22 research outputs found

    Language development in the preschool years : longitudinal study of vocabulary, grammar and listening comprehension in Icelandic children between ages four and five

    Get PDF
    Að börn öðlist góðan málþroska er mikilvægt markmið í sjálfu sér auk þess sem tungumálið er mikilvægasta verkfæri hugans og lykillinn að hugarheimi annarra. Málþroski á leikskólaaldri er því stór áhrifavaldur í félags- og vitsmunaþroska barna auk þess sem hann er undirstaða lestrarnáms á fyrstu skólaárunum og leggur grunn að lesskilningi og námsárangri í bráð og lengd. Fjöldi erlendra rannsókna sýna öra þróun máls og málnotkunar á leikskólaárunum en jafnframt mikinn einstaklingsmun sem oftast tengist menntun og stöðu foreldra. Þótt nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á málþroska íslenskra barna er heildarmyndin enn fremur fátækleg og brotakennd. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að bæta púslum í myndina með því að kanna a) framfarir og einstaklingsmun meðal íslenskra barna í þremur mikilvægum málþroskaþáttum, orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi (þ.e. skilningi á orðræðu í samfelldu mæltu máli/sögu) á lokaári þeirra í leikskóla; b) hvort mælingar á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi tengdust innbyrðis og við bakgrunnsbreytur á borð við menntun og stöðu foreldra, heimilishagi og læsismenningu á heimili, leikskóladvöl og fleira; c) hvort ‒ og þá hvaða ‒ þættir málþroska við fjögra ára aldur spá fyrir um árangur barna ári síðar. Þátttakendur voru 111 fjögra ára börn úr átta leikskólum í Reykjavík sem fylgt var eftir með árlegum mælingum á málþroska og fleiri þroskaþáttum. Rannsóknargögnin sem stuðst er við í þessari grein eru úr tveimur fyrstu fyrirlögnunum. Tölfræðigreining sýndi marktækar framfarir á öllum málþroskamælingunum milli ára en jafnframt gríðarmikinn einstaklingsmun. Miðlungs til sterk tengsl voru á milli mælinga á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi innbyrðis og milli ára og orðaforði og málfræði við fjögra ára aldur spáðu fyrir um hlustunarskilning við upphaf skólagöngu. Fylgnitölur við bakgrunnsbreytur voru yfirleitt ekki mjög háar en gáfu athyglisverðar vísbendingar. Orðaforði var sú breyta sem marktækt tengdist flestum bakgrunnsbreytum, meðal annars menntun móður, fjölskyldutekjum, fjölda barnabóka á heimili, lestri fyrir barnið heima og því hvort búseta barnsins var á einu heimili eða tveimur. Niðurstöðurnar staðfesta að meðal íslenskra barna eru síðustu árin í leikskóla mikið gróskutímabil fyrir málþroskaþætti sem gegna lykilhlutverki í alhliða þroska og leggja grunn að læsi og námsárangri síðar. Þær leiða jafnframt í ljós að munur á málþroska jafngamalla íslenskra barna er þá þegar orðinn verulegur og að sá munur tengist að hluta ýmsum áhættuþáttum í aðstæðum barnanna og fjölskyldna þeirra. Niðurstöðurnar undirstrika þannig hversu mikilvægt er að fylgjast grannt með málþroska/þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings barna á leikskóla- árunum, ekki síst þeirra sem slakast standa og tryggja að þau fái fjölþætta og vandaða málörvun bæði í leikskóla og heima.Multiple studies of children learning English have confirmed the amazing speed of children’s language growth in the preschool years and its vital importance for children’s cognitive, social and emotional development as well as for future learning and literacy development. Already at this early age, however, important individual differences are consistently reported and a persistent link with the children’s parents’ education, SES and literacy practices in the home. Icelandic is a morphologically complex language spoken by a relatively homogeneous population of only 330 thousand people. Research on Icelandic children’s language development has been rather sparce and fragmentary, hampered among other things by the lack of assessment tools and funding. The longitudinal project reported on in this paper is the first of its kind in Iceland. The overall purpose was to add some pieces to the puzzle by developing assessment tools and providing up to date/research evidence of Icelandic children’s language development and the scope of individual differences between ages four and eight and investigating how these are related to various background variables, social-cognitive skills as well as to the children’s literacy development. In the present paper, the focus is on a narrow slice of the project, more precisely on the development of vocabulary, grammar and listening comprehension over the two years preceding children’s entry into elementary school. One hundred and eleven four-year-old children from eight preschools in Reykjavík participated in the study. Their average age at the beginning of the study was 55.7 months (SD=3.5), and 51% were boys. The data analyzed in this paper comes from the first two data points, when the children were four and five years old. Consistent with studies of English-speaking children, the results show that the Icelandic children made significant progress on all three language measures between ages 4 and 5. Furthermore, great individual differences appeared on all three measures already at age four with significant and stable within-age-group differences between the lowest-25%, mid-50% and the highest-25% at both data points. Significant concurrent correlations were observed between the three language measures at both ages as well as with many background variables. Thus, vocabulary significantly correlated with mothers’ education, monthly home income, number of children’s books in the home, frequency of parents’ bookreadings for the child, and whether the child lived with one or both parents. After controlling for the mother’s education and the child’s age, measures of receptive vocabulary at age four significantly predicted grammatical knowledge at age 5, and both vocabulary and grammar independently predicted the children’s listening comprehension score at age 5. In view of the far-reaching implications of vocabulary, grammatical skills and listening comprehension for later reading comprehension and for children’s learning and development in general, the results underline the importance of early identification and appropriate measures/intervention for Icelandic children at risk already before age four.Ritrýnd grei

    Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika.

    Get PDF
    Greinin fjallar um orðaforðahluta rannsóknar á þróun máls og læsis meðal íslenskra barna á aldrinum 4 til 8 ára. Um er að ræða viðamikla langtímarannsókn á flestum þáttum málþroska og tengslum hans við þróun læsis og félagsþroska. Til að bæta úr skorti á íslenskum mælitækjum fyrir orðaforða var útbúið orðaforðapróf fyrir börn á aldrinum 4 til 8 ára, kallað Ísl-PPVT. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að afla vísbendinga um vaxtarhraða orðaforða íslenskra barna á mörkum leik- og grunnskóla, kanna stöðugleika mælinga með nýja orðaforðaprófinu milli ára og meta réttmæti þess. Þátttakendur voru 222 börn í tveimur aldurshópum sem sköruðust í 1. bekk. Í yngri hópnum voru 111 börn, 55 stúlkur og 56 drengir, sem fylgt var eftir við 4, 5, 6 og 8 ára aldur. Í þeim eldri voru 46 stúlkur og 65 drengir prófuð með orðaforðaprófinu við 6 og 7 ára aldur. Munur á meðalorðaforða hópanna tveggja í fyrsta bekk var ekki marktækur og því hægt að sameina þá í einn. Niðurstöður sýndu að orðaforði barna vex hratt á þessu aldursbili en jafnframt birtust vísbendingar um mikinn einstaklingsmun strax við 4 ára aldur. Áreiðanleiki og réttmæti Ísl-PPVT reyndist vera fullnægjandi; prófið sýndi marktæka fylgni við aðra orðaforðamælingu (Orðalykil), mælingar á málfræðiþekkingu öll árin, við hlustunarskilning í leikskóla og við lesskilning í 4. bekk. Eins og fjölmargar erlendar rannsóknir sýnir rannsóknin því fram á tengsl orðaforða frá 4 ára við lesskilning og aðra þætti læsis allt upp á miðstig grunnskóla. Í ljósi þess hve mikilvæg undirstaða er lögð á þessum árum fyrir síðari lesskilning og námsárangur hlýtur að vera forgangsatriði að finna þau börn sem standa höllum fæti ekki síðar en við 3 til 4 ára aldur, fylgjast grannt með þeim og tryggja viðeigandi stuðning og námsaðstæður til að fyrirbyggja námsörðugleika síðar.Rannís Rannsóknarsjóður HÍ Menntasvið Reykjavíkurborgar JPV forlag BjarturRitrýnd grei

    Self regulation among four and six year old children in Iceland: Assessment of two types of measures

