Undanfarin ár hafa brotamenn í ríkari mæli fært sig á netið í leit að hentugum fórnarlömbum. Framfarir í tækni hafa gert það auðveldara að nálgast fjölda einstaklinga á skömmum tíma með lítilli fyrirhöfn sem opnar nýjar leiðir til brota. Í rannsókninni er sjónum einkum beint að þolendum netbrota á Íslandi. Hvaða tegundir brota eru algengastar, og hvaða þættir geta einna helst ýtt undir hættu á brotum af þessu tagi? Þetta er í fyrsta skipti sem netbrot eru rannsökuð með þessum hætti hérlendis. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr spurningalistakönnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í mars á þessu ári. Úrtakið var 2000 einstaklingar skráðir í netpanel Félagsvísindastofnunar á aldrinum 18 – 71 árs. Svarhlutfallið var 61%. Niðurstöðurnar sýna að um 13 prósent Íslendinga greindu frá því að hafa orðið þolendur netbrota á síðastliðnum þremur árum. Svarendur á aldrinum 30 – 44 ára voru líklegastir til þess að hafa orðið fyrir broti á netinu. Algengast var að svarendur hefðu orðið fyrir meiðyrðum eða rógburði á netinu og svikum í viðskiptum