81 research outputs found

    Neonatal vomiting. Diagnosis: intestinal malrotation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full tex

    Modelling metabolomic changes in human bone marrow derived mesenchymal stem cells during oesteogenic differentiation via genome scale metabolic models to further their use in regenerative medicine

    Get PDF
    Paper I in this thesis is under revision and may go through modification before official publication.Á undanförnum árum hafa sviðin endurnýjunar og tilfærslu lækningar vakið sífellt meiri áhuga vegna möguleikanna sem í þeim felast er varða nýjungar í læknavísindum. Innan þeirra má finna ýmis tól sem talin eru vera lykilatriði þegar kemur að því að finna og þróa ný meðferðarúrræði, og er eitt þessara tóla notkun mesenkýmal stofnfrumna (MSF). MSF hafa verið rannsakaðar m.t.t. ýmissa þátta þ.á.m. getu þeirra til að bæta endurnýjun beina og endurbyggingu beinvefs. Þrátt fyrir margvíslegar rannsóknir og meðfylgjandi framfarir í áttina að mögulegri klínískri notkun er margt sem er enn óljóst er varðar virkni og möguleika þessara frumna. Nákvæm og skipulögð rannsókn ásamt tiltölulega nákvæmum tölvulíkönum sem geta hermt eftir efnaskiptabreytingum og líkt eftir samfylgjandi svipgerðum gætu verið leiðir til að stoppa upp í núverandi göt í þekkingu hvað varðar efnaskiptabreytingar, frá tjáningu gena til framleiðslu próteina, ásamt því að veita möguleika á tilgátuprófunum án meðfylgjandi kostnaðar. Markmið verkefnisins sem hér er kynnt var að rannsaka efnaskiptabreytingar í mennskum MSF við beinsérhæfingu til að reyna að skilgreina mögulega efnaskipta fasa sem beinsérhæfingartímabilið væri samsett úr og búa til in silico módel byggð á genatengdum upplýsingum til að líkja eftir breytingunum. Í fyrsta hluta þessa verkefnis var notast við innan- og utanfrumu metabolómísk gögn til að skilgreina möguleg mismunandi stig beinsérhæfingar og hvaða efnaskiptabrautir geta legið þar að baki. Eftir greiningu gagna var lögð var fram tilgáta um tilveru þriggja mismunandi fasa og merkt innanfrumu gögn bentu til dvínandi virkni í glýkólýsu í gegnum sérhæfingartímann á sama tíma og aukningu gætti í hvatbera tengdum orkugefandi ferlum eftir því sem leið á. Þessar niðurstöður geta hjálpað með að finna tímapunkta sem eru af sérstökum áhuga er varðar kortlagningu mikilvægra efnaskiptabreytinga. Í öðrum hluta verkefnisins var notast við utanfrumu metabólómísk gögn sem safnað var frá mennskum MSF einangruðum úr beinmerg sem ræktaðar voru við venjulega skiptingu, fitu- og beinsérhæfingu, og þau notuð ásamt sértækum tilraunatengdum gögnum til að búa til þrjú sambærileg in silico módel, þau fyrstu sinnar gerðar, er líkja eftir efnaskiptabreytingum þessara þriggja frumugerða fyrstu 7 daga ræktunar. Módelin voru öll líffræðilega möguleg og sýndu af sér öll helstu einkennandi hvörf sem virk. Við greiningu og samanburð á módelunum fundust helstu breyttu undirkerfi og efnaskiptaferlar er voru einkennandi fyrir hverja frumugerð fyrir sig. Í tilviki frumna í venjulegri skiptingu voru breytt kerfi mjög fjölbreytt sem endurspeglar þær fjölbreyttu kröfur sem fruma þarf að uppfylla við að búa til annað eintak af sér, í tilviki fitusérhæfingar var nýmyndun og oxun fitusýra hvað mest áberandi og oxun fitusýra ásamt flutnings hvörfum einkenndu beinsérhæfingu. Þessi módel má nota til að sigta úr og setja upp ákjósanlegar tilraunir til að besta beinsérhæfingu og með breytingum mætti búa til sjúkdómsmódel til að líkja eftir beinþynningu. Í þriðja þætti verkefnisins sem hér er kynnt hafa verið tekið saman þau margvíslegu einkenni og fjölmörgu möguleikar er felast í MSF sem tóli til að nýta í endurnýjunar lækningum og vefjaverkfræði og hvernig, með notkun in silico efnaskiptamódela byggðum á genaupplýsingum, þá möguleika mætti þróa áfram á skilvirkari og hraðari máta samtímis því að lækka tilraunatengdan kostnað. Þetta verkefni hefur lagt sitt af mörkum er kemur að því að minnka núverandi eyðu þekkingar er varðar efnaskiptabreytingar er eiga sér stað í gegnum beinsérhæfingu