11 research outputs found

    Um siðblindu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)"Vægðarlaust ryður hann sér braut gegnum lífið og skilur eftir sig slóð af brostnum hjörtum, væntingum og tómum veskjum. Hann svífst einskis í eigin þágu, enda samviskulaus og ófær um að setja sig í spor annarra. Reglur mannlegra samskipta og samfélagsins eru fótum troðnar án minnstu sektarkenndar eða eftirsjár." - Svona hljómar lýsing sálfræðingsins Robert Hare á siðblindum einstaklingi, en hann hefur varið stórum hluta starfsævinnar í rannsóknir á siðblindu (1). Öll höfum við mismunandi skapgerðareinkenni sem ráða því hvernig við upplifum umheiminn og hegðum okkur. Kallast þetta persónuleikinn. Við getum verið einræn eða mannblendin, bráðlát eða jafnlynd, tilfinningarík, harðlynd, smámunasöm eða dreymin. Þegar persónuleikaeinkennin eru farin að víkja verulega frá almennum umgengnisreglum samfélagsins, farin að trufla annað fólk og trufla aðlögun viðkomandi að umhverfinu er talað um persónuleikaröskun (2). Siðblinda er ein tegund persónuleikaröskunar

    Cannabis is not harmless[Editorial].

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Youth mental health

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    IPS, vocational rehabilitation that works

    Get PDF

    Dietary intake of young Icelanders with psychotic disorders and weight development over an 8-12 months period

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesTilgangur: Tíðni lífsstílssjúkdóma er hærri meðal einstaklinga með geðrofssjúkdóma en almennings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma, en fæðuval þessa hóps hefur aldrei verið kannað hérlendis áður. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þjónustuþegar Laugarássins (n=48, 18-30 ára), sem sóttu þjónustu á því tímabili sem gagnaöflun fór fram (júlí- ágúst 2016). Fæðuval og næringargildi fæðu var metið með sólarhringsupprifjun á mataræði. Niðurstöður voru bornar saman við ráðleggingar Embættis landlæknis og niðurstöður landskönnunar á mataræði 2010-2011 fyrir sama aldurshóp (n=250). Þróun líkamsþyngdar síðastliðna 8-12 mánuði var metin út frá skráðum upplýsingum í sjúkraskrá (Sögu). Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, fiski, mjólkurvörum, jurtaolíum og lýsi var marktækt lægri meðal þjónustuþega en hjá þátttakendum í landskönnun 2010-2011, en neysla á sælgæti og gosdrykkjum hærri (p5% af upphafsþyngd sinni á 8-12 mánaða tímabili. Ályktanir: Fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma samræmist ekki opinberum ráðleggingum um fæðuval og er lakara en fæðuval viðmiðunarhópsins. Mikilvægt er að þróa leiðir til að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðu hópsins.Introduction: The prevalence of lifestyle related diseases is higher among people with psychotic disorders than the general population. The aim was to assess dietary intake of young people with psychotic disorders for the first time in Iceland. Material and methods: Subjects were young people (n=48, age 18-30y) with psychotic disorders. Dietary intake was assessed by a 24-hour recall in July-August 2016, and compared with official recommendations and intake of the general public (n=250, age 18-30y). Body weight in the past eight to 12 months, was retrieved from medical records. Results: Consumption of fruits, fish, dairy products, vegetable and fish oil was significantly lower among subjects when compared with the general public, while their soft drink and sweets consumption was higher (p5% of their initial body weight in the past 8-2 months. Conclusion: Diet of young people with psychotic disorders is not consistent with recommendations and is worse than the diet of their peers in the general population. It is important to find ways to improve the diet and thereby nutrient intake of the group

    Psychopathy [editorial]

