6 research outputs found

    Auka SSRI- og SNRI geðdeyfðarlyf blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerð?

    No full text
    Inngangur: Þunglyndi er algengt vandamál hjá sjúklingum sem gangast undir kransæða-hjáveituaðgerð. SSRI (selective serotonin reuptake inhibitors) og SNRI (serotonin noradrenaline reuptake inhibitors) geðdeyfðarlyf eru algengastu lyfin sem beitt er við þunglyndi, en fjöldi rannsókna hefur sýnt að lyfin geta aukið blæðingu eftir ýmsar tegundir skurðaðgerða. Áhrif þessara lyfja á blæðingu eftir opnar hjartaaðgerðir eru þó minna rannsökuð og niðurstöður verið misvísandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna áhrif SSRI/SNRI lyfja á blæðingu eftir kransæðahjáveitu og hvort ástæða sé til að hætta töku þeirra fyrir slíka aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 1237 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2007-2016. Af þeim voru 97 (7,8%) sjúklingar sem tóku SSRI/SNRI lyf fyrir aðgerð og voru þeir bornir saman við 1140 sjúklinga í viðmiðunarhópi (V-hópi). Bráðaaðgerðum, sjúklingum sem blæddu >5L og þeim sem gengust undir endurhjáveituaðgerð var sleppt. Skráðar voru upplýsingar um blæðingu í brjóstholskera á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð, magn blóðhlutagjafa og enduraðgerðir vegna blæðingar. Einnig voru skráðir minniháttar og alvarlegir fylgikvillar ásamt 30 daga dánartíðni. Sérstaklega var leitað að eftirfarandi langtíma fylgikvillum: hjartaáfall, heilablóðfall, þörf á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án stoðnetsísetningu og dauða (e. major adverse cardiac and cerebrovascular event, MACCE). Langtíma lifun og MACCE-frí lifun voru síðan áætlaðar með aðferð Kaplan-Meiers og sjálfstæðir forspárþættir fundnir með Cox aðhvarfsgreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 65,6 mánuðir og miðaðist eftirfylgd við 1. júní 2017. Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir m.t.t. aldurs, kynjadreifingar, áhættuþátta kransæðasjúk-dóms, EuroSCORE II og aðgerðartengdra þátta s.s. tímalengd aðgerðar, en líkamsþyngdarstuðull (LÞS) SRI-hópsins var hins vegar marktækt hærri (30,2 sbr. 28,3 kg/m2; p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur milli hópa á blæðingu eftir aðgerð (815 ml sbr. 877,3 ml; p=0,26) og magn blóðhlutagjafa var sömuleiðis sambærilegt. Í fjölþáttagreiningu reyndist notkun SSRI/SNRI lyfja heldur ekki forspárþáttur þess að þurfa blóðgjöf eftir aðgerð. Tíðni minniháttar og alvarlegra fylgikvilla reyndist sambærileg í báðum hópum, sem og dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð (2,1% sbr. 1,5% hjá V-hópi, p=0,66) og 5-ára MACCE-frí lifun (81,1% sbr. 83,4%). Hins vegar reyndist 5-ára heildarlifun marktækt síðri hjá sjúklingum í SRI-hópi (88,2% sbr. 91,0%). Notkun SSRI/SNRI lyfja reyndist sjálfstæður áhættuþáttrur fyrir dauða samkvæmt Cox fjölþáttagreiningu (HH=2,16; 95% ÖB: 1,51-3,10; p=0,004). Ályktun: Blæðing eftir kransæðahjáveituaðgerð er ekki aukin hjá sjúklingum sem taka SSRI/SNRI geðdeyfðarlyf og tíðni fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og MACCE-frí lifun eru sambærileg og fyrir sjúklinga sem ekki taka þessi lyf. Langtíma lifun sjúklinga sem taka SSRI/SNRI lyf er þó síðri en sá munur virðist ekki skýrast af hærri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Því virðist ekki ástæða til þess að stöðva notkun þessara lyfja fyrir opnar hjartaaðgerðir

