647 research outputs found

    Eflandi og niðurbrjótandi samskiptahættir og samfélög

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ grein minni í síðasta tölublaði kynnti ég nýja samskiptakenningu mína ásamt bakgrunni hennar og aðferðinni við þróun hennar. Í þessari grein mun ég fjalla um kenninguna í ljósi þess sem aðrir hafa rannsakað og skrifað. Í upphafi mun ég fjalla um „varnarleysi sjúklinga“,„vandamálið með valdið“ og um „rödd og raddleysi“ þar sem þessir þættir eru grunnur kenningarinnar og voru kynntir í fyrri greininni, einkum með tilvísun til sjúklinganna sjálfra. Þá mun ég fjalla um grundvallarsamskiptahættina, áhrif þeirra á þá sem fyrir verða og leyfi mér jafnframt að velta því fyrir mér hvernig greina má mannlegt samfélag í ljósi þess hvernig samskiptahættir ráða þar ríkjum. Í umræðum um samskiptahættina legg ég áherslu á að fjalla um eflandi samskiptahátt, hlutlausan og niðurbrjótandi samskiptahátt þar sem þetta eru meginpólarnir í kenningunni

    Efling eða niðurbrot : kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ undanförnum árum hef ég reynt að átta mig á samskiptaháttum og áhrifum þeirra á fólk. Í rannsóknum mínum, samstarfskvenna minna og nemenda hefur glöggt komið fram hve samskipti eru mikið lykilatriði í lífi sjúklinga og hvernig hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta notað vald sitt á mismunandi vegu - ýmist byggt fólk upp eða brotið það niður í gegnum samskipti sín. Í þessari fyrri grein mun ég kynna nýja samskiptakenningu sem ég hef þróað út frá sjö birtum rannsóknum. Ég segi frá bakgrunni kenningarinnar, aðferðinni við þróun hennar og skilgreini helstu hugtök. Ég set kenninguna fram í yfirlitsmynd/líkani þar sem fram koma fimm grundvallarsamskiptahættir þeirra sem valdið hafa og áhrifum hvers samskiptaháttar á þá sem fyrir verða, einkum á ‘rödd’ þeirra og varnarleysi, í ljósi þess hvernig valdið er notað — til góðs eða ills. Þessi fyrri grein er nánari útfærsla á kenningunni. Í síðari greininni ræði ég um lykilþætti kenningarinnar í ljósi þess sem aðrir hafa skrifað og rannsakað. Ég leyfi mér síðan að velta því fyrir mér hvernig greina má mannlegt samfélag í ljósi hennar og lýsi slíkum samfélögum eins og ég sé þau fyrir mér.Fyrri grein: Kynning á kenningunni, bakgrunni hennar og aðferðinni við þróun henna

    Hríðastormur eftir gangsetningu fæðingar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHér á eftir er dagbókarverkefni frá nemanda á 2. ári í ljósmóðurfræði sem fjallar um gangsetningar með Cytoteclyfinu. Eftirfarandi er álit hans um þetta umdeilda lyf og í framhaldi af því kynnt dæmisaga úr starfi. Það er á ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks að vera með nýjustu þekkingu og byggja á gagnreyndum upplýsingum. Það er ekkert lyf alveg öruggt, og á meðan fræðimenn telja að frekari rannsóknir þurfi á lyfinu og að það ætti ekki að nota það nema eftir að vandaðar rannsóknir hafi farið fram, tel ég að við ættum að fara eftir því. Á meðan ekki er vitað með vissu hver öruggasta skammtastærðin er eða gjafaleið, er best að fara að öllu með gát og mér finnst að konur hafi rétt á að vita þetta

    Tangarleyfi íslenskrar ljósmóður

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÞað er ekki hlutverk ljósmæðra, að taka barn með töngum, en hitt þurfa þær að bera skyn á, hvenær tangartak geti komið til mála. Svo að þær geti látið nálgast lækni í tíma, ef svo ber undir.1 Þannig hljóðar texti sem birtist í kennslubók handa ljósmæðrum, Ljósmóðurfræði, sem kom út í Reykjavík árið 1923. Höfundur bókarinnar var Kristian Kornelius Hagemann Brandt, prófessor í yfirsetufræðum og kvensjúkdómum við Háskólann í Osló. Í bókinni kemur einnig fram að fæðingartöngin væri eitthvert aðgerðarmesta áhald fæðingarlæknis „til þess að ná burði frá konu um eðlilega fæðingarveginn.“2 Þegar Ljósmóðurfræði kom út hafði ein ljósmóðir á Íslandi hlotið leyfi landlæknis til að beita fæðingartöng. Tilgangur með þessari grein er að fjalla um fyrstu íslensku ljósmóðurina sem hlaut leyfi til að beita fæðingartöng og einnig verður saga tangarinnar rakin í stuttu máli