mennskra MSF og hefur komið með að borðinu ný tól sem geta nýst til frekari rannsókna á sama sviði meðfram því að geta gert þær skilvirkari og hagkvæmari. hefur komið með að borðinu ný tól sem geta nýst til frekari rannsókna á sama sviði meðfram því að geta gert þær skilvirkari og hagkvæmari.In recent years the fields of regenerative and translational medicine have become the subjects of significantly growing interest due to their offer of previously unimaginable therapeutics. Within these fields are several novel tools believed to hold the keys to furthering existing and new developments and one of those tools is human mesenchymal stem cells. One of the applications hMSCs have been studied for is enhanced osteogenic regeneration or reconstruction of new bone tissue. Although various studies have been performed and some strides been made towards a plausible clinical application there is still lot left to be discovered. A methodical studying and relatively detailed in silico genome scale metabolic modelling occurring changes and the accompanying metabolic phenotypes could provide a means to fill in the existing knowledge gaps (from the protein level all the way to the genomic level) and, additionally, a means to perform hypotheses testing with a significant reduction when it comes to the accompanying cost. The objective of this thesis was to study the metabolomic changes in hMSCs during osteogenic differentiation using original transcriptomic, intracellular and extracellular metabolomic data in order try and define possible metabolic stages over the course of the differentiation and use genome scale network reconstruction to create in silico models. In the first part of this work extracellular and intracellular data were used to define possible stages to osteogenic differentiation and hypothesise which pathways may characterise the different metabolic phenotypes. Three stages were suggested based on the data and labelled intracellular metabolomics indicated a decrease in glycolytic dependencies throughout the differentiation period with an increase in mitochondria related energy producing functions as the osteogenesis progressed. This will help focus specific time points of interest and relevance when it comes to mapping the significant metabolomic changes. In the second part of this work extracellular metabolomic data collected from BM-hMSCs during proliferation, adipogenic and osteogenic differentiation was used along with experimentally specific data to create three directly comparable genome scale metabolic models, two of which have no comparable predecessors, for those cell lineages during the first 7 days of cell culture. Models were biologically feasible and showed all lineage specific characteristic reactions as active. By analysis and comparison, the various enriched subsystems and pathways most significant for each lineage were found. Results were varied for proliferating cells, which matches that they have to synthesise various metabolites and substances to expand, whilst fatty acid oxidation and fatty acid synthesis was most prominent in adipogenesis with fatty acid oxidation as well as transport reactions characteristic for osteogenesis. These models can be used for model-driven experimental design to engineer osteogenesis and, with modifications, to create disease model for osteoporosis. In the third part presented we summarized the various characteristics and possibilities that lie in using MSCs as a tool in tissue engineering and regenerative medicine and how, via implementation of genome scale metabolic model reconstruction, their possibilities could possibly be taken much further in a faster, more methodical manner while reducing the related experimental cost. To summarise, this work has provided real strides when it comes to closing the existing gap regarding metabolomic changes during differentiation of hMSCs as well as providing novel tools that can be used to make further studies more efficient and cost effective.The Icelandic research fund (grant number 217005)

