241 research outputs found

    Taugasálfræðilegt mat aldraðra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTaugasálfræði sem slík er frekar ungt fag, þó svo að langt sé síðan að menn fóru að staðsetja hina ýmsu virkni í ákveðnum stöðvum í heilanum. Gögn benda til þess að fyrir um 5000 árum hafi menn áttað sig á því að heilastöðvar hafi nokkra sérhæfingu. Síðan þá hafa menn velt fyrir sér virkni heilans og mismunandi heilastöðva. Vitneskja um sérhæfingu heilastöðva er aðallega tilkomin með rannsóknum á einstaklingum með afmarkaða heilaáverka sem leiddu af sér ákveðnar vitrænar truflanir t.d. á máli og minni. Út frá slíkum rannsóknum þróaðist svo taugasálfræðin, en vitneskja um virkni og sérhæfingu heilans hefur aukist mjög mikið í seinni tíð með hjálp nýrra mæli- og myndgreiningatækja

    Taugasálfræðileg langtímarannsókn á systkinum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFrá árinu 1998 til dagsins í dag hefur verið í gangi viðamikil rannsókn á erfðum heilabilunarsjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Hluti af þessari rannsókn hefur verið taugasálfræðileg athugun á þátttakendum. Á árunum 1997-1999 var megin áhersla á taugasálfræðilegt mat á nýgreindum sjúklingum með heilabilun og systkinum þeirra. Til samanburðar var prófaður hópur sem ekki hafði þekkta ættarsögu um heilabilun. Niðurstöður sýndu að um 12% systkina Alzheimerssjúklinga á aldrinum 60-85 ára var hættara við minnistruflunum og annarri vitrænni skerðingu samanborið við viðmið, sem líkist mjög því sem sést hjá nýgreindum Alzheimers-sjúklingum. Árið 2005 fór svo fram endurprófun á þessum hópum og niðurstöður voru á svipaðan veg og áður, þ.e.a.s. um 15% systkina sýndu marktækt lakari frammistöðu á sömu taugasálfræðilegu prófunum og áður. Hinsvegar samanstóð þessi hópur af öðrum einstaklingum því þeir sem sýnt höfðu skerta frammistöðu á taugasálfræðilegu prófunum um sex árum áður voru flestir komnir með heilabilunargreiningu og voru því ekki með í endurprófuninni. Árið 2000 voru þessi sömu taugasálfræðilegu próf lögð fyrir börn Alzheimerssjúklinga og hóp fólks sem ekki hafði ættarsögu um sjúkdóminn. Í dag er í gangi endurprófun á þessum hópum til að athuga hvort börn Alzheimers-sjúklinga sýni svipaðar niðurstöður og systkinahópurinn, en taka skal fram að þetta er mun yngri hópur

    Er systkinum Alzheimerssjúklinga hættara við minnistruflunum en öðrun

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenNú er í gangi rannsókn á erfðum minnissjúkdóma á vegum öldrunarlækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknin er mjög viðamikil og beinist að því að finna það eða þau gen sem valda minnissjúkdómum eins og Alzheimerssjúkdómi. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur sem leggst á heilann og veldur ýmiskonar vitrænni skerðingu, þar sem minnistap er mest áberandi. Sjúkdómnum er gjarnan skipt upp í tvö megin form. Annarsvegar svokallaður snemmkominn Alzheimerssjúkdómur (early-onset) sem miðast við að byrji fyrir eða um 65 ára aldur og hinsvegar síðkominn Alzheimerssjúkdómur (late-onset) sem byrjar eftir 65 ára aldur (American Psychiatric Association, 1994). Snemmkominn Alzheimerssjúkdómur er mun sjaldgæfari eða u.þ.b. 10% tilfella og sum afbrigði hans finnast aðeins í afmörkuðum ættum í tengslum við ákveðin gen (u.þ.b. 1-2%; t.d. Swartz o.fl., 1999). Rannsókn þessi miðast aðallega við algengara form sjúkdómsins, síðkominn Alzheimerssjúkdóm, og er átt við hann þegar talað er um Alzheimerssjúkdóm hér eftir

    Den ideelle videnskab. Aristoteles' herodoteiske platonisme

    Get PDF
    An exploration of Aristotle's ideal of science between the philosophy of Plato and the "historical" research best exemplified by Herodotus.Peer ReviewedRitrýnt tímari

