research

General health in Icelandic farmers

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: There is a limited information on the general health of Icelandic farmers. It has been suggested that it might be worse than among other professions. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers.The aims of the study were to compare the general health of animal farmers with a group of non-farmers, and test the hypothesis that animal farmers overall have a better general health than non-farmers. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units compared with a group of non-farmers. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms and doctor visits (response rate 54%). The comparison group consisted of 1500 randomly chosen non-farming individuals (response rate 46%). RESULTS: Farmers comprised more males, were older and smoked less than non-farmers. When general health symptoms for the last 12 months were compared between farmers and non-farmers, minor differences were noted. Farmers less commonly had restless legs, fatigue, diarrhea, allergy and hearing loss. There were no differences in doctor visits for many chronic diseases such as diabetes and hypertension despite the age difference between the groups. Repeated absence from work was less common among farmers and they had shorter sick leaves than comparison group. CONCLUSIONS: Minor differences were noted in general symptoms and doctor visits between farmers and non-farmers despite the fact that farmers were older. Absence from work for illness is less common among farmers. This study suggest that farmers general health is not worse than that of others.Inngangur: Lítið er vitað um almennt heilsufar bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að það sé verra en meðal annarra starfshópa. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera almenna heilsu íslenskra bænda við samanburðarhóp og prófa þá tilgátu að almennt heilsufar bænda sé lakara en annarra. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi sem bornir voru saman við hóp fólks sem ekki eru bændur. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Í samanburðarhópi voru 1500 manns sem ekki voru bændur, valdir með slembiúrtaki (svarhlutfall 46%). Niðurstöður: Bændur voru eldri og reyktu minna en samanburðarhópur. Þegar heilsufarseinkenni síðustu 12 mánaða voru borin saman kom lítill munur fram. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð, þreytu, niðurgang, ofnæmi og heyrnartap. Það var enginn munur á læknisheimsóknum vegna margra langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings þrátt fyrir aldursmun hópanna. Bændur voru sjaldnar fjarverandi vegna veikinda og veikindaleyfi þeirra var styttra en samanburðarhóps. Ályktun: Lítill munur var á almennum heilsufarseinkennum og læknisheimsóknum vegna algengra sjúkdóma þegar bændur voru bornir saman við hóp af fólki sem ekki var í bústörfum þrátt fyrir að bændur væru eldri. Rannsóknin bendir til þess að heilsufar bænda sé ekki lakara en annarra

    Similar works