6 research outputs found

    The effect of dietary fish oil on bacterial growth in vivo

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Epidemiological studies have indicated that high intake of w-3 fatty acids influence various diseases such as cardiovascular diseases and autoimmune disorders. These fatty acids are essential in the diet since the body can not form them de novo. Fish oil is rich in w-3 fatty acids but the w-3 content of vegetable oil is low. The research group has shown increased survival of mice fed cod liver oil enriched diet versus mice fed corn oil enriched diet when infected with Klebsiella pneumoniae intramuscularly. In the present study we investigated the effect of dietary fish oil on bacterial growth in vivo. Material and methods: Mice were fed fish oil enriched diet and a control group was fed corn oil enriched diet for six weeks and then the mice were infected with Klebsiella pneumoniae intramuscularly. The mice were sacrificed at various time intervals and bacteria were counted in blood and in the infected muscle. Results: The bacteria count in blood and tissue was not significantly different between the two groups although a trend was noted towards more growth in the control group. Conclusions: We conclude that fish oil does not significantly affect bacterial growth in vivo. Hopefully, future research will reveal the pathophysiological effect of fish oil.Tilgangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að mikil neysla w-3 fitusýra hafi áhrif á ýmsa sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfnæmissjúkdóma. Líkaminn getur ekki nýmyndað w-3 fitusýrur, og því er nauðsynlegt að fá þær úr fæðunni. Lýsi er mjög ríkt af slíkum fitusýrum, en jurtaolíur aftur á móti ekki. Rannsóknarhópurinn hefur sýnt fram á aukna lifun músa sem fengið höfðu lýsisbætt fæði samanborið við mýs sem fengu kornolíubætt fæði og voru sýktar með Klebsiella pneumoniae í vöðva. Í þessari rannsókn var kannað, hvort þau áhrif væru vegna áhrifa lýsis á bakteríuvöxt in vivo. Efniviður og aðferðir: Mýs voru aldar á lýsisbættu fæði eða kornolíubættu fæði til viðmiðunar í sex vikur og þá sýktar með Klebsiella pneumoniae í vöðva. Mýsnar voru aflífaðar á mismunandi tímapunktum og var fjöldi baktería í blóði og frá sýkingarstað talinn. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á bakteríufjöldanum í hópunum á mismunandi tímapunktum, hvorki í blóði né á sýkingarstað, þó var tilhneiging til meiri vaxtar í kornolíuhópnum. Ályktanir: Lýsi virðist ekki hafa marktæk áhrif á bakteríuvöxt in vivo. Frekari rannsóknir munu vonandi leiða nánar í ljós hver áhrif lýsisins eru

    Effect of dietary fish-oil on survival of experimental animals after infection with Streptococcus pneumoniae or Klebsiella pneumoniae

