45 research outputs found

    Atopy and allergic disorders among Icelandic medical students

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To compare the prevalence of IgE-mediated sensitization, allergic disorders and possible risk factors for atopic sensitization among Icelandic medical students (n=113) to a randomly chosen age matched group previously investigated in the Icelandic part of the European Community Respiratory Health Survey. Material and methods: Altogether 100 medical students participated and 102 in the control group. They were skin prick tested and they answered questions about respiratory symptoms, smoking habits, family history and home environment in childhood. Results: Only 4% of medical students reported daily smoking compared to 27% of the controls. The medical students also had a significantly lower number (mean +/- SD) of siblings (2.2+/-1.3) compared to the controls (3.9+/-1.7). The controls also shared bedrooms with older siblings in childhood three times as often. Atopic sensitization, defined as a positive (3 mm or more) reaction to at least one of nine common airborne allergens used in testing, was found in 41% of the medical students compared to 26.5% of the controls. The prevalence of asthma and urticaria was also significantly higher among the medical students. Conclusions: Medical students have more often IgE-mediated sensitization and allergy related diseases than a controlgroup of the same age. A possible explanation to this is a lower number of siblings among medical students and a different household situation in childhood.Markmið: Tilgangur könnunarinnar var að kanna algengi bráðaofnæmis og ofnæmissjúkdóma hjá læknanemum og bera niðurstöðurnar saman við samsvarandi niðurstöður hjá samanburðarhópi jafnaldra, sem valdir voru af handahófi. Einnig voru hugsanlegir áhættuþættir og verndandi þættir bornir saman milli hópanna. Efniviður og aðferðir: Í læknanemahópnum voru 100 þátttakendur en 102 í samanburðarhópi jafnaldra. Gerð voru húðpróf og var þátttakandi talinn með bráðaofnæmi ef hann hafði eina eða fleiri jákvæða húðsvörun. Einnig svöruðu þátttakendur spuringalistum þar sem spurt var um ofnæmi í ætt, einkenni frá öndunarfærum, fjölda systkina, heimilisaðstæður í æsku og reykingar. Niðurstöður: Húðpróf voru jákvæð hjá 41% læknanema og 26,5% viðmiðunarhópsins. Húðpróf voru oftast jákvæð fyrir grasfrjói, hjá 29% læknanema og 12% viðmiðunahópsins. Húðpróf voru oftar jákvæð hjá læknanemunum en viðmiðunarhópnum fyrir öllum ofnæmisvökunum nema rykmaur (D. pteronyssinus) þar sem jákvæðar svaranir voru jafn algengar í báðum hópunum. Reykingar daglega voru nær sjö sinnum algengari meðal samanburðarhópsins en hjá læknanemum. Astmi og ofsakláði voru marktækt algengari meðal læknanema. Læknanemar áttu nær helmingi færri systkini en viðmiðunarhópurinn og þeir deildu sjaldnar svefnherbergi með eldra systkini í æsku. Ályktanir: Læknanemar eru mun oftar með bráðaofnæmi og ofnæmistengda sjúkdóma en jafnaldrar þeirra. Þessi munur kann að skýrast af smærri systkinahópi læknanema og öðrum uppvaxtarskilyrðum

    Allergy and intolerance to food in an Icelandic urban population 20-44 years of age

