71 research outputs found

    Geðheilbrigði á vinnustöðum : möguleikar til forvarna og ráðgjafar

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Vinna í einu formi eða öðru er öllum nauðsynleg jafnt samfélagi sem einstaklingum. Markmið með vinnu er að skapa velmegun og vellíðan okkur sjálfum til handa, fjölskyldum okkar, fyrirtækjum sem við vinnum hjá og samfélagi því sem við búum í. E f vinnan skapar ekki velmegun og vellíðan, heldur veldur tapi og vanlíðan þá hættum við að stunda slíka vinnu og leitum verkefna sem uppfylla grundvallarmarkmið vinnu. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir því að mikilvægi vinnu sé minna fyrir þá sem eru með geðraskanir eða aðra sjúkdóma en þá sem eru heilbrigðir. Það má gera sér í hugarlund að í raun sé mikilvægi hennar enn meira í þessum hópi. Vinnan rífur félagslega einangrun og setur skipulag á daginn jafnframt því sem hún örvar fólk til dáða. Að sama skapi eru slæm áhrif atvinnuleysis og atvinnuóöryggis á heilsu og félagslega velferð manna vel þekkt1. Beinn tollur á atvinnulífi vegna geðsjúkdóma er umtalsverður en þeir eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtíma fjarvistum frá vinnustöðum og talið er að um 25% starfsmanna hafa veruleg óþægindi af vinnutengdum geð- og streitu einkennum ár hvert í E vrópu2. Fjarvistir hvort sem er langtíma eða skammtíma eru ákaflega skýr merki um að veikindi starfsmanns séu að bitna á vinnu hans. V eikur í vinnu er hins vegar flestum framandi hugmynd því það að fara í vinnu er í hugum flestra merki um ákveðið heilbrigði. Á þessu þarf þó að hafa fyrirvara en skv. kanadískri rannsókn þá eru bein áhrif s.k. líkamlegra sjúkdóma á minnkun í framleiðni skýr og fremur auðgreinanleg. Hins vegar eru áhrif geðsjúkdóma á framleiðni meiri, og oftar dulin og tormetin t.d. vegna þess að starfsmaður mætir til vinnu en afköst hans eru skert3. Geðraskanir eru algengasta ástæða örorku á íslenskum vinnumarkaði og hafa aukist að umfangi hin síðari ár og eru nú um helmingur af meginorsök fyrir örorku4, 5. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að algengi geðraskana á síðast liðnum tuttugu árum hefur ekki aukist í samfélaginu6

    Occupational accidents in Icelandic farmers. Risk factor analysis using questionnaire

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)BACKGROUND: There is limited information on occupational injuries among Icelandic farmers. It has been suggested that they are common. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers. The aims of the study were to study occupational accidents among farmers and their effects on absence from work, doctor visits and well-being. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms, occupational injuries and doctor visits (response rate 54%). RESULTS: Occupational accidents were common among middle aged and older farmers and lead often to prolonged absence from work. Livestock was most common cause of the accidents, while the association with using alcohol while working was clear. Those involved in occupational accidents more commonly visited a doctor for musculoskeletal symptoms and pain. They also estimated physical and mental well-being worse and had more psychiatric symptoms. CONCLUSIONS: Occupational accidents were common among farmers and lead to prolonged absence from work. They lead to more doctor visits and and worse wellbeing. These results can be used to reinforce health care and preventive measures against occupational accidents among farmers.Inngangur: Lítið er vitað um vinnuslys bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að vinnuslys séu algeng hjá þessum starfshópi. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnuslys meðal bænda og hvaða áhrif þau hefðu á líðan, fjarvistir frá vinnu og læknisheimsóknir. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni, vinnuslys og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Niðurstöður: Vinnuslys voru algeng hjá miðaldra og eldri bændum og leiddu þau oft til langra fjarvista. Búpeningur var áberandi orsök slysanna, en tengsl við áfengisnotkun í tengslum við vinnu voru einnig skýr. Þeir sem höfðu orðið fyrir vinnuslysum leituðu oftar læknis vegna stoðkerfiseinkenna og verkja. Þeir mátu einnig líkamlega og andlega líðan verri og höfðu meiri geðræn einkenni. Ályktun: Vinnuslys voru algeng hjá bændum og leiddu til langra vinnufjarvista. Þau leiddu til fleiri læknisheimsókna og líðan var verri. Þessar niðurstöður má nota til að efla heilsugæslu og forvarnir gegn slysum. Bændur þurfa að endurskoða áhættumat sitt með tilliti til slysa