    Searching for site-specific design : a case study of harbour transformations in Køge, Denmark and Reykjavík, Iceland

    Get PDF
    Humans experience space in diverse ways; through their senses, observations and emotional attachments. People connect with their environment on individual and group basis and create a variety of structures, based on different meanings and experiences. Hence, our built environments represent different values and meanings. All human made structures represent history and tradition; they are signs of their time. (Tuan, 1977) As old structures and designs give way to modernising transformation, it is essential to respect and if possible to maintain some of this quality of the place and time. Consequently, a precise and detailed analysis of the nature, role, significance and value of a place pegged for re-construction has to be carried out. During the last few decades, the transformations of old harbour areas have often been characterised by tabula rasa. This approach is increasingly being rejected by local authorities and community members who call for the preservation of many of the existing characteristics and qualities of old structures in the planning process. (Diedrich, 2013a). Urban designers are responsible for recognising the historical and sensitive qualities of place and capturing the essential characteristics of the areas they work with; to draw on their experiences and utilise their training to create environments which fulfil the needs and wishes of the users as well as complementing and respecting the surrounding areas and the site itself. This thesis will explore the different ways in which designers experience and value built environments. It will outline and analyse the means by which urban designers engage with such values whilst meeting the needs and wishes for the local people and authorities. Through the use of specific case studies – two harbour areas - this thesis will explore how a respectful and creative design can combine the values of the past with the expectations of the future. This thesis will provide a critical evaluation of the responsibilities placed on urban designers. Through the use of case studies, the focus is drawn to two different harbour sites outlining and evaluating how local Municipal Plans and urban design can come together in harmonious ways. The focus will be on understanding site, site specificity, alternative planning and temporary design. The thesis will take the reader through the particular processes Abstractand practices which have in some cases taken place and in others are still in planning for the case study sites. This thesis examines the links between the past, present and future; it explores current transformations and future visions for the two harbour Areas - Køge, Denmark and Reykjavík, Iceland - by utilising analytical methods developed by Lisa Diedrich. A literature review will provide a detailed explanation for the concepts of ‘space’ and ‘place’ and it will further outline how vital good planning and sound design are to the successful creation of practical and meaningful environments in redeveloped harbour areas. It will also outline different methods that can be used to evaluate areas and sites due for re- development. The concluding part of the thesis describes how the two case studies might benefit from utilising flexible plans; it will outline the positive aspects of designing and building areas in phases, where experiments with temporal design are used in reflective ways, with key foci on efficiency, utility and human activities

    A case report - Severe electrolyte disturbances in an eight week old boy

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Hyponatremia is the most common electrolyte abnormality in children and underlying causes are many. It is most often caused by excessive salt loss from the gut but is also associated with severe systemic disorders in which there is actual or apparent aldosterone deficiency, such as congenital adrenal hyperplasia (CAH), which is the most common inherited disorder of aldosterone synthesis, and pseudohypoaldosteronism (PHA). Abscent aldosterone activity also leads to hyperkalemia which is characteristic for PHA and can result in life threatening arrythmias. This is a case report about a boy presenting with life threatening electrolyte disturbances in conjunction with PHA resulting from pyelonephritis and vesicoureteral reflux.Natríumskortur er algengasta salttruflun sem kemur fyrir hjá börnum og geta einkenni verið mjög mismunandi, allt frá einkennaleysi til alvarlegra einkenna frá miðtaugakerfi. Algengasta orsök natríumskorts er tap á vökva og natríum um meltingarveg en sé tapið um nýru getur orsökin meðal annars verið skortur á saltsteranum aldósteróni sem hefur megin hlutverk í stýringu saltjafnvægis líkamans. Þegar virkni aldósteróns vantar verður minni seyting á kalíum og vetnisjónum í nýrnapíplum auk þess sem endurupptaka á natríum verður minni og natríumskortur hlýst af. Kalíumofgnótt, sem getur valdið lífshættulegum hjartsláttartruflunum, er einnig einkennandi fyrir lága virkni aldósteróns. Algengasta orsök fyrir minnkaðri myndun aldósteróns er skortur á ensíminu 21-hydroxylasa (21-OH) sem veldur sjúkdómnum congenital adrenal hyperplasia (CAH) en svipuð einkenni geta komið fram í sjaldgæfum sjúkdómi, pseudohýpóaldósterónismus (PHA), þar sem truflun er í virkni aldósteróns. Hér er fjallað um dreng með lífshættulegar brenglanir á blóðsöltum vegna PHA sem orsakaðist af þvagfærasýkingu og bakflæði

    Current Status and Future Prospects of Genome-Scale Metabolic Modeling to Optimize the Use of Mesenchymal Stem Cells in Regenerative Medicine.