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Symptoms related to the intake of certain food items are common. In most of these cases food allergy/intolerance can not be confirmed. In the Icelandic part of the European Community Respiratory Health Survey the prevalence of food-related symptoms was assessed among adult Icelanders. Material and methods: Three thousand and six hundred men and women, 20-44 years, were studied, among them 800 were randomly chosen for a more detailed investigation. Additionally, all those using asthma medication or having asthma symptoms were investigated. A questionnaire inquired about chest symptoms, symptoms related to food-intake and eating habits. In Iceland additional questions were asked concerning drug intolerance, urticaria, Quincke oedema, childhood eczema, migraine and psoriasis. All subjects underwent skin prick tests against 12 common allergens, spirometry and methacholine challenge. Specific IgE antibodies against five airborne allergens and six common food allergens were measured. Results: Among subjects with food-related symptoms, 68% reported complaints from the GI-tract, 22% had skin rash or pruritus, 15% severe headache, 11% breathlessness, 8% a running/stuffy nose and 4% fatique. Altogether 42 food items were considered likely causes of the reported symptoms. Twenty-two percent of the random sample had symptoms related to the intake of a particular food and 15% reported always having the same symptom after intake of this food. Women reported food-related symptoms somewhat more often that men (17% and 13% respectively (p=0.21)). In the random sample only 1.8% had antibodies to one or more of the foods measured. There was a significant relationship between food-related symptoms and reported migraine, urticaria and Quincke oedema and a particularily strong relationship with drug intolerance. Migraine, urticaria, Quincke oedema and drug intolerance were significantly more common among women (p<0.0001, p<0.01, p<0.05 and <0.002 respectively). No relationship was seen between food-related symptoms and positive methacholine tests. Conclusions: In conclusion this study reveales a large group of subjects reporting food-releated symptoms. This group also reported a big prevalence of unrelated symptoms such as drug intolerance and migraine. Type-1 allergy is unlikely to be the cause to more than a small part of these symptoms.Inngangur: Ýmis einkenni tengd neyslu ákveðinna fæðutegunda eru algeng umkvörtunarefni. Í fæstum tilvikum er þó hægt að staðfesta fæðuofnæmi/-óþol við prófanir. Í íslenska hluta European Community Respiratory Health Survey var kannað algengi fæðutengdra einkenna meðal fullorðinna Íslendinga. Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru 3600 karlar og konur 20-44 ára og úr þeim hópi voru 800 valin af handahófi og rannsökuð sérstaklega. Einnig voru skoðuð öll þau sem notuðu astmalyf, eða höfðu astmaeinkenni. Spurt var meðal annars um einkenni frá öndunarfærum, matarvenjur og einkenni tengd mat. Auk þess var hérlendis spurt um lyfjaóþol, ofsakláða, ofsabjúg, barnaeksem, mígreni og sóra. Öll gengust undir húðpróf fyrir 12 algengum ofnæmisvökum, blásturspróf og mælingu á berkjuauðreitni með metakólíni. Mæld voru sértæk IgE mótefni fyrir fimm loftbornum ofnæmisvökum og sex algengum fæðutegundum. Niðurstöður: Af einstaklingum með fæðutengd einkenni höfðu 68% einkenni frá meltingarvegi, 22% útbrot eða kláða, 15% slæman höfuðverk, 11% mæði, 8% nefrennsli/nefstíflur og 4% þreytu. Samtals voru 42 fæðuefni talin völd að þeim einkennum sem nefnd voru. Í slembiúrtakinu töldu 22% sér hafa orðið illt af ákveðinni fæðu, 15% töldu sig alltaf veikjast með sama hætti af þessari sérstöku fæðu. Konur lýstu oftar fæðuóþoli en karlar (17% á móti 13% (p=0,21)). Af slembiúrtakinu höfðu einungis 1,8% mótefni fyrir ákveðinni fæðutegund. Marktækt samband fæðutengdra einkenna var við einkenni um mígreni, ofsakláða og ofsabjúg en þó sérstaklega við ætlað lyfjaofnæmi. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem töldu sig hafa mígreni (p<0,0001), ofsakláða (p<0,01), ofsabjúg (p<0,05) og lyfjaofnæmi (p<0,002). Engin tengsl voru milli fæðutengdra einkenna og metakólínprófa. Ályktanir: Könnun þessi hefur sýnt fram á hóp einstaklinga sem hefur einkenni af neyslu ákveðinna fæðutegunda en jafnframt oftar en aðrir einkenni um lyfjaóþol og ætlað mígreni. Ólíklegt er að bráðaofnæmi skýri fæðutengd einkenni, nema að mjög litlu leyti