    Áhættuþættir fyrir ofurábyrgðarkennd og áráttu-þráhyggju

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ rannsókninni var kannað hvort hvatvísi/ofvirknieinkenni (H/O) hafi tengsl við eða áhrif á áráttu og þráhyggjueinkenni (Á/Þ). Enn fremur var kannað hvort ofverndun auki líkur á ofurábyrgðarkennd og Á/Þ í samræmi við tilgátu Salkovskis og félaga (Salkovskis o.fl., 1999). Loks var kannað hvort samvirkni væri á milli ofverndunar og H/O m.t.t. ofurábyrgðar og Á/Þ. Þetta var rannsakað í stóru úrtaki íslenskra ungmenna (N=570). Lögð voru fyrir eftirfarandi mælitæki: Áráttu og þráhyggjuprófið (OCI-R), Ofurábyrgðarkenndarprófið (RAS), Kvíða og þunglyndiskvarði til notkunar á sjúkrahúsum (HADS), Próf fyrir uppeldishætti foreldra (EMBU) og samtíma og fortíðareinkenni athyglisbrests með ofvirkni. Það var undirkvarði hvatvísi/ofvirkni (H/O) sem notaður var úr síðastnefnda prófinu. Ofverndun spáði fyrir um ofurábyrgð og Á/Þ. Einkenni H/O gerðu það líka. Loks kom í ljós samvirkni á milli einkenna hvatvísi/ofvirkni og ofverndunar. Hún benti til þess að H/O tengist fremur Á/Þ og ofurábyrgðarkennd þegar fólk hefur notið lítillar fremur en mikillar ofverndunar í uppvextinum. Jafnframt tengdist ofverndun einkennum Á/Þ og ofurábyrgðarkennd hjá þeim sem höfðu einkenni hvatvísi/ofvirkni í litlum mæli, en ekki hjá þeim sem höfðu þau í ríkum mæli. Niðurstöður benda til þess að misræmi á milli „þarfar“ fyrir stjórn foreldra og þeirrar sem veitt er sé meðal þess sem skipti máli í þróun áráttu og þráhyggjueinkenna

    The early birds and the rest: do first nesters represent the entire colony?

    Get PDF
    Climate change studies have detected earlier spring arrival of breeding birds. However, first nest dates (date first nests were found), which commonly provide the metric for earlier arrival, can be biased by population size or sampling effort. Our aims were to determine if: 1) first nest dates and median nest date (date when at least 50 % of all females have nested) were equivalent predictors for the spring arrival and 2) first nest date or median nest date were related to nest numbers. We recorded first and median nest dates and nest numbers at the common eider (Somateria mollissima) colony at Rif, Iceland, during 1992–2013. First nest date was advanced by 11 days during the study, but median nest date was advanced by only 4 days. First nest date and median nest date were correlated, but this relationship was only a small improvement over the null model (Nagelkerke R 2 = 30 %). We found a relationship with nest count for both first and median nest dates once the analysis had accounted for inter-annual variability. First nest date may not represent the colony as a whole but rather the physically fittest or the most determined individuals, which may be more prone to nest early than the general population. Nesting birds must decide how much to advance breeding based on nest numbers and other non-temporal cues which necessitate earlier breeding. We argue that nest numbers affect the birds in a biological sense and that the advancement was not explained solely by increased nest numbers.This study was supported by the University of Iceland. We sincerely thank Auður Alexandersdóttir, Árni Ásgeirsson and Thordur Örn Kristjánsson for their support through the duration of this study. We thank the editor and three anonymous reviewers for helpful comments that greatly improved earlier drafts of this manuscript. Sigmundur H. Brink kindly provided the map for Fig. 1. This study complies with the current laws of the Republic of Iceland and all regulations pertaining to the treatment of study animals, including the banding permits of JEJ and SJL.Peer Reviewe

    Søvnens filosofi. Platon i dialog med livet og døden

    Get PDF
    In this paper Plato's ideas of sleep are analysed and the role of sleep in his philosophical reflections, in particular the ideas expressed in the Republic about preparing for sleep in order to free the soul in sleep.Peer ReviewedRitrýnt tímari

    Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPróffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) voru athugaðir. PAI er 344 atriða sjálfsmatslisti sem metur einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni svarenda og réttmæti svara. Áreiðanleiki, réttmæti og þáttabygging prófsins var athugað. Til að kanna samleitni- og aðgreiniréttmæti undirkvarða PAI sem meta þunglyndi, kvíða og áfengisvanda svöruðu þátttakendur Becks Depression Inventory-II, Becks Anxiety Inventory og Short Michigan Alcoholism Screening Test auk PAI prófsins. Úrtakið samanstóð af 243 háskólanemum, 79 áfengissjúklingum, auk 66 sjúklinga af verkjasviði og 44 sjúklinga af geðsviði Reykjalundar. Áreiðanleikastuðlar voru víðast afar háir og allir ásættanlegir. Niðurstöður þáttagreiningar voru svipaðar þeim sem aðrir rannsakendur hafa komist að, þó þáttabyggingin væri ekki eins skýr í þessari rannsókn. Samleitni- og aðgreiniréttmæti þunglyndiskvarða og áfengisvandakvarða PAI var stutt í rannsókninni. Samleitniréttmæti kvíðakvarða PAI (ANX) reyndist gott en aðgreinandi réttmæti var ekki eins afgerandi. Meðaltöl og staðalfrávik meðal Íslendinga voru auk þess í flestum tilvikum sambærileg tölum frá Bandaríkjunum