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Siðblindir einstaklingar hafa alltaf verið til. Siðblinda er persónuleikaröskun, ein sú alvarlegasta, og er tíðni hennar talin vera um 0,5-1%.1 Siðblindir upplifa síður djúpstæðar tilfinningar eins og ást, sorg eða tryggð og eru illa færir um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þeir eru kaldlyndir, eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og sjá ekki annað fólk sem hugsandi tilfinningaverur. Þetta eru oft sjálfumglaðir og hrokafullir einstaklingar sem hunsa reglur samfélagsins til þess að fullnægja eigin þörfum, sama hvað það kostar, án sektarkenndar eða eftirsjár. Margir siðblindir eru hvatvísir og hafa litla sjálfsstjórn. Ógnandi hegðun og ofbeldi eru hluti af vopnabúri þeirra til að ná markmiðum sínum. Þeir hafa yfirleitt fá eða engin langtímamarkmið heldur lifa fyrir daginn í dag og þeim fer fljótt að leiðast ef ekkert er um að vera til að svala spennufíkninni. Aðrir siðblindir eru minna bráðir og nota persónutöfra, lymskulega stjórnsemi, lygar, svik og blekkingar í samskiptum við aðra. Siðblindir þekkja almennt muninn á réttu og röngu, eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en þeir taka enga ábyrgð á þeim.1, 2 Sterk tengsl eru milli siðblindu og beitingar ofbeldis. Um 20% fanga eru siðblindir og þessir einstaklingar tilheyra hópi erfiðustu og hættulegustu afbrotamannanna.2 Það eru meiri líkur á því að siðblindur afbrotamaður brjóti af sér aftur en sá sem er ekki siðblindur, og sýni af sér meira og verra ofbeldi.2 En siðblindir finnast ekki bara bak við lás og slá. Meirihluti þeirra er utan fangelsismúranna. Þættir eins og greind, góður fjölskyldubakgrunnur og félagslegir hæfileikar geta stuðlað að því að framhliðin líti „eðlilega“ út lengi vel. En þetta eru ekki hlýir ástvinir eða tryggir vinir og kollegar. Þetta eru einstaklingar sem valda öðrum miklum þjáningum bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þeir notfæra sér gjafmildi og trúgirni fólks, misnota traust og stuðning fjölskyldu og vina ef þeirra eigin hagsmunir eru í húfi

    Cannabis is not harmless[Editorial].

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Tíðni sjálfsvíga hjá þeim sem áður hafa reynt sjálfsvíg

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open1433 persons who were referred to the psychiatric emergency ward at the Borgarspitalinn Hospital in Reykjavik, in the years 1983-1985, were divided into two groups: parasuicides and others. On the first of december 1991, 11.2% had died in all, which is significantly higher than expected from normal population incidence. The suicide-rate in the parasuicide-group was 3.8%, which is significantly higher than in the other group. Suicide was the most common cause of death in the parasuicide-group, but cardiovascular diseases in the other. The prime method of suicide among males was CO-poisoning, but drowning among females. The highest suicide risk was in the first year after the attempt, where 0.8% of the parasuicide-group committed suicide.Hópi 1433 einstaklinga, sem komu á bráðamóttöku geðdeildar Borgarspítalans á árunum 1983-1985, var skipt í tvennt, eftir því hvort komuástæðan var sjálfsvígstilraun eða ekki. Þann 1. desember 1991 voru 11,2% hópsins látin, sem er marktækt hærri tíðni en í samsvarandi hópi úr almennu þýði. Tíðni sjálfsvíga í sjálfsvígstilraunahópnum var 3,8%, sem var marktækt hærra en í hinum hópnum. Sjálfsvíg var langalgengasta dánarorsökin í sjálfsvígstilraunahópnum en hjarta- og æðasjúkdómar í hinum. Algengustu sjálfsvígsaðferðir voru eitrun með kolmónoxíði hjá körlum og drukknun hjá konum. Úr sjálfsvígstilraunahópnum frömdu 0,8% einstaklinganna sjálfsvíg innan árs

    Tíðni sjálfsvíga hjá þeim sem áður hafa reynt sjálfsvíg

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open1433 persons who were referred to the psychiatric emergency ward at the Borgarspitalinn Hospital in Reykjavik, in the years 1983-1985, were divided into two groups: parasuicides and others. On the first of december 1991, 11.2% had died in all, which is significantly higher than expected from normal population incidence. The suicide-rate in the parasuicide-group was 3.8%, which is significantly higher than in the other group. Suicide was the most common cause of death in the parasuicide-group, but cardiovascular diseases in the other. The prime method of suicide among males was CO-poisoning, but drowning among females. The highest suicide risk was in the first year after the attempt, where 0.8% of the parasuicide-group committed suicide.Hópi 1433 einstaklinga, sem komu á bráðamóttöku geðdeildar Borgarspítalans á árunum 1983-1985, var skipt í tvennt, eftir því hvort komuástæðan var sjálfsvígstilraun eða ekki. Þann 1. desember 1991 voru 11,2% hópsins látin, sem er marktækt hærri tíðni en í samsvarandi hópi úr almennu þýði. Tíðni sjálfsvíga í sjálfsvígstilraunahópnum var 3,8%, sem var marktækt hærra en í hinum hópnum. Sjálfsvíg var langalgengasta dánarorsökin í sjálfsvígstilraunahópnum en hjarta- og æðasjúkdómar í hinum. Algengustu sjálfsvígsaðferðir voru eitrun með kolmónoxíði hjá körlum og drukknun hjá konum. Úr sjálfsvígstilraunahópnum frömdu 0,8% einstaklinganna sjálfsvíg innan árs
    corecore