7 research outputs found

    The geology and hydrology of the CarbFix2 site, SW-Iceland

    Get PDF
    Injection of CO2 and H2S emissions from the Hellisheidi Geothermal Power Plant, SW-Iceland, as part of the CarbFix project, is currently taking place in the Húsmúli reinjection zone. Here we present detailed descriptions of the geology of the reservoir rock in Húsmúli including descriptions of its intrusions, secondary mineralogy and sources of permeability. We further present preliminary results from a modelling study of the Húsmúli reinjection zone that was conducted to obtain better understanding of flow paths in the area. The model was calibrated using results from an extensive tracer test that was carried out in 2013-2015

    ,,Það þarf alltaf að búa til þennan aga sem oft á tíðum er mesta áskorun". EOS aðferðafræði hjá Skeljungi í tengslum við stefnumótun

    No full text
    Stefna sem verkfæri hefur verið mikilvægt tól í marga áratugi til að skipulagsheild nái árangri. Fyrirtæki hafa notast við ýmis stefnumiðuð tól og tæki til að ná betri árangri og markmiðum sínum í skipulagsheildinni. Dæmi um slík verkfæri eru Bláahafsstefnan, OKR-aðferðin, KPI-aðferðin og 4dx-aðferðafræðin. Hér á landi hafa íslensk fyrirtæki byrjað að innleiða EOS aðferðafræðina (e. Entrepreneur Operating System) sem snýst um að aðstoða stjórnendur við að ná markmiðum sínum, leysa vandamál og byggja upp drifkraft með hagnýtum verkfærum.Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka EOS aðferðafræðina, kanna innleiðingu hennar í raunverulegu fyrirtæki og auka skilning á fræðilegum skilgreiningum stefnumótunar í tengslum við aðferðafræðina. EOS aðferðafræðin verður sérstaklega skoðuð hjá fyrirtækinu Skeljungi til að fá betri skilning á reynslu starfsmanna og persónulegu skoðun þeirra á aðferðafræðinni. Notast var við raundæmisrannsókn þar sem tekin voru sjö viðtöl við einstaklinga sem hafa reynslu og þekkingu á aðferðafræðinni hérlendis. Einnig var stuðst við gögn og skýrslur um efnið. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að EOS aðferðafræðin er fyrirhuguð stefna (e. deliberate strategy) þar sem áhersla er lögð á að ná ætluðu markmiði og er miðlað af æðstu stjórnendum og er vandlega mótuð. Fyrirtæki setja sér ákveðin markmið í upphafi EOS innleiðingar og í kjölfarið myndast strangt skipulag og dagskrá til að ná þeim vikulega eða á ársfjórðungsfresti. Starfsmenn Skeljungs höfðu litla þekkingu og reynslu á öðrum verktólum stefnumótunar og því var aðferðafræðin fyrsta skipulagða kerfið í starfsemi þeirra. Viðmælendur voru almennt mjög jákvæðir gagnvart þessari innleiðingu þrátt fyrir að það hafi verið áskorun að læra á aðferðafræðina. Aðferðafræðin hjálpaði Skeljungi að ná markmiðum sínum og eru samskipti, teymisvinna og starfsánægja að aukast. Fundirnir eru orðnir markvissari og er auðveldara að leysa ákveðin vandamál í sameiningu og starfsmennirnir finna fyrir meiri tilgangi með starfinu. Hins vegar getur aðferðafræðin hentað misvel starfshlutverki starfsmanna og það ríkir óvissa með framtíðarsýn aðferðafræðinnar vegna komu nýrra stjórnenda og agaleysis.Strategy as a tool has been essential for organizational success for decades. Companies have used various strategic tools and methods to achieve better results and their organizational goals. Examples of such tools are the Blue Ocean Strategy, the OKR method, the KPI method, and the 4dx methodology. In Iceland, companies have started to implement the EOS (Entrepreneur Operating System), which revolves around helping managers achieve their goals, solve problems, and increase drive with practical tools.The aim of this study is to investigate the EOS methodology, explore its implementation in a real-life setting, and provide insight into the theoretical definitions of strategic planning in relation to the methodology. The EOS methodology will be specially examined at the company Skeljungur to gain a better understanding of the employee's experience and their opinion of the methodology. A case study method was used, where seven interviews were conducted with individuals who have experience and knowledge of the methodology in Iceland. Data and reports on the subject were also used to demonstrate results in a measurable manner.The results of the study revealed that the EOS includes placing emphasis on a desired goal through the use of deliberate strategy which is carefully formulated and communicated by top management. Companies set specific goals at the beginning of EOS implementation, and as a result, a strict structure and schedule is formed to help achieve those goals on a weekly or quarterly basis. Skeljungur employees had little knowledge and experience of other strategic planning tools, so the methodology was the first organized system they had experienced. Interviewees were generally positive about the new system, despite the fact that it proved a challenge to learn the methodology. The methodology helped Skeljungur achieve its goals, with communication, teamwork, and job satisfaction. Meetings within the company have become more targeted and the new strategy has made it easier to solve certain problems together and the employees feel more purpose in their work. However, the methodology may not be suitable for all the employees' job roles, and there is uncertainty in the future of the methodology due to the arrival of new managers and lack of discipline