    Reumatoid arthritis, stress and attribution after trauma

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe autoimmune disease Rheumatoid Arthritis (RA) causes great suffering for many people. The purpose of the study was to enrich knowledge and increase understanding on how people suffering from RA understand and experience what turned on their illness, how long-term stress impacts the symptoms of RA as well as their attributional style after trauma. The methodology of the study was based on the Vancouver school of doing phenomenology. Data was collected through 18 dialogues with 8 persons suffering from RA. Participants were seen as co-researchers and were consulted about the interpretation of data and conclusions to increase validity of the study. Findings revealed that according to the co-researchers extreme traumatic stress caused by physical or psychological trauma stimulated or turned on the disease. They felt the disease was aggravated by stress causing the disease to ‘flare upp’ under great or long-term stress. Some outer factors that were perceived to cause the development of long-term stress were e.g. studies-related or work-related pressure, marital problems, negative communicative mode of health professionals, lack of understanding from the environment, and worries. Inner factors included bottled-up anger and suffering in silence, which can initially be seen as an attributional style but have longterm negative effects. A dominating attributional style among co-researchers was stamina or “not to give up.“ Factors that were perceived to increase stamina were: faith and hope, self-knowledge and self-development, true friendship, empathy, expressive arts and creative writing. The study broadens the understanding of the need for a holistic view of treatment for people suffering from RA and serious psychological trauma

    Constant stress, fear and anxiety : the experience of Icelandic women who have lived in domestic violence during pregnancy and at other times

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi hefur mjög mikil, víðtæk og langvinn áhrif á konur og börn þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka þekkingu og auka skilning á líðan íslenskra kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi á meðgöngu. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem hentar vel til að rannsaka mannleg fyrirbæri í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru 15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 18 - 72 ára, meðalaldur þeirra var 37½ ár. Niðurstöður lýsa mikilli streitu hjá konunum og börnum þeirra. Andlegt ofbeldi byrjaði strax í samböndum þeirra, oft án þess að þær áttuðu sig á því. Í kjölfarið sættu konurnar ýmist líkamlegu, kynferðislegu eða fjárhagslegu ofbeldi. Þegar konurnar urðu barnshafandi versnaði ástandið enn frekar því þær festust í sambandinu og upplifðu mikið tillitsleysi og jafnvel ofbeldisfullt kynlíf. Þær höfðu lítið sjálfsálit og voru hræddar um sig og börn sín, fædd og ófædd. Allar konurnar bjuggu við mikla lítilsvirðingu af hálfu maka en upplifðu mikla skömm tengda ofbeldinu. Konurnar fá enn þungbært endurlit og martraðir jafnvel mörgum árum eftir að ofbeldissambandinu er lokið. Börn þeirra urðu öll vitni að ofbeldinu og báru þess merki. Fagfólk verður að þekkja einkenni og úrræði heimilisofbeldis til að geta aðstoðað konur sem eru í slíkum aðstæðum og minnka þar með hættu á langvarandi áhrifum á móður og barn.Studies indicate that domestic abuse seriously impacts well-being and general health of women and their children. The purpose of this study was to increase the knowledge and deepen the understanding of domestic abuse during pregnancy and at other times. The research method is a qualitative, phenomenological method, known as the Vancouver School of doing Phenomenology. Twelve Icelandic women, aged 19 -72, mean age 37 ½, with a history of domestic abuse participated in the study and were interviewed once or twice, in all 15 interviews. Results of this study show that living in an abusive relationship involves a great deal of stress and does have serious consequences. The abuse started as soon as the relationship began, first emotionally then physically, sexually or financially. All the women felt they didn’t have any respect in their homes but felt ashamed because of the abuse. When they got pregnant the situation worsened and they felt that they were stuck in the relationship. They experienced lack of consideration sexually and even violent sex. The women still have traumatic flashbacks and nightmares even many years after the abusive relationship has ended and they have suffered from anxiety and depression as well as lack of self-confidence. All their children witnessed the abuse and were seriously affected. Increased knowledge and understanding of domestic violence during pregnancy is important for midwives and other health professionals so they can identify the symptoms and consequences of abusive relationships and help women in time to prevent long-term consequences for mother and child