    Health promotion in day-care centres in Reykjavík--intervention and result of actions

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The purpose of the study was to compare wellbeing, health and work environment before and after intervention among employees of Reykjavík city day-care centre. MATERIAL AND METHODS: The study is a prospective interventions study. In the year 2000 employees of 16 day-care centres responded to a questionnaire regarding work environment, health and wellbeing. Work environment evaluation was completed and the centre classified into four groups accordingly. Subsequently, the "equipment was renewed" noise protection improved and the employee received education concerning occupational health. Six months, after interventions, in the year 2002 the same questionnaire was readministered. RESULTS: Response rate in 2002 was 88% (n=267) but 90% in the year 2000. Work environment had improved. More employees had received instruction on good workposture and good work technique than 2 years earlier. Fewer employees used awkward posture than before. Better workspace resulted in reduced number of symptoms, also for the youngest employees. Symptoms were also fewer where unskilled employees were in majority and where the fewest of them had received proper education on work posture. In the year 2002, psychosocial wellbeing was better or equal than two years earlier. This was associated with better education and higher age even despite less workspace. Employees awareness towards noise was greatly improved. CONCLUSION: It is possible to improve work methods and work environment of employees with goal directed intervention, thus laying the ground for wellbeing at work. The interplay between the factors education and age is complex, though. Thus it is important, that all workplaces, adopt the process of "risk assessment", intervention, and then reassessment of the work environment. By doing so the goals of health promotion and good occupational health can be reached.Tilgangur rannsóknarinnar er að gera samanburð á líðan og vinnuumhverfi starfsmanna fyrir og eftir íhlutun á vinnuumhverfi þeirra hjá Leikskólum Reykjavíkur Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn íhlutunarrannsókn. Árið 2000 var spurningalisti lagður fyrir starfsmenn 16 leikskóla varðandi vinnuumhverfi, líðan og heilsu. Gert var vinnuumhverfismat og leikskólunum skipt í fjóra flokka. Síðan fór fram íhlutun á vinnuumhverfi með endurnýjun á aðbúnaði og starfsmannafræðslu um vinnuvernd. Hálfu ári síðar var sami spurningalisti lagður fyrir alla starfsmenn leikskólanna. Niðurstöður: Heildarsvörun árið 2002 var 88% (n=267) en 90% árið 2000. Að mati starfsfólks hefur aðbúnaður batnað á leikskólunum. Fleiri starfsmenn hafa fengið fræðslu í líkamsbeitingu og góðum vinnubrögðum árið 2002 en 2000. Færri starfsmenn nota erfiðar líkamsstellingar en áður. Þar sem líkamleg einkenni starfsmanna eru minnst er rýmið mest, meðalaldur starfsmanna lægstur, hlutfall ófaglærðra hæst og færri hafa fengið kennslu í líkamsbeitingu heldur en í hinum flokkunum. Líkamlegu einkennin eru mest þar sem faglærðir eru í meirihluta. Sálfélagsleg líðan árið 2002 er góð hjá flokkunum í heild og er jákvæðari eða stendur í stað milli ára. Sálfélagsleg líðan er hins vegar best þar sem menntun er best og starfsaldur hærri þrátt fyrir minna rými. Meðvitund starfsmanna varðandi hávaða hefur aukist til muna milli ára. Ályktun: Með íhlutun er hægt að bæta vinnuaðferðir og vinnuumhverfi starfsmanna, þannig að grundvöllur fyrir vellíðan í vinnu sé góður. Samspil þessara þátta, menntunar og starfsaldurs er þó flókið. Því er mikilvægt að allir vinnustaðir fylgi ferli áhættumats, markvissra íhlutunaraðgerða og síðan endurmats. Þannig nást markmið heilsueflingar og vinnuvernda