    Skaðminnkun vímuefnastefnu. Samanburður á stefnu Hollands, Portúgal og Kanada

    No full text
    Skaðaminnkun er nálgun við fólk sem á við erfiðan vímuefnasjúkdóm að stríða og hefur verið notuð til að minnka þann skaða sem vímuefnaneysla hefur í för með sér, með reyndum árangri. Nálgunin felur í sér að draga úr þeim heilsufarslega, fjárhagslega og félagslega skaða sem hægt er að fyrirbyggja. Þáttur í því er að beita aðgerðum sem minnka líkur á því að þeir einstaklingar sem neyta ólöglegra vímuefna fái á sig neikvæðan stimpil. Með skaðaminnkandi nálgun er litið á vímuefnasjúkdóm sem viðfangsefni heilbrigðiskerfisins og að þar með sé þörf á því að endurskoða viðurlagapólitík stjórnvalda þegar kemur að minniháttar vímuefnabrotum. Með minniháttar brotum er átt við t.d. meðferð eða vörslu lítilla neysluskammta einstaklinga sem haldnir eru vímuefnasjúkdómi. Tilgangur fræðilegu úttektarinnar er að skoða þætti í skaðaminnkandi vímuefnastefnu stjórnvalda og skoða hvaða margskonar áhrif stefna stjórnvalda getur haft á einstakling og samfélagið í heild. Í ritgerðinni verða auk þess bornar saman mismunandi leiðir til að móta stefnu í vímuefnamálum og síðan fjallað um hvaða árangri þær hafa skilað í þeim þremur löndum sem tekin eru til skoðunar. Í umræðukafla verður leitast við að varpa ljósi á orðræðu fjölmiðla og stjórnmálamanna að undanförnu um skaðaminnkun á Íslandi og hvernig sú umræða hefur áhrif á löggjöf og viðhorf stjórnvalda á Íslandi. Í ályktunarkafla er síðan velt upp spurningum um framtíðarsýn skaðaminnkunar sem hugmyndafræði á Íslandi.Harm reduction is an evidence based approach for people dealing with a severe substance abuse disease and has been used to reduce the harm substance abuse can cause. The approach has been shown to reduce foreseeable harm related to health, economical and social status of drug users. Harm reduction approach includes, among other, reducing stigma associated with illegal drug use. Substance abuse disease is viewed as an assignment for the healthcare system and a need to reevaluate penalty politics of government, in relation to small drug related offense is seen as imperative. Small drug related offense refers to drug possession for personal use and drug usage of people with a substance abuse disease. The aim of this review is to examine the emphasis of the authorities on harm reduction regulations, and look into the various effects governmental regulations can have on individuals and society as a whole. In addition, this final thesis will compare variable ways of forming drug addiction policies in three countries and what results they have achieved. In the discussion chapter light will be shed on current discourse of media and politicians in Iceland on harm reduction and how the discussion can affect legislation and position of authorities. In conclusion, questions about the future of harm reduction as an ideology in Iceland are raised

    Íslensk ferðaþjónusta á tímum COVID-19: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til ferðalaga innanlands á tímum COVID-19

