188 research outputs found

    Jafnvægisviðbrögð hjá konum með nýleg og langvarandi einkenni eftir hálshnykk af gráðu I–II

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe aim of this study was to compare balance performance in two groups of women with upper cervical spine dysfunction following whiplash-associated disorders (WAD) of grades I–II. One group consisted of women (n=12) with recent symptoms of WAD (10–12 weeks post collision) and the other group consisted of women (n=20) with chronic symptoms of WAD (>1 year). Asymptomatic women (n=30) served to give baseline data. Balance performance was measured with dynamic posturography (SMART Balance Master from Neuro- Com International Inc.). The results revealed balance disturbances in the WAD groups compared with the control group (p1 ár). Einkennalausar konur (n=30) gáfu grunnviðmið. Jafnvægisviðbrögð voru mæld með „dynamic posturography“ (SMART Balance Master frá NeuroCom International Inc.). Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hálshnykks- hóparnir höfðu verra jafnvægi en viðmiðunarhópurinn (p<0.001). Þar að auki sýndu konurnar sem voru með langvarandi einkenni meiri jafnvægistruflanir en konurnar með nýleg einkenni (p= 0.04). Niðurstöðurnar benda til að það sé mikilvægt að meta konur með hálshnykksáverka og hreyfitruflanir frá efri hálshrygg snemma með tilliti til jafnvægis. Jafnvægistruflanir sem stafa frá efri hálshrygg geta verið mikilvægur þáttur til að skilja hvers vegna sumir þeirra sem hafa fengið hálshnykk fá langvarandi einkenni. Viðeigandi jafnvægismeðferð gæti komið í veg fyrir að einkenni og afleiðingar verði eins langvarandi og erfið og raun ber vitni

    Myeloma in an archaeological skeleton from Hofstadir in Mývatnssveit

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenArchaeological investigations have been ongoing in the cemetery at Hofstadir in Mývatnssveit since the summer of 1999. To date, the remains of two chapels as well as 78 skeletons have been excavated, dated to between the 11th and 15th century. A skeleton was excavated in the summer of 2003 which showed pathological changes indicative of a malignant disease. Palaeopathological cases of malignancies are very rare, and it is therefore important to report on each case. Skeleton HST-027 was a female, aged 45-50 years at the time of death. Standard osteological methods were used to determine the sex, age and stature. Macroscopic analysis was carried out on the skeleton and all pathological changes on each bone described. The cranium, ribs, left os coxa and all left long bones were then radiographed to aid in the diagnosis. The analysis showed lytic lesions in all the flat bones, as well as the vertebrae, ribs and the proximal end of the left femur, all changes indicative of multiple myeloma. Palaeopathologically myeloma and metastatic cancer (then usually due to breast cancer in the case of women) are often difficult to distinguish. However there is no new bone formation surrounding the lesions, which means that metastatic cancer is unlikely to be the cause. Skeleton HST-027 from Hofstadir is the first published case of malignant disease in Iceland, and one of the clearer cases of myeloma in an archaeological specimen, but to date, approximately twenty cases have been reported world-wide.Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir í kirkjugarðinum á Hofstöðum í Mývatnssveit frá því sumarið 1999. Nú þegar hafa leifar tveggja bænhúsa og 78 beinagrindur frá 11.-15. öld verið grafnar upp. Sumarið 2003 fannst beinagrind í kirkjugarðinum með meinafræðilegar breytingar sem bentu til illkynja meins. Slík fornleifafræðileg tilfelli eru mjög sjaldséð og þykir því vert að birta hvert einasta tilfelli. Beinagrindin sem um ræðir, HST-027, var úr konu sem hefur verið á aldrinum 45-50 ára þegar hún lést. Staðlaðar beinafræðilegar aðferðir voru notaðar til að greina kyn, lífaldur og líkamshæð. Fornmeinafræðileg rannsókn var gerð þar sem öllum sýnilegum breytingum á hverju einasta beini var lýst. Því næst voru höfuðkúpa, rifbein, vinstri mjaðmarspaði, og öll vinstri leggjarbein röntgenmynduð til að aðstoða við sjúkdómsgreiningu. Rannsókn leiddi í ljós beineyður í nánast öllum flötu beinum líkamans, auk hryggjarliða, rifbeina og efri hluta vinstri lærleggs, einkennandi fyrir mergæxli. Í fornleifafræðilegum tilfellum getur verið erfitt að greina á milli mergæxlis og meinvarps (þá líklegast frá brjóstakrabbameini, sérstaklega hjá konum), en ólíklegt er að um meinvarp sé að ræða þar sem engin merki eru um nýmyndun beins umhverfis vefskemmdirnar. Beinagrind HST-027 frá Hofstöðum er fyrsta birta tilfellið af illkynja meini á Íslandi og með öruggari greiningum af mergæxli í fornum beinum sem birt hafa verið almennt, en aðeins hafa um 20 tilfelli verið birt til þessa hvaðanæva úr heiminum