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textBehavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success, but few studies have examined self-regulation among children in Iceland. In the present study, an Icelandic translation of two widely-used measures of self-regulation, one behavioral and one assessment tool for parents or teachers, will be described and their validity and reliability will be assessed. Two versions of the behavioral measure were used; the Head-to-toe-Task (HttT; McClelland, et al., 2007) was used with children around the age four, and the Head-Toe- Knees-Shoulder task (HTKS; Cameron Ponitz, McClelland, Matthews, & Morrison, 2009) was used with children in first grade. The Child Behavior Rating Scale (CBRS; Bronson, Tivnan, & Seppanen, 1995) is a parent/teacher rated scale consisting of 10 items describing children's self-regulatory behaviors. 111 children in preschool and 111 children in first grade participated in the study and the children's teachers assessed their self-regulatory skills. Results indicated that the Icelandic versions of the HttT, HTKS and CBRS captured substantial variability, had acceptable reliability, and was related to age and outcome measures of language and emergent literacy in the expected directions, which provided information about the validity of the measures. These findings suggest that both measures can be useful for assessment of self-regulation among children around the ages of four and six in Iceland. Implications of these findings for future research and applied work are discussed.Sjálfstjórn (self-regulation) er ein forsenda farsællar skólagöngu. Sjálfstjórn íslenskra barna hefur lítið verið rannsökuð hingað til. Í þessari grein verður metinn áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnarmælinga. Önnur er hegðunarmæling í tveimur útgáfum: „Head-to-Toe- Task“ (HttT) fyrir börn á leikskólaaldri og „Head-Toes-Knees-Shoulder“ (HTKS) fyrir börn við upphaf grunnskóla. Hin er matslisti fyrir kennara, „Child Behavior Rating Scale“ (CBRS) þar sem kennarar meta sjálfstjórn barna eftir tíu atriðum. Þátttakendur voru 111 börn á næstsíðasta ári leikskóla og 111 börn í 1. bekk. Dreifing skora allra mælinganna var ásættanleg, samkvæmni var á milli matsmanna (HttT og HTKS), innri stöðugleiki (CBRS) góður og fylgni var á milli allra sjálfstjórnarmælinganna annars vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Mat kennara greindi betur á milli eldri barnanna en hegðunarmælingin. Áreiðanleiki og réttmæti íslensku útgáfu mælitækjanna voru því í megindráttum ásættanleg og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Í greinarlok er þýðing þessara niðurstaðna fyrir starf á vettvangi rædd

    Polish and Icelandic vocabulary of Polish preschool children in Iceland: characteristics of the preschool and home language environment of bilingual children