    No full text
    Ferðaþjónusta er stærsta útflutningsgrein Íslendinga og vegur þungt í íslenska hagkerfinu bæði beint og óbeint. Árið 2020 hrundi ferðaþjónustan skyndilega vegna heimsfaraldurs COVID-19 og því hefur greinin þurft að takast á við erfiðar breytingar. COVID-19 breytir ferðahegðun fólks bæði hérlendis og erlendis til skamms tíma eða jafnvel varanlega. Því er markmiðið að kanna viðhorf Íslendinga til ferðalaga innanlands á tímum COVID-19 og skoða hvernig upplifa íslenskir ferðaþjónustuaðilar áhrif COVID-19 á innanlandsmarkað. Rannsóknin var framkvæmd með blönduðum rannsóknaraðferðum, bæði megindlegum og eigindlegum. Lögð var fram spurningakönnun fyrir Íslendinga og tekin viðtöl við einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu. Niðurstöður leiddu í ljós að árið 2020 hefur haft gríðarleg neikvæð áhrif á starfsemi þeirra sem leiddi til uppsagna, tekjufalls og lokana. Hins vegar eru íslensk fyrirtæki almennt jákvæð og þakklát fyrir úrræði og aðgerðir íslenskra stjórnvalda og hvað opinberir aðilar hafa brugðist hratt við á tímum COVID-19. Það má segja að íslensk stjórnvöld hafa bjargað mörgum íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum á tímum COVID-19 með því að bjóða upp á ýmis konar styrki og aðgerðir í kjölfar ástandsins. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að íslensk ferðaþjónusta getur ekki lifað af án erlendra ferðamanna vegna þess að öll verð þurfa að lækka gríðarlega til að Íslendingar kaupi þjónustuna. Munur var á því hvernig Íslendingar svöruðu spurningum könnunarinnar eftir aldri, menntun og tekjum. Yngri aldurshóparnir eru líklegri en þeir eldri til þess að ferðast frekar utanlands en innanlands eftir COVID-19 og bólusetningar á komandi ári.Tourism is the largest export industry in Iceland, and tourism carries great weight in the Icelandic economy both directly and indirectly. In 2020, the tourism industry suddenly collapsed due to COVID-19 and therefore, the Icelandic tourism industry was forced to deal with complex changes. People’s travel behavior has changed due to COVID-19 in Iceland and abroad in the short term and even permanently. The aim is, therefore, to examine Icelanders‘ attitude towards domestic travel in the time of the COVID-19 pandemic and to examine Icelandic tourism companies’ experience of the impact of COVID-19 on the domestic market. The study was conducted using mixed research methods, both quantitative and qualitative. Icelanders were asked to complete a questionnaire and interviews were taken with individuals working in the tourism industry. The results showed that 2020 has negatively impacted the operations of tourism companies, which led to redundancies, income loss, and closures. On the other hand, Icelandic companies are generally positive and grateful for the measures and actions taken by the Icelandic government and how quickly public authorities have responded to COVID-19. It can be said that the Icelandic government has saved many Icelandic tourism companies during COVID-19 by offering various types of grants and actions following the situation. The results also showed that the Icelandic tourism industry cannot survive without tourists as the industry must reduce its prices enormously if catering only to Icelandic customers. There was a significant difference in how Icelanders answered the survey’s questions depending on their age, education, and income. The younger age groups were more likely to travel abroad than domestically after COVID-19 and vaccinations for the coming year rather than the older age groups

    The geology and hydrology of the CarbFix2 site, SW-Iceland

    Get PDF
    Injection of CO2 and H2S emissions from the Hellisheidi Geothermal Power Plant, SW-Iceland, as part of the CarbFix project, is currently taking place in the Húsmúli reinjection zone. Here we present detailed descriptions of the geology of the reservoir rock in Húsmúli including descriptions of its intrusions, secondary mineralogy and sources of permeability. We further present preliminary results from a modelling study of the Húsmúli reinjection zone that was conducted to obtain better understanding of flow paths in the area. The model was calibrated using results from an extensive tracer test that was carried out in 2013-2015

    Introduction: Why is philosophy relevant for clinical practice?

    No full text
    This book is intended as an intellectual resource for clinicians and healthcare professionals who are interested in digging deeper into the philosophical foundations of their daily practice. It is a tool for understanding some of the philosophical motivations and rationality behind the way medicine and healthcare are studied, evaluated and practiced. In particular, this book illustrates the impact that our thinking about causality, both philosophically and conceptually, has on the clinical encounter. The aim is to engage and empower healthcare professionals to take part in changing and defining the premises for their own practice. After all, if clinical decisions should be based on evidence, this ought to be evidence that is relevant and well-suited for the clinic. The book has two parts, Philosophical Framework and Application to the Clinic. The first part is written from the philosophical perspective and presents a singular overall framework. The second part is written primarily by clinicians who address some implications of the philosophical framework for different aspects of their own practice.Ethics & Philosophy of Technolog
    corecore