27 research outputs found

    New sexuality education program: process evaluation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textActive participation of adolescents in the development of a sexuality education program is recommended. Such an approach is important to make a program more suitable for this age group. The purpose of this research project was to pilot test a new sexuality education program for adolescents and explore the costs and benefits of its implementation. A new sexuality education curriculum of eight lessons was pilot tested in six classes among eight grade students within one primary school in Reykjavík in the fall of 2010. Seven graduate students at the University of Iceland taught the lessons along with the author. Process evaluation was performed in order to find out how the teaching proceeded. This evaluation was based on an overall evaluation of each lesson and its parts as well as written outcomes of the exercises by the students. The results showed great interest among the students in the subject and they were participating actively in the group exercises most of the time. Generally the teaching went well but the teachers found the group exercises time consuming. In total 87% of the group exercises and all of the evaluated transparencies received very good or good scores. The group exercises created many good ideas among the students which demonstrated their good understanding of the content. In the end of the teaching the students had grasped the holistic view of sexual and reproductive health. The group exercises were pedagogically demanding and it is therefore important to be trained in group work before teaching this curriculum. The program is promising for further testing in some schools after taking the recommended changes of this pilot test into considerationVið þróun kynfræðslunámsefnis fyrir unglinga er mælt með því að þeir séu virkir þátttakendur í ferlinu og er það talið mikilvægt til þess að námsefnið nái betur til þessa aldurshóps. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt námsefni meðal unglinga og skoða kosti og takmarkanir innleiðingar þess. Nýtt kynfræðsluefni, samtals átta kennslustundir, var forprófað í sex 8. bekkjum eins grunnskóla í Reykjavík haustið 2010. Sjö nemendur í framhaldsnámi við Háskóla Íslands sáu um kynfræðsluna auk þess sem höfundur kom að kennslunni. Til þess að fylgjast jafnóðum með framvindu kennslunnar var gert ferlismat á innleiðingu hennar. Til grundvallar því mati voru lagðir ákveðnir matsþættir fyrir hverja kennslustund í heild sinni og fyrir hvern efnisþátt hennar en einnig skiluðu nemendur skriflegum niðurstöðum úr hópæfingum. Niðurstöður sýndu að nemendur voru áhugasamir um efnið og tóku að jafnaði virkan þátt í hópæfingunum. Kennurunum gekk almennt vel að kenna efnið en fannst þeir þurfa meiri tíma til að vinna æfingarnar. Alls fengu 87% æfinga og allar metnar glærur mjög gott eða gott mat. Fram komu margar góðar hugmyndir frá nemendum við úrvinnslu hópæfinga og það sýndi góðan skilning þeirra á efninu. Í lok kennslunnar höfðu nemendur náð heildrænum skilningi á kynheilbrigði. Hópastarf er kennslufræðilega krefjandi. Þjálfun í hópastarfi er því mikilvægur undirbúningur undir þessa kennslu. Námsefnið er álitlegt til frekari prufukennslu í nokkrum skólum eftir að búið er að taka mið af athugasemdum þessarar forprófuna

    Nýjar áherslur í ráðgjöf um getnaðarvarnir : ungt fólk þarf breytta þjónustu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHjúkrunarfræðingar og ljósmæður hér á landi hafa að baki öflugt og gott háskólanám sem undirbýr þessar starfsstéttir að takast á við fjölbreytt verkefni heilbrigðisþjónustunnar. Vaxandi þörf er á því í samfélaginu að skilgreina viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar sem ekki er sinnt sem skyldi. Eitt af þeim viðfangsefnum er kynheilbrigðisþjónusta fyrir ungt fólk og innan hennar ráðgjöf um getnaðarvarnir. Þessi þjónusta er háð því að heimila fyrrgreindum starfsstéttum að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk hefur verið takmarkað hér á landi og mikil þörf á að auka gæði þjónustunnar