    Þróun vitrænnar getu hjá börnum Alzheimers-sjúklinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRannsóknir á einstaklingum með ættarsögu um Alzheimers-sjúkdóm hafa sýnt fram á aukna áhættu á að þeir þrói með sér heilabilunarsjúkdóm. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að undirliggjandi vitræn skerðing sé greinanleg með taugasálfræðilegum prófum nokkru áður en klínísk einkenni koma fram. Rannsóknir á börnum Alzheimers-sjúklinga eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að skoða þróun vitrænnar getu hjá miðaldra börnum Alzheimerssjúklinga, yfir 7 ára tímabil. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr íslenskri erfðarannsókn sem verið hefur í gangi frá árinu 1998. Þátttakendur voru 83 börn Alzheimerssjúklinga á aldrinum 47-73 ára og 30 einstaklingar í viðmiðunarhópi á aldrinum 48- 73 ára sem höfðu enga ættarsögu um heilabilunarsjúkdóm. Vitræn geta var metin tvisvar yfir 7 ára tímabil með taugasálfræðilegum prófum sem mæla áttun, yrt og óyrt minni, mál, einbeitingu, hugrænan hraða og sjónrænan hraða og úrvinnslu. Þátttakendur með þekktan mið- eða úttauga sjúkdóm voru útilokaðir frá rannsókninni. Niðurstöður gáfu ekki til kynna mun á frammistöðu hópanna tveggja á taugasálfræðilegu prófunum yfir 7 ára tímabil. Þessar niðurstöður gefa til kynna að undirliggjandi vitræn skerðing hefjist eftir 60 ára aldur hjá börnum Alzheimers-sjúklinga, ólíkt niðurstöðum margra annarra rannsókna

    Clinical status and treatment adherence of young adults with type one diabetes mellitus following transition to adult health care

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: This paper highlights the treatment factors of concern after the transition from an outpatient clinic for children and adolescents to an outpatient clinic for adults. MATERIAL AND METHODS: Participants were 56 individuals with diabetes type one in their twenties seeking treatment at the Diabetes clinic at Landspítali-University Hospital. In all, 72 outpatients met inclusion criteria and the response rate was 78%. RESULTS: On the average HbA1c measures were above the American Diabetes Association treatment target, which is HbA1c less than 7%. In the preceding twelve months only 28,6% participants attended at least four routine appointments. Half of the women and 30% of the men suffered from complications, retinopathy being most common. Quarter of the participants smoked, which is the same proportion as for all Icelanders aged 20-29 years old. The smokers had more symptoms of depression and anxiety. 19% of participants used psychotropic medication which is more than twice as high as in the normal population of Iceland. CONCLUSIONS: Special attention should be made to the fact that HbA1c measures were on the average above the treatment target and complications were common. Psychotropic medication usage was high which indicates that more cooperation between the Diabetes clinic and psychologists and/or psychiatrists is needed. New methods should be explored in reaching out to young people with diabetes.Tilgangur: Þessi grein varpar ljósi á þá þætti sem þarf að huga betur að í meðferð fólks með sykursýki tegund eitt eftir flutning af göngudeild fyrir börn og unglinga yfir á göngudeild fullorðinna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 56 ungmenni á aldrinum 20-30 ára sem mætt hafa í eftirlit á göngudeild sykursjúkra á Landspítala. Alls uppfylltu 72 þátttökuskilyrði en svarhlutfall var 78%. Niðurstöður: Meðal HbA1c-gildi voru á öllum tímabilum yfir meðferðarmarkmiðum American Diabetes Association sem er HbA1c undir 7%. Einungis 28,6% mættu til eftirlits fjórum sinnum eða oftar á 12 mánaða tímabili. Helmingur kvenna og 30% karla voru með fylgikvilla og var sjónumein algengast. Fjórðungur þátttakenda reykti sem er sama hlutfall og í almennu úrtaki Íslendinga á aldrinum 20-29 ára. Þeir sem reyktu mældust með fleiri einkenni kvíða og þunglyndis. Hátt hlutfall þátttakenda notaði geðlyf eða 19% sem er meira en tvisvar sinnum hærra en í almennu þýði. Ályktun: Huga þarf sérstaklega að því að meðal HbA1c-gildi voru yfir meðferðarmarkmiðum og því hversu hátt hlutfall þátttakenda var með fylgikvilla. Geðlyfjanotkun var mikil og þyrfti að skoða hvort tilefni sé til aukinnar samvinnu á milli D-G3 og sálfræðinga og/eða geðlækna. Jafnframt er ástæða til að kanna nýjar leiðir til að ná til ungs fólks með sjúkdóminn, einkum er varðar reykingar og meðferðarheldni líkt og mataræði og hreyfingu
    corecore