    Get PDF
    Máltaka tvítyngdra barna dreifist á tvö tungumál og það hversu hratt og vel þau ná tökum á málunum er meðal annars háð því ílagi sem þau fá í hvoru tungumáli fyrir sig. Rannsóknir á orðaforða tvítyngdra barna sem alast upp á Íslandi sýna að íslenskur orðaforði þeirra er mun minni en orðaforði eintyngdra jafnaldra þeirra, en minna er vitað um stöðu þeirra í sínu móðurmáli. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna pólskan og íslenskan orðaforða tvítyngdra barna og skoða hvernig málumhverfi barnanna heima og í leikskóla styður máltöku beggja málanna. Þátttakendur voru fjórtán börn á aldrinum 4–6 ára sem eiga pólska foreldra en hafa alist upp á Íslandi frá fæðingu eða frumbernsku. Orðaforði barnanna var metinn með íslensku og pólsku orðaforðaprófi, foreldrar þeirra svöruðu spurningalista um málumhverfi heima fyrir og tekin voru viðtöl við deildarstjóra í leikskólum barnanna. Meginniðurstöður voru þær að pólskur orðaforði flestra barnanna var innan viðmiðunarmarka fyrir eintyngd pólsk börn. Íslenskur orðaforði þeirra var hins vegar mun slakari en orðaforði eintyngdra íslenskra barna á sama aldri. Niðurstöður úr spurningakönnuninni sýndu að fyrir tveggja ára aldur höfðu öll börnin fyrst og fremst heyrt pólsku dagsdaglega en lítil kynni haft af íslensku. Foreldrar barnanna voru meðvitaðir um mikilvægi þess að börnin þeirra lærðu pólsku og hlúðu vel að máltöku hennar. Í leikskólunum var hins vegar lagt mest upp úr því að kenna börnunum íslensku en minni áhersla lögð á að styrkja pólskukunnáttu þeirra. Málörvun í leikskólunum fór mest fram í gegnum daglegt starf; leik, samræður, söng og lestur. Deildarstjórar töldu að flest þessara barna þyrftu á frekari málörvun að halda til að ná góðum tökum á íslensku og mörg þeirra fengu sérkennslu í einhverju formi. Í viðtölum við deildarstjóra kom hins vegar fram að þeir töldu ekki nóg að gert og kölluðu eftir auknum tíma til að sinna þessum þætti, sem og fræðslu og stuðningi við leikskólakennara.Bilingual language acquisition is a broad field and subject to many influencing factors. The rate and success of acquisition of two languages varies greatly with regard to the amount and type of input children receive in each language. Research studies on vocabulary knowledge of bilingual children in Iceland have shown that the Icelandic vocabulary of children of immigrant background is considerably smaller than that of their monolingual peers. However, less is known about their vocabulary knowledge in their mother tongue. The main aim of this study was to test the Polish and Icelandic vocabulary of bilingual children to assess their development in the two languages. In addition, the effect of the home and preschool language environment on children’s vocabulary development was investigated. The study was conducted in the autumn of 2014. The participants were 14 children, 4–6 years old (born 2009–2010), who were born in Iceland and whose parents’ native language was Polish. The children were chosen from six preschools located in southwest Iceland, outside Reykjavík. Six of the participants attended one preschool, the remaining eight were distributed between five preschools. Two vocabulary measurements were used in the study: an Icelandic version of the Peabody Picture Vocabulary Test (PPVT-4) which has been translated/adapted and norm-referenced for four to eight-year-old Icelandic children and a standardized Polish vocabulary test, the Picture Vocabulary Test – Comprehension (OTSR) designed for use with children aged 2 to 6 years. A detailed questionnaire in Polish was given to the children’s parents to investigate the home language environment of the bilingual children. In addition, interviews were conducted with the heads of the eight preschool departments (in six preschools) attended by the participating children. The main results of the vocabulary tests showed that the receptive vocabulary in Polish of the majority of the children was similar in size to that of Polish monolingual children of the same age and gender. On the other hand, the size of their receptive vocabulary in Icelandic was found to be below the average for Icelandic monolingual children. The results suggest that although the participating children have lived in Iceland since infancy, their Icelandic vocabulary is weak. The main findings from the parent questionnaire showed that Polish was the primary language heard daily by all the children during the first two years of life and continued to be the main language used by the children for communication with parents, siblings and other adults. According to the department heads, the main emphasis of the preschool was to assist the bilingual children in learning Icelandic; learning the mother tongue was seen to be the responsibility of the parents. Similar language development practices were used in all the preschools. Language development was intertwined with daily activities and with pull-out lessons for literacy development. The main areas of emphasis mentioned by the department heads were reading to children and discussing the stories with them. The Text Talk method (Orðaspjall) was also used for vocabulary development. In four of the preschools the participating children received special lessons with emphasis on Icelandic vocabulary development. Parents of the bilingual children were generally happy with their cooperation with the preschools. The parents wanted to have positive relations and good communication with preschool staff, but sometimes they felt that communication was hampered by language difficulties. Likewise, the teachers experienced difficulties maintaining open and full communication with parents. They occasionally used interpreters for parent-teacher meetings, but this was not always possible. Finally, teachers used informal methods to assess the bilingual children’s language abilities and many felt the need for a vocabulary assessment tool which would assist teachers in addressing the vocabulary development needs of bilingual children at preschool. The department heads called for more support and training for staff in effective methods of language teaching in order to better meet the needs of the growing number of bilingual children in Icelandic preschools.Peer Reviewe

    Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla

    Get PDF
    Meðal þess sem börn þurfa að ná tökum á í ritunarnámi er að læra að skrifa samfelldan texta af margvíslegum toga. Stórstígar framfarir verða á þessu sviði á grunnskólaárunum, enda eru börn á grunnskólaaldri að kynnast og ná tökum á ritmálinu auk þess sem færni þeirra í að beita tungumálinu á fjölbreyttan hátt til samskipta og miðlunar eykst jafn og þétt. Hvort tveggja hefur óhjákvæmilega áhrif á það hve góðan texta einstaklingur getur skrifað. Rannsóknir sýna að frammistaða barna í textagerð er mjög háð þeirri kennslu og þjálfun sem þau fá í skóla og leiða má líkum að því að ólíkar hefðir í kennsluháttum hafi áhrif á þróun ritunar hjá ungum börnum. Nær engar rannsóknir hafa verið gerðar á þróun ritaðrar textagerðar íslenskra barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Megintilgangur þessarar rannsóknar var því að afla upplýsinga um færni íslenskra barna í 2.–4. bekk í textaritun en jafnframt að bera saman frammistöðu barnanna í tveimur algengum en ólíkum textagerðum, frásögnum og upplýsingatexta. Hópi barna (45 börn) var fylgt eftir frá því þau voru í 2. bekk og upp í 4. bekk. Á hverju ári skrifuðu börnin tvo texta, frásögn og upplýsingatexta. Niðurstöðurnar sýna að á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir urðu ágætar framfarir í báðum textategundunum. Textarnir lengdust, samloðun varð meiri og börnin náðu betri tökum á textagerð. Nokkur munur var hins vegar á textategundunum tveimur og þróun þeirra. Börnin réðu allt frá upphafi betur við að skrifa frásögn en upplýsingatexta og heldur meiri framfarir urðu í ritun þeirra en upplýsingatexta. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að börn eiga almennt auðveldara með að rita frásagnir en upplýsingatexa, en vekja einnig spurningar um það hvernig staðið er að ritunarkennslu í íslenskum skólum og hvað megi gera betur í þeim efnum.Peer reviewe

    Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

    Get PDF
    Í fyrstu bekkjum grunnskóla eru börn að ná tökum á táknkerfi ritmálsins og byrja að spreyta sig á því að setja saman ritaða texta. Framfarir í textaritun eru háðar mörgum samverkandi þáttum, svo sem færni í umskráningu, tökum á tungumálinu og sjálfstjórn, auk þess sem sú kennsla sem börn fá hefur mikið að segja. Framvindan getur því verið ólík og mishröð hjá einstaklingum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða einstaklingsmun á framförum í textaritun íslenskra barna í 2.–4. bekk, athuga hvort framfarir barnanna væru samstiga í tveimur ólíkum textategundum, frásögnum og upplýsingatextum, og kanna hvort sjá mætti tengsl á milli framfara barnanna og stöðu þeirra í umskráningu, orðaforða og sjálfstjórn. Ritunarverkefni voru lögð fyrir 45 börn með árs millibili í 2., 3. og 4. bekk og mælingar á sjálfstjórn, umskráningu og orðaforða nýttar til að kanna áhrif þessara þátta á framfarir í rituninni. Mikill einstaklingsmunur var á frammistöðu barnanna og framförum þeirra milli ára. Sumum fór lítið sem ekkert fram á meðan önnur tóku stórstígum framförum. Það reyndist ekki vera marktæk fylgni milli framfara í textategundunum tveimur, en þó var fátítt að börn sýndu mjög góða framvindu í annarri textategundinni en slaka í hinni. Engin einhlít skýring fannst á þessum mikla einstaklingsmun. Í sumum tilvikum má þó rekja slaka stöðu og litlar framfarir til erfiðleika með umskráningu og einnig má sjá þess merki að styrkur í umskráningarfærni, orðaforða og sjálfstjórn skili sér í betri textum og meiri framförum. Athygli vekur að þau börn sem voru skemmst á veg komin í textaritun í upphafi rannsóknarinnar sýndu almennt meiri framfarir en þau sem sterkar stóðu í byrjun. Það gæti verið vísbending um að kennslan mæti ekki nægilega vel þörfum barna eftir að grundvallarfærni í ritun er náð og að þau fái ekki nægilegan stuðning við að þróa textaritun sína áfram.Peer reviewe

    The adaptation of MAIN to Icelandic

    No full text
    Immigration in Iceland has a short history and so does the Icelandic language as an L2. This paper gives a brief introductory overview of this history and of some characteristics of the Icelandic language that constitute a challenge for L2 learners but also make it an interesting testing ground for cross-linguistic comparisons of L1 and L2 language acquisition. It then describes the adaptation process of the Multilingual Assessment Instrument for Narratives (LITMUS-MAIN) to Icelandic. The Icelandic MAIN is expected to fill a gap in available assessment tools for multilingual Icelandic speaking children

