar við áráttu- og þráhyggjueinkenni. Fremur lítill munur kom fram í tengslum breyta við mismunandi undirflokka áráttu og þráhyggju
    corecore