    Self regulation among four and six year old children in Iceland: Assessment of two types of measures

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textBehavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success, but few studies have examined self-regulation among children in Iceland. In the present study, an Icelandic translation of two widely-used measures of self-regulation, one behavioral and one assessment tool for parents or teachers, will be described and their validity and reliability will be assessed. Two versions of the behavioral measure were used; the Head-to-toe-Task (HttT; McClelland, et al., 2007) was used with children around the age four, and the Head-Toe- Knees-Shoulder task (HTKS; Cameron Ponitz, McClelland, Matthews, & Morrison, 2009) was used with children in first grade. The Child Behavior Rating Scale (CBRS; Bronson, Tivnan, & Seppanen, 1995) is a parent/teacher rated scale consisting of 10 items describing children's self-regulatory behaviors. 111 children in preschool and 111 children in first grade participated in the study and the children's teachers assessed their self-regulatory skills. Results indicated that the Icelandic versions of the HttT, HTKS and CBRS captured substantial variability, had acceptable reliability, and was related to age and outcome measures of language and emergent literacy in the expected directions, which provided information about the validity of the measures. These findings suggest that both measures can be useful for assessment of self-regulation among children around the ages of four and six in Iceland. Implications of these findings for future research and applied work are discussed.Sjálfstjórn (self-regulation) er ein forsenda farsællar skólagöngu. Sjálfstjórn íslenskra barna hefur lítið verið rannsökuð hingað til. Í þessari grein verður metinn áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu tveggja sjálfstjórnarmælinga. Önnur er hegðunarmæling í tveimur útgáfum: „Head-to-Toe- Task“ (HttT) fyrir börn á leikskólaaldri og „Head-Toes-Knees-Shoulder“ (HTKS) fyrir börn við upphaf grunnskóla. Hin er matslisti fyrir kennara, „Child Behavior Rating Scale“ (CBRS) þar sem kennarar meta sjálfstjórn barna eftir tíu atriðum. Þátttakendur voru 111 börn á næstsíðasta ári leikskóla og 111 börn í 1. bekk. Dreifing skora allra mælinganna var ásættanleg, samkvæmni var á milli matsmanna (HttT og HTKS), innri stöðugleiki (CBRS) góður og fylgni var á milli allra sjálfstjórnarmælinganna annars vegar og aldurs og forspárbreyta um gengi í skóla hins vegar. Mat kennara greindi betur á milli eldri barnanna en hegðunarmælingin. Áreiðanleiki og réttmæti íslensku útgáfu mælitækjanna voru því í megindráttum ásættanleg og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Í greinarlok er þýðing þessara niðurstaðna fyrir starf á vettvangi rædd

