34 research outputs found

    Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKönnuð var spilahegðun og algengi spilafíknar meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007. Könnunin var gerð í síma og byggðist á tilviljunarúrtaki 5000 íslendinga úr þjóðskrá. Svör fengust frá 3009 þátttakendum. Svarhlutfall var 63,4%. Niðurstöður sýna að um 67% fullorðinna íslendinga spiluðu peningaspil a.m.k. einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Vinsælustu peningaspilin voru Lottó, flokkahappdrætti, skafmiðar og spilakassar. Karlar spila flestar gerðir peningaspila oftar en konur. Algengi hugsanlegrar spilafíknar reyndist 0,3% (öryggismörk: 0,2-0,6%) og er algengi spilafíknar hér á landi svipað og sést í niðurstöðum rannsókna annarsstaðar í Evrópu, en heldur minna en í Norður-Ameríku eða Ástralíu. Einnig var kannað hversu margir íslendingar eiga í verulegum vandkvæðum vegna þátttöku sinnar í peningaspilum (spilavandi), þótt svo að þeir uppfylli ekki greiningarviðmið um spilafíkn. Um 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var spilavandi algengari meðal karla (2,4%) en kvenna (0,6%). Gera má ráð fyrir að á bilinu 2.500 til 4.400 íslendingar á aldrinum 18 til 70 ára eigi í verulegum vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum

    Examination of the validity scales of the Icelandic version of the Personality Assessment Inventory (PAI)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textThe purpose of this study was to examine whether the Icelandic version of the Personality Assessment Inventory (PAI) discriminates between subjects who portray an inaccurate self-impression and those who give an accurate self-impression. The PAI is used to assess constructs relevant to psychopathology, interpersonal style, treatment acceptability and response validity. Participants were selected using a convenience sample and consisted of 243 university students who answered the PAI honestly, 110 patients from Reykjalundur rehabiliation center, 25 university students who simulated depression (negative impression management), 23 university students who simulated schizophrenia (negative impression management) and 25 university students who portrayed a very favorable self-impression (positive impression management). A comparison was made between six validity scales; three negative impression scales (NIM, MAL og RDF) and three positive impression scales (PIM, DEF og CDF). The results showed that the RDF scale performed best of the three negative impression scales and discriminated well between the clinical group and the groups simulating mental disorders. Of the positive impression management scales, the PIM and DEF were similar in detetecting positive self-impression from honest responding. However, the performance of the CDF scale was poor. In general are these results consistent with previous studies in other cultures.Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort réttmætiskvarðar íslensku þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) greini á milli próftakenda sem gefa af sér ranga mynd og þeirra sem svara heiðarlega. PAI byggist á sjálfsmati og metur einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni auk réttmæti svara. Í hentugleikaúrtaki voru 243 háskólanemar sem svöruðu heiðarlega, 110 sjúklingar af verkja- og geðsviði (klínískur hópur), 25 háskólanemar sem gerðu sér upp þunglyndi (neikvæð uppgerð), 23 háskólanemar sem gerðu sér upp geðklofa (neikvæð uppgerð) og 25 háskólanemar sem gáfu af sér fegraða mynd (jákvæð uppgerð). Bornir voru saman sex réttmætiskvarðar; þrír sem meta neikvæða uppgerð (NIM, MAL og RDF) og þrír sem meta jákvæða uppgerð (PIM, DEF og CDF). RDF kvarðinn var bestur af þeim kvörðum sem greina neikvæða uppgerð og greindi vel á milli uppgerðar á geðklofa og klínísks hóps og ágætlega á milli uppgerðar á þunglyndi og klínísks hóps. PIM og DEF (jákvæð uppgerð) voru svipaðir og greindu ágætlega á milli jákvæðrar uppgerðar og heiðarlegrar svörunar háskólanema. Ekki er hægt að mæla með notkun CDF kvarðans. Niðurstöðurnar voru í grófum dráttum svipaðar erlendum rannsóknum