    Incidence and predictors of prolonged intensive care unit stay after coronary artery bypass in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Til að hámarka nýtingu gjörgæslurýma er mikilvægt að þekkja algengi og áhættuþætti lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018. Skráðar voru upplýsingar um heilsufar sjúklinganna, aðgerðartengda þætti og fylgikvilla eftir aðgerðina. Sjúklingar sem lágu á gjörgæslu í eina nótt voru bornir saman við þá sem lágu þar tvær nætur eða lengur. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meiers. Forspárþættir dvalarlengdar á gjörgæslu voru fundnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu og niðurstöðurnar notaðar til að útbúa reiknivél sem áætlar líkur á lengri gjörgæsludvöl. NIÐURSTÖÐUR Af 2177 sjúklingum þurftu 20% gjörgæsludvöl í tvær nætur eða lengur. Sjúklingar sem lágu tvær eða fleiri nætur á gjörgæslu voru oftar konur (23% á móti 16%, p=0,001). Þessir sjúklingar höfðu einnig oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms og fyrri sögu um aðra hjartasjúkdóma eins og hjartabilun, lokusjúkdóma og skert útstreymisbrot vinstri slegils. Auk þess var EuroSCORE II gildi þeirra hærra (4,7 á móti 1,9, p<0,001) og höfðu þeir oftar skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (30% á móti 16%, p<0,001) og þurftu frekar á bráðaaðgerð að halda (18% á móti 2%, p<0,001). Sjúklingar sem dvöldu tvær nætur eða lengur höfðu hærri tíðni skammog langtímafylgikvilla og verri langtímalifun en sjúklingar í viðmiðunarhópi (78% á móti 93% lifun 5 árum frá aðgerð, p<0,0001). Sjálfstæðir áhættuþættir lengri gjörgæsludvalar voru aldur, kyn, EuroSCORE II gildi, fyrri saga um aðra hjartasjúkdóma, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. ÁLYKTANIR Fimmti hver sjúklingur þarf gjörgæsludvöl í tvær eða fleiri nætur eftir kransæðahjáveitu á Landspítala. Ýmsir áhættuþættir spá fyrir um lengri gjörgæsludvöl eftir kransæðahjáveitu, sérstaklega undirliggjandi ástand sjúklings, EuroSCORE II gildi og hve brátt aðgerðin fer fram. Von okkar er að bætt þekking á áhættu á lengri gjörgæsludvöl nýtist til að bæta skipulagningu kransæðahjáveituaðgerða á Landspíta.Introduction: To maximize the use of intensive care unit (ICU) re - sources, it is important to estimate the prevalence and risk factors for prolonged ICU unit stay after coronary artery bypass grafting (CABG) surgery. Material and methods: This retrospective cohort study included all patients who underwent primary isolated CABG at Landspitali between 2001 and 2018. Patient information was collected from hospital charts and death registries. Patients who stayed in the ICU for the conventional one night postoperatively were compared with those who needed longer stays in the ICU. Survival rate was estimated with the Kaplan-Meier method. Predictors for prolonged ICU stay were calculated with logistic regression and the outcome used to create a calculator that estimates the probability of prolonged ICU stay. Results: Out of 2177 patients, 20% required prolonged ICU stay. Patients with prolonged stay were more frequently female (23% vs 16%, p=0.001), had a higher rate of cardiovascular risk factors and higher EuroSCORE II (4.7 vs. 1.9, p<0.001). They also had a higher rate of impaired renal function before surgery (14% vs. 4%, p<0.001) and emergent surgery (18% vs. 2%, p<0.001). Furthermore, these patients had higher rates of both short-term and long-term complications, and lower long-term survival (85% vs 68% five-year survival rate, p<0.0001). Independent risk factors for prolonged ICU stay were advanced age, female gender, EuroSCORE II, history of heart diseases, impaired renal function and emergent surgery. Conclusions: Every fifth patient had a prolonged ICU stay after CABG. Several risk factors predicted prolonged ICU stay after CABG, in particular patients’ medical condition before surgery, EuroSCORE II and emergent surgery. A better understanding of the risk factors for prolonged ICU stay will hopefully aid in scheduling CABG surgeries at Landspitali.Vísindasjóður Landspítala og Rannsóknasjóður Háskóla Ísland

