127 research outputs found

    Lung transplantation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLung transplantation is an option in the treatment of end stage lung diseases, excluding lung cancer, that lead to short life expectancy and poor quality of life. Now they are mostly limited by shortage of donor organs and longterm complications. They are used for various lung diseases such as pulmonary vascular diseases, fibrosing diseases, chronic obstructive pulmonary diseases and diseases that cause chronic infections. Depending on the indication it is possible to perform heart and lung transplantation, single lung or double lung transplantation.Indications, contraindications, surgical methods, immunosuppression, complications and outcomes will be discussed. Survival is not as good as for other solid organ transplantation. Measurement of pulmonary function and quality of life improve with lung transplantation. Bronchiolitis obliterans is the most common complication and is the most limiting factor. A few Icelanders have undergone lung transplantation, most of them in Gothenburg, Sweden. The future of lung transplantation depends on limiting the incidence of bronchiolitis obliterans and finding more organ donors.Lungnaígræðsla er valkostur við meðferð langt gengnum lungnasjúkdómum, öðrum en krabbameinum, þar sem lífslíkur eru mjög skertar og lífsgæði léleg, þrátt fyrir bestu lyfjameðferð. Þær takmarkast mest af skorti á líffæragjöfum og langtíma fylgikvillum. Þeim er beitt við ýmsum gerðum af lungnasjúkdómum, svo sem lungnaæðasjúkdómum, bandvefsmyndandi sjúkdómum, langvinnum lungnateppusjúkdómum og sjúkdómum sem valda þrálátum sýkingum eins og slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis). Hægt er að græða í bæði hjarta og lungu, annað lunga eða bæði lungu eftir sjúkdómsgerð. Sagt er frá ábendingum, frábendingum, skurðtækni, ónæmisbælandi lyfjum, fylgikvillum og árangri. Lifun er ekki eins góð og í öðrum líffæraígræðslum og stafar það af því hve lungun eru viðkvæm. Lungnapróf og heilsutengd lífsgæði batna þó mikið við lungnaígræðslu og sjúklingar losna við súrefnisgjöf. Stíflumyndandi berkjungabólga er algengasti fylgikvillinn og takmarkar langmest árangur af lungnaígræðslum. Nokkrir Íslendingar hafa gengist undir lungnaígræðslur, flestir í Gautaborg. Framtíð lungnaígræðslu snýst um að draga úr tíðni stíflumyndandi berkjungabólgu og að afla fleiri líffæragjafa

    Case report: respiratory symptoms in a competitive swimmer.

    Get PDF
    Ungur keppnissundmaður leitaði læknis vegna öndunarfæraeinkenna sem tengdust sundiðkun. Hann reyndist hafa eðlilegt öndunarpróf. Hann greindist með astma með berkjuauðreitniprófi og var settur á viðeigandi meðferð. Gefið er yfirlit yfir reglur íþróttahreyfingarinnar um greiningu astma, hvaða astmalyf eru á bannlista og hvernig er sótt um undanþágu frá þessum reglum. Farið er yfir greiningarpróf astma. Fyrir utan öndunarpróf fyrir og eftir berkjuvíkkun er stuðst við berkjuauðreitnipróf og áreynslupróf. Þá er gefið yfirlit yfir meingerð astma hjá sundmönnum og hvernig hann er talinn tengjast klór sem notaður er sem sótthreinsiefni í sundlaugum og algengi astma meðal keppnisfólks í sundi er skoðað.A young competitive swimmer consulted a physician because of respiratory symptoms. He was found to have a normal spirometry. Bronchial asthma was diagnosed based on bronchial challenge test and appropriate treatment started. An overview is given on the rules of the National Sports Association on the treatment of asthma, which asthma medications are banned and how to apply for an exemption. Diagnostic studies for asthma are reviewed. In addition to spirometry before and after bronchodilatation, bronchial challenge tests and exercise tests are used. An overview of pathophysiology of swimmer's asthma is given and how it is connected to chloride that is used as a disinfectant. The incidence of asthma among competitive swimmers is reviewed