    Respiratory and gastrointestinal symptoms in 7-10 year old children in Reykjavík, Iceland.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Astmi og nefbólgur eru algengir sjúkdómar sem orsakast oft af ofnæmi, en verða þó ekki nærri alltaf skýrðir með því. Vélindabakflæði er einnig algengt vandamál sem er stundum talið valda bæði bólgum í nefi og astma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvert væri samband einkenna um vélindabakflæði og öndunarfæraeinkenna hjá 7-10 ára börnum í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Árin 2008-2009 voru sendir út 2895 stuttir spurningalistar til 7-10 ára barna í grunnskólum Reykjavíkur til þess að skima fyrir fæðuofnæmi, sem hluti af fjölþjóðarannsókn á fæðuofnæmi. Svör bárust fyrir 2346 börn (81%). Úr þeim hópi voru 176 börn (7,5%) valin sem svöruðu spurningu um óþægindi af mat játandi og 317 börn sem svöruðu spurningunni neitandi. Þessir hópar svöruðu ítarlegum spurningalista, meðal annars um einkenni frá nefi, berkjum og um bakflæði. Borin var saman fylgni einkenna frá nefi og berkjum annars vegar og bakflæði hins vegar. Niðurstöður: Sterk fylgni var milli surgs í brjósti á síðasta ári og uppkasta (p<0,001), ógleði (p<0,001) og brjóstsviða (p<0,001) á síðustu 6 mánuðum. Einnig var fylgni milli astma og ógleði (p<0,05), og astma og brjóstsviða (p<0,001) og milli nefeinkenna annars vegar og uppkasta (p<0,01), ógleði (p<0,01), brjóstsviða (p<0,01) og súrs bragðs í munni (p<0,001) hins vegar. Ályktun: Rannsóknin sýnir sterkt samband milli bakflæðiseinkenna annars vegar og nefeinkenna, surgs og astma hins vegar þó að enn sé óljóst hvers eðlis þetta samband er. Hafa ber bakflæðissjúkdóm í huga ef astmi og nefeinkenni skýrast ekki af öðrum ástæðum.Introduction: Asthma and rhinitis are common diseases in children often but not always caused by allergy. Gastroesophageal reflux is also prevalent in children and relationship with respiratory symptoms has been suggested. The aim of this study was to investigate this relationship in schoolchildren. Material and methods: As a part of multi-centre cross-sectional food allergy study (Europrevall), a short questionnaire was sent out to 2895 schoolchildren in Reykjavik 7-10 year old. Of the 2346 (81%) children we received answers from we selected those that answered positively to questions regarding common foods and a random sample of those who denied any symptoms related to food. The selected children were invited to further study where they answered an extensive questionnaire that included questions regarding respiratory and gastrointestinal symptoms. Results: A significant correlation was found between a history of wheezing over the previous year and vomiting, (p<0.001) and feeling nauseous (p<0.001) in the past 6 months. There was also a correlation between asthma in the previous year and feeling nauseous (p<0.05), having a a burning or painful feeling in the middle of the chest (p<0.001) as well as nasal symptoms and vomiting (p<0.01), feeling nauseous (p<0.01), having a burning or painful feeling in the middle of the chest (p<0.01) and having a sour taste, like a taste of vomit in the mouth (p<0.001). Conclusion: This study shows a significant correlation between symptoms of gastroesophageal reflux and respiratory and nasal symptoms. Clinicians should be aware of this association though the nature and direction of this association is still unclear