    Dialogs on death

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: This study is done to examine the ideas of elderly individuals on life, death and end-of-life treatment in order to understand how they interact and influence choices of treatment. DESIGN: A phenomenological study. Eight Icelandic individuals 70 years old or more were interviewed in their homes. The interviews were open with two main questions. A special emphasis was on views toward life and death as studies have indicated their importance. RESULTS: All participants had a history of a good life despite experiences of death and loss. Enjoyment of life was evident along with an accepting attitude towards death. Everyone agreed on the necessity to limit life prolongation if there was no hope of recovery, much suffering, mental and physical ability compromised, no possibility of living a good life and being a burden to others. The participants based their attitudes toward end-of-life treatment on the likely outcome; evaluation of their own life; the impact on loved ones and experience of loss, grief and death. DISCUSSION: A model of end-of-life discussion between a physician and a patient is presented: The discussion takes place within an ethical and cultural framework, which is sometimes discussed. Physicians give information on diagnosis, prognosis, treatment options and the likely outcome. The patient evaluates the information in view of his/her own life based on age, health and views on life and death. The patient considers the impact of the decision made on loved ones and evaluates own experiences and that of others. Each factor has a negative and a positive side towards treatment. The decision on treatment is then made collectively. CONCLUSION: Discussion on end of life treatment involves following themes: Ethical, medical, the patients' evaluation of his/her own life, the impact of the decision on loved ones and experiences of loss, grief and death.Tilgangur: Þessi rannsókn var gerð til að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða, læknisfræðilegrar meðferðar við lífslok og hvernig þessar hugmyndir tengjast. Aðferðir: Fyrirbærafræðileg rannsókn. Rætt var við átta aldraða einstaklinga á heimilum þeirra. Viðtölin voru opin með tveimur aðalspurningum. Sérstök áhersla var lögð á viðhorf til lífs og dauða því rannsóknir benda til mikilvægis þeirra hugmynda í sambandi við viðhorf til meðferðar við lífslok. Niðurstöður: Allir einstaklingarnir töldu sig hafa lifað góðu lífi þrátt fyrir sorg og missi. Lífsgleði var mikil og almenn sátt við dauðann. Allir voru sáttir við tilhugsunina um að takmarka meðferð við lífslok ef ekki væri von um bata, þjáningar fyrirsjáanlegar, líkamleg og andleg geta léleg, enginn möguleiki á að lifa mannsæmandi lífi eða ef þeir yrðu byrði á öðrum. Viðmælendur byggðu viðhorf sín til meðferðar á horfum, mati á eigin lífi, áhrifum ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi. Margir hugleiða siðferðilega afstöðu sína gagnvart slíkum ákvörðunum. Umræða: Líkan er sett fram í ljósi niðurstaðna þessarar rannsóknar og annarra, af umræðu læknis og aldraðs sjúklings um meðferð við lífslok. Siðferðileg álitamál eru oft rædd og móta umræðu um meðferð. Læknir gefur upplýsingar um sjúkdóm, horfur og meðferðarkosti. Sjúklingur metur þær upplýsingar í ljósi aldurs, heilsu og viðhorfa til lífs og dauða. Hann hugleiðir áhrif ákvörðunar sinnar á ástvini og skoðar reynslu sína og annarra. Hver þessara þátta hefur hlið sem getur verið ann­aðhvort jákvæð eða neikvæð gagnvart meðferð. Læknir og sjúklingur taka síðan ákvörðun í sameiningu. Ályktun: Umræða um meðferð við lífslok felur í sér eftirfarandi þætti: Siðferðilega, læknisfræðilega, mat sjúklings á eigin lífi, áhrif ákvörðunar á ástvini og reynslu af dauða, sorg og missi

    Sjúklingatilfelli frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands – Partagerð

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin
    corecore