    High altitude sickness - review

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHigh altitude sickness is a common name for illnesses that can occur at high altitude, usually above 3000 meters from sea level. The cause is hypoxia but the pathophysiology of the diseases is a complex mixture of multiple factors, involving the human response to hypoxia. The most common symptom is headache, but loss of appetite, nausea and sleep disturbances are also common complaints. With rapid or high ascent there is increased risk of acute mountain sickness, with severe headache that responds poorly to pain medications, nausea, vomiting and extreme fatigue as the most common symptoms. The most severe forms of high-altitude sickness are high altitude cerebral edema and high altitude pulmonary edema. High altitude sickness can be prevented by slow ascent and avoiding overexertion. Medications can also be used to reduce symptoms. In this overview high altitude physiology and acclimatisation are reviewed. The main types of high altitude sickness are described with special emphasis on symptoms and diagnosis, but treatment and prevention are also reviewed.Hæðarveiki* er samheiti yfir sjúkdóma sem gera vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli, oftast þegar komið er yfir 3000 metra hæð. Aðallega er um þrjár gerðir hæðarveiki að ræða, háfjallaveiki, háfjallaheilabjúg og háfjallalungnabjúg. Orsök hæðarveiki er almennt talin vera súrefnisskortur en meingerð sjúkdómanna er flókið samspil margra þátta sem til verða vegna viðbragða líkamans við súrefnisskorti. Höfuðverkur er algengastur en lystarleysi, ógleði og svefntruflanir eru einnig algengar kvartanir. Við hraða eða mikla hækkun er hætta á bráðri háfjallaveiki en helstu einkenni hennar eru svæsinn höfuðverkur sem svarar illa verkjalyfjum, ógleði, uppköst og mikil þreyta. Háfjallalungnabjúgur og háfjallaheilabjúgur eru alvarlegustu tegundir hæðarveiki. Hæðarveiki er helst hægt að fyrirbyggja með því að hækka sig rólega og stilla gönguhraða í hóf. Einnig má draga úr einkennum með lyfjum. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um háfjallalífeðlisfræði og hæðaraðlögun, mismunandi tegundir hæðarveiki, einkenni og greiningu, ásamt meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir

    Occupational accidents in Icelandic farmers. Risk factor analysis using questionnaire

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)BACKGROUND: There is limited information on occupational injuries among Icelandic farmers. It has been suggested that they are common. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers. The aims of the study were to study occupational accidents among farmers and their effects on absence from work, doctor visits and well-being. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms, occupational injuries and doctor visits (response rate 54%). RESULTS: Occupational accidents were common among middle aged and older farmers and lead often to prolonged absence from work. Livestock was most common cause of the accidents, while the association with using alcohol while working was clear. Those involved in occupational accidents more commonly visited a doctor for musculoskeletal symptoms and pain. They also estimated physical and mental well-being worse and had more psychiatric symptoms. CONCLUSIONS: Occupational accidents were common among farmers and lead to prolonged absence from work. They lead to more doctor visits and and worse wellbeing. These results can be used to reinforce health care and preventive measures against occupational accidents among farmers.Inngangur: Lítið er vitað um vinnuslys bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að vinnuslys séu algeng hjá þessum starfshópi. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vinnuslys meðal bænda og hvaða áhrif þau hefðu á líðan, fjarvistir frá vinnu og læknisheimsóknir. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni, vinnuslys og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Niðurstöður: Vinnuslys voru algeng hjá miðaldra og eldri bændum og leiddu þau oft til langra fjarvista. Búpeningur var áberandi orsök slysanna, en tengsl við áfengisnotkun í tengslum við vinnu voru einnig skýr. Þeir sem höfðu orðið fyrir vinnuslysum leituðu oftar læknis vegna stoðkerfiseinkenna og verkja. Þeir mátu einnig líkamlega og andlega líðan verri og höfðu meiri geðræn einkenni. Ályktun: Vinnuslys voru algeng hjá bændum og leiddu til langra vinnufjarvista. Þau leiddu til fleiri læknisheimsókna og líðan var verri. Þessar niðurstöður má nota til að efla heilsugæslu og forvarnir gegn slysum. Bændur þurfa að endurskoða áhættumat sitt með tilliti til slysa