    European Community Respiratory Health Survey: The main results so far with special reference to Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The European Community Respiratory Health Survey (ECRHS) was the first project embarked on extensive study of geographical difference between countries with regards to asthma and atopy incidence in a young adult population. The same methodology and definitions were used at all study sites. The purpose of this article is to review the published results of the ECRHS with a special emphasis on the findings from the Icelandic population, and compare these results with those from the participants from the other nations and study sites. Methods: Compiled results from all study sites participating in the ECHRS hereto published were reviewed. The compiled data are derived from approximately 140.000 individuals aged 20-44 (birth-years 1946-71) from 22 nations and 48 study sites. The Icelandic population was chosen from the greater Reykjavik metropolitan area. Subjects responded to seven questions on respiratory symptoms, diagnosis of asthma and use of asthma medications. In the latter part of the investigation, 800 individuals were randomly selected from each study site. They were asked to respond to a detailed questionnaire. Subsequently spirometry, methacholine challange and skin prick testing to 11-12 common aeroallergens was performed. Additionally, allergen specific IgE and total IgE was measured. Somewhat fewer sites participated in this latter part: 17 nations and 37 study sites. Results: The findings are presented from two angles: the compiled data from all study sites and the results from the Icelandic population; specifically comparing the Icelandic data with the participants from the other nations. The study showed a geographical difference in the incidence of asthma, bronchial hyper- responsiveness and other respiratory symptoms. In the first part of the study, an eight-fold difference in wheezing, six-fold difference in asthma, ten-fold difference in physician- diagnosed asthma and a four-fold difference in the prevalence of allergic rhinitis was found between the study sites. "English-speaking" nations had the highest prevalence of respiratory diseases and Iceland, Spain, Germany, Italy, Algeria and India had the lowest incidence. A three-fold difference in the prevalence of allergy and an eight-fold difference in bronchial responsiveness were found between study sites in the latter part of the study. The incidence of asthma was highest in the lower age groups. Atopy prevalence (defined as a positive specific IgE for at least one allergen) was highest in Australia. Other English speaking nations and Switzerland had prevalence over 40%. Iceland had the lowest prevalence of atopy (23.6%) and Greece, Norway and Italy all had a prevalence of atopy under 30%. Total IgE was highest in Greece, France, Ireland and Italy (>50kU/L), but was lowest in Iceland (13.2 kU/L). The article speculates on the possible effects of the environment on the prevalence of wheezing, bronchial reactivity and atopy in the different study sites. Summary: Results from the European Community Respiratory Health Survey demonstrate a substantial difference in the prevalence of asthma, bronchial responsiveness and atopy between study sites. The prevalence was highest in countries where English is the native language. Of all study sites, the prevalence was lowest in Iceland. In the articles, possible explanations for this discrepancy are reviewed.Inngangur: Evrópurannsóknin Lungu og heilsa (The European Community Respiratory Health Survey (ECRHS)) var fyrsta stóra rannsóknin til að kanna landfræðilegan mun á asma og ofnæmi hjá ungu fullorðnu fólki þar sem nákvæmlega sama aðferðafræði og skilgreiningar voru notaðar á öllum rannsóknarsetrunum sem komu við sögu. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að rekja helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem birtar hafa verið fram að þessu, með sérstöku tilliti til stöðu íslenska þýðisins í samanburði við hinar þátttökuþjóðirnar. Efniviður: Farið er yfir niðurstöður sem birtar hafa verið úr sameiginlegum rannsóknargögnum allra þátttökuþjóðanna. Niðurstöðurnar byggja á úrvinnslugögnum frá ~140.000 einstaklingum á aldrinum 20-44 ára (fæðingarár 1946-71) frá 22 þjóðum og 48 rannsóknarsetrum, þar sem þátttakendur komu meðal annars frá Reykjavíkursvæðinu. Þeir svöruðu póstsendum spurningalista með sjö spurningum um einkenni frá öndunarfærum, asma og lyfjanotkun við asma. Í seinni hluta rannsóknarinnar voru valdir 800 einstaklingar af handahófi á hverju rannsóknarsetri og þeir svöruðu ítarlegum spurningalistum, fóru í öndunarpróf, auðreitnipróf með metakólíni og pikkpróf með 11-12 ofnæmisvökum. Auk þess var dregið blóð fyrir sértækum IgE mótefnum og heildarmagni IgE. Í seinni hlutanum tóku þátt að einhverju eða öllu leyti 17 þjóðir og 37 rannsóknarsetur. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar út frá tveimur sjónarmiðum; hvernig þær voru í heildina tekið og hvernig íslenski rannsóknarhópurinn kom út gagnvart þátttakendum frá öðrum þjóðum. Rannsóknin sýndi mikinn landfræðilegan mun á algengi asma, annarra einkenna frá öndunarfærum og auðreitni í berkjum og ofnæmi. Þannig var í fyrri áfanga rannsóknarinnar áttfaldur munur á surg, sexfaldur munur á asma, meira en tífaldur munur á læknisgreindum asma og fjórfaldur munur á ofnæmiseinkennum í nefi milli rannsóknarsetranna. Enskumælandi lönd skáru sig úr með háar algengistölur fyrir öndunarfærasjúkdóma, en Ísland, hluti Spánar, Þýskaland, Ítalía, Alsír og Indland voru á neðri enda skalans. Í seinni hluta rannsóknarinnar kom fram nærri þrefaldur munur á ofnæmi og áttfaldur munur á auðreitni í berkjum. Nýgengi asma hækkaði með hækkandi fæðingarári (lækkandi aldri). Bráðaofnæmi (mælt sem jákvætt próf fyrir einu eða fleiri sértækum IgE mótefnum) var mest í Ástralíu en önnur enskumælandi lönd og Sviss voru með algengi yfir 40%, en Ísland var lægst (algengi 23,6%) og Grikkland, Noregur og Ítalía voru með algengi 50kU/L) en það mældist lægst á Íslandi (13,2 kU/L). Sagt er frá niðurstöðum úr Evrópurannsókninni sem fjalla um það hvernig aðstæður í umhverfinu hafa áhrif á algengi surgs, asma, auðreitni í berkjum og ofnæmis. Samantekt: Evrópurannsóknin Lungu og heilsa hefur sýnt fram á mikinn mun á algengi asma meðal þátttökuþjóðanna svo og annarra öndunarfærasjúkdóma, auðreitni í berkjum og ofnæmis. Þessir sjúkdómar eru algengastir meðal enskumælandi þjóða en sjaldgæfastir á Íslandi, þeirra þjóða sem þátt tóku í rannsókninni. Fjallað er um hugsanlega skýringu á sérstöðu Íslands að þessu leyti