    Kynlífsheilbrigði : frá þögn til þekingar

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this article is to describe the historical development over the past seventy years, regarding the sexual discourses manifested in Icelandic and international literature. The developmental history has been classified into four periods, extending from silence to knowledge. Previously, ignorance and prejudism regarding sexuality were common. Discussion about sexuality was prohibited and it was considered immoral to provide information about sexuality matters. Sexuality education was believed to lead to sexual fallacy. During 1935-1975 physicians were the only health care professionals in Iceland who legally were allowed to inform people about contraceptive methods. Internationally there has been limited emphasis on sexual health over the most part of the last century but the focus has predominantly been on fertility and childbearing. The definitions of the World Health Organization (WHO) regarding family planning and reproductive health support this understanding. The discourse on sexualand reproductive health created more balanced emphasis on sexual health and reproductive health. After oral contraception was introduced around 1960 sexuality has increasingly been. regarded as a pleasureable experience, without considering procreation. About thirty years ago, the WHO developed a definition of sexual health and thereby emphasized the healthy aspect of sexuality. In the year 2000 a new definition of sexual health was developed with different emphases. This definition provided a broader understanding of sexual health than previously had been done. The promotion of sexual health n eeds to be based on this broad understanding.Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um sögulega þróun orðræðu um kynlíf á um sjötíu ára tímabili í íslenskum sem alþjóðlegum ritum. Hefur þróunarsögunni verið skipt í fjögur tímabil sem ná frá þögn og til þekkingar. Þróunin sýnir að fáfræði og fordómar ríktu áður fyrr gagnvart kynlífi. Það mátti ekki ræða um það og fræðsla um kynlíf þótti syndsamleg. Kynfræðsla var talin geta leitt til kynferðislegrar hrösunar. Á árunum 1935-1975 voru læknar eina heilbrigðisstéttin hér á landi sem samkvæmt lögum hafði leyfi til að fræða almenning um notkun getnaðarvarna. Á alþjóðlegum vettvangi var áhersla á heilbrigt kynlíf lengi fram eftir síðustu öld takmörkuð en athyglin beindist einkum að frjósemi og barneignum. Skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á fjölskylduáætlun og á frjósemisheilbrigði endurspegla þennan skilning. Með umfjöllun um kynheilbrigði verður hlutur kynlífsheilbrigðis og frjósemisheilbrigðis jafnari. Eftir að getnaðarvarnapillan kom á markað upp úr 1960 þótti sjálfsagðara að njóta kynlífs, óháð barneign. Fyrir rúmum þrjátíu árum setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fram skilgreiningu á kynlífsheilbrigði sem dró fram mikilvægi kynlífs. Árið 2000 var sett fram ný skilgreining á kynlífsheilbrigði með breyttum áherslum. Með henni er lagður víðtækari skilningur í kynlífsheilbrigði en áður hafði tíðkast. Nauðsynlegt er að stuðla að kynlífsheilbrigði fólks út frá þeim breiða skilningi

    Kynlífsheilbrigði : þörf fyrir stefnumótun

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe purpose of this article is to explore the importance for Icelandic community to form a policy regarding sexual health. There is a need for such policy in this country as elsewhere in order to promote sexual health of people and prevent various problems in this field. Nationally there is especially a need for such policy regarding sexual health of adolescents whereas they start early to have sexual intercourse and pregnancy rates are considerably higher among Icelandic adolescents compared to the other Nordic countries. Furthermore, this is a vulnerable group which is influenced by the environment and may encounter troubles dealing with situations because of immaturity. Many neighbouring countries have been forming a sexual health policy for the new millennium. The World Health Organization and the Pan American Health Organization have in their policy emphasized a sexually healthy society which is based on multifocal preventive and health promoting efforts. The implementation of such a program is important in order to solve the imminent problems regarding sexual- and reproductive health in contemporary society. Nurses as well as others have an important role in this preventive and health promoting effort.Tilgangur þessarar greinar er að skoða mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að marka sér stefnu í kynheilbrigðismálum. Þörf er á slíkri stefnu hér á landi sem annars staðar til að stuðla að kynheilbrigði fólks og fyrirbyggja margvísleg vandamál á þessu sviði. Einkum er lögð áhersla á mikilvægi slíkrar stefnumótunar varðandi kynheilbrigðismál unglinga hér á landi þar sem þeir byrja snemma að hafa kynmök og þungunartíðni er nokkuð hærri meðal íslenskra unglinga en á hinum Norðurlöndunum. Jafnframt er um viðkvæman hóp að ræða sem verður fyrir margvíslegum áhrifum frá umhverfinu og getur átt í erfiðleikum með að ná tökum á aðstæðum vegna þroskaleysis. Ýmsar nágrannaþjóðir hafa verið að marka sér stefnu um kynheilbrigðismál fyrir nýja öld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Pan American-heilbrigðisstofnunin hafa í sinni stefnumótun lagt áherslu á kynferðislega heilbrigt samfélag þar sem fjölþættar aðferðir til forvarna og heilsueflingar eru lagðar til grundvallar. Mikilvægt er að takast á við þann vanda sem við blasir varðandi kynheilbrigðismál í nútímasamfélagi. Hjúkrunarfræðingar og aðrir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessu forvarnar- og heilsueflingarstarfi