    Effects of volcanic eruptions on human health in Iceland. Review

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnEldgos eru tíð á Íslandi og hafa valdið margvíslegu heilsutjóni allt frá því land byggðist. Hér er gefið yfirlit yfir áhrif eldgosa á heilsufar manna á Íslandi. Sagt er frá eldgosavirkni á Íslandi og áhrifum lofttegunda og gosösku á heilsufar manna. Eldfjallagös geta verið mjög eitruð fyrir menn ef þau eru af háum styrk en hafa í lægri styrk ertandi áhrif á slímhúðir í augum og efri öndunarvegum. Þau eru einnig ertandi fyrir húð. Öskufall er einnig ertandi fyrir slímhúðir augna og efri öndunarvegs. Mjög litlar öskuagnir geta borist í lungnablöðrur. Tekin eru dæmi um fjögur mismunandi eldgos sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar Íslendinga. Gosið í Lakagígum 1783-84 er það eldgos sem hefur haft mest áhrif á heilsufar Íslendinga og valdið mestu manntjóni. Þrátt fyrir tíð eldgos undanfarna áratugi hefur manntjón verið lítið síðustu 100 ár og áhrif á heilsufar einnig, þótt langtímarannsókna sé þörf í þeim efnum. Rannsóknir á heilsufarsáhrifum Eyjafjallajökulsgossins 2010 sýndu bæði aukin andleg og líkamleg einkenni, einkum hjá fólki með öndunarfærasjúkdóma. Emb- ætti landlæknis og aðrir viðbragðsaðilar hafa brugðist skjótt við tíðum eldgosum síðastliðin ár og gefið út skýrar leiðbeiningar til að draga úr hættu á heilsutjóni.Volcanic eruptions are common in Iceland and have caused health problems ever since the settlement of Iceland. Here we describe volcanic activity and the effects of volcanic gases and ash on human health in Iceland. Volcanic gases expelled during eruptions can be highly toxic for humans if their concentrations are high, irritating the mucus membranes of the eyes and upper respiratory tract at lower concentrations. They can also be very irritating to the skin. Volcanic ash is also irritating for the mucus membranes of the eyes and upper respiratory tract. The smalles particles of volcanic ash can reach the alveoli of the lungs. Described are four examples of volcanic eruptions that have affected the health of Icelanders. The eruption of Laki volcanic fissure in 1783-1784 is the volcanic eruption that has caused the highest mortality and had the greatest effects on the well-being of Icelanders. Despite multiple volcanic eruptions during the last decades in Iceland mortality has been low and effects on human health have been limited, although studies on longterm effects are lacking. Studies on the effects of the Eyjafjallajökul eruption in 2010 on human health showed increased physical and mental symptoms, especially in those having respiratory disorders. The Directorate of Health in Iceland and other services have responded promptly to recurrent volcanic eruptions over the last few years and given detailed instructions on how to minimize the effects on the public health

    Mental health and wellbeing in Icelandic farmers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: Some studies have suggest increased prevalence of mental health problems in farmers while others suggest, they are less common. This study aimed to determine the prevalence of mental health problems in Icelandic animal farmers. MATERIAL AND METHODS: This was a cross sectional study of all animal farmers in Iceland (response rate 54%, 1021) with an age matched comparison group (response rate 46%, 637). Psychiatric health was evaluated with General Health Questionnaire-12 and CAGE. Work conditions were studied with eight questions from the General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work. RESULTS: Farmers were less commonly alcohol consumers. The prevalence of mental health problems among farmers was 17 % while it was 22 % among non-farmers. According to CAGE 16% of male nonfarmers versus 11 % of farmers (p<0,032) had alcohol problems. There was no difference for females. Male farmers less commonly sought medical attention than non-farmers for anxiety, alcoholism and drug abuse. Farmers more often felt that their work was challenging in a positive way and also that work tasks were too complicated. CONCLUSIONS: Mental health disturbances were less common in animal farmers. Educating farmers on work related issues might be important in improving the farming environment.Tilgangur: Rannsóknir sem lúta að heilsufari bænda hafa verið misvísandi hvað varðar andlega vanheilsu og algengi geðsjúkdóma. Markmið með þessari rannsókn var að meta geðheilsu og líðan íslenskra bænda borið saman við úrtak þjóðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn á öllum fjár- og kúabændum á Íslandi (svarhlutfall 54%, N =1021) borið saman úrtak úr almennu þýði (svarhlutfall 46%, 637). Geðheilsa var metin með General Health Questionnaire-12 og CAGE-spurningalistunum. Vinnuumhverfi var metið með spurningum úr „General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work“. Niðurstöður: Bændur notuðu síður áfengi en almenningur. Algengi geðsjúkdóma meðal bænda samkvæmt GHQ-12 var 17% en meðal almennings 22%. Samkvæmt CAGE áttu 16% karla borið saman við 11% karlbænda (p< 0,032) við áfengisvanda að etja. Karlkyns bændur sóttu síður hjálp en kynbræður þeirra vegna kvíða, og áfengis- og vímuefnanotkunar. Bændur töldu verkefni sín oftar skemmtilega krefjandi en almenningur en samtímis töldu þeir verkefni sín oftar of erfið fyrir sig. Ályktun: Bændur hafa minni merki um andlega vanheilsu en úrtak fólks úr samfélaginu. Þeir leita síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar. Vinnuumhverfi bænda er erfitt og krefjandi og virðist því brýnt að auka þekkingu á því hvernig bæta megi vinnuumhverfi þeirra