    Insect hypersensitivity in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn this article we review allergic reactions to stinging insects (hymenoptera) and biting insects (mosquitoes). We describe the first proven case of sensitization and anaphylaxis to hymenoptera in an Icelander. Yellow jackets, honeybees, paper wasps and hornets cause most sting reactions. The vespidae species were first seen in Iceland in 1973. Since that time, these insects have inhabited the island in ever increasing numbers. Symptoms range from local reactions to systemic anaphylaxis and even death. Accurate diagnosis is important as treatment with venom immunotherapy can prevent repeated reactions by at least 95%. Local reactions in children and adults and even widespread urticaria in children should not be treated with immunotherapy. Practical measures to avoid these insects and the characteristics of each species are discussed. Physicians and other health care workers must recognize the symptoms of insect sting allergy and know when to refer to an allergist for skin testing and possible immunotherapy.Lýst er fyrsta staðfesta ofnæminu fyrir æðvængjum hjá Íslendingi. Hann var stunginn af geitungi og fékk lífshættulegt ofnæmislost, en skjót og rétt meðferð varð honum til bjargar. Hérlendis eru bæði skordýr sem stinga, til dæmis geitungar og býflugur, og skordýr sem bíta (mýflugur). Sjúkdómseinkenni eftir skordýrastungu/bit geta verið allt frá staðbundnum óþægindum til lífshættulegs ofnæmislosts. Sagt er frá helstu skordýrum sem valdið geta þessum einkennum. Mikilvægt er að greina skordýrin rétt. Fái sjúklingur sértæka afnæmingu fyrir geitungum eða býflugum er hægt að koma í veg fyrir ofnæmislost við endurstungu í yfir 95% tilfella