    The structure of self-regulation: A study with Icelandic youth

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textSelf-regulation refers to people‘s abilities to control their thinking, emotions, and behaviors. Research with non-Icelandic samples suggests that self-regulatory skills undergo important changes and are crucial to healthy development during adolescence. The goal of the current study is to assess whether intentional self-regulation among 14 and 18-year old Icelandic youth consists of three differentiated, adult-like structures, or if self-regulation processes are still undifferentiated at this age. The SOC questionnaire was used to assess three self-regulation processes. Over 500 14-year-old youth (51% female) and 533 18-year-old youth (60% female) in three towns in Iceland participated. Structural equation procedures did not confirm a tripartide structure, but one self-regulation factor was confirmed in both samples. Thus, a global, undifferentiated self-regulation factor among 14 and 18-year old youth in Iceland is comparable to the structure that has been identified among early adolescents in the U.S. but not with the differentiated, tripartide structure found among older U.S. adolescents. The implications of the findings are discussed.Sjálfstjórn vísar til hæfni fólks til að stjórna eigin hugsun, tilfinningum og hegðun. Erlendar rannsóknir benda til að sjálfstjórnarferli taki breytingum og gegni lykilatriði í þroska á unglingsárum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta hvort sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna samanstandi af aðgreindum ferlum líkt og meðal fullorðinna eða hvort ferlin séu enn óaðgreind. SOC spurningarlisti var notaður til að meta þrjú ferli sjálfstjórnar; hvernig fólk setur sér markmið (S) og leitar leiða til að ná markmiðum (O og C). Rúmlega 500 ungmenni í grunnskóla (51% stúlkur) og 533 framhaldsskóla (60% stúlkur) í þremur byggðarkjörnum á landinu tóku þátt. Staðfestandi þáttagreining sýndi að mátgæði þriggja þátta líkans voru ekki ásættanleg en eins þátta líkan féll vel að gögnum beggja aldurshópa. Því samanstendur sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna af einum undirliggjandi þætti. Þessi formgerð er sambærileg formgerð sjálfstjórnarferla bandarískra ungmenna á fyrri hluta unglingsáranna en ólík þeirri sem fram kemur hjá þeim um miðbik þess tímabils. Þýðing niðurstaðnanna er rædd

    ,,Að taka skref fyrir skref“ : reynsla einstaklinga í heilsueflandi móttöku af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum

    Get PDF
    Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum glíma í auknum mæli við fjölþætt heilsufarsvandamál. Heilsueflandi móttaka innan heilsugæslu beinist að skjólstæðingum sem glíma við slík heilsufarsvandamál þar sem veitt er einstaklingsmiðuð meðferð og stuðningur. Áfallamiðuð þjónusta er mikilvæg í heilbrigðisþjónustu og getur eflt lífsgæði einstaklinga eftir sálræn áföll. Tilgangur: Að skoða reynslu einstaklinga í heilsueflandi móttöku af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning fagfólks á mikilvægi áfallamiðaðrar þjónustu. Aðferð: Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði og unnið eftir tólf meginþrepum. Þátttakendur voru fimm karlmenn og fimm konur, valin í gegnum heilsueflandi móttöku heilsugæslu. Viðtöl við hvern þátttakanda voru tvö, tuttugu viðtöl í heildina. Notast var við ACE spurningalistann sem skimunartæki fyrir sálrænum áföllum í bernsku og viðtalsramma með opnum spurningum. Niðurstöður: Sálræn áföll geta haft gríðarleg áhrif á heilsufar einstaklinga til lengri tíma litið og voru niðurstöður greindar í sjö meginþemu: Upplifun af áföllum; Endurtekin áföll; Líkamleg heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum; Geðræn heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum; Vanræksla í æsku; Úrvinnsla og Áfallamiðuð nálgun. Þátttakendur höfðu töluverða reynslu af sálrænum áföllum og fjölþættum heilsufarsvandamálum, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Rauði þráðurinn var að taka þurfi skref fyrir skref við úrvinnslu áfalla og heilsufarsvandamála og áfallamiðaðri nálgun var ábótavant. Ályktanir: Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk hugi að sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum skjólstæðinga, geti veitt stuðning og viðeigandi aðstoð. Með því má fyrirbyggja eða hindra fjölþætt heilsufarsvandamál þar sem sálræn áföll hafa haft áhrif. Áfallamiðuð þjónusta er mjög mikilvæg og getur bætt lífsgæði og heilsufar einstaklinga. Heilsugæslan er oftast fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga í heilbrigðiskerfinu. Innan heilsueflandi móttöku heilsugæslu er mikilvægt að kortleggja betur heilsufarsvandamál vegna sálrænna áfalla og veita áfallamiðaða nálgun við skjólstæðinga. Lykilorð: sálrænt áfall, áfallamiðuð þjónusta, heilsufarsvandamál, heilsugæsla, heilsueflandi móttaka heilsugæslu, heilsugæsluhjúkrun, fyrirbærafræði.Background: Research shows that people suffering from psychological trauma have increased multiborbidity. Health-promoting services at health clinics are offered individuals with multiborbidity. Trauma focused services in healthcare help individuals increase quality of life after psychological trauma. Trauma focused care with individual treatment plans play an important role. Aim: To examine the experience of psychological trauma and health-related problems in individuals receiving health-promoting services. Thus aiming to increase the professionals‘ awareness of patients‘ psychological traumas and how to improve health-promoting service within the health clinics. Method: The Vancouver Schools‘ of phenomenology, with the twelve steps. Participants were five male and five female, selected through health-promoting services, were interviewed twice, twenty interviews. The ACE questionnaire was used, a screening tool for childhood psychological trauma, combined with interview-frame with open questions. Results: The main results show psychological trauma can have a profound impact on the general health of individuals, the results were divided into seven themes: Experience of traumas; Repeated traumas; Health-related problems in child- and adulthood; Psychiatric problems in child- and adulthood; Child neglect; Processing and Trauma focused service. Participants had considerable experience of trauma and multifaceted health problems in child- and adulthood. It was important for them to go step by step through the healing process and Trauma focused service was lacking. Conclusions: Healthcare professionals must pay attention to psychological traumas in relation to health-related problems to provide support for recovery. Thus possibly preventing multiborbidity connected to psychological trauma. Trauma focused services are an important part of healthcare and improves quality of life and health. The primary health care clinic is the first-place individuals visit within the health system. It is key to identify the signs of lifetime trauma in relation to health problems and focus the care according to the individual needs of the patient. Key words: Psychological trauma, trauma focused service, health-related problems, primary health care clinic, health-promoting service, nursing in primary health care clinic, phenomenology

