research

Árangur af kynfræðslunámsefninu Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis

Abstract

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Rannsóknir benda til að kynfræðsla í skólum stuðli að betra kynheilbrigði unglinga. Hér á landi eru barneignir unglingsstúlkna og kynsjúkdómar eins og klamydía tíðari en í mörgum öðrum löndum í Evrópu. Það bendir til þess að þörf sé á kynfræðslu sem er líkleg til að skila árangri. Árangur af kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árangur nýs kynfræðsluefnis, Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis. Aðferð: Nafnlaus könnun var haustið 2010 lögð fyrir nemendur í 8. bekk eins grunnskóla Reykjavíkur, fyrir og eftir kynfræðslu sem stóð í átta vikur. Alls svaraði 101 nemandi báðum könnununum, 52 stúlkur og 49 drengir. Könnuð var þekking, viðhorf, kynhegðun og samræður við foreldra um kynheilbrigðismál. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu aukna þekkingu og meiri samræður við foreldra en breytt viðhorf komu í minna mæli fram í kjölfar kynfræðslunnar, einkum hjá stúlkum. Í ljós kom að þekking hafði aukist marktækt meðal nemenda (úr 68% réttum svörum í 79%, p<0,001). Stúlkur höfðu ívið meiri þekkingu en drengir í upphafi (70% rétt svör, 65%) en þekking jókst um 10% hjá báðum kynjum eftir fræðsluíhlutun. Viðhorf til ábyrgðar í kynlífi (p=0,034) og til fordóma (p=0,002) breyttist marktækt á milli kannana hjá báðum kynjum. Hjá drengjum urðu mun meiri breytingar á viðhorfum en hjá stúlkum. Jafnframt ræddu unglingar og foreldrar meira saman um kynheilbrigðismál og nam sú aukning 24%. Ályktanir: Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir um árangur kynfræðslu í grunnskólum hvað varðar þekkingu, viðhorf og samræður við foreldra. Þær benda einnig til þess að það sé mikilvægt að hefja alhliða kynfræðslu eigi síðar en í 7. bekk til að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf. Frekari rannsóknir á námsefninu eru æskilegar áður en það fer í almenna notkun. Lykilorð: Kynfræðsla, unglingar, viðhorf, þekking, samræður kynhegðun.Purpose: Previous studies have shown that school-based sexuality education can improve adolescents’ sexual and reproductive health. Teenage childbearing and sexually transmitted diseases like chlamydia are more common in Iceland than in many European countries which indicates the need for effective sexuality education. Few studies have been conducted within primary schools in Iceland about the effectiveness of sexuality education. The purpose of this study was to evaluate the effectiveness of a new sexuality education program called Sexual Reality in the Context of Sexual and Reproductive Health. Method: An anonymous survey was administered in the fall of 2010 to 8th grade students in one primary school in Reykjavik, before and after a sexuality education intervention. The sexuality education program lasted for eight weeks. In total 101 students answered both tests, 52 girls and 49 boys. The questionnaire measured knowledge, attitudes, sexual behavior and communication with parents about sexual health issues. Results: The findings showed that knowledge and communication with parents increased with sexual education but changes in attitudes towards sexual health issues were less obvious, especially among girls. Results showed a significant increase in knowledge among students about sexual health matters (68% to 79%, p<0.001). Girls had higher levels of knowledge at baseline compared to boys (70%; 65%) but knowledge increased by about 10% over time among both genders. Attitudes of the pupils towards responsibility (p=0.034) and prejudism (p=0.002) changed significantly between pre- and posttest both for girls and boys. The changes in attitudes were more obvious among boys. Communication with parents about sexual issues increased by 24%. Conclusions: This study supports previous research about the effectiveness of sexuality educational programs regarding knowledge, attitudes and communication with parents. It also indicates the need to provide comprehensive sexuality education no later than in 7th grade in order to postpone sexual debut by adolescents. Further evaluation of this educational program is recommended before public use.Forvarnasjóður Lýðheilsustöðva

    Similar works