    House dust mites at Icelandic farms

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Sensitization to Dermatophagoides pteronyssinus (D. pteronyssinus) occurs in 9% of the Reykjavik population, despite the fact that no Der p 1 antigen has been found in the area. A recent study revealed that sensitized persons more often had a childhood history of work or holiday stay in rural areas than controls. As a follow up we studied the risk of exposure to mites in farmland dwellings. METHODS: In a survey of work-related lung disorders among farmers in the south and west of Iceland, 80 samples of house dust, representing 42 farms, were collected from bedroom mattresses and the floors in living rooms and examined for mites. Treatment of samples was identical with the method used earlier in the Reykjavik investigation (ECRHS II). RESULTS: In contrast to the Reykjavik results, dust from farm dwellings showed a large diversity of mites. Seventeen taxons were found, with Acarus siro and D. pteronyssinus in 13 and 8 farms respectively, but the samples did not show signs that any of the taxons actually had lived or reproduced where they were collected. CONCLUSION: The finding of D. pteronyssinus in farmland dwellings provides a possible explanation of why some Reykjavik citizens might have developed sensitization to this mite, even though cross sensitization to other species of mites could give a false positive reaction to D. pteronyssinus in at least some of those cases. Our observations did not support the idea that the mites were living in the dwellings and an explanation for their occurrence must be sought in the outdoor environment.Bakgrunnur: Næming fyrir Dermatophagoides pteronyssinus (D. pteronyssinus) finnst hjá 9% Reykvíkinga þrátt fyrir að engir Der p 1 mótefnavakar hafi fundist á Reykjavíkursvæðinu. Nýleg rannsókn sýndi að næmir einstaklingar höfðu unnið eða dvalið í sveit á barnsaldri oftar en samanburðarhópur. Til að fylgja þessu eftir könnuðum við líkur á útsetningu fyrir maurum á bóndabæjum. Efniviður og aðferðir: Sem hluti af rannsókn á heilsufari bænda var safnað 80 sýnum af ryki á 42 bóndabýlum á Suður- og Vesturlandi. Sýnum var safnað af dýnum í svefnherbergjum og af stofugólfi og leitað að maurum. Sýni voru meðhöndluð með sambærilegum aðferðum og notaðar voru í rannsókninni Lungu og heilsa sem framkvæmd var í Reykjavík. Niðurstöður: Öfugt við niðurstöður frá Reykjavík fundust í ryki af bóndabæjum 17 tegundir af maurum. Þar af fannst Acarus siro á 13 bæjum og D. pteronyssinus á átta bæjum. Það sáust þó ekki merki um að nein tegund hefði átt bólfestu eða fjölgað sér þar sem sýnunum var safnað. Ályktanir: Fundur D. pteronyssinus á bóndabæjum er hugsanleg skýring á því hvers vegna margir íbúar Reykjavíkur hafa þróað ofnæmi gegn þessum maur. Krossnæmi við aðrar maurategundir getur einnig verið orsökin í sumum tilfellum. Rannsóknir okkar styðja ekki þá hugmynd að maurarnir eigi sér bólfestu á bóndabæjum heldur hlýtur skýringa á fundi þeirra að vera að leita í umhverfi bóndabæjanna