    Mental health and wellbeing in Icelandic farmers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Some studies have suggest increased prevalence of mental health problems in farmers while others suggest, they are less common. This study aimed to determine the prevalence of mental health problems in Icelandic animal farmers. MATERIAL AND METHODS: This was a cross sectional study of all animal farmers in Iceland (response rate 54%, 1021) with an age matched comparison group (response rate 46%, 637). Psychiatric health was evaluated with General Health Questionnaire-12 and CAGE. Work conditions were studied with eight questions from the General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work. RESULTS: Farmers were less commonly alcohol consumers. The prevalence of mental health problems among farmers was 17 % while it was 22 % among non-farmers. According to CAGE 16% of male nonfarmers versus 11 % of farmers (p<0,032) had alcohol problems. There was no difference for females. Male farmers less commonly sought medical attention than non-farmers for anxiety, alcoholism and drug abuse. Farmers more often felt that their work was challenging in a positive way and also that work tasks were too complicated. CONCLUSIONS: Mental health disturbances were less common in animal farmers. Educating farmers on work related issues might be important in improving the farming environment.Tilgangur: Rannsóknir sem lúta að heilsufari bænda hafa verið misvísandi hvað varðar andlega vanheilsu og algengi geðsjúkdóma. Markmið með þessari rannsókn var að meta geðheilsu og líðan íslenskra bænda borið saman við úrtak þjóðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn á öllum fjár- og kúabændum á Íslandi (svarhlutfall 54%, N =1021) borið saman úrtak úr almennu þýði (svarhlutfall 46%, 637). Geðheilsa var metin með General Health Questionnaire-12 og CAGE-spurningalistunum. Vinnuumhverfi var metið með spurningum úr „General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work“. Niðurstöður: Bændur notuðu síður áfengi en almenningur. Algengi geðsjúkdóma meðal bænda samkvæmt GHQ-12 var 17% en meðal almennings 22%. Samkvæmt CAGE áttu 16% karla borið saman við 11% karlbænda (p< 0,032) við áfengisvanda að etja. Karlkyns bændur sóttu síður hjálp en kynbræður þeirra vegna kvíða, og áfengis- og vímuefnanotkunar. Bændur töldu verkefni sín oftar skemmtilega krefjandi en almenningur en samtímis töldu þeir verkefni sín oftar of erfið fyrir sig. Ályktun: Bændur hafa minni merki um andlega vanheilsu en úrtak fólks úr samfélaginu. Þeir leita síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar. Vinnuumhverfi bænda er erfitt og krefjandi og virðist því brýnt að auka þekkingu á því hvernig bæta megi vinnuumhverfi þeirra

    Health promotion in pre-schools in Reykjavík--risk assessment in the year 2000

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: The purpose of this research is to assess the work environment and compare with the well-being of employees of pre-schools. MATERIAL AND METHODS: Work environment of 16 pre-schools was assessed by a specialist in ergonomics and a questionnaire on work environment and health. Based on the ergonomic assessment the schools were classified into four groups. This was then compared to the results from the questionnaire. RESULTS: About 90% of the employees (n=320) returned the questionnaire and the ergonomic workplace assessment was done before the results from the questionnaire were processed. Substantial job-satisfaction characterizes the work done in the pre-schools, more so in the smaller schools, where the physical work environment is worse, but the employees are older and more likely to have professional background for the job. In contrast job satisfaction was less where the objective physical work environment was better. Strain symptoms were least apparent among the younger employees, who had the best work environment. About half of the employees had received instructions about work positions and reported that such was useful. Noise was over limits in most of the assessments and the employees reported in 80% of such incidents had the noise caused discomfort in the past month. Work positions close to the floor were quite common regardless of other circumstances among the employees. CONCLUSION: Work environment in pre-schools is characterized by substantial physical and mental strain. Despite of that it is also characterized by substantial work satisfaction, indicating that work satisfaction is not a sign per se of good work environment.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að gera grein fyrir áhættumati á vinnuumhverfi og líðan starfsmanna hjá Leikskólum Reykjavíkur. Efniviður og aðferðir: Áhættumat á 16 leikskólum er fengið með vinnuumhverfismati gerðu af sérfræðingi í vinnuvernd og rannsókn Vinnueftirlits ríkisins á starfsmönnum á leikskólum byggðri á spurningalista. Leikskólarnir voru flokkaðir í fjóra flokka byggðum á vinnuumhverfismatinu. Matið var síðan borið saman við niðurstöður spurningalistans. Niðurstöður: Um 90% starfsmanna svöruðu spurningalistanum (n=320) og mat á vinnuumhverfi var gert áður en niðurstöður spurningalistans lágu fyrir. Mikil starfsánægja einkennir starfið á leikskólum en sýnu mest á minnstu leikskólunum, þar sem vinnuumhverfið er metið verst, meirihluti starfsmanna er fagmenntaður og elstur. Minnsta starfsánægjan er þar sem vinnuumhverfið er metið best. Líkamleg óþægindi starfsmanna eru mikil og mest hjá þeim hópi fólks þar sem vinnuumhverfið er metið verst, en starfsánægjan mest. Óþægindi eru minnst hjá þeim flokki sem hefur lægstan meðalaldur og býr við besta vinnuumhverfið. Um helmingur starfsmanna hefur fengið kennslu í líkamsbeitingu og segir að hún gagnist í starfi. Hávaði mælist of mikill í flestum mælingum og starfsmenn segja í yfir 80% tilvikum að hávaðinn hafi valdið óþægindum í síðasta mánuði. Vinnustellingar niður við gólf eru áberandi hjá öllum flokkum án tillits til vinnuaðstæðna. Ályktun: Starfsumhverfi á leikskólum einkennist af miklu líkamlegu og andlegu álagi. Þrátt fyrir það einkennist vinnuumhverfi á leikskólum af mikilli starfsánægju en hún er þannig ekki alltaf til vitnis um að vinnuumhverfið sé í lagi