    General practice in Iceland and Norway: GPsˡ experience of different primary health care systems

    Get PDF
    Inngangur: Flestir heimilislæknar á Íslandi vinna hjá hinu opinbera á föstum launum, en í Noregi starfa flestir heimilislæknar sjálfstætt á einkareknum stofum, þar sem greitt er fyrir skráningu á lækninn og hvert viðvik. Í Noregi er stuðst við tilvísanakerfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði í Noregi og á Íslandi, nýta reynslu þeirra og stuðla þannig að umbótum í íslenskri heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efniviður og aðferð: Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 16 íslenska heimilislækna starfandi á Íslandi á rannsóknartímanum árin 2009-2010. Frá heimkomu læknanna frá Noregi voru liðin tvö til tíu ár. Eigindlegri aðferðafræði, Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði, var beitt, þar sem leitast er við að auka skilning á mannlegum fyrirbærum og reynslu í þeim tilgangi að bæta þjónustu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður: Læknarnir ræddu kosti opinbers reksturs, einkarekins og blandaðs kerfis. Kostir norska heilbrigðiskerfisins, að mati þátttakenda, er að þar hafa allir sinn heimilislækni og þannig næst góð yfirsýn yfir heilsuvanda fólks. Í Noregi er heimilislæknirinn hliðvörður fyrir sérhæfða læknisþjónustu og góð upplýsingagjöf er á milli þjónustustiga sem hindrar tvíverknað. Meiri skilvirkni var í læknaþjónustunni í Noregi að mati læknanna. Það sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið utan sjúkrahúsa er mikið streymi sjúklinga til sérgreinalækna án tilvísana frá heimilislæknum. Áberandi er álag á vaktþjónustu utan dagvinnutíma. Þá er miðlægri skráningu sjúklinga í heilsugæslu á Íslandi ábótavant og sjúkrarskrárkerfið lakara. Ályktun: Það er samdóma álit viðmælenda að betur sé búið að heimilislækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan skilvirkari. Þeir telja einnig að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Þegar gerðar eru breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu er mikilvægt að líta til reynslu nágrannaþjóða þar sem vel hefur tekist til við skipulag þjónustunnar að mati fagaðila. Introduction: Most GPs in Iceland are public employees on fixed salaries which is very different from their Norwegian colleagues. The aim of this study was to explore the experience of Icelandic GPs who have also worked as GPs in Norway and compare their experience of working in these two neighboring countries. Material and methods: Data were collected through interviews with 16 GPs that during the study period 2009-2010 were all working in Iceland. Two to ten years had passed since their return from Norway. We used qualitative methodology, the Vancouver-School of doing phenomenology. This methodology seeks to increase understanding of human phenomena for the purpose of improving healthcare services. Results: The doctors discussed the benefits of the different systems of delivering medical services. They saw the advantages of the Norwegian healthcare system mostly in that all Norwegians have their own GP, thus achieving a good overview of the health problems of each individual. The GPs are gatekeepers for medical services which potentially ­reduces duplication of medical services. The participants also noted more efficient medical services in Norway than in Iceland. What characterizes Icelandic healthcare outside the hospital from their perspective is direct patient contact with specialists without referrals from GPs and incomplete registration system of patients and much use of emergency services in Iceland. Conclusion: Participants agreed upon stronger primary healthcare system in Norway compared to Iceland. Moreover, a good job situation in primary care is needed in Iceland to appeal to junior doctors. When changes are made to the Icelandic healthcare system it is important to acknowledge the experience of neighboring countries in terms of advancing health care system reforms