    Ungir foreldrar: Þátttaka ungra feðra

    No full text
    Í þessari ritgerð verður fjallað um ungt fólk sem foreldra með áherslu á unga feður. Markmið ritgerðinnar er að varpa ljósi á mikilvægi ungra feðra og hvað það er sem dregur úr þátttöku þeirra í lífi barna sinna. Til að svara þeim spurningum sem lagðar eru fyrir í þessari ritgerð var notast við ritrýnd fræðirit, bækur og veraldarvefinn. Þær tilgátur sem settar voru fram í byrjun voru þær að þroskaleysi ungs fólk á aldursbilinu 15-20 ára hefði áhrif á hæfni þeirra sem foreldra og að stuðningur fjölskyldu væri nauðsynlegur. Einnig að það lægi meira á bak við ábyrgðarleysi ungra feðra en aðeins þær skýringar að þeir væru ónytjungar þegar kæmi að börnum þeirra. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar pössuðu að mörgu leyti við þessar tilgátur. Þar kom fram að ungt fólk er ekki eins vel í stakk búið til þess að verða foreldrar og þeir sem eldri eru. Ef hins vegar ungir foreldrar njóta stuðnings frá fjölskyldum sínum hafi þeir frekar bjargráð til þess að takast á við foreldrahlutverkið með fullnægjandi hætti. Niðurstöður sýndu einnig að helstu þættir sem styrkja þátttöku ungra feðra í uppeldi barna sé samband þeirra við barnsmæður sínar og stuðningur frá fjölskyldu við barnauppeldið

    Málþroski leikskólabarna : þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings milli fjögurra og fimm ára aldurs