    General health in Icelandic farmers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: There is a limited information on the general health of Icelandic farmers. It has been suggested that it might be worse than among other professions. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers.The aims of the study were to compare the general health of animal farmers with a group of non-farmers, and test the hypothesis that animal farmers overall have a better general health than non-farmers. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units compared with a group of non-farmers. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms and doctor visits (response rate 54%). The comparison group consisted of 1500 randomly chosen non-farming individuals (response rate 46%). RESULTS: Farmers comprised more males, were older and smoked less than non-farmers. When general health symptoms for the last 12 months were compared between farmers and non-farmers, minor differences were noted. Farmers less commonly had restless legs, fatigue, diarrhea, allergy and hearing loss. There were no differences in doctor visits for many chronic diseases such as diabetes and hypertension despite the age difference between the groups. Repeated absence from work was less common among farmers and they had shorter sick leaves than comparison group. CONCLUSIONS: Minor differences were noted in general symptoms and doctor visits between farmers and non-farmers despite the fact that farmers were older. Absence from work for illness is less common among farmers. This study suggest that farmers general health is not worse than that of others.Inngangur: Lítið er vitað um almennt heilsufar bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að það sé verra en meðal annarra starfshópa. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera almenna heilsu íslenskra bænda við samanburðarhóp og prófa þá tilgátu að almennt heilsufar bænda sé lakara en annarra. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi sem bornir voru saman við hóp fólks sem ekki eru bændur. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Í samanburðarhópi voru 1500 manns sem ekki voru bændur, valdir með slembiúrtaki (svarhlutfall 46%). Niðurstöður: Bændur voru eldri og reyktu minna en samanburðarhópur. Þegar heilsufarseinkenni síðustu 12 mánaða voru borin saman kom lítill munur fram. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð, þreytu, niðurgang, ofnæmi og heyrnartap. Það var enginn munur á læknisheimsóknum vegna margra langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings þrátt fyrir aldursmun hópanna. Bændur voru sjaldnar fjarverandi vegna veikinda og veikindaleyfi þeirra var styttra en samanburðarhóps. Ályktun: Lítill munur var á almennum heilsufarseinkennum og læknisheimsóknum vegna algengra sjúkdóma þegar bændur voru bornir saman við hóp af fólki sem ekki var í bústörfum þrátt fyrir að bændur væru eldri. Rannsóknin bendir til þess að heilsufar bænda sé ekki lakara en annarra