    Scombroid poisoning at an Icelandic restaurant

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenWe report four cases of scombroid poisoning. During a lunch meeting three males had the same dish: a club sandwich with raw tuna. All developed erythema over the face and neck within two hours of eating the tuna. The severity of symptoms varied. Other symptoms were profuse sweating, a feeling of intense thirst and palpitations. The symptoms disappeared after few hours. Samples obtained from the tuna revealed histamine levels above the recommended FDA levels. We also report a case with similar symptoms after eating canned tuna in a mixed salad. Scombroid poisoning has been associated with the consumption of dark-flesh fish with high levels of histidine, which can be converted to histamine by decarboxylase from Gram-negative bacteria in the fish. The fish most often implicated is tuna. It is of great importance to increase the awareness of this type of poisoning for correct diagnosis and to prevent other cases by improving storage.Greint er frá fjórum tilfellum af krílfiskieitrun. Þrír karlmenn sátu hádegisverðarfund á veitingahúsi í Reykjavík og borðuðu allir sama rétt, samloku með hráum túnfiski. Allir þrír fengu svipuð ein­kenni sem voru misslæm með hita og roða í and­liti og á höndum. Einkennin komu fljótt fram, hjá þeim fyrsta áður en neyslu matarins var lok­ið og hjá þeim síðasta tveimur tímum seinna. Önnur einkenni sem þeir lýstu voru ákafur sviti, þorstatil­finning og púlserandi hjartsláttur. Ein­kenn­in hurfu án meðferðar eftir nokkra klukku­tíma en tveir mannanna fundu fyrir þreytu í nokkra daga á eftir. Sýni voru tekin úr túnfiskinum og mældist hista­mínmagn nægilegt til að valda ein­kenn­um við neyslu fisksins. Einnig er greint frá til­felli með svipuðum einkennum eftir neyslu á niðursoðnum túnfiski í blönduðu salati. Krílfiskieitrun getur orðið eftir neyslu fisk­teg­unda með dökkt hold og hátt innihald af histidíni en de­carboxýlasi frá Gram-neikvæðum bakteríum (til dæmis E. coli og Klebsíella) breytir histidíni í hista­mín. Algengasta fisktegundin er túnfiskur. Mikilvægt er að greina frá eitr­un­ar­einkennum sem þessum og bæta þannig greiningu tilfella. Auk þess er unnt að koma í veg fyrir önnur tilfelli með bættum geymslu­aðferðum fisksins

    Foodborne infections in Iceland. Relationship to allergy and lung function

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Foodborne or orofecal transmitted infections can have influence on health by direct consequences of the infection and indirectly by modulating the immune system. OBJECTIVES: To investigate the prevalence and risk factors for T. gondii, H. pylori and HAV infection in the Icelandic population and their influence on atopy, allergy related lung symptoms and lung function. MATERIAL AND METHODS: Blood samples were collected in 1999-2001 from 505 subjects in age group 28-52, randomly selected from the Icelandic population. The presence of T. gondii, H. pylori and HAV IgG antibodies was determined by an ELISA method. Allergy related lung symptoms were assessed with questionnaire and IgE sensitization and lung function measured. X(2) test was used to test for trend but unadjusted logistic regression for comparison of IgG prevalence. Multiple logistic regression was used to calculate adjusted odds ratios and 95% confidence intervals for different infections factors. RESULTS: The prevalence of antibodies was 9.8%, for T. gondii, 36.3% for H. pylori and 4.9% for HAV. Attending day care before the age of 3 years was a risk factor for having T. gondii antibodies. The prevalence of H. pylori increased with age and smoking. The infections were not associated with the prevalence of asthma or atopy. Having IgG antibodies against T. gondii was, however, associated with an increased risk of having FEV/FVC ratio below 70%. CONCLUSION: T. gondii, H. pylori and H AV infection does not influence the prevalence of atopy or asthma. The data indicated that infection with T. gondii might be associated with a diminished lung function