    Provision of contraceptive counselling over 20 years in the women's unit at the Landspitali University Hospital

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadSamkvæmt lögum frá 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir skal starfrækja ráðgjöf um getnaðarvarnir meðal annars á sjúkrahúsum landsins. Slík ráðgjöf hefur verið starfrækt síðan 1997 á kvennadeild Landspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða komur og notkun getnaðarvarna meðal kvenna sem komu í ráðgjöfina á tuttugu ára tímabili, 1997-2017. Gagnasöfnun byggðist á skráðum gögnum. Skoðaðar voru komur kvenna í ráðgjöfina á árunum 1997-2016 m.t.t. aldurs, fjölda koma (nýkoma og endurkoma) og tegundar getnaðarvarna. Gagnagreining byggðist á lýsandi tölfræði. Á tímabilinu voru alls 3726 komur eða að meðaltali 186 komur árlega. Flestar komur voru meðal kvenna á aldrinum 15-24 ára. Konur sem voru 19 ára og yngri völdu fyrst og fremst pilluna (51,1% - 67,7%) og síðan hormónasprautuna (22,6% - 33%). Konur á aldrinum 20-34 ára völdu mest hormónasprautuna (34% - 50,7%) og síðan pilluna (18,1% - 23,2%) en lykkjur (koparlykkjur 20,4% - 33,3% og hormónalykkjur 22,3% - 31,4%) voru algengastar meðal kvenna 35 ára og eldri. Fáar konur völdu hormónaplásturinn (0-3,3%) og hormónahringinn (0-5,9%) sem getnaðarvörn. Þegar leið á tímabilið voru langtímagetnaðarvarnir, sérstaklega hormónastafur, algengari valkostur. Á tímabilinu varð breyting á vali kvenna á getnaðarvörnum og undir lok þess fóru þær í vaxandi mæli að velja langtímagetnaðarvörn. Nýrri getnaðarvarnir eins og hormónahringur og hormónaplástur voru mun síðri valkostir meðal kvenna borið saman við pilluna sem fyrir löngu síðan er búin að festa sig í sessi í íslensku samfélagi.According to the law from 1975 about counseling and information regarding sexuality and childbearing, termination of pregnancy and sterilization, a contraceptive counseling service should among other places be provided in the hospitals. Such a counseling service has since 1997 been provided for women in the Women´s Unit at the Landspitali University Hospital. The purpose of this study is to explore the development of contraceptive use among women who attended the counseling service during these twenty years, 1997- 2016. Data collection was based on registered data. Women who attended the counseling service during the years 1997-2017 were explored regarding age, number og visits (first and return visits) and type of contraception. Data analysis is based on descriptive statistics. During the period there were totally 3726 visits on the average 186 visits annually. Women who attended the service were mostly in the age group 15-24 years old. The younger women (19 or younger) mostly chose the oral contraception (51,1% - 67,7%) and secondly the hormonal injection (22,6% - 33%). Women in the age group 20-34 ye- ars old mostly chose the hormonal injection (34% - 50,7%) and secondly the oral contraception (18,1% - 23,2%) but intrauterine devices (copper IUD 20,4% - 33,3% and hormonal IUS 22,3% - 31,4%) were mostly chosen by women who were 35 years old and older. Few women chose the hormonal patch (0-3,3%) and the hormonal ring (0-5,9%). In the final quarter of the period women were mostly choosing long-actiong reversible contraception, mostly the hormonal implant. During the period observable changes took place regarding contraceptive choices by women where long-acting reversible contraception were more frequently chosen by women in the last part of the period. Newer contraceptives like the hormonal ring and the hormonal patch were less acceptable to women than the oral contraception which established itself long time ago in the Icelandic society

    A survey about the value of different attachment styles in romatic relationships.