    Posttraumatic stress disorder

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPost traumatic stress disorder (PTSD) and post-traumatic therapeutic intervention are relatively new concepts, and in fact it was only recently that psychiatric disorders connected with disastrous events were accepted as a separate category in the medical nomenclature. An attempt will be made here to shed some light on these concepts, principally in the hope that it may be of use to doctors in rural areas. Both old and recent papers, have been reviewed concerning the immediate as well as the long-term effects on individuals and groups who have been exposed to stressful experiences such as life-threatening situations. In addition to describing the symptoms of PTSD, risk factors are discussed such as individual vulnerability, particular circumstances, and the interaction of factors more conducive to chronic problems than the nature or intensity of the stressor. Then the term post-traumatic therapeutic intervention is evaluated. The view that emotional processing is the essence of treatment of the disorder is widely questioned. More comprehensive ideas about methods, and aid to people suffering from PTSD, are considered.Geðraskanir tengdar alvarlegri vá voru teknar upp sem sérstakur flokkur í greiningarlyklum læknisfræðinnar fyrir um 20 árum. Markmið þessarar greinar er að læknar í dreifðum byggðum landsins öðlist grundvallarskilning á áfallastreitu, átti sig á hverjir eru í áhættu og hvernig eigi að bregðast við. Til að ná þessu er rakin saga greiningarinnar og hvernig hugmyndir lækna hafa þróast um eðli áfallastreitu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Einkennum áfallastreitu er lýst og jafnframt er bent á áhættuþætti svo sem ýmsa veikleika fólks, aðstæður og samhengi ýmissa þátta, sem geta skipt meiru um langtímavanda fólks en eðli og styrkur áfallsins. Raktar eru efasemdir um gildi viðrunar tilfinninga (debriefing) í áfallahjálp, en jafnframt bent á aðra kosti í meðferð, sem heimilislæknar ættu að kunna skil á

    Holdarfar starfshópa : líkamsþyngdarstuðull og hlutfall of feitra

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMeðaltal líkamsþyngdarstuðuls og hlutfall of feitra í ýmsum starfshópum bendir til þess að margir einstaklingar í þessum hópum séu yfir kjörþyngd. Undantekningar eru einkum flugfreyjur og konur í læknastétt. Atvinnurekendur geta séð sér hag í því að að skapa starfsmönnum skilyrði til hollra lífshátta í vinnunni. Hjúkrunarfræðingar og grunnskólakennarar, sem leiðbeina ungum og öldnum um heilsufar og lífshætti, ættu að leitast við að vera góðar fyrirmyndir skjólstæðinga og nemenda

    Mortality among female industrial workers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The aim of this study was to investigate mortality among female industrial workers with the hypothesis that mortality by smoking related causes was in excess among them. Material and methods: The design was that of a retrospective cohort study. The cohort comprised 13 349 women who contributed to a pension fund for factory workers in Reykjavík during the period 1970-1995. The follow-up time was 1975-1995. The death rate of the cohort was compared to that of all Icelandic women during the period 1981-1995. The cohort was studied with regard to selected causes of death, and subsequently according to age at first entrance in the pension fund, different lag-time, employment time and by time at start of employment. Results: Results showed an excess of external causes but a deficit of most other causes of death, including smoking related diseases. However, in some of the analyses there were indications of elevated lung cancer. Highest mortality was seen among those women who started to pay to the pension fund before thirty years of age. Conclusions: The notable excess of external causes in the group needs further exploration wheras the results did not confirm the assumption that smoking related causes of death were elevated in the group. Methodological problems in studies of women's health are discussed.Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna dánartíðni meðal iðnverkakvenna með þeirri tilgátu að dánartíðni vegna reykingatengdra sjúkdóma væri hærri meðal þeirra en annarra íslenskra kvenna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarsniðið var afturskyggn hóprannsókn. Í rannsóknarhópnum voru 13 349 konur sem greiddu í lífeyrissjóð félags verksmiðjufólks í Reykjavík á árabilinu 1970-1995. Fylgitíminn var 1975-1995. Aldursbundnar dánartölur vegna tiltekinna dánarmeina voru bornar saman við aldursbundnar dánartölur kvenna á Íslandi á árabilinu 1981-1995. Fyrst var dánartíðni vegna tiltekinna dánarmeina athuguð í hópnum, en síðan var tekið tillit til aldurs við fyrstu greiðslu til lífeyrissjóðsins, mismunandi langs biðtíma, starfstíma eins og hann var skilgreindur í rannsókninni, og loks á hvaða árabili konurnar komu fyrst inn í sjóðinn. Niðurstöður: Voveifleg dauðsföll voru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra en dánartíðni var lægri en vænta mátti af flestum öðrum dánarorsökum, þar með töldum reykingatengdum sjúkdómum, þótt vísbendingar væru um hærri dánartíðni vegna krabbameins í öndunarfærum í sumum undirhópum. Dánartíðnin var hæst meðal þeirra kvenna sem hófu greiðslu í lífeyrissjóðinn fyrir þrítugt. Ályktanir: Tíðni voveiflegra dauðsfalla í hópnum krefst frekari athugunar en niðurstöðurnar staðfestu ekki þá tilgátu að reykingatengdar dánarorsakir væru tíðari meðal iðnverkakvenna en annarra. Aðferðafræðileg vandamál í rannsóknum á kvennahópum eru rædd