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadMesenchymal stem cells are a promising source for externally grown tissue replacements and patient-specific immunomodulatory treatments. This promise has not yet been fulfilled in part due to production scaling issues and the need to maintain the correct phenotype after re-implantation. One aspect of extracorporeal growth that may be manipulated to optimize cell growth and differentiation is metabolism. The metabolism of MSCs changes during and in response to differentiation and immunomodulatory changes. MSC metabolism may be linked to functional differences but how this occurs and influences MSC function remains unclear. Understanding how MSC metabolism relates to cell function is however important as metabolite availability and environmental circumstances in the body may affect the success of implantation. Genome-scale constraint based metabolic modeling can be used as a tool to fill gaps in knowledge of MSC metabolism, acting as a framework to integrate and understand various data types (e.g., genomic, transcriptomic and metabolomic). These approaches have long been used to optimize the growth and productivity of bacterial production systems and are being increasingly used to provide insights into human health research. Production of tissue for implantation using MSCs requires both optimized production of cell mass and the understanding of the patient and phenotype specific metabolic situation. This review considers the current knowledge of MSC metabolism and how it may be optimized along with the current and future uses of genome scale constraint based metabolic modeling to further this aim.Icelandic Research Fund Institute for Systems Biology's Translational Research Fellows Progra

    Implementing an Evidence-Based Intervention for Children in Europe: Evaluating the Full-Transfer Approach

    Get PDF
    Objectives—This study evaluated implementation outcomes in three European countries of GenerationPMTO, an evidence-based parenting intervention for child and adolescent behavior problems. Method—The implementation approach was full transfer, in which purveyors train a first generation (G1) of practitioners; adopting sites assume oversight, training, certification, and fidelity assessment for subsequent generations (Forgatch & DeGarmo, 2011; Forgatch & Gewirtz, 2017). Three hundred therapists participated in trainings in GenerationPMTO in Iceland, Denmark, and the Netherlands. Data are from the implementation’s initiation in each country through 2016, resulting in six generations in Iceland, eight in Denmark, and four in the Netherlands. Therapist fidelity was measured at certification with an observation-based tool, Fidelity of Implementation Rating System (FIMP; Knutson, Forgatch, Rains, & Sigmarsdóttir, 2009). Results—Candidates in all generations achieved fidelity scores at or above the required standard. Certification fidelity scores were evaluated for G1 candidates, who were trained by the purveyor, and subsequent generations trained by the adopting implementation site. In each country, certification fidelity scores declined for G2 candidates compared with G1 and recovered to G1 levels for subsequent generations, partially replicating findings from a previous Norwegian study (Forgatch & DeGarmo, 2011). Recovery to G1 levels of fidelity scores was obtained in Iceland and the Netherlands by G3; in Denmark, the recovery was obtained by G5. The mean percentage of certification in each country was more than 80%; approximately 70% of certified therapists remained active in 2017. Conclusions—Findings support full transfer as an effective implementation approach with longterm sustainability and fidelity.Peer Reviewe

    How is nature revealed in Icelandic contemporary art

    No full text
    Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður viðtala sem höfð voru við tíu íslenska samtímalistamenn, þau Önnu Líndal, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Eggert Pétursson, Georg Guðna, Eirúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur í Gjörningaklúbbnum, Guðrúnu Einarsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Halldór Ásgeirsson, Pétur Thomsen og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson, til þess að kanna áhrif náttúrunnar á verk þeirra. Listamennirnir voru flokkaðir eftir verkum sínum og viðtölum í eftirfarandi flokka; „Lofsyngja“ (celebrate), „Endurspegla“, (reflect), „Samskipti“ (interact), og „Vernda“ (protect). Verk þessara listamanna hafa mikið menntunargildi fyrir nemendur og allan almenning og greinilegt var að verndun náttúru var þeim hugleikin. Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma þarf að auka kennslu varðandi skilgreiningar fagurfræðinnar og auka bein tengsl nemenda við náttúruna með fjölbreyttri útikennslu. Með aukinni fagurfræðilegri þekkingu munu nemendur eiga auðveldara með að taka afstöðu og verða gagrýnni í hugsun. Einnig kom fram athyglisverð nálgun á hið nýja samtímalandslag sem sífellt er í mótun. Atriði sem varða siðferði og lýðræðissjónarmið eru einnig mikilvægir þættir sem menntunarsamfélagið þarf að skoða.In the thesis, the interviews with ten Icelandic contemporary artists are discussed in order to explore the effect of nature on their work. The ten artists are: Anna Líndal, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Eirún Sigurðardóttir and Sigrún Hrólfsdóttir in The Icelandic Love Corporation, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Pétur Thomsen og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. The artists were grouped from their work and the results of the interviews to the following groups: Celebrate Reflect, Interact and Protect. The work of these artists has much intellectual value, for both students and the public. It was obvious how important the nature and its protection are for the artists. The results indicate that increased teaching is necessary in aesthetics and the direct contact of students with nature by various outdoor teaching and activities needs to be facilitated. Increased teaching in aesthetics will help students to take a stand and be more critical in thought. Also an interesting aspect of the new constantly changing contemporary landscape was discussed. Aspects of morality and democracy are also important values that need attention of the educational society