    Allergen immunotherapy in Iceland 1977-2006

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)INTRODUCTION: The prevelance of allery and asthma has increased rapidly over the last 3 decades and is now estimated that 25-30% of population in Western industrialized countries show symptoms of allergy or asthma. The aim of this study was to reveal the success of allergen immunotherapy (AIT) in Landspitali from 1977-2006. MATERIAL AND METHODS: During the study period a total number of 289 individuals underwent immunotherapy in outpatient clinic of allergy and asthma in Landspítali. A total number of 169 individuals were contacted, of whom 128 (76%) accepted to participate in the study. The evaluation was based on medical records, standardized questionnaire and skin-prick tests. RESULTS: Patients were evaluated on the average of 20 years after finishing treatment. 118 (92%) patients were desensitized to grass pollen, to birch pollen (30%), cat dander (30%) and dust mite (28%). At the time of the study 67% reported to be asymptomatic or with greatly improved allergy symptoms. Males had better response to AIT than women (p=0.04). Participants with positive family history of allergy and/or asthma in first degree relatives also reported better response to AIT (p=0.02). Furthermore, AIT to grass pollen and dust mite seemed to be more effective than AIT to cat dander and birch (p=0.04). AIT was also shown to reduce asthma. CONCLUSION: AIT for 3-5 years provides significant beneficial effect of allergy and asthma symptoms in patients who undergo such therapy. Finally, it s findings support the notion that AIT may reduce the risk of new allergic manifestations.Inngangur: Tíðni ofnæmis hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum þremur áratugum og er nú talið að allt að 25-30% íbúa iðnríkjanna sýni einkenni ofnæmis í einhverri mynd. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á árangur afnæmismeðferðar yfir 30 ára tímabil á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Á rannsóknartímabilinu frá 1977 til 2006 hófu 289 einstaklingar afnæmismeðferð á göngudeild astma- og ofnæmissjúkdóma á Landspítalanum. Haft var samband við 169 manns og samþykktu 128 (76%) þátttöku í rannsókninni. Upplýsinga var aflað með stöðluðum spurningalista og aflestri sjúkraskráa. Sjúklingar voru að auki húðprófaðir. Niðurstöður:Að meðaltali voru 20 ár liðin frá lokum afnæmismeðferðar þegar árangur hennar var metinn í þessari rannsókn. Alls voru 118 (92%) einstaklingar afnæmdir gegn vallarfoxgrasi, 39 (30%) gegn birki, 38 (30%) gegn köttum og 36 (28%) gegn rykmaurum. Við endurmat sjúklinga reynust 86 (67%) vera einkennalausir eða betri. Karlmenn svöruðu að jafnaði meðferð betur en konur (p=0,04). Ættarsaga um ofnæmi eða astma í fyrstu gráðu ættingjum hafði jákvæð áhrif á árangur afnæmismeðferðar (p=0,02). Að auki var sýnt fram á að afnæmismeðferð gegn vallarfoxgrasi og rykmaurum skilaði betri árangri en afnæming gegn birki og köttum (p=0,04). Meðferðin dró úr líkum á astma síðar meir. Ályktanir:Afnæmismeðferð sem stendur yfir í 3-5 ár að meðaltali dregur almennt úr einkennum ofnæmissjúklinga til lengri tíma. Þá má leiða líkur að því að afnæmismeðferð minnki líkur á þróun nýs ofnæmis

    Lack of population genetic structure of lumpfish along the Norwegian coast: A reappraisal based on EST-STRs analyses

    Get PDF
    Lumpfish is now the single most important cleaner fish species to date and there is an extensive lumpfish translocation along the Norwegian coast. A reliable baseline information about the population genetic structure of lumpfish is a prerequisite for an optimal managing of the species to minimize possible genetic translocation and avoid possible hybridisation and introgression with local populations. The current study is a follow up of the study of Jónsdóttir et al. (2018) using expressed sequence tag-short tandem repeats (EST-STRs) markers. Samples (N = 291) were analysed from six sample locations along the Norwegian coastline from south to north, with additional 18 samples of first-generation (from wild fish) reared fish from a fish farm outside Tromsø (North Norway). Present findings show a lack of population differentiation among lumpfish sampling population along the Norwegian coast using EST-STRs, which is in accordance with the findings of Jónsdóttir et al. (2018) where genomic STRs (g-STRs) were analysed. Present findings indicate that should translocated lumpfish escape from salmon sea pens in Norway, this will probably have little impact on the genetic composition of the local lumpfish population.publishedVersio
    corecore