    The use of Intra Aortic Balloon Pump in Coronary Artery Bypass Graft Surgery

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Ósæðardæla eykur blóðflæði um kransæðar í þanbili og auðveldar vinnu hjartans við að tæma sig í slagbili. Hún er einkum notuð við bráða hjartabilun, en í minnkandi mæli við hjartabilun eftir opnar hjartaskurðaðgerðir þar sem umdeilt er hvort notkun hennar bæti horfur sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, ábendingar og árangur notkunar ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 2177 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2001-2018. Sjúklingar sem fengu ósæðardælu voru bornir saman við sjúklinga í viðmiðunarhópi með ein- og fjölþáttagreiningu. Langtímalifun og langtímafylgikvillar voru áætluð með aðferð Kaplan- Meiers. NIÐURSTÖÐUR Alls fengu 99 (4,5%) sjúklingar ósæðardælu og var tíðnin hæst árið 2006 (8,9%) en lægst 2001 (1,7%) og breyttist ekki marktækt yfir rannsóknartímabilið (p=0,90). Flestir fengu ósæðardælu fyrir (58,6%) eða í (34,3%) aðgerð, en aðeins 6,1% eftir aðgerð. Heildartíðni fylgikvilla var 14,1% og var blæðing frá ísetningarstað algengasti kvillinn (4,0%). Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri í ósæðardæluhópi en viðmiðunarhópi (22,2% á móti 1,3%, p<0,001) og heildarlifun 5 árum eftir aðgerð reyndist síðri (56,4% á móti 91,5%, 95% ÖB: 0,47-0,67) sem og 5 ára MACCE-frí lifun (46,9% á móti 83,0%, 95% ÖB: 0,38-0,58). ÁLYKTUN Innan við 5% sjúklinga fengu ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveitu á Íslandi og hefur hlutfallið lítið breyst á síðastliðnum 18 árum. Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri hjá sjúklingum sem fengu ósæðardælu og bæði langtíma- og MACCE- frí lifun þeirra umtalsvert síðri, sem sennilega skýrist af alvarlegra sjúkdómsástandi þeirra sem fengu dæluna.Introduction: Intra-aortic balloon pump (IABP) is a mechanical device that increases cardiac output by increasing diastolic blood flow to the coronary arteries and lowers the afterload of the left ventricle in systole. IABP is primarily used in acute heart failure, that includes patients that have to undergo coronary artery bypass grafting (CABG). Its usage, however, in cardiac surgery has been declining with ongoing controversy regarding its benefits. The aim of this study was to assess the use and indications and outcome of IABP related to CABG surgery. Material and Methods: The study was retrospective and included 2177 patients that underwent CABG at Landspítali during 2001-2018. We compared those who received an IABP with controls, using uni- and multivariate analysis. Long term survival and complications (major adverse cardiovascular and cerebral events, MACCE) was estimated with Kaplan-Meier method. Results: A total of 99 (4.5%) patients received an IABP. The incidence was highest in 2006 (8.9%) and lowest in 2001 (1.7%), but the incidence did not change during the study period (p=0.90). Most patients received the pump before (58.6%) or during (34.3%) CABG, but only 6.1% after surgery. Complication rate was 14.1%, with bleeding from the insertion site in the groin being the most common complication. Thirty day mortality was higher in the IABP group compared with controls (22.2% vs 1.3%, p<0.001) and both 5-year survival (56.4% vs 91.5%, 95% CI: 0.47-0.67) and 5-year MACCE-free survival (46.9% vs 83.0%, 95% CI: 0.38-0.58) were inferior. Conclusions: Less than 5% of patients received IABP in relation to CABG in Iceland and the rate hasn't changed much for the last 18 years. Both the complication rate and 30-day mortality was higher in patients in IABP group and both the long term and MACCE-free survival was much worse, probably mostly related to worse overall clinical condition of the patient that received IABP.Vísindasjóður Landspítala, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar

    Incidence and predictors of prolonged intensive care unit stay after coronary artery bypass in Iceland