    Einelti: Afleiðingar, úrræði og staða barna með erlendan bakgrunn

    No full text
    Í ritgerðinni er fjallað um einelti barna á grunnskólaaldri. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um afleiðingar og úrræði eineltis ásamt því að skoða stöðu barna með erlendan bakgrunn og innflytjendabarna í eineltismálum. Helstu niðurstöður eru þær að einelti á sér stað þegar einstaklingur er sérstaklega tekinn fyrir og áreittur, líkamlega eða andlega, ítrekað yfir langan tíma af einum aðila eða fleiri. Alfleiðingar eineltis geta varað í skamman tíma líkt og kvíði á meðan á eineltinu stendur eða í langan tíma líkt og þunglyndi á fullorðinsárum eða í verstu tilfellunum, sjálfsvíg. Vegna alvarlegra afleiðinga er nauðsynlegt að foreldrar og skólar geti nýtt sér úrræði til að bæta aðstæður barna. Samvinna foreldra gerenda og foreldra þolenda við skóla er eitt það mikilvægasta í eineltismálum. Margir grunnskólar styðjast við Olweusaráætlunina gegn einelti og andfélagslegu atferli en skólafélagsráðgjafar búa einnig yfir þjónustu fyrir grunnskóla. Staða innflytjendabarna í eineltismálum hefur lítið verið rannsökuð hér á landi en þar sem fleiri innflytjendabörn koma nú til landsins en áður er mikilvægt að skoða stöðu þeirra nánar. Hins vegar hafa rannsóknir á innflytjendabörnum verið gerðar á Norðurlöndunum en þær niðurstöður sýna að yngri innflytjendabörn á grunnskólaaldri eru líklegri fórnalömb eineltis en innfæddir jafnaldrar þeirra. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á börnum af erlendum uppruna á Íslandi sýna að þau eru líklegri fórnalömb eineltis en íslensk börn. Þegar unnið er með innflytjendabörnum og fjölskyldum þeirra er mikilvægt að koma á góðu samstarfi fjölskyldu og skóla og að starfsfólk kynni sér bakgrunn fjölskyldunnar sem unnið er með. Fleiri rannsóknir vantar hins vegar á þessu sviði til þess að sjá sérstöðu innflytjendabarna á Íslandi í eineltismálum og geta í kjölfarið þróað fleiri úrræði fyrir þau og fjölskyldur þeirra

    „Ég vona að maður taki þennan lærdóm með sér, en ég vona samt að maður þurfi aldrei að fara í gegnum svona ár aftur“ Áhrif COVID-19 á hlutverk mannauðsstjóra og líðan þeirra í starfi