    Forprófun á íslenskri útgáfu Sjálfsmatskvarða Becks fyrir börn og unglinga

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGerð var forprófun á Sjálfsmatskvörðum Becks fyrir börn á aldrinum 7-14 ára til þess að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu af kvörðunum. Þátttakendur voru 293 úr 12 grunnskólum í Reykjavík. Próffræðilegir eiginleikar reyndust sambærilegir við erlendar rannsóknir. Innri áreiðanleiki var hár og fylgni atriða við heildarskor hvers kvarða viðunandi. Samleitni kvarða var athugað með þáttagreiningu og niðurstöður sýndu að þunglyndi, kvíði og hegðunarvandi voru einsleitir kvarðar en atriði sjálfsmyndar og reiði mynduðu tvo þætti. Gerð var þáttagreining á öllum 100 atriðum kvarðanna. Niðurstöður sýndu þrjá þætti sem skýrðu 38,6% dreifingar. Fyrsti þáttur samanstóð af þunglyndi, reiði og kvíða. Á annan þátt lögðust þrjú atriði reiði og 18 atriði hegðunarvanda og á þriðja þátt lögðust 18 atriði sjálfsmyndar. Há fylgni reyndist vera milli kvíða, þunglyndis og reiði en það er sambærilegt niðurstöðum erlendra rannsókna. Réttmæti kvarðanna var athugað með þremur spurningum um líðan í skóla og stríðni. Spurning um líðan í frímínútum hafði hæstu fylgni við þunglyndi sem bendir til þess að nemendur sem sýna þunglyndiseinkenni líður frekar illa í frímínútum. Spurning um líðan í kennslustundum hafði hæstu fylgni við hegðunarvanda og reiði og loks var hæst fylgni milli hegðunarvanda og stríðni. Enginn kynja- eða aldursmunur kom fram á kvörðum fyrir þunglyndi, reiði og kvíða. Hins vegar var meðaltal eldri hóps og drengja hærra á kvarða fyrir hegðunarvanda en hjá yngri hóp og stúlkum. Meðaltal á sjálfsmyndarkvarða var lægra í hópi eldri þáttakenda og meiri munur var á milli yngri og eldri stúlkna sem bendir til að sjálfsmynd verði neikvæðari á unglingsárum og sérstaklega hjá stúlkum. Próffræðilegir eiginleikar reyndust í megindráttum góðir en safna þarf meiri gögnum um áreiðanleika og réttmæti kvarðanna áður en hægt er að mæla með almennri notkun þeirra hér á landi.A pilot study of the Beck Youth Inventories (BYI) for children 7-14 years was undertaken to evaluate the psychometric properties of the Icelandic version. Participants were 293 from 12 elementary schools in Reykjavík. Psychometric properties revealed similar findings as other studies abroad have revealed. The internal consistency reliability was high and item total correlation acceptable. A principal axis factor analysis was conducted to evaluate the homogeneity of the BYI. Depression, anxiety and disruptive behavior were unidimensional but self-concept and anger revealed two factors. Additionally a principal axis factor analysis of all items of the inventories indicated three factors explaining 38,6% of variance. Items of depression, anxiety and anger loaded on the first factor. Disruptive behavior and 3 items of anger loaded on the second factor. Items of self-concept loaded on the third factor. Depression, anxiety and anger correlated highly, consistent with studies abroad and the factor analysis results. The scales´ validity was evaluated by three items assesing emotional well being in school and teasing other pupils. The highest correlation was between emotional well being in school breaks and depression, emotional well being in classrooms and disruptive behavior and anger, and between teasing other pupils and disruptive behavior. No significant age and gender differences were found on depression, anxiety and anger. Mean score for boys was higher than for girls on disruptive behavior and older students scored higher than younger students. Older students´ mean score was lower than younger students´ mean on self-concept and this difference was greater for girls than boys. Psychometric properties were good, but additonal studies need to be undertaken on the scales´ reliability and validity before we can recommend general use of the scales for clinical purposes in Iceland

    Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI)

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPróffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) voru athugaðir. PAI er 344 atriða sjálfsmatslisti sem metur einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni svarenda og réttmæti svara. Áreiðanleiki, réttmæti og þáttabygging prófsins var athugað. Til að kanna samleitni- og aðgreiniréttmæti undirkvarða PAI sem meta þunglyndi, kvíða og áfengisvanda svöruðu þátttakendur Becks Depression Inventory-II, Becks Anxiety Inventory og Short Michigan Alcoholism Screening Test auk PAI prófsins. Úrtakið samanstóð af 243 háskólanemum, 79 áfengissjúklingum, auk 66 sjúklinga af verkjasviði og 44 sjúklinga af geðsviði Reykjalundar. Áreiðanleikastuðlar voru víðast afar háir og allir ásættanlegir. Niðurstöður þáttagreiningar voru svipaðar þeim sem aðrir rannsakendur hafa komist að, þó þáttabyggingin væri ekki eins skýr í þessari rannsókn. Samleitni- og aðgreiniréttmæti þunglyndiskvarða og áfengisvandakvarða PAI var stutt í rannsókninni. Samleitniréttmæti kvíðakvarða PAI (ANX) reyndist gott en aðgreinandi réttmæti var ekki eins afgerandi. Meðaltöl og staðalfrávik meðal Íslendinga voru auk þess í flestum tilvikum sambærileg tölum frá Bandaríkjunum

    Icelandic translation of the Personality Assessment Inventory (PAI): Study of clinical and validity scales

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textAn assessment of the psychometric properties of the Personality Assessment Inventory (PAI) was conducted. The PAI is a 344-item, multi-scale test of psychological functioning that assesses constructs relevant to psychopathology, interpersonal style, treatment acceptability and response validity. The aim of this study was to assess reliability and validity of parts of the test. Internal reliability of the depression subscale, anxiety subscale and alcohol problems subscale was examined along with convergent and discriminant validity. Participants were selected using a convenience sample and consisted of 243 university students, 79 patients with alcohol problems, 66 pain patients from the chronic pain unit, and 44 psychiatric patients from the psychiatric unit of Reykjalundur hospital. The results of the study indicated that the Icelandic version of the PAI has acceptable internal reliability. Also, the three subscales in question have good discriminant validity as well as convergent validity. Means and standard deviation of the sample had similarities in most cases to the standardization sample in the United States.Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) voru athugaðir. PAI er 344 atriða sjálfsmatspróf sem metur einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni svarenda auk réttmæti svara. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áreiðanleika og réttmæti hluta prófsins. Til að kanna samleitni- og aðgreiniréttmæti undirkvarða PAI sem meta þunglyndi, kvíða og áfengisvanda svöruðