Er bókin betri? Rannsókn á lestraráhuga og lesmynstri fullorðinna

Abstract

Rannsakanda þótti tímabært að líta aðeins nánar á lestrarvenjur og -áhuga fullorðinna á Íslandi. Oftar hefur verið litið til þessara þátta hjá börnum á ýmsum aldri, en hér voru notaðar eigindlegar aðferðir til að komast nær því sem fullorðnir hafa að segja. Mikilvægt er að kynnast viðhorfum og upplifun fólks af lestri og ekki síður að fá að kynnast þeirri þróun sem orðið hefur á lesmynstri fólks frá barnæsku. Rætt var við níu einstaklinga um venjur þeirra og hugmyndir um lestur, og í samtölunum var einnig spurt út í viðhorf þeirra til lestraruppeldis. Þátttakendur voru allt bókelskandi fólk og höfðu mörg hver velt fyrir sér stöðu bókarinnar og misjöfnum áhuga á lestri í gegnum tíðina. Mörg þemu fundust við greiningu viðtalanna og greindust þau þvert á 'aldur og fyrri störf' þátttakenda. Sameiginlegur þeim öllum var mikill áhugi á umræðuefninu, og ánægja með að fá tækifæri til að tjá sig. Rannsókn af þessari smæðargráðu veitir innsýn í lestrarupplifun allra þátttakenda og gefur vísbendingar um hvað telst sameiginlegt bókelskum Íslendingum. Eitt geta þau öll tekið undir: Lestur eykur hamingjuna.It is time to look closer into the reading habits and leisure reading among Icelandic adults. Considerable more research has been published in this field among children of various ages. In this research, qualitative methods were used to get closer to the subject at hand and give adults a voice. It is important to get to know people´s ideas and experiences of reading, not least to be able to learn first hand about the development their reading has gone through from early childhood. Nine people were interviewed about their reading habits and their ideas about reading. They were also asked about their views on raising children to be readers. All participants were book lovers and many of them had pondered over the position of the book at different times through the years. Many themes were found, across the age border. Their common ground was their interest in reading, and the happiness they experienced, when seizing the opportunity to express their views. A small research like this allows you to look more closely into people´s lives as readers, and maybe indicate what the Icelandic book lover is made of. One thing is common to all of them: Reading makes them happier

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions