15 research outputs found

    Self regulation among four and six year old children in Iceland: Assessment of two types of measures

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textBehavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success, but few studies have examined self-regulation among children in Iceland. In the present study, an Icelandic translation of two widely-used measures of self-regulation, one behavioral and one assessment tool for parents or teachers, will be described and their validity and reliability will be assessed. Two versions of the behavioral measure were used; the Head-to-toe-Task (HttT; McClelland, et al., 2007) was used with children around the age four, and the Head-Toe- Knees-Shoulder task (HTKS; Cameron Ponitz, McClelland, Matthews, & Morrison, 2009) was used with children in first grade. The Child Behavior Rating Scale (CBRS; Bronson, Tivnan, & Seppanen, 1995) is a parent/teacher rated scale consisting of 10 items describing children's self-regulatory behaviors. 111 children in preschool and 111 children in first grade participated in the study and the children's teachers assessed their self-regulatory skills. Results indicated that the Icelandic versions of the HttT, HTKS and CBRS captured substantial variability, had acceptable reliability, and was related to age and outcome measures of language and emergent literacy in the expected directions, which provided information about the validity of the measures. These findings suggest that both measures can be useful for assessment of self-regulation among children around the ages of four and six in Iceland. Implications of these findings for future research and applied work are discussed.Sjálfstjórn (self-regulation) er ein forsenda farsællar skólagöngu. Sjálfstjórn íslenskra barna hefur lítið verið rannsökuð hingað til. Í þessari grein verður metinn áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnarmælinga. Önnur er hegðunarmæling í tveimur útgáfum: „Head-to-Toe- Task“ (HttT) fyrir börn á leikskólaaldri og „Head-Toes-Knees-Shoulder“ (HTKS) fyrir börn við upphaf grunnskóla. Hin er matslisti fyrir kennara, „Child Behavior Rating Scale“ (CBRS) þar sem kennarar meta sjálfstjórn barna eftir tíu atriðum. Þátttakendur voru 111 börn á næstsíðasta ári leikskóla og 111 börn í 1. bekk. Dreifing skora allra mælinganna var ásættanleg, samkvæmni var á milli matsmanna (HttT og HTKS), innri stöðugleiki (CBRS) góður og fylgni var á milli allra sjálfstjórnarmælinganna annars vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Mat kennara greindi betur á milli eldri barnanna en hegðunarmælingin. Áreiðanleiki og réttmæti íslensku útgáfu mælitækjanna voru því í megindráttum ásættanleg og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Í greinarlok er þýðing þessara niðurstaðna fyrir starf á vettvangi rædd

    The structure of self-regulation: A study with Icelandic youth

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textSelf-regulation refers to people‘s abilities to control their thinking, emotions, and behaviors. Research with non-Icelandic samples suggests that self-regulatory skills undergo important changes and are crucial to healthy development during adolescence. The goal of the current study is to assess whether intentional self-regulation among 14 and 18-year old Icelandic youth consists of three differentiated, adult-like structures, or if self-regulation processes are still undifferentiated at this age. The SOC questionnaire was used to assess three self-regulation processes. Over 500 14-year-old youth (51% female) and 533 18-year-old youth (60% female) in three towns in Iceland participated. Structural equation procedures did not confirm a tripartide structure, but one self-regulation factor was confirmed in both samples. Thus, a global, undifferentiated self-regulation factor among 14 and 18-year old youth in Iceland is comparable to the structure that has been identified among early adolescents in the U.S. but not with the differentiated, tripartide structure found among older U.S. adolescents. The implications of the findings are discussed.Sjálfstjórn vísar til hæfni fólks til að stjórna eigin hugsun, tilfinningum og hegðun. Erlendar rannsóknir benda til að sjálfstjórnarferli taki breytingum og gegni lykilatriði í þroska á unglingsárum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta hvort sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna samanstandi af aðgreindum ferlum líkt og meðal fullorðinna eða hvort ferlin séu enn óaðgreind. SOC spurningarlisti var notaður til að meta þrjú ferli sjálfstjórnar; hvernig fólk setur sér markmið (S) og leitar leiða til að ná markmiðum (O og C). Rúmlega 500 ungmenni í grunnskóla (51% stúlkur) og 533 framhaldsskóla (60% stúlkur) í þremur byggðarkjörnum á landinu tóku þátt. Staðfestandi þáttagreining sýndi að mátgæði þriggja þátta líkans voru ekki ásættanleg en eins þátta líkan féll vel að gögnum beggja aldurshópa. Því samanstendur sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna af einum undirliggjandi þætti. Þessi formgerð er sambærileg formgerð sjálfstjórnarferla bandarískra ungmenna á fyrri hluta unglingsáranna en ólík þeirri sem fram kemur hjá þeim um miðbik þess tímabils. Þýðing niðurstaðnanna er rædd

    Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

    Get PDF
    Í fyrstu bekkjum grunnskóla eru börn að ná tökum á táknkerfi ritmálsins og byrja að spreyta sig á því að setja saman ritaða texta. Framfarir í textaritun eru háðar mörgum samverkandi þáttum, svo sem færni í umskráningu, tökum á tungumálinu og sjálfstjórn, auk þess sem sú kennsla sem börn fá hefur mikið að segja. Framvindan getur því verið ólík og mishröð hjá einstaklingum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða einstaklingsmun á framförum í textaritun íslenskra barna í 2.–4. bekk, athuga hvort framfarir barnanna væru samstiga í tveimur ólíkum textategundum, frásögnum og upplýsingatextum, og kanna hvort sjá mætti tengsl á milli framfara barnanna og stöðu þeirra í umskráningu, orðaforða og sjálfstjórn. Ritunarverkefni voru lögð fyrir 45 börn með árs millibili í 2., 3. og 4. bekk og mælingar á sjálfstjórn, umskráningu og orðaforða nýttar til að kanna áhrif þessara þátta á framfarir í rituninni. Mikill einstaklingsmunur var á frammistöðu barnanna og framförum þeirra milli ára. Sumum fór lítið sem ekkert fram á meðan önnur tóku stórstígum framförum. Það reyndist ekki vera marktæk fylgni milli framfara í textategundunum tveimur, en þó var fátítt að börn sýndu mjög góða framvindu í annarri textategundinni en slaka í hinni. Engin einhlít skýring fannst á þessum mikla einstaklingsmun. Í sumum tilvikum má þó rekja slaka stöðu og litlar framfarir til erfiðleika með umskráningu og einnig má sjá þess merki að styrkur í umskráningarfærni, orðaforða og sjálfstjórn skili sér í betri textum og meiri framförum. Athygli vekur að þau börn sem voru skemmst á veg komin í textaritun í upphafi rannsóknarinnar sýndu almennt meiri framfarir en þau sem sterkar stóðu í byrjun. Það gæti verið vísbending um að kennslan mæti ekki nægilega vel þörfum barna eftir að grundvallarfærni í ritun er náð og að þau fái ekki nægilegan stuðning við að þróa textaritun sína áfram.Peer reviewe

    Cumulative risk over the early life course and its relation to academic achievement in childhood and early adolescence

    Get PDF
    Early-life risk factors, such as family disruption, maltreatment, and poverty, can negatively impact children's scholastic abilities; however, most previous studies have relied on cross-sectional designs and retrospective measurement. This study investigated the relation between cumulative risk factors during the early life course and subsequent academic achievement in a cohort of children and adolescents. Data for this study were based on registry-data material from the LIFECOURSE study of 1151 children from the 2000 birth cohort in Reykjavik, Iceland, assembled in 2014-2016. Multiple lifetime risk factors, including maternal smoking during pregnancy, parent's disability status, being born to a young mother, number of children in the household, family income, number of visits to school nurses, and reports of maltreatment, were assessed. Latent class analysis and Analysis of Covariance (ANCOVA) were used to predict academic achievement in the 4th and 7th grades. Individuals with no risk factors reported the highest average academic achievement in the 4th (M = 66 points, SD = 17) and 7th grades (M = 67 points, SD = 15). There was a significant main effect for 4th-grade risk factors and academic achievement (F [7, 1146]= 12.06, p < 0.001) and a similar relationship between the risk factor profile and achievement scores in 7th grade (F [7, 1146]= 15.08, p < 0.001). Each additional risk factor was associated with a drop in academic achievement at both grade levels. We conclude that academic achievement declines in proportion to the number of risk factors in early life. (C) 2016 The Authors. Published by Elsevier Inc.European Research Council (ERC-CoG-2014-647860)Peer Reviewe

    The role of self-regulation in positive youth development

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari grein eru kynntar nýlegar áherslur í rannsóknum með unglingum þar sem leitast er við að mynda fræðilega þekkingu á æskilegri þroskaframvindu og eru þær áherslur tengdar við íslenskar rannsóknir. Einnig eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem sjónum var beint að þeim breytingum sem eiga sér stað á sjálfstjórn við upphaf unglingsáranna og hugsanlegum tengslum á milli slíkra breytinga og æskilegs þroska. Sjálfstjórn unglinga hefur ekki verið mikið rannsökuð. Fræðilíkan og mælitæki sem Baltes, Baltes og samstarfsmenn þeirra hafa þróað og kallast Selection, Optimization og Compensation (SOC) (Baltes, 1997; Baltes og Baltes, 1990; Freund og Baltes, 2002), hafa verið mikið notuð í rannsóknum á sjálfstjórn fullorðinna. Því var SOC notað til að rannsaka sjálfstjórn unglinga. Niðurstöðumar leiddu í ljós að hægt er að nota SOC mælitækið sem réttmæta mælingu á sjálfráðri sjálfstjórn við upphaf unglingsáranna (í 5. og 6. bekk). Einnig var sýnt fram á að slík sjálfstjórn hefur jákvæða fylgni við einkenni æskilegs þroska og neikvæða fylgni við neikvæða líðan og hegðun. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar í samhengi við íslenskar aðstæður og rannsóknir.The present article presents a recent emphasis in research in adolescence that aims to create a theoretical model of positive youth development (PYD). Findings from a study conducted in the US, which focused on changes in self-regulation in early adolescence and the relation between self-regulation and positive development, are presented. Self-regulation in adolescence has not been the focus of much research. Therefore, a theoretical model, Selection, Optimization and Compensation (SOC), which was created by B altes, B altes and colleagues and has been used extensively with adult populations (Bakes, 1997; Baltes og Baltes, 1990; Freund og Baltes, 2002), was used to operationlize self-regulation in adolescence. Assessments of convergent and divergent validity showed that the SOC measure has construct validity when used with youth in the fifth and sixth grade. Findings also suggest that such self-regulation is positively correlated with indicators of positive development and negatively correlated with indicators of negative development. The authors discuss the significance of the PYD perspective and the findings of the current study for Icelandic research

    Sjálfstjórn : forsenda farsældar á fyrstu skólaárunum

    No full text
    Ráðstefnurit NetluSjálfstjórn hegðunar vísar til hæfni barna til að stýra athygli sinni og vinnsluminni og getu þeirra til að halda aftur af hegðun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjálfstjórnar fyrir velgengni í skóla. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl sjálfstjórnar og læsis meðal íslenskra barna á fyrstu grunnskólaárunum. Þátttakendur voru 111 börn (58,6% drengir) sem voru að meðaltali 6,6 ára á fyrra ári rannsóknarinnar og 7,5 ára á því síðara. Tvær mælingar á sjálfstjórn voru notaðar. Önnur byggir á beinni mælingu rannsakenda á hegðun barnanna en hin á matslista fyrir kennara. Hæfni barna til sjálfstjórnar samkvæmt báðum mælingum í fyrsta bekk spáði fyrir um gengi þeirra í læsi. Stúlkur skoruðu hærra en drengir á báðum sjálfstjórnarmælingunum. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að börn hafi góða sjálfstjórnarhæfni við upphaf skólagöngu. Þýðing niðurstaðnanna fyrir starf í leik- og grunnskóla er rædd.Behavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success. The goal of the present longitudinal study is to examine the relation between self-regulation among Icelandic children in first grade and reading in second grade. There have been no previous studies of self-regulation among children in Iceland. 111 children participated (58.6% boys; mean age in 1st grade = 6.6 years; mean age in 2nd grade = 7.5 years). Two measures of self-regulation were used; a behavioral measure and an assessment tool for teachers. Higher scores on both self-regulatory measures were positively related to measures of reading. Girls scored higher than boys on both self-regulation measures, i.e., the behavioral measure and according to teachers’ assessment. The findings underscore the importance of self-regulatory abilities for early school success. Implications for education are discussed