    No full text
    Að börn öðlist góðan málþroska er mikilvægt markmið í sjálfu sér auk þess sem tungumálið er mikilvægasta verkfæri hugans og lykillinn að hugarheimi annarra. Málþroski á leikskólaaldri er því stór áhrifavaldur í félags- og vitsmunaþroska barna auk þess sem hann er undirstaða lestrarnáms á fyrstu skólaárunum og leggur grunn að lesskilningi og námsárangri í bráð og lengd. Fjöldi erlendra rannsókna sýna öra þróun máls og málnotkunar á leikskólaárunum en jafnframt mikinn einstaklingsmun sem oftast tengist menntun og stöðu foreldra. Þótt nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á málþroska íslenskra barna er heildarmyndin enn fremur fátækleg og brotakennd. Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að bæta púslum í myndina með því að kanna a) framfarir og einstaklingsmun meðal íslenskra barna í þremur mikilvægum málþroskaþáttum, orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi (þ.e. skilningi á orðræðu í samfelldu mæltu máli/sögu) á lokaári þeirra í leikskóla; b) hvort mælingar á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi tengdust innbyrðis og við bakgrunnsbreytur á borð við menntun og stöðu foreldra, heimilishagi og læsismenningu á heimili, leikskóladvöl og fleira; c) hvort ‒ og þá hvaða ‒ þættir málþroska við fjögra ára aldur spá fyrir um árangur barna ári síðar. Þátttakendur voru 111 fjögra ára börn úr átta leikskólum í Reykjavík sem fylgt var eftir með árlegum mælingum á málþroska og fleiri þroskaþáttum. Rannsóknargögnin sem stuðst er við í þessari grein eru úr tveimur fyrstu fyrirlögnunum. Tölfræðigreining sýndi marktækar framfarir á öllum málþroskamælingunum milli ára en jafnframt gríðarmikinn einstaklingsmun. Miðlungs til sterk tengsl voru á milli mælinga á orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi innbyrðis og milli ára og orðaforði og málfræði við fjögra ára aldur spáðu fyrir um hlustunarskilning við upphaf skólagöngu. Fylgnitölur við bakgrunnsbreytur voru yfirleitt ekki mjög háar en gáfu athyglisverðar vísbendingar. Orðaforði var sú breyta sem marktækt tengdist flestum bakgrunnsbreytum, meðal annars menntun móður, fjölskyldutekjum, fjölda barnabóka á heimili, lestri fyrir barnið heima og því hvort búseta barnsins var á einu heimili eða tveimur. Niðurstöðurnar staðfesta að meðal íslenskra barna eru síðustu árin í leikskóla mikið gróskutímabil fyrir málþroskaþætti sem gegna lykilhlutverki í alhliða þroska og leggja grunn að læsi og námsárangri síðar. Þær leiða jafnframt í ljós að munur á málþroska jafngamalla íslenskra barna er þá þegar orðinn verulegur og að sá munur tengist að hluta ýmsum áhættuþáttum í aðstæðum barnanna og fjölskyldna þeirra. Niðurstöðurnar undirstrika þannig hversu mikilvægt er að fylgjast grannt með málþroska/þróun orðaforða, málfræði og hlustunarskilnings barna á leikskólaárunum, ekki síst þeirra sem slakast standa og tryggja að þau fái fjölþætta og vandaða málörvun bæði í leikskóla og heima.Multiple studies of children learning English have confirmed the amazing speed of children’s language growth in the preschool years and its vital importance for children’s cognitive, social and emotional development as well as for future learning and literacy development. Already at this early age, however, important individual differences are consistently reported and a persistent link with the children’s parents’ education, SES and literacy practices in the home. Icelandic is a morphologically complex language spoken by a relatively homogeneous population of only 330 thousand people. Research on Icelandic children’s language development has been rather sparce and fragmentary, hampered among other things by the lack of assessment tools and funding. The longitudinal project reported on in this paper is the first of its kind in Iceland. The overall purpose was to add some pieces to the puzzle by developing assessment tools and providing up to date/research evidence of Icelandic children’s language development and the scope of individual differences between ages four and eight and investigating how these are related to various background variables, social-cognitive skills as well as to the children’s literacy development. In the present paper, the focus is on a narrow slice of the project, more precisely on the development of vocabulary, grammar and listening comprehension over the two years preceding children’s entry into elementary school. One hundred and eleven four-year-old children from eight preschools in Reykjavík participated in the study. Their average age at the beginning of the study was 55.7 months (SD=3.5), and 51% were boys. The data analyzed in this paper comes from the first two data points, when the children were four and five years old. Consistent with studies of English-speaking children, the results show that the Icelandic children made significant progress on all three language measures between ages 4 and 5. Furthermore, great individual differences appeared on all three measures already at age four with significant and stable within-age-group differences between the lowest-25%, mid-50% and the highest-25% at both data points. Significant concurrent correlations were observed between the three language measures at both ages as well as with many background variables. Thus, vocabulary significantly correlated with mothers’ education, monthly home income, number of children’s books in the home, frequency of parents’ bookreadings for the child, and whether the child lived with one or both parents. After controlling for the mother’s education and the child’s age, measures of receptive vocabulary at age four significantly predicted grammatical knowledge at age 5, and both vocabulary and grammar independently predicted the children’s listening comprehension score at age 5. In view of the far-reaching implications of vocabulary, grammatical skills and listening comprehension for later reading comprehension and for children’s learning and development in general, the results underline the importance of early identification and appropriate measures/intervention for Icelandic children at risk already before age four

    The acquisition of past tense morphology in Icelandic and Norwegian children: an experimental study

    Get PDF
    Icelandic and Norwegian past tense morphology contain strong patterns of inflection and two weak patterns of inflection. We report the results of an elicitation task that tests Icelandic and Norwegian children's knowledge of the past tense forms of a representative sample of verbs. This cross-sectional study of four-, six- and eight-year-old Icelandic (N=92) and Norwegian (N=96) children systematically manipulates verb characteristics such as type frequency, token frequency and phonological coherence'factors that are generally considered to have an important impact on the acquisition of inflectional morphology in other languages. Our findings confirm that these factors play an important role in the acquisition of Icelandic and Norwegian. In addition, the results indicate that the predominant source of errors in children shifts during the later stages of development from one weak verb class to the other. We conclude that these findings are consistent with the view that exemplar-based learning, whereby patterns of categorisation and generalisation are driven by similarity to known forms, appropriately characterises the acquisition of inflectional systems by Icelandic and Norwegian children. Copyright 1999 Cambridge University Press. Journal of Child Language http://journals.cambridge.org/action/displayJournal?jid=JC
    corecore