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Dietary fish-oil has beneficial effect in infections and in autoimmune disorders. This effect is thought to be associated with alterations in the immune system. The Gram negative organism Klebsiella pneumoniae has been used as an infective agent in most studies investigating the effect of dietary fish-oil on infection. The immune response against Gram positive bacteria is somewhat different to the response to Gram negative oeganisms. Moreover, the Gram positive bacteria Streptococcus pneumoniae is a very common pathogen, particularly in children. To investigate whether dietary fish-oil has different effect in infections by Gram positive or Gram negative bacteria, we studied the survival of mice fed with fish-oil or corn-oil supplemented diets and infected in the lungs with either Klebsiella pneumoniae or Streptococcus pneumoniae. Materials and methods: 120 NMRI mice were divided into four groups and fed diets supplemented with fish-oil (two groups, 30 mice in each group) or corn-oil (two groups, 30 mice in each group). After six weeks, the mice were infected with Klebsiella pneumoniae (fish-oil group and corn-oil group) or with Streptococcus pneumoniae serotype 3 (fish-oil group and corn-oil group). The survival was monitored. The experiment was performed twice. Results: The survival of the mice infected with Klebsiella pneumoniae was significantly better in the groups receiving the fish-oil enriched diet as compared to the groups fed the corn-oil enriched diet (p=0.0001 and 0.0013). There was no difference in the survival of mice infected with Streptococcus pneumoniae serotype 3, receiving the fish-oil or corn-oil enriched diets (p=0.74 and p=0.15). Conclusions: These results indicate that dietary fish-oil has beneficial effect on survival of mice after experimental infection with the Gram negative bacteria Klebsiella pneumoniae but not on experimental infections with the Gram positive bacteria Streptococcus pneumoniae serotype 3.Markmið: Áhrif lýsisneyslu á lifun eftir sýkingar og á sjálfnæmissjúkdóma hefur verið staðfest af ýmsum rannsóknarhópum. Talið er að áhrifin megi rekja til breytinga á ónæmissvari líkamans. Flestar rannsóknanna hafa verið gerðar með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae. Ónæmissvarið gegn Gram jákvæðum bakteríum er nokkuð frábrugðið svari gegn Gram neikvæðum bakteríum. Þá er Gram jákvæða bakterían Streptococcus pneumoniae mjög algengur sýkingavaldur, einkum í börnum. Til að kanna hvort verndandi áhrif lýsisneyslu séu mismunandi eftir því hvort sýkt er með Gram jákvæðum eða Gram neikvæðum bakteríum rannsökuðum við áhrif lýsisríks fæðis á lifun músa eftir sýkingar með Klebsiella pneumoniae eða Streptococcus pneumoniae. Efniviður og aðferðir: 120 NMRI músum var skipt í fjóra hópa og voru aldar á fæði bættu með lýsi (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi) eða á fæði bættu með kornolíu (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi). Eftir sex vikur voru mýsnar sýktar með Klebsiella pneumoniae (lýsishópur og kornolíuhópur) eða með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 (lýsishópur og kornolíuhópur). Fylgst var með lifun músanna. Tilraunin var síðan endurtekin á sama hátt. Niðurstöður: Lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae var marktækt betri hjá hópunum sem fengu lýsisríkt fæði samanborið við hópana sem fengu kornolíubætt fæði (p=0,0001 og 0,0013). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lifun músa sem sýktar voru með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 hvort heldur þær fengu lýsisríkt eða kornolíuríkt fæði (p=0,74 og p=0,15). Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að áhrif lýsisríks fæðis tilraunadýra séu greinileg þegar sýkt er með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae en ekki í sýkingum með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3

    Beneficial effect of dietary fish-oil is independent of the infection site

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Fish-oil enriched diet has a protective effect on experimental animals infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. It also has beneficial effect in several other diseases, including autoimmune disorders. The pathophysiological effects of dietary fish-oil have still not been revealed although it is expected to influence the immune response. We have previously shown that dietary fish-oil has beneficial effect in mice infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. If the beneficial effect of dietary fish-oil is due to influence on the immune response it should be independent of the infection site. We therefore investigated whether dietary fish-oil has beneficial effect in intrapulmonary infection with Klebsiella pneumoniae as it has on intramuscular infection with the same bacteria. Materials and methods: Sixty NMRI mice were fed diets enriched with fish-oil (30 mice) or corn-oil (30 mice) for six weeks. The mice were then infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae and the survival was monitored. The experiment was performed twice. The results were compared to our earlier results with intramuscular infections. Results: The survival of the mice fed the fish-oil enriched diet and infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae was significantly better compared to the survival of mice fed the corn-oil enriched diet in both experiments (p=0.0001 and p=0.0013). These results are similar to our earlier findings when the mice were infected intramuscularly. Conclusions: These results indicate that the beneficial effect of dietary fish-oil on infection is independent of the site of infection. These results are in accordance with the hypothesis that dietary fish-oil influences the immune response.Markmið: Lýsisríkt fæði hefur verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae og hefur einnig áhrif í ýmsum sjúkdómum, þar á meðal sjálfnæmissjúkdómum. Ekki er ljóst á hvern hátt lýsið virkar þó líklegt sé að virknin tengist áhrifum lýsis á ónæmissvar dýranna við sýkingunum og öðru áreiti. Rannsóknarhópurinn hefur áður birt niðurstöður sem sýna verndandi áhrif lýsisneyslu í sýkingum með Klebsiella pneumoniae þegar bakteríunni er sprautað í vöðva. Ef verndandi áhrif lýsis í sýkingum tengjast almennt ónæmissvari líkamans ættu þau að koma fram óháð íkomustað sýkingarinnar. Í tilraunum okkar nú var því kannað hvort lýsið hefði sömu verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt voru í lungu í stað vöðva eins og það gerði í fyrri tilraunum. Efniviður og aðferðir: Sextíu NMRI mýs voru aldar í sex vikur á fæði bættu með lýsi (30 mýs) eða fæði bættu með kornolíu (30 mýs). Eftir það voru mýsnar sýktar í lungu með Klebsiella pneumoniae og fylgst með lifun. Tilraunin var síðan endurtekin á nákvæmlega sama hátt. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fyrri tilraunir hópsins þar sem sýkt var í læri. Niðurstöður: Lifun músa sem fengið höfðu lýsisbætt fæði var marktækt betri í báðum tilraununum samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 og p=0,0013). Niðurstöðurnar eru sambærilegar fyrri niðurstöðum þegar sýkt var í vöðva. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að jákvæð áhrif lýsisneyslu komi fram óháð íkomustað bakteríanna. Niðurstöðurnar eru því í samræmi við þá kenningu að lýsisneyslan hafi áhrif á ónæmissvar líkamans fremur en afmarkaða staðbundna þætti