    The effects of physical activity intervention on symptoms in schizophrenia, mental well-being and body composition in young adults

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Einstaklingar með geðklofa eru líklegri til að tileinka sér óheilbrigðan lífsstíl og deyja fyrir aldur fram. Rannsóknir benda til þess að hreyfing hafi jákvæð áhrif á einstaklinga með geðklofa. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif íhlutunar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki og skoða áhrif íhlutunarinnar á hreyfingu, þunglyndi, kvíða, holdafar, blóðþrýsting og hvíldarpúls. Að auki var markmiðið að öðlast dýpri skilning á upplifun þátttakenda á íhlutuninni með einstaklingsviðtölum. Efniviður og aðferðir: Sautján geðklofasjúklingar á geðdeild Landspítala á aldrinum 21-31 árs tóku þátt í 20 vikna íhlutunarrannsókn. Þátttakendur hreyfðu sig að lágmarki tvisvar í viku undir handleiðslu íþróttafræðinga og fengu fræðslu um heilbrigðan lífsstíl einu sinni í viku. Þátttakendur svöruðu jafnframt spurningalistum (PANSS, DASS, Rosenberg, CORE-OM, BHS, QOLS) fyrir og eftir íhlutun. Í upphafi og lok íhlutunar voru hæð, þyngd, blóðþrýstingur, mittisummál og hvíldarpúls mæld og líkams- þyngdarstuðull reiknaður. Tekin voru einstaklingsviðtöl við 6 þátttakendur og þeir spurðir um upplifun sína á íhlutuninni. Niðurstöður: Á íhlutunartímabilinu dró marktækt úr neikvæðum og almennum einkennum geðklofa, þunglyndi, kvíða og streitu, og einnig jukust lífsgæði, hreyfing og virkni (p<0,05). Þar að auki lækkaði hvíldarpúls þátttakenda (p<0,05) en holdafarsmælingar og blóðþrýstingur héldust óbreytt í lok íhlutunartímabils. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að íhlutun sem þessi sé gagnleg fyrir unga einstaklinga með geðklofa. Þátttakendur hreyfðu sig meira, þeir þyngdust ekki og leið betur andlega að lokinni íhlutun. Regluleg hreyfing og leiðsögn um heilbrigðan lífsstíl gætu verið áhrifarík viðbót við meðferð einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma.Introduction: Due to an unhealthy lifestyle, individuals with schizophrenia are at higher risk of morbidity compared to the general population. Studies have shown that physical activity can have positive effects on physical and mental health in these patients. The aim of the study was to evaluate the effects of a physical activity intervention on symptoms of schizophrenia, as well as on a number of physical and mental health variables. The aim was also to gain more understanding of the participants´ experience of the intervention with interviews. Material and methods: Seventeen individuals between the ages of 21-31, diagnosed with schizophrenia participated in the study. They exercised under professional supervision for a minimum of two sessions per week for 20 weeks and attended weekly lectures on a healthy lifestyle. The participants answered standardized questionnaires (PANSS, DASS, Rosenberg, CORE-OM, BHS, QOLS), and physical measurements (weight, height, body mass index, resting blood pressure, waist circumference and resting heart rate) were taken before and after the intervention. Six participants were interviewed after the intervention and asked about their experience. Results: Negative and general psychiatric symptoms, depression, anxiety and stress scores decreased significantly whereas well-being, quality of life and physical activity increased (p<0.05). Apart from resting heart rate that decreased (p<0.05), physical measurements remained unchanged at the end of the intervention. Conclusion: The participants´ physical activity increased, their mental well-being improved, and they did not gain weight during the intervention period. Regular exercise under supervision and education about a healthy lifestyle are a beneficial adjunct to the primary treatment of people with schizophrenia.Vísindasjóður Landspítalan
    corecore