    Get PDF
    Grundvallarþáttur mannlegrar tilveru er að mynda við aðra einstaklinga góð sambönd sem byggjast á trausti. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna samband tengslagerða og tengslavídda fullorðinna einstaklinga við sjálfsvirðingu og gæði í rómantískum samböndum, en það hefur ekki áður verið gert á Íslandi. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri rannsókn (International Sexuality Description Project, ISDP). Gerð var könnun með þverskurðarsniði og var úrtakið þægindaúrtak 423 kvenna og karla á aldrinum 19-36 ára sem stunduðu nám við Háskóla Íslands á vorönn árið 2005. Rannsóknin byggðist á fimm spurningalistum sem könnuðu meðal annars tengsl, sjálfsvirðingu og gæði í rómantískum samböndum. Niðurstöðurnar sýndu að traust tengslagerð einstaklinga tengdist á jákvæðan hátt gæðum í rómantískum samböndum þeirra hvað varðar ánægju og ástríðu. Einnig kom fram að óttablandin tengslagerð og kvíði í tengslum tengdust minni sjálfsvirðingu þeirra og minni gæðum í rómantískum samböndum varðandi flesta þætti sem mældir voru. Niðurstöðurnar staðfestu þá andstæðu póla traustrar tengslagerðar annars vegar og óttablandinnar tengslagerðar hins vegar sem fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á og andstæð tengsl þeirra við gæði í rómantískum samböndum.The basic foundation of human existance is forming good relationships with other people based on trust. The purpose of this study was to examine attachment styles and attachment dimensions in association with self-esteem and quality of romantic relationships. This study is a part of the International Sexuality Description Project-2 (ISDP-2). It is a cross-sectional survey based on a sample of 423 men and women, 19-36 years old, who were studying at the University of Iceland during the spring semester of the year 2005. The study was based on five questionnaires which explored for example attachment,self-esteem and relationship quality. The results showed that secure attachment styles of individuals was related to quality of their romantic relationships in regard to pleasure and passion. Additionally, fearful attachment style and anxiety attachment were related to lower self-esteem and reduced quality of their romantic relationships regarding most items measured. The results supported previous findings of the opposite poles of secure attachment style on one hand and fearful attachment style on the other hand and how they connect in a contrasting way to the qualities in romantic relationships

    Virðing: lykilþáttur í kynheilbrigði ungs fólks

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadÍ íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugtökin virðingu og vanvirðingu í sambandi við kynheilbrigði ungs fólks og út frá rétti þess til kynheilbrigðis. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum rannsóknum sem byggðust á viðtölum við unga menn. Einnig var byggt á MeToo-frásögnum af kynferðisofbeldi gagnvart unglingsstúlkum. Gögnin voru greind út frá virðingu og vanvirðingu. Niðurstöður sýna að sjálfsvirðing er ungum karlmönnum mikilvæg í jafningjahópum en einnig við kaup og notkun smokka. Þeim finnst mikilvægt að virða samþykki hins aðilans og telja virðingu vera einn af lykilþáttum góðs kynlífs. Vanvirðing ungra manna birtist í umræðu um ráðandi karlmennsku en einnig þegar samþykki fyrir samförum er hunsað. Lýsingar á nauðgun unglingsstúlkna sýna fram á mikla vanvirðingu gagnvart rétti þeirra til kynheilbrigðis. Niðurstöðurnar benda til þess að virðing sé mikilvæg fyrir vellíðan einstaklingsins sem kynveru og hið gagnstæða gildi um vanvirðingu. Fræða þarf ungt fólk um rétt þess til kynheilbrigðis og um einkennandi þætti heilbrigðs kynferðislegs sambands