    Prevalence and distribution of antidepressant, anxiolytic and hypnotic use in 2001

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To study the prevalence of the use of antidepressant, anxiolytic and hypnotic drugs, the distribution of the use according to clinical and demographic factors and to compare it with the prevalence according to official sales figures. Material and methods: Data was collected in a survey by the Alcohol and Drug Prevention Committee. Four thousand individuals were selected at random from the population aged 18-75 years. Pharmaceutical use was studied according to sex, age, length of use, well-being, medical consultations, smoking, alcohol problems, education, marital status, income, occupation, and work pressure. Data on sales was supplied by the Ministry of Health and Social Security, Office of Pharmaceutical Affairs. Results: The response rate was 63.6%. Almost 20% had used some of these drugs during the preceeding 12 months, slightly more women than men. There was neither significant difference in the one year prevalence of use of antidepressants and hypnotics according to sex nor according to age for antidepressants and anxiolytics. One half of the youngest age group used antidepressants for less than three months. Use of hypnotics increased by age. Estimated use of antidepressants and hypnotics is 54% and 61%, respectively, of sales figures. There was no significant difference in the relative risk of drug use for men and women seeking medical consultations. Odds ratios were higher for smokers, especially for the use of antidepressants. People with the little education and low income was most likely to have used antidepressants and anxiolytics. Conclusions: Use of these drugs is common, but not as extensive as sales figures suggest. Sex difference is smaller than in previous studies. Prevalence of use, especially longterm, increases with age. As expected the use is most common among the socio-economically disadvantaged.Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að afla vitneskju um algengi notkunar geðdeyfðar-, kvíða- og svefnlyfja, tengsl notkunarinnar við klíníska og lýðfræðilega þætti og bera niðurstöðurnar saman við opinberar sölutölur. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin úr Gallup-könnun Áfengis- og vímuvarnaráðs í nóvember 2001 hjá 4000 manna slembiúrtaki á aldrinum 18-75 ára. Athuguð voru áhrif kyns, aldurs, lengd notkunar, líðanar, læknisleitar, reykinga, áfengisvandamála, menntunar, hjúskaparstéttar, tekna, starfs og vinnuálags. Upplýsingar um lyfjasöluna komu frá skrifstofu lyfjamála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Niðurstöður: Svarhlutfall var 63,6%. Tæp 20% höfðu notað einhver lyfjanna á undanförnum 12 mánuðum, heldur fleiri konur en karlar. Ekki var marktækur munur milli kynja á ársalgengi notkunar geðdeyfðar- og svefnlyfja og ekki milli aldursflokka fyrir notkun geðdeyfðar- og kvíðalyfja. Helmingur yngstu notendanna notaði geðdeyfðarlyf í minna en þrjá mánuði. Svefnlyfjanotkun jókst með hækkandi aldri. Áætluð notkun geðdeyfðar- og svefnlyfja svarar til 54% og 61% af sölutölum. Ekki var marktækur munur á áhættuhlutfalli karla og kvenna sem leituðu læknis. Líkindahlutfall reykingafólks var hækkað fyrir öll lyfin, einkum geðdeyfðarlyf. Líkindahlutfallið var hæst fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þeir sem hafa minnsta menntun og lægstar tekjur voru líklegastir til að hafa notað geðdeyfðar- eða kvíðalyf. Ályktanir: Notkun lyfjanna er útbreidd, en þó ekki eins mikil og sölutölur benda til. Munur milli kynja er minni en áður hefur fundist. Notkun, einkum langtíma, tengist hækkandi aldri. Notkunin er eins og vænta mátti mest meðal þeirra sem verst eru settir í fjárhags- og félagslegu tilliti. i
    corecore