    No full text
    Þakkir fá læknar á hjarta- og lungnaskurðdeild og gjörgæsludeild Landspítala. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Publisher Copyright: © 2020 Laeknafelag Islands. All rights reserved.Introduction: To maximize the use of intensive care unit (ICU) resources, it is important to estimate the prevalence and risk factors for prolonged ICU unit stay after coronary artery bypass grafting (CABG) surgery. Material and methods: This retrospective cohort study included all patients who underwent primary isolated CABG at Landspitali between 2001 and 2018. Patient information was collected from hospital charts and death registries. Patients who stayed in the ICU for the conventional one night postoperatively were compared with those who needed longer stays in the ICU. Survival rate was estimated with the Kaplan-Meier method. Predictors for prolonged ICU stay were calculated with logistic regression and the outcome used to create a calculator that estimates the probability of prolonged ICU stay. Results: Out of 2177 patients, 20% required prolonged ICU stay. Patients with prolonged stay were more frequently female (23% vs 16%, p=0.001), had a higher rate of cardiovascular risk factors and higher EuroSCORE II (4.7 vs. 1.9, p<0.001). They also had a higher rate of impaired renal function before surgery (14% vs. 4%, p<0.001) and emergent surgery (18% vs. 2%, p<0.001). Furthermore, these patients had higher rates of both short-term and long-term complications, and lower long-term survival (85% vs 68% five-year survival rate, p<0.0001). Independent risk factors for prolonged ICU stay were advanced age, female gender, EuroSCORE II, history of heart diseases, impaired renal function and emergent surgery. Conclusions: Every fifth patient had a prolonged ICU stay after CABG. Several risk factors predicted prolonged ICU stay after CABG, in particular patients' medical condition before surgery, EuroSCORE II and emergent surgery. A better understanding of the risk factors for prolonged ICU stay will hopefully aid in scheduling CABG surgeries at Landspitali.Peer reviewe

    Impact of renal dysfunction on early outcomes of coronary artery bypass grafting surgery

    No full text
    INNGANGUR Skert nýrnastarfsemi eins og við langvinnan nýrnasjúkdóm er áhættuþáttur kransæðasjúkdóms og hefur verið tengd við aukna tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerð. Árangur hjáveituaðgerða hjá þessum sjúklingahóp hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því, með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn ferilrannsókn á 2300 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Landspítala 2001-2020. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir áætluðum gaukulsíunarhraða (GSH) reiknuðum fyrir aðgerð og voru hóparnir bornir saman; GSH 45-59 mL/mín/1,73m2 , GSH 30-44 mL/ mín/1,73m2 , GSH 60 mL/ mín/1,73m2 ). Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og lógistísk aðhvarfsgreining notuð til að meta forspárþætti 30 daga dánartíðni. NIÐURSTÖÐUR Alls höfðu 429 sjúklingar (18,7%) skerta nýrnastarfsemi og voru þeir rúmlega sex árum eldri að meðaltali, einkennameiri, höfðu hærra meðal EuroSCORE II (5,0 á móti 1,9, p<0,001) og miðgildi legutíma þeirra var tveimur dögum lengra en hjá sjúklingum í viðmiðunarhópi. Auk þess var útfallsbrot vinstri slegils lægra, oftar þrengsli í vinstri höfuðstofni og tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni hærri. Tíðni fylgikvilla og dánartíðni hækkaði með lækkandi GSH. Í fjölþáttagreiningu reyndust hærri aldur og útfallsbrot vinstri slegils <30% vera sjálfstæðir forspárþættir hærri 30 daga dánartíðni, líkt og GSH <30 mL/mín/1,73m2 , sem reyndist langsterkasta forspárgildið (OR=10,4; 95% ÖB: 3,98-25,46). ÁLYKTANIR Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi eru eldri og hafa alvarlegri kransæðasjúkdóm en þeir sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi. Tíðni snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða reyndist marktækt hærri hjá sjúklingum með verstu nýrnastarfsemina sem jafnframt var sterkasti sjálfstæði forspárþáttur 30 daga dánartíðn INTRODUCTION: Impaired renal function as seen in chronic kidney disease (CKD) is a known risk factor for coronary artery diseases and has been linked to inferior outcome after myocardial revascularization. Studies on the outcome of coronary bypass grafting (CABG) in CKD-patients are scarce. We aimed to study this subgroup of patients following CABG in a well defined whole-nation cohort, focusing on short term complications and 30 day mortality. MATERIALS AND METHODS: A retrospective study on 2300 consecutive patients that underwent CABG at Landspítali University Hospital 2001-2020. Patients were divided into four groups according to preoperative estimated glomerular filtration rate (GFR), and the groups compared. GFR 45–59 mL/mín/1.73m2 , GFR 30-44 mL/mín/1.73m2 , GFR <30 mL/mín/1.73m2 and controls with normal GFR (≥60 mL/mín/1.73m2 ). Clinical information was gathered from medical records and logistic regression used to estimate risk factors of 30-day mortality. RESULTS: Altogether 429 (18.7%) patients had impaired kidney function; these patients being more than six years older, having more cardiac symptoms and a higher mean EuroSCORE II (5.0 vs. 1.9, p<0.001) compared to controls. Furthermore, their left ventricular ejection fraction was also lower, their median hospital stay extended by two days and major short-term complications more common, as was 30 day mortality (24.4% vs. 1.4%, p<0.001). In multivariate analysis advanced age, ejection fraction <30% and GFR <30 mL/ min/1.73m2 were independent predictors of higher 30-day mortality (OR=10.4; 95% CI: 3.98-25.46). CONCLUSIONS: Patients with impaired renal function are older and more often have severe coronary artery disease. Early complications and 30-day mortality were much higher in these patients compared to controls and advanced renal failure and the strongest predictor of 30-day mortality.Peer reviewe