    Árangur af kynfræðslunámsefninu Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Rannsóknir benda til að kynfræðsla í skólum stuðli að betra kynheilbrigði unglinga. Hér á landi eru barneignir unglingsstúlkna og kynsjúkdómar eins og klamydía tíðari en í mörgum öðrum löndum í Evrópu. Það bendir til þess að þörf sé á kynfræðslu sem er líkleg til að skila árangri. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árangur nýs kynfræðsluefnis, Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Aðferð: Nafnlaus könnun var haustið 2010 lögð fyrir nemendur í 8. bekk eins grunnskóla Reykjavíkur, fyrir og eftir kynfræðslu sem stóð í átta vikur. Alls svaraði 101 nemandi báðum könnununum, 52 stúlkur og 49 drengir. Könnuð var þekking, viðhorf, kynhegðun og samræður við foreldra um kynheilbrigðismál. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu aukna þekkingu og meiri samræður við foreldra en breytt viðhorf komu í minna mæli fram í kjölfar kynfræðslunnar, einkum hjá stúlkum. Í ljós kom að þekking hafði aukist marktækt meðal nemenda (úr 68% réttum svörum í 79%, p<0,001). Stúlkur höfðu ívið meiri þekkingu en drengir í upphafi (70% rétt svör, 65%) en þekking jókst um 10% hjá báðum kynjum eftir fræðsluíhlutun. Viðhorf til ábyrgðar í kynlífi (p=0,034) og til fordóma (p=0,002) breyttist marktækt á milli kannana hjá báðum kynjum. Hjá drengjum urðu mun meiri breytingar á viðhorfum en hjá stúlkum. Jafnframt ræddu unglingar og foreldrar meira saman um kynheilbrigðismál og nam sú aukning 24%. Ályktanir: Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir um árangur kynfræðslu í grunnskólum hvað varðar þekkingu, viðhorf og samræður við foreldra. Þær benda einnig til þess að það sé mikilvægt að hefja alhliða kynfræðslu eigi síðar en í 7. bekk til að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf. Frekari rannsóknir á námsefninu eru æskilegar áður en það fer í almenna notkun. Lykilorð: Kynfræðsla, unglingar, viðhorf, þekking, samræður kynhegðun.Purpose: Previous studies have shown that school-based sexuality education can improve adolescents’ sexual and reproductive health. Teenage childbearing and sexually transmitted diseases like chlamydia are more common in Iceland than in many European countries which indicates the need for effective sexuality education. Few studies have been conducted within primary schools in Iceland about the effectiveness of sexuality education. The purpose of this study was to evaluate the effectiveness of a new sexuality education program called Sexual Reality in the Context of Sexual and Reproductive Health. Method: An anonymous survey was administered in the fall of 2010 to 8th grade students in one primary school in Reykjavik, before and after a sexuality education intervention. The sexuality education program lasted for eight weeks. In total 101 students answered both tests, 52 girls and 49 boys. The questionnaire measured knowledge, attitudes, sexual behavior and communication with parents about sexual health issues. Results: The findings showed that knowledge and communication with parents increased with sexual education but changes in attitudes towards sexual health issues were less obvious, especially among girls. Results showed a significant increase in knowledge among students about sexual health matters (68% to 79%, p<0.001). Girls had higher levels of knowledge at baseline compared to boys (70%; 65%) but knowledge increased by about 10% over time among both genders. Attitudes of the pupils towards responsibility (p=0.034) and prejudism (p=0.002) changed significantly between pre- and posttest both for girls and boys. The changes in attitudes were more obvious among boys. Communication with parents about sexual issues increased by 24%. Conclusions: This study supports previous research about the effectiveness of sexuality educational programs regarding knowledge, attitudes and communication with parents. It also indicates the need to provide comprehensive sexuality education no later than in 7th grade in order to postpone sexual debut by adolescents. Further evaluation of this educational program is recommended before public use.Forvarnasjóður Lýðheilsustöðva

    The experience of going to a STI clinic: the need for safety and friendly attitude

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Rannsóknir hafa sýnt margvíslegar hindranir sem ungt fólk verður fyrir í sambandi við aðgengi og notkun kynheilbrigðisþjónustu. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem reynsla ungra kvenna af kynsjúkdómamóttöku er skoðuð með eigindlegri aðferð. Aðferð: Rannsóknin byggist á túlkandi fyrirbærafræði. Tekin voru eigindleg viðtöl við sjö ungar konur á aldrinum 17-23 ára. Þær voru valdar af handahófi úr hópi 34 einstaklinga sem mættu á kynsjúkdómamóttöku. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs. Við gagnagreiningu var stuðst við túlkunarkenningu Ricoeur. Niðurstöður: Í ljós komu þrjú meginþemu: feimnismál, spenna og léttir en að baki bjó skömmin. Niðurstöður sýndu að ungu konurnar lifðu í samfélagi þar sem kynsjúkdómar eru feimnismál. Þær fundu fyrir innri spennu í sambandi við að nálgast þjónustuna og í tengslum við sjálfa heimsóknina en voru fegnar því hversu vel móttakan var falin og að mæta skilningsríku og fordómalausu fagfólki. Þær höfðu mikla þörf fyrir að geta farið í gegnum þjónustuferlið með reisn þar sem tekið væri tillit til þarfa þeirra. Áður en þær komu á móttökuna og í gegnum þjónustuferlið blundaði með þeim sá ótti að einhver kæmist að því að þær hefðu farið þangað. Óttinn við skömmina lá í loftinu. Ályktanir: Konurnar fundu fyrir spennu varðandi heimsóknina og voru að mörgu leyti auðsæranlegar. Það var þeim mikils virði að njóta virðingar í gegnum þjónustuferlið. Niðurstöður benda til að auðvelda þurfi aðgengi að þjónustunni og huga að gæðum hennar þannig að þjónustuferlið reynist jákvættPurpose: Studies have shown that young people experience numerous hindrances regarding the access to and use of sexual and reproductive health services. This study is the first of its kind in Iceland which is exploring, with a qualitative method, the lived experience of young women of a sexually transmitted infections (STI) clinic. Method: The study is a hermeneutic phenomenological study. Seven young women in the age group 17-23 years old, were interviewed qualitatively. They were randomly selected from a group of 34 individuals who attended the outpatient clinic of Sexually Transmitted Infections. The interviewes were recorded verbatim. The text was analysed by applying the interpretation theory of Ricoeur. Results: Three main themes emerged; source of embarrassment, tension and relief; but shame was lingering underneath. The results showed that the young women lived in a community where STI are a source of embarressment. They sensed inner tension regarding accessing the service and towards the visit to the clinic but were relieved because of the discreteness of the clinic and meeting understanding and nonjudgemental health care professionals. They had a great need to go through the service process in a respectful manner where their needs were acknowledged. Before their visit to the clinic and through the service process the fear of someone finding out that they had been there lingered in their mind. The fear of the shame was in the air. Conclusions: The women experienced tension regarding the visit and were in many cases feeling vulnerable. It was very valuable for them to be respected while going through the service process. The results indicate that the clinic needs to be more easily accessible and by emphasizing quality of care can contribute to positive experience towards the service process

