13 research outputs found

    Is digital crime victimization increasing in Iceland – may the Me-too movement influence how victimization is experienced

    Get PDF
    AbstractThe first Icelandic study of digital crime victimization was conducted in 2016. According to the results, approximately 13 % of respondents reported digital victimization during the three years prior to the survey. Slander and consumer fraud were the most common types of victimization. Respondents between the ages of 30 to 44 were most likely to have been victimized. In 2018, the survey was repeated using the same questionnaire. As before, the survey was conducted online in cooperation with the Social Sciences Research Institute and solicited information from a sample of circa 2,000 respondents representative of the Icelandic population ages 18 years and older. Approximately 20 % reported a digital victimization in 2018. This suggests a significant increase in victimization since 2016. The increase was most notable in regards to the sexual harassment of women. It is contended that the MeToo Movement of 2017 may have had an impact on the experiences reported by women in 2018.AbstractDen første islandske undersøgelse, der fokuserede på kriminel krænkelse over internettet, blev udført i 2016. Ifølge resultaterne rapporterede ca. 13 % af respondenterne, at de inden for de seneste tre år forud for undersøgelsen havde været udsat for krænkelse over internettet. De mest almindelige former for krænklse var bagtalelse og forbrugerbedrageri. Respondenter i aldersgruppen 30-44 år viste sig at være mest udsatte. Undersøgelsen blev gentaget i 2018, med anvendelse af det samme skema som i 2016. Undersøgelsen blev også denne gang foretaget over nettet i samarbejde med centret for socialvidenskabelig forskning og udsendt til ca. 2000 deltagere, der afspejlede den islandske befolkning over 18 år. Ser vi en øgning i kriminel forulempelse over nettet? Ser vi andre former for forulempelse end i 2016? Har Me-Too bevægelse i Island haft nogen indflydelse på ofrenes oplevelse af at være krænket

    Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands

    No full text
    Rannsóknir hafa sýnt að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á viðhorf almennings til afbrota. Ýmsar kenningar hafa komið fram um þessi áhrif, ein þeirra er hugmyndin um siðfár (moral panic). Tiltekin frávikshegðun fær skyndilega mikla umfjöllun í fjölmiðlum, veldur ótta meðal almennings og valdastofnana og virðist þarfnast sértækra aðgerða. Spjótunum er beint að tilteknum hópi einstaklinga sem sagðir eru ábyrgir fyrir ógninni og þeim kennt um að ógna ríkjandi menningu, lifnaðarháttum og gildum. Neysla vímuefna er vel til þess fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar nýrra efna verður vart eykst umfjöllun fjölmiðla jafnan um notkun efnisins og þá hættu sem neyslunni fylgir. Það vímuefni sem hefur skapað hvað mestar áhyggjur og ótta í íslensku samfélagi er án efa e-taflan. Skömmu eftir að hún hafði náð að festa rætur í íslensku samfélagi fór neyslan að valda miklum usla og óöryggi hér á landi. Hér verður greint frá komu e-töflunnar til landsins um 1990 og viðbrögðum almennings, fjölmiðla og stjórnvalda við komu efnisins. Íslensk viðhorfakönnun frá þessum tíma leiddi það í ljós að um helmingur Íslendinga töldu fíkniefnaneyslu vera mesta vandamál afbrota hér á landi. Var það í fyrsta sinn sem eins afdráttarlaust viðhorf kom fram í könnun sem þessari og er því áhugavert að athuga hvernig umfjöllun fjölmiðla var á þessum tíma. Notast verður við orðræðugreiningu á fréttum frá á tímabilinu 1990-1997 til að meta hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi

    Viðhorf Íslendinga til afbrota: Stöðugleiki, breytingar, siðfár?