    General health in Icelandic farmers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: There is a limited information on the general health of Icelandic farmers. It has been suggested that it might be worse than among other professions. This is thought to be in part because of the unique work environment of farmers.The aims of the study were to compare the general health of animal farmers with a group of non-farmers, and test the hypothesis that animal farmers overall have a better general health than non-farmers. METHODS: A cross sectional study of all animal farmers in Iceland operating running a farm of more than 100 animal (sheep) units compared with a group of non-farmers. A total of 2042 farmers were sent a detailed questionnaire concerning general health symptoms and doctor visits (response rate 54%). The comparison group consisted of 1500 randomly chosen non-farming individuals (response rate 46%). RESULTS: Farmers comprised more males, were older and smoked less than non-farmers. When general health symptoms for the last 12 months were compared between farmers and non-farmers, minor differences were noted. Farmers less commonly had restless legs, fatigue, diarrhea, allergy and hearing loss. There were no differences in doctor visits for many chronic diseases such as diabetes and hypertension despite the age difference between the groups. Repeated absence from work was less common among farmers and they had shorter sick leaves than comparison group. CONCLUSIONS: Minor differences were noted in general symptoms and doctor visits between farmers and non-farmers despite the fact that farmers were older. Absence from work for illness is less common among farmers. This study suggest that farmers general health is not worse than that of others.Inngangur: Lítið er vitað um almennt heilsufar bænda á Íslandi. Oft er því haldið fram að það sé verra en meðal annarra starfshópa. Sérstakt starfsumhverfi bænda er talið eiga þátt í því. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera almenna heilsu íslenskra bænda við samanburðarhóp og prófa þá tilgátu að almennt heilsufar bænda sé lakara en annarra. Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn af öllum bændum á Íslandi með bú stærra en 100 ærgildi sem bornir voru saman við hóp fólks sem ekki eru bændur. Alls var 2042 bændum sendur ítarlegur spurningalisti um almenn heilsufarseinkenni og læknisheimsóknir (svarhlutfall 54%). Í samanburðarhópi voru 1500 manns sem ekki voru bændur, valdir með slembiúrtaki (svarhlutfall 46%). Niðurstöður: Bændur voru eldri og reyktu minna en samanburðarhópur. Þegar heilsufarseinkenni síðustu 12 mánaða voru borin saman kom lítill munur fram. Bændur höfðu sjaldnar fótaóeirð, þreytu, niðurgang, ofnæmi og heyrnartap. Það var enginn munur á læknisheimsóknum vegna margra langvinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýstings þrátt fyrir aldursmun hópanna. Bændur voru sjaldnar fjarverandi vegna veikinda og veikindaleyfi þeirra var styttra en samanburðarhóps. Ályktun: Lítill munur var á almennum heilsufarseinkennum og læknisheimsóknum vegna algengra sjúkdóma þegar bændur voru bornir saman við hóp af fólki sem ekki var í bústörfum þrátt fyrir að bændur væru eldri. Rannsóknin bendir til þess að heilsufar bænda sé ekki lakara en annarra