    Wilms' tumor in Iceland 1961-1995. A retrospective study

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Wilms' tumor is a malignant disease in the kidneys that usually affects young children. Information about the clinical behaviour of this tumor in Iceland has been scarce. The aim of this study was to find the incidence, clinical presentation, treatment and survival of patients with Wilms' tumor. Material and methods: Included in the study were all patients diagnosed with Wilms' tumor in Iceland from 1st of January 1961 to 31st of December 1995. Altogether, there were 17 patients, 15 children, mean age 33 months (standard deviation 19, range 5-77 months) and two adults (age 25 and 29), with M/F ratio 0.7. Information was gained from each patient's record and the cancer registry of the Icelandic Cancer Society. All the tumors were re-evaluated by a pathologist and staged according to the NWTS staging system. Results: Age adjusted incidence during the study period was 0.2/100,000 per year (1.0 for children under 15 years). Abdominal mass (65%) and abdominal pain (53%) were the most common symptoms. Histology was typical in all cases except one with anaplasia and another with sarcomatous growth. One patient was diagnosed in stage I (6%), six in stage II (35%) and seven in stage III (41 %). Two patients had pulmonary metastases (stage IV) and one had bilateral tumor (stage V). Nephrectomy was performed in all cases. The operative mortality was 12%. Of the 15 patients surviving surgery, 12 received radiotherapy, 12 chemotherapy and nine both treatments. Crude five-year-survival for the whole group was 42%, 25% for the patients diagnosed 1961-1976 and 61% for those diagnosed 1977-1995 (p=0.13). The patient with bilateral tumor was still alive 13 years after diagnosis. Conclusion: As in other Western countries, Wilms' tumor is rare in Iceland and has similar incidence and clinical presentation. Two thirds of the patients were diagnosed in stage II or III. Even patients with distant metastases can be cured with multimodal treatment: surgery, chemotherapy and radiotherapy. There was a trend toward better survival during the study period.Tilgangur: Wilmsæxli er illkynja sjúkdómur í nýrum og greinist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið hefur verið ritað um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði Wilmsæxla á Íslandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og lífs-horfur sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir fullorðnir (25 og 29 ára) á tímabilinu 1. janúar 1961 til 31. desember 1995, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Meðalaldur barnanna var 33 mánuðir (staðalfrávik 19, bil 5-77 mánuðir). Upplýsingar um einkenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin stiguð (National Wilms' Tumor Study, NWTS flokkun). Niðurstöður: Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 á 100.000 íbúa á ári og 1,0 fyrir börn yngri en 15 ára. Helstu einkenni voru fyrirferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir eða óværð (53%). Þvagfæramyndataka var gerð í 14 tilvikum og leiddi hún alltaf í ljós æxli í nýra. Við greiningu var einn sjúklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi í dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir létust í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 12 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (níu fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin, en villivöxtur (anaplasia) sást í einu tilviki og sarkmeinsútlit í öðru. Fimm ára lifun þeirra átta sem greindust á árunum 1961-1976 var 25%, en lifun þeirra sem greindust 1977-1995 var 61% (p=0,13). í heild var fimm ára lifun 42%. Ályktun: Wilmsæxli eru sjaldgæf á Íslandi, en engu að síður er nýgengi í hærri kantinum sé miðað við nágrannalönd. Flestir greinast með langt genginn sjúkdóm (stig II og III) en þrátt fyrir það er lækning möguleg, jafnvel þó fjar-meinvörp séu einnig til staðar (stig IV). Á síðari hluta rannsóknartímabilsins var tilhneiging til bættra lífslíka, sennilega vegna breyttrar meðferðar