    No full text
    Mælingar á viðhorfum almennings til afbrota eru mikilvægar til að greina upplifun og skynjun almennings. Sérstaklega áhugavert er að skoða breytingar á viðhorfum milli ára með tilliti til þess hvaða brotaflokkur þyki almennt alvarlegastur. Rannsóknir sýna að fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á viðhorf almennings til afbrota. Ýmsar kenningar hafa komið fram um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar. Ein þeirra er hugmyndin um siðfár (e. moral panic). Fjölmiðlar séu vettvangur hagsmunahópa og almennings sem taki fyrir tiltekna frávikshegðun sem veldur siðrænum usla í samfélaginu. Viðbrögðin verði ýkt og í litlu samhengi við raunverulega hættu af frávikshegðuninni sjálfri. Verkefnið byggir annars vegar á fimm mælingum á viðhorfum Íslendinga og reynslu þeirra af afbrotum. Helgi Gunnlaugsson hefur staðið fyrir mælingunum í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands frá árinu 1989 til 2013. Hins vegar er byggt á greiningu á fréttum um þá tvo brotaflokka sem hafa verið taldir alvarlegastir. Annars vegar fíkniefnabrot (á tímabilinu 1990-1997) og hins vegar kynferðisbrot gegn börnum (upphaf árs 2013). Markmiðið er að athuga hvort merki um siðfár hafi komið fram í íslensku samfélagi á þessum tveimur tímabilum. Niðurstaðan er sú að hér hafi ríkt siðfár, að minnsta kosti vegna komu e-töflunnar á fyrra tímabilinu. Ekki er hægt að fullyrða að siðfár hafi ríkt í upphafi árs 2013 vegna kynferðisbrota gegn börnum. Umræðan fól í sér mörg einkenni siðfárs, en spurning er hvort viðbrögðin hafi verið úr samhengi við alvarleika brotanna.Studies on public opinion towards crime are important in order to understand public perceptions and crime experiences. It is especially interesting to examine the changes of the public’s opinion between different time periods. Studies have shown that the media can have an impact on the public’s opinion on crime. There are different theories regarding media influences. One of these effects is the idea of moral panics. Is it possible that the media either causes or becomes the vehicle for specific interest groups causing greater concerns towards a certain deviant behavior? Are society’s reactions at times incoherent with the actual nature of the behavior in question? This research is based on five different measurements on public opinion and their experiences with crime in Iceland. Helgi Gunnlaugsson has conducted the studies in collaboration with the Social Sciences Research Institute affiliated with the University of Iceland between the years 1989 and 2013. The project is also based upon analysis of the media on two of the crimes that have been believed by the public to be the most serious ones; drug use (in the period between 1990 and 1997) and child sexual abuse (in the beginning of 2013). The goal is to examine whether a moral panic can be detected in Icelandic society during these two time periods. The conclusion is that on the one hand, signs of moral panic were found, at least with the arrival of, at that time popular drug, ecstasy. On the other hand it is more difficult to state that a moral panic prevailed in the beginning of 2013 regarding pedophilic crimes. Yet, at that time public and media discussion included most of the features of a moral panic. The question remains however, whether the reaction was over-blown compared to the actual nature of the crime

    Stefna stjórnvalda í vímuefnamálum. Samanburður milli Hollands, Portúgal, Svíþjóðar og Íslands

    No full text
    Nú á síðastliðinni öld urðu miklar breytingar á því hvernig litið var á fíkniefnaneyslu. Neyslan var farin að valda vandamálum fyrir samfélagið í stærri stíl og sáu stjórnvöld sig knúin til að takast á við vandan með stefnumótun og löggjöf. Þessi ritgerð fjallar um nokkrar af þeim ólíku leiðum sem beitt er í Evrópu til að takast á við þau vandamál sem fylgja fíkniefnaneyslu. Fjallað verður um hamlandi stefnu Svía, frjálslynda stefnu Hollendinga og nýlega afglæpunar stefnu Portúgal. Auk þess verður greint frá því hvernig málum er háttað hér á landi. Fjallað verður um kosti og galla hverrar stefnu fyrir sig og hvernig þær komu til. Þessar ólíku stefnur verða bornar saman og lagt mat á árangur hverrar fyrir sig. Greint verður frá árangri refsistefnu og skaðaminnkandi aðgerðir ræddar, auk þess sem framtíð stefnumótunar í vímuefnamálum verður rædd

    Moral panic in Icelandic society: Arrival of ecstasy to Iceland

    No full text
    The use of illegal drugs has often been shown to ignite fear and insecurity in society. When a new drug appears the media typically reports on this drug and the risk it poses. Soon after ecstasy appeared in Iceland in the 1990s its use created a major public uproar and insecurity in Icelandic society. In the article the theory of moral panic will be used to examine if the arrival of ecstasy to Iceland ignited a moral panic. Media reports on ecstasy, public reactions, interest groups and government institutions will be analysed. Discourse analysis is employed on newspaper reporting on ecstasy between 1985 and 1997 to detect signs of moral panic. The main conclusion is that evidence suggests that a moral panic existed in Iceland as described in well-known theories on the subject

    Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands

    No full text
    FræðigreinarNeysla ólöglegra vímuefna hefur sýnt sig að vera einkar vel fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar ný efni koma fram á sjónarsviðið eykst oft umfjöllun fjölmiðla um notkun efnisins og þá hættu sem af neyslunni stafar. Skömmu eftir að e-taflan barst til landsins á tíunda áratug síðustu aldar fór neyslan að valda miklum usla og öryggisleysi hér á landi. Hér verður kenningunni um siðfár beitt til að kanna hvort koma e-töflunnar til landsins beri merki siðfárs. Greint verður frá umfjöllun fjölmiðla, viðbrögðum almennings, fagstétta og stjórnvalda við komu efnisins hingað til lands. Stuðst er við orðræðugreiningu á öllum fréttum um e-töfluna, sem birtust á tímabilinu 1985- 1997, til að meta hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar benda til að viðbrögð hér á landi hafi sýnt ýmis merki siðfárs eins og lýst er í þekktum kenningum um fyrirbærið.The use of illegal drugs has often been shown to ignite fear and insecurity in society. When a new drug appears the media typically reports on this drug and the risk it poses. Soon after ecstasy appeared in Iceland in the 1990s its use created a major public uproar and insecurity in Icelandic society. In the article the theory of moral panic will be used to examine if the arrival of ecstasy to Iceland ignited a moral panic. Media reports on ecstasy, public reactions, interest groups and government institutions will be analysed. Discourse analysis is employed on newspaper reporting on ecstasy between 1985 and 1997 to detect signs of moral panic. The main conclusion is that evidence suggests that a moral panic existed in Iceland as described in well-known theories on the subject

    Hverjir óttast mest afbrot á Íslandi?

    No full text
    Rannsóknir hafa sýnt að mun fleiri óttast afbrot en þeir sem brotið er á eða eiga eftir að verða fyrir brotum síðar á lífsleiðinni. Fleiri þættir en reynsla af afbrotum virðast því hafa áhrif á mat einstaklinga á eigin öryggi. Sökum þessa er ekki alltaf nóg að draga úr afbrotum til að minnka ótta við afbrot heldur verður að taka tillit til fleiri þátta. Þeir sem búa í þéttbýli virðast í þessu samhengi óttast afbrot meira en aðrir og sömuleiðis virðast konur og eldri borgarar óttast afbrot meira en karlar og yngri borgarar. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að betri fjárhagsstaða og lengri skólaganga hafa tilhneigingu til að draga úr ótta borgaranna við afbrot. Í erindinu verður sjónum einkum beint að Íslandi og þeirri spurningu varpað fram hvort þessar almennu niðurstöður eigi einnig við hér á landi.Niðurstöðurnar byggjast á netmælingu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í desember 2011 og janúar 2012. Þátttakendur voru á aldrinum 18-74 ára og komu frá öllu landinu. Fjöldi svara var um 1200 og svarhlutfallið um 53 prósent. Hlutfallsleg skipting svara eftir aldri og búsetu var í samræmi við þýðið og má fastlega búast við að svörin endurspegli það á viðunandi hátt

    Tíðni og tegundir netbrota á Íslandi

    No full text
    Undanfarin ár hafa brotamenn í ríkari mæli fært sig á netið í leit að hentugum fórnarlömbum. Framfarir í tækni hafa gert það auðveldara að nálgast fjölda einstaklinga á skömmum tíma með lítilli fyrirhöfn sem opnar nýjar leiðir til brota. Í rannsókninni er sjónum einkum beint að þolendum netbrota á Íslandi. Hvaða tegundir brota eru algengastar, og hvaða þættir geta einna helst ýtt undir hættu á brotum af þessu tagi? Þetta er í fyrsta skipti sem netbrot eru rannsökuð með þessum hætti hérlendis. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr spurningalistakönnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í mars á þessu ári. Úrtakið var 2000 einstaklingar skráðir í netpanel Félagsvísindastofnunar á aldrinum 18 – 71 árs. Svarhlutfallið var 61%. Niðurstöðurnar sýna að um 13 prósent Íslendinga greindu frá því að hafa orðið þolendur netbrota á síðastliðnum þremur árum. Svarendur á aldrinum 30 – 44 ára voru líklegastir til þess að hafa orðið fyrir broti á netinu. Algengast var að svarendur hefðu orðið fyrir meiðyrðum eða rógburði á netinu og svikum í viðskiptum

    Réttartilfinning borgaranna: Vilja Íslendingar refsa fyrir vændi og neyslu fíkniefna?

    No full text
    Margir fræðimenn telja mikilvægt að refsilöggjöfin og dómar séu í samræmi við réttartilfinningu borgaranna. Dómar sem gangi í berhögg við siðferðis- og réttlætiskennd borgaranna geti smám saman grafið undan trausti á réttarríkinu. Mælingar á afstöðu borgaranna á afbrotum eru því brýnar til að varpa ljósi á hvernig þeir skynja og upplifa afbrot og vandamálin sem þau skapa. Hér á eftir verður afstaða til örfárra brota könnuð. Byggt er á netmælingu sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi í apríl 2015. Tekið var 1176 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Alls svöruðu 711 könnuninni og svarhlutfallið því um 60 prósent. Eftirfarandi spurningum verður meðal annars svarað í erindinu? Á varsla og neysla fíkniefna eða sala og kaup á kynlífstengdri þjónustu eins og vændi að vera refsiverð? Er neysla kannabisefna að aukast í samfélaginu? Hvaða brot telja Íslendingar mesta vanda afbrota á Íslandi
    corecore