    Spontanous pneumomediastinum after yoga practice - a case report

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPneumomediastinum is defined as interstitial air in the mediastinum, without any apparent precipating factor such as trauma, oesophageal perforation or infections. It is very uncommon and usually affects young otherwise healthy individuals. The most common symtoms are chest pain and dyspnea with subcutaneous emphysema found on examination. Treatment is usually conservative with pain relief. Here, we present an unusual case of a 23-year-old previously healthy male who was diagnosed with pneumomediastinum after practising yoga. This case demonstrates the need to study patients with chest pain of unknown cause in details to find causes.Sjálfsprottið loftmiðmæti (spontanteous pneumo-mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds. Þetta er sjaldgæfur kvilli sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Langoftast er ekki þörf á neinni sérstakri meðferð né eftirfylgd og horfur eru mjög góðar. Hér er lýst 23 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku vegna brjóstverkja sem komu skyndilega við jógaæfingar og reyndist vera sjálfsprottið loftmiðmæti. Þetta tilfelli sýnir mikilvægi þess að rannsaka einstaklinga með brjóstverki ítarlega til að finna orsakir

    Volcanic eruptions and toxic gases

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Computerized tomography guided percutaneous needle biopsies at Landspitali University Hospital. Indications, complications and results

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Transthoracic needle aspiration biopsies (TNAB) are ideal for diagnosis of peripheral lung nodules. The purpose of the study is to investigate computerized tomography (CT) guided TNAB at Landspitali University Hospital (LUH) in regard to indications, complications, results and evaluate the diagnoses that were obtained with the biopsies. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts at LUH. A list of TNAB done over an 18 month period in 2003 to 2004 was obtained from the Department of Medical Imaging. Indications for biopsy, pathology diagnosis, complications and treatment were studied. Further studies and final diagnosis were also studied. RESULTS: There were total of 93 patients that had TNAB. Records were available on 82 patients (46 males og 36 females). Most often the study was done because of cancer suspicion. Nodules were commonly 2-3 cm large. Most commonly there was one nodule that was peripheral. 25/82 (30%) patients developed pneumothorax after the procedure and four patients needed a chest tube. The most common diagnosis was cancer in 36/82 (44%), unspecific changes in 15/82, normal tissue in 12/82, inflammation in 9/82 and other benign causes in 10/82. The sensitivity to diagnose cancer was 61% and specificity 100%. The final diagnosis was cancer in 59/82 (72%) of the cases and benign causes in 23/82. CONCLUSIONS: The diagnostic yield of TNAB is lower in our study than in many previous studies. The rate of complications is similar. It it necessary to do followup studies in benign diagnoses because many of them have cancer when studied further.Tilgangur: Ástunga gegnum brjóstvegg með nál er heppileg þegar um er að ræða hnúða í lungum sem liggja að eða nálægt brjóstvegg. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar, árangur og fylgikvilla af ástungum í tölvusneiðmyndatæki á Landspítala (LSH) og kanna lokagreiningu. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám LSH. Frá myndgreiningardeild LSH var fenginn listi yfir ástungur gegnum brjóstvegg sem framkvæmdar voru á 18 mánuðum árin 2003-2004. Kannaðar voru ábendingar fyrir ástungu, niðurstaða vefjagreiningar, fylgikvillar og meðferð þeirra. Frekari rannsóknir sem gerðar voru og lokagreining voru athugaðar. Niðurstöður: Alls var um að ræða 93 sjúklinga. Upplýsingar fengust um 82 sjúklinga (46 karlar og 36 konur). Langflestir komu vegna gruns um krabbamein. Algengast var að hnúðarnir væru 2-3 cm að stærð. Oftast var um einn hnúð að ræða sem lá nálægt brjóstvegg. 25/82 (30%) sjúklingar fengu loftbrjóst eftir aðgerðina og þurftu fjórir brjóstholskera. Algengasta greining var krabbamein hjá 36/82 (44%), ósértækar breytingar 15/82, eðlilegur vefur hjá 12/82, bólga hjá 9/82 og aðrar góðkynja orsakir hjá 10/82. Næmi rannsóknarinnar gagnvart krabbameini er 61% og sértæki 100%. Lokagreining var krabbamein hjá 59/82 (72%) einstaklingum og góðkynja orsakir hjá 23/82 þeirra. Ályktanir: Árangur af þessum ástungum er lakari en í erlendum rannsóknum. Tíðni fylgikvilla er svipuð. Nauðsynlegt er að fylgja eftir góðkynja greiningum því stór hluti þeirra reynist vera krabbamein við nánari skoðun
    corecore