    No significant association between obesity and long-term outcome of coronary artery bypass grafting

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1698 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Sjúklingunum var skipt upp í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS); i) kjörþyngd=18,5-24,9 kg/m2 (n=393), ii) ofþyngd=25-29,9 kg/m2 (n=811), iii) offita=30-34,9 kg/m2(n=388) og iv) mikil offita ≥35 kg/m2 (n=113). Sjö sjúklingar með LÞS <18,5 kg/m2 voru útilokaðir úr rannsókninni. Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánartíðni voru skráð auk eftirfarandi langvinnra fylgikvilla: hjartaáfalls, heilablóðfalls, þarfar á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkunar með eða án kransæðastoðnets og dauða (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE). Hóparnir voru bornir saman með áherslu á langtímalifun og MACCE-fría lifun (Kaplan-Meier) og forspárþættir lifunar fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðaltal eftirfylgdar var 5,6 ár. Niðurstöður: Sjúklingar með mikla offitu reyndust vera að meðaltali 6,0 árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, hlutfall karla var hærra og þeir höfðu oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms, auk þess sem EuroSCORE II þeirra var lægra (1,6 sbr. 2,7, p=0,002). Tíðni alvarlegra snemmkominna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni (2%) var sambærileg milli hópa, líkt og langtímalifun (í kringum 90% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,088) og lifun án MACCE (í kringum 80% eftir 5 ár, log-rank próf, p=0,7). Í aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar (HH: 0,98 95% ÖB: 0,95–1,01) né MACCE-frírrar lifunar (HH: 1,0 ÖB: 0,98-1,02). Ályktun: Sjúklingar með offitu sem gangast undir kransæðahjáveitu á Landspítalanum eru yngri en með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms en samanburðarhópur. Líkamsþyngdarstuðull spáir þó hvorki fyrir um langtímalifun né tíðni fylgikvilla. Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum sem þjást af offitu er góður hér á landi.Objectives: Our objective was to investigate long-term outcomes of obese patients undergoing coronary artery bypass grafting (CABG) in Iceland. Materials and methods: A retrospective analysis on 1698 patients that underwent isolated CABG in Iceland between 2001-2013. Patients were divided into four groups according to body mass index (BMI); Normal=18.5-24.9kg/m2 (n=393), ii) overweight=25-29.9 kg/m2 (n=811), iii) obese=30-34.9 kg/m2 (n=388) and iv) severely obese ≥35kg/m2 (n=113). Thirty-day mortality and short-term complications were documented as well as long-term complications that were pooled into major adverse cardiac and cerebrovascular events (MACCE) and included myocardial infarction, stroke, repeated CABG, percutaneous coronary intervention with or without stenting, and death. After pooling the study groups, survival and freedom from MACCE plots (Kaplan- Meier) were generated and Cox regression analysis used to identify predictive factors of survival. Average follow-up time was 5.6 years. Results: Severely obese and obese patients were significantly younger than those with a normal BMI, more often males with identifiable risk factors of coronary artery disease (CAD) and a lower EuroSCORE II (1.6 vs. 2.7, p=0.002). The incidence of major early complications, 30-day mortality (2%), long-term survival (90% at 5 years, log-rank test p=0.088) and MACCE-free survival (81% at 5 years, log-rank test p=0.7) was similar for obese and non-obese patients. BMI was neither an independent predictor for long-term (OR: 0.98 95%-CI: 0.95-1.01) nor MACCE-free survival (OR: 1.0 95%-CI: 0.98-1.02). Conclusions: Obese patients that undergo CABG in Iceland are younger and have an increased number of risk factors for coronary disease when compared to non-obese patients. However, BMI neither predicted long-term survival or long-term complications. The outcomes following CABG in obese patients are good in Iceland.Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Vísindasjóður Landspítala og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
    corecore