    Er þörf á sérstakri heilbrigðismóttöku fyrir háskólanemendur?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Víða erlendis hafa háskólanemendur aðgang að heilbrigðisþjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim. Tilgangur þessarar könnunar meðal nemenda við Háskóla Íslands var að skoða þörf þeirra fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Aðferð: Rafræn könnun var lögð fyrir 9744 nemendur við háskólann vorið 2011 sem voru á póstlista. Spurningalistinn var saminn af vinnuhópi sem í voru fulltrúar frá öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stuðst var við lýsandi tölfræði við gagnagreiningu. Niðurstöður: Alls bárust svör frá 1487 þátttakendum, 1427 íslenskumælandi og 60 enskumælandi, og gefa svörin því mynd af viðhorfum 15,2% nemenda við skólann. Úrtakið endurspeglar einkum viðhorf kvenstúdenta og nema í grunnnámi. Tæplega 40% íslensku nemanna og um 70% þeirra erlendu höfðu ekki heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að meirihluti þeirra þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda á árinu fyrir könnunina en rúmlega helmingur beið með að leita eftir heilbrigðisþjónustu og var meginástæða þess kostnaður. Um þriðjungur íslensku nemanna og fimmtungur þeirra erlendu sögðust eiga í fjárhagsvanda. Um 92% þeirra íslensku og allir erlendu nemarnir sögðust mundu leita á móttöku þar sem þjónustan væri veitt af nemendum skólans undir leiðsögn kennara. Báðir hóparnir vildu hafa aðgang að fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir háskólanemendur, sem þátt tóku í könnuninni, hafi mikla þörf fyrir sérstaka heilbrigðismóttöku. Kostnaður hefur hvað mest hindrað þá í að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er stór hópur án heimilislæknis, einkum sá erlendi, og hefur því ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum.Purpose: In many neighbouring countries university students have access to health services which are specially geared to their needs. The purpose of this survey among university students at the University of Iceland was to explore their need for a special health service. Method: The online survey was administered to 9744 students at the university in the spring of 2011 who were registered e-mail recipients, both Icelandic and English-speaking. The questionnaire was developed by a working group which consisted of representatives from all the faculties at the School of Health Sciences. Data were analysed by descriptive statistical methods. Results: There were 1487 participants who responded, 1427 Icelandic and 60 English-speaking representing 15,2% of the university student population. The sample represents especially the attitudes of undergraduate and female students. Almost 40% of the Icelandic students and nearly 70% of the English-speaking students did not have a family practitioner in the capital area. The results showed that the great majority of respondents had needed health services in the year before the study took place. More than half of them reported that they had postponed seeking health services citing cost as the main reason. About 92% of the Icelandic students and all of the foreign students reported that they would attend a health clinic which was provided by university students under supervision. Both groups would like to have access to various health care services. Conclusions: The results indicate that university students who answered the questionnaire had a great need for special health clinic. Costs of service had mainly prevented them from seeking health care services. Additionally, the proportion of students without a family practitioner is high, especially among the foreign students, which is a further hindrance regarding access to primary health care services.Heilbrigðisvísindasvið Landspítal
    corecore