    Framvinda nemenda í Centris

    No full text
    Verkefnið var unnið sem B.Sc. verkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Heiti verkefnisins er "Framvinda nemenda í Centris", en það var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Centris er nýr innrivefur fyrir Háskólann í Reykjavík sem hefur verið í þróun hjá Daníel Brandi Sigurgeirssyni með nemendum HR. Verkefnið fólst í því að búa til kerfi sem safnar upplýsingum um virkni nemenda, og metur hve miklar líkur eru á að viðkomandi nemandi sé að fara að hætta námi

    Beneficial effect of dietary fish-oil is independent of the infection site

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Fish-oil enriched diet has a protective effect on experimental animals infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. It also has beneficial effect in several other diseases, including autoimmune disorders. The pathophysiological effects of dietary fish-oil have still not been revealed although it is expected to influence the immune response. We have previously shown that dietary fish-oil has beneficial effect in mice infected intramuscularly with Klebsiella pneumoniae. If the beneficial effect of dietary fish-oil is due to influence on the immune response it should be independent of the infection site. We therefore investigated whether dietary fish-oil has beneficial effect in intrapulmonary infection with Klebsiella pneumoniae as it has on intramuscular infection with the same bacteria. Materials and methods: Sixty NMRI mice were fed diets enriched with fish-oil (30 mice) or corn-oil (30 mice) for six weeks. The mice were then infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae and the survival was monitored. The experiment was performed twice. The results were compared to our earlier results with intramuscular infections. Results: The survival of the mice fed the fish-oil enriched diet and infected in the lungs with Klebsiella pneumoniae was significantly better compared to the survival of mice fed the corn-oil enriched diet in both experiments (p=0.0001 and p=0.0013). These results are similar to our earlier findings when the mice were infected intramuscularly. Conclusions: These results indicate that the beneficial effect of dietary fish-oil on infection is independent of the site of infection. These results are in accordance with the hypothesis that dietary fish-oil influences the immune response.Markmið: Lýsisríkt fæði hefur verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae og hefur einnig áhrif í ýmsum sjúkdómum, þar á meðal sjálfnæmissjúkdómum. Ekki er ljóst á hvern hátt lýsið virkar þó líklegt sé að virknin tengist áhrifum lýsis á ónæmissvar dýranna við sýkingunum og öðru áreiti. Rannsóknarhópurinn hefur áður birt niðurstöður sem sýna verndandi áhrif lýsisneyslu í sýkingum með Klebsiella pneumoniae þegar bakteríunni er sprautað í vöðva. Ef verndandi áhrif lýsis í sýkingum tengjast almennt ónæmissvari líkamans ættu þau að koma fram óháð íkomustað sýkingarinnar. Í tilraunum okkar nú var því kannað hvort lýsið hefði sömu verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt voru í lungu í stað vöðva eins og það gerði í fyrri tilraunum. Efniviður og aðferðir: Sextíu NMRI mýs voru aldar í sex vikur á fæði bættu með lýsi (30 mýs) eða fæði bættu með kornolíu (30 mýs). Eftir það voru mýsnar sýktar í lungu með Klebsiella pneumoniae og fylgst með lifun. Tilraunin var síðan endurtekin á nákvæmlega sama hátt. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fyrri tilraunir hópsins þar sem sýkt var í læri. Niðurstöður: Lifun músa sem fengið höfðu lýsisbætt fæði var marktækt betri í báðum tilraununum samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 og p=0,0013). Niðurstöðurnar eru sambærilegar fyrri niðurstöðum þegar sýkt var í vöðva. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að jákvæð áhrif lýsisneyslu komi fram óháð íkomustað bakteríanna. Niðurstöðurnar eru því í samræmi við þá kenningu að lýsisneyslan hafi áhrif á ónæmissvar líkamans fremur en afmarkaða staðbundna þætti
    corecore