    The role of self-regulation in positive youth development

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari grein eru kynntar nýlegar áherslur í rannsóknum með unglingum þar sem leitast er við að mynda fræðilega þekkingu á æskilegri þroskaframvindu og eru þær áherslur tengdar við íslenskar rannsóknir. Einnig eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem sjónum var beint að þeim breytingum sem eiga sér stað á sjálfstjórn við upphaf unglingsáranna og hugsanlegum tengslum á milli slíkra breytinga og æskilegs þroska. Sjálfstjórn unglinga hefur ekki verið mikið rannsökuð. Fræðilíkan og mælitæki sem Baltes, Baltes og samstarfsmenn þeirra hafa þróað og kallast Selection, Optimization og Compensation (SOC) (Baltes, 1997; Baltes og Baltes, 1990; Freund og Baltes, 2002), hafa verið mikið notuð í rannsóknum á sjálfstjórn fullorðinna. Því var SOC notað til að rannsaka sjálfstjórn unglinga. Niðurstöðumar leiddu í ljós að hægt er að nota SOC mælitækið sem réttmæta mælingu á sjálfráðri sjálfstjórn við upphaf unglingsáranna (í 5. og 6. bekk). Einnig var sýnt fram á að slík sjálfstjórn hefur jákvæða fylgni við einkenni æskilegs þroska og neikvæða fylgni við neikvæða líðan og hegðun. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar í samhengi við íslenskar aðstæður og rannsóknir.The present article presents a recent emphasis in research in adolescence that aims to create a theoretical model of positive youth development (PYD). Findings from a study conducted in the US, which focused on changes in self-regulation in early adolescence and the relation between self-regulation and positive development, are presented. Self-regulation in adolescence has not been the focus of much research. Therefore, a theoretical model, Selection, Optimization and Compensation (SOC), which was created by B altes, B altes and colleagues and has been used extensively with adult populations (Bakes, 1997; Baltes og Baltes, 1990; Freund og Baltes, 2002), was used to operationlize self-regulation in adolescence. Assessments of convergent and divergent validity showed that the SOC measure has construct validity when used with youth in the fifth and sixth grade. Findings also suggest that such self-regulation is positively correlated with indicators of positive development and negatively correlated with indicators of negative development. The authors discuss the significance of the PYD perspective and the findings of the current study for Icelandic research

    Self regulation among four and six year old children in Iceland: Assessment of two types of measures

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textBehavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success, but few studies have examined self-regulation among children in Iceland. In the present study, an Icelandic translation of two widely-used measures of self-regulation, one behavioral and one assessment tool for parents or teachers, will be described and their validity and reliability will be assessed. Two versions of the behavioral measure were used; the Head-to-toe-Task (HttT; McClelland, et al., 2007) was used with children around the age four, and the Head-Toe- Knees-Shoulder task (HTKS; Cameron Ponitz, McClelland, Matthews, & Morrison, 2009) was used with children in first grade. The Child Behavior Rating Scale (CBRS; Bronson, Tivnan, & Seppanen, 1995) is a parent/teacher rated scale consisting of 10 items describing children's self-regulatory behaviors. 111 children in preschool and 111 children in first grade participated in the study and the children's teachers assessed their self-regulatory skills. Results indicated that the Icelandic versions of the HttT, HTKS and CBRS captured substantial variability, had acceptable reliability, and was related to age and outcome measures of language and emergent literacy in the expected directions, which provided information about the validity of the measures. These findings suggest that both measures can be useful for assessment of self-regulation among children around the ages of four and six in Iceland. Implications of these findings for future research and applied work are discussed.Sjálfstjórn (self-regulation) er ein forsenda farsællar skólagöngu. Sjálfstjórn íslenskra barna hefur lítið verið rannsökuð hingað til. Í þessari grein verður metinn áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnarmælinga. Önnur er hegðunarmæling í tveimur útgáfum: „Head-to-Toe- Task“ (HttT) fyrir börn á leikskólaaldri og „Head-Toes-Knees-Shoulder“ (HTKS) fyrir börn við upphaf grunnskóla. Hin er matslisti fyrir kennara, „Child Behavior Rating Scale“ (CBRS) þar sem kennarar meta sjálfstjórn barna eftir tíu atriðum. Þátttakendur voru 111 börn á næstsíðasta ári leikskóla og 111 börn í 1. bekk. Dreifing skora allra mælinganna var ásættanleg, samkvæmni var á milli matsmanna (HttT og HTKS), innri stöðugleiki (CBRS) góður og fylgni var á milli allra sjálfstjórnarmælinganna annars vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Mat kennara greindi betur á milli eldri barnanna en hegðunarmælingin. Áreiðanleiki og réttmæti íslensku útgáfu mælitækjanna voru því í megindráttum ásættanleg og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Í greinarlok er þýðing þessara niðurstaðna fyrir starf á vettvangi rædd

    Tengsl lestraráhugahvatar og lesskilnings nemenda á miðstigi grunnskóla

    No full text
    Publisher's version (útgefin grein)Rannsóknir sýna að lestraráhugahvöt hefur áhrif á ýmsar hliðar lestrarfærni, svo sem umskráningu, lesskilning og orðaforða. Börn með litla lestraráhugahvöt lesa minna en jafnaldrar með meiri lestraráhuga og sterk tengsl eru á milli slakrar lestraráhugahvatar, lítils lestrar og lestrarerfiðleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lestraráhugahvöt birtist í 5. og 6. bekk meðal íslenskra nemenda, hvernig hún breytist milli ára og mögulegan kynjamun þar á. Einnig að kanna hvort um tengsl milli lestraráhugahvatar og lesskilnings sé að ræða. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin þar sem hlutverk lestraráhugahvatar í lesskilningi meðal nemenda á miðstigi grunnskóla er rannsakað. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með klasaúrtaki, 400 nemendur úr 24 bekkjum í átta skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi sem svöruðu spurningalista um lestraráhugahvöt í 5. og 6. bekk. Svör þeirra voru svo tengd við gengi þeirra í lesskilningsverkefnum í 6. bekk. Niðurstöður sýndu að lestraráhugi nemendanna var nokkuð stöðugur milli ára og stúlkurnar höfðu að meðaltali meiri lestraráhuga og forðuðust lestur síður en drengir. Þá spáði lestraráhugahvöt í 5. bekk fyrir um framfarir í lesskilningi í 6. bekk. Með auknum skilningi á mikilvægi lestraráhugahvatar í læsisþróun er hægt að þróa leiðir til að auka áhuga með það að markmiði að auka lesskilning.Peer Reviewe

    The development and validation of the SOC scale for youth in Iceland

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnMeðvituð sjálfstjórnun vísar til getu fólks til að setja sér markmið og nota árangursríkar leiðir til að ná markmiðum sínum. Rannsóknir á slíkri getu benda til mikilvægis þess að hún sé til staðar á unglingsárum en ekki liggja fyrir nægilega réttmæt og áreiðanleg mælitæki sem henta unglingum. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Í fyrsta lagi var athugað hvort hægt væri að bæta áreiðanleika sjálfstjórnunarmælitækisins SOC með því að setja svarmöguleika mælitækisins fram á Likert kvarða í stað tvíkosta svarmöguleika. Í öðru lagi var kannað hvort breytt framsetning mælitækisins yrði til þess að unnt væri að staðfesta formgerð þess og þar með hugtakaréttmæti við íslenskar aðstæður. Undirbúningsmæling með háskólanemum ásamt undirbúningsmælingu og rýnihópsviðtali við unglinga bentu til þess að Likert framsetning gæfi réttmætari niðurstöður en tvíkosta framsetning líkt og notuð hefur verið með fullorðnum þátttakendum. Staðfestandi þáttagreining á gögnum frá 539 nemendum í 9. bekk (46% stúlkur, meðalaldur 14,3 ár) leiddi í ljós að þríþátta formgerð SOC mælitækisins kom ekki fram. Einsþátta líkan féll aftur á móti vel að gögnunum líkt og sýnt hefur verið fram á með bandarískum ungmennum. Þessar niðurstöður benda til þess að einsþátta útgáfa SOC mælitækisins með Likert svarmöguleikum gefi áreiðanlega og réttmæta mælingu á sjálfstjórnun unglinga við upphaf og lok 9. bekkjar á Íslandi og gefi þar af leiðandi möguleika á samanburðarhæfum niðurstöðum við niðurstöður mælinga á bandarískum unglingum.Intentional self-regulation refers to people’s ability to set goals and find effective means to achieve their goals. The SOC (selection, optimization, compensation) measure has been widely used in measuring intentional self-regulation among adults. Research has indicated the importance of SOC abilities during adolescence but a reliable and valid SOC measure for use with adolescents has not been available. The goal of this research was twofold. First, the means of improving the reliability of the SOC measure were explored by changing the scale of the measure from a forced choice scale to a Likert scale. Second, a confirmatory factor analysis (CFA) was performed to investigate the construct validity of SOC when using Likert answer options. A pilot study with college students, and adolescents from a secondary school in Reykjavík, indicated that a Likert scale representation of the SOC items produced higher reliability and more convergent validity then a forced choice representation. A CFA on data from 539 students in 9th grade (46% girls, mean age 14.3 years) showed that a tripartite structure of SOC did not fit the data adequately. However, a single factor structure using nine items from the SOC questionnaire indicated a good fit as has been shown by previous research with adolescents in other cultures. These results indicate that a single factor nine item SOC measure with Likert answer options gives a reliable and valid measure of intentional self-regulation at the beginning and at the end of ninth grade in Iceland.University of Iceland Doctoral Grant, University of Iceland Scholarship Fund
    corecore