    No full text
    Markmið þessarar rannsóknar er að fá betri innsýn í hlutverk mannauðsstjóra á Íslandi og skoða nánar hvort heimsfaraldurinn, Covid-19, hafi haft áhrif á hlutverk þeirra og líðan í starfi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru átta hálfopin viðtöl við starfandi mannauðsstjóra á Íslandi, þar af voru sex konur og einn karlmaður. Fyrirtækin voru af ýmsum toga, bæði á almennum og opinberum markaði, en áttu það öll sameiginlegt að vera með yfir 70 manns starfandi hjá sér. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hlutverk mannauðsstjóra eru fjölbreytt en snúast fyrst og fremst um að samhæfa öll mannauðsmál í þeim tilgangi að gera starfsfólk sitt hæfara í starfi. Viðmælendur voru allir sammála um að mannauðurinn væri í fyrirrúmi og hlutverk þeirra væri að tryggja velferð þeirra og öryggi í starfi. Rannsóknin leiddi í ljós að hlutverk mannauðsstjóra hafa í eðli sínu ekki breyst í gegnum heimsfaraldurinn, Covid-19. Allir viðmælendur voru sammála um að viðfangsefni þeirra beindust nú fremur að þáttum sem þurftu að vera settir í forgang til að halda rekstri og tryggja öryggi starfsfólksins. Áhersla á upplýsingagjöf, fjarvinnu, hvatningu og velferð starfsfólksins fékk meira vægi í gegnum heimsfaraldurinn. Fræðsla og þjálfun starfsfólks sat á hakanum í einhverjum tilfellum í byrjun heimsfaraldurs, en tók við sér eftir því sem tímanum leið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það var misjafnt hvort heimsfaraldurinn hafi haft áhrif á líðan viðmælenda í starfi. Sumir fundu fyrir streitutengdum og líkamlegum einkennum, á meðan öðrum leið jafnvel betur en fyrir heimsfaraldurinn. Flestir viðmælendur fundu fyrir betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Allir viðmælendur töldu að góður stuðningur frá öðrum stjórnendum væri mikilvægur til að komast í gegnum álagstímabil. Niðurstöður gefa til kynna að mannauðsstjórar hafi að einhverju leyti fengið meira vægi í gegnum heimsfaraldurinn. Rannsakandi vonar að niðurstöður rannsóknarinnar gefi lesendum betri innsýn í hlutverk mannauðsstjórnunar á Íslandi og þeirra viðfangsefni í gegnum erfiðar krísur, rétt eins og samfélagið er að ganga í gegnum núna.The purpose of this research project is to gain insight into the roles of human resource management in Iceland, particularly in the context of Covid-19 pandemic and to study whether the pandemic has impacted their roles and health and wellbeing. This is a qualitative research in which eight semi-structured interviews were conducted, of which seven interviewees were females and one male. The participating organizations were of various kinds, both in public and private sector, but all had in common that they had over 70 people working for them. The results of this research indicate that the roles of human resource managers are diverse with the primary focus on coordinating all human resources issues to make their employees more competent in their work. Interviewees all agreed that human resources were paramount and that their role was to ensure their wellbeing and safety at work. The results showed that the role of human resources manager has not fundamentally changed during the Covid-19 pandemic. However, all interviewees agreed that the emphasis changed, focusing on factors that needed to be prioritized to maintain operations and ensure staff safety. Emphasis on information dissemination, remote working, motivation and employee well-being gained more importance during the pandemic. The education and training of staff was on the back burner in some cases at the beginning of the pandemic but gained importance as on the pandemic progressed. The main results of the study indicate that the impact the pandemic had on the interviewees’ well-being varied. Some experienced stress-related and physical symptoms, while others felt even better than before the pandemic. Most interviewees experienced a better balance between work and private life during the pandemic. All interviewees believed that good support from other managers was important to get through periods of stress. Without a too broad of a generalization, is it clear that the results indicate that human resource managers have, to some extent, become more significant during the pandemic. The researcher hopes that the results of this study will give readers a better insight into the roles of human resource management in Iceland and their challenges through a difficult crisis, such as the one the world is experiencing with the COVID-19 pandemic

    Átröskun meðal fimleikastúlkna

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGerð er grein fyrir rannsókn á 200 íslenskum fimleikastúlkum sem framkvæmd var veturinn 1995-1996. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á tíðni og hugsanlega orsakaþætti átröskunar meðal íslenskra fimleikastúlkna og voru niðurstöður ætlaðar til leiðbeiningar við forvarnarstarf. Rannsóknaraðferð var í formi spurningalista. Rannsóknin sýndi að tíðni átröskunar meðal fimleikastúlkna er 17,1%, 1,1% uppfylla skilyrði lystarstols, 0,5% uppfylla skilyrði lotugræðgi og 15,5% upfylla skilyrði fyrir EDNOS (létta átröskun). Á grundvelli niðurstaðna má álykta að í félagslegum aðstæðum fimleikastúlkna felist nokkur áhætta á þróun átröskunar. Forvarnarstarf á fyrst og fremst að miða að því að auka þekkingu fimleikaþjálfara og uppalenda á átröskun og mikilvægum áherslum í samskiptum við börn.A survey done in Iceland in the years 1995-1996 among 200 gymnasts is described. The aim of the survey was to attempt to establish the prevalence and causes of eating disorders with icelandic gymnasts. The survey showed that 17.1% had eating disorders. 1,1% met the criteria for anorexia, 0,5% for bulimia and the rest met the criteria for EDNOS. Some causes of eating disorders may be found in the world of athletes. Preventive efforts must be directed towards coaches and parents by informing them about eating disorders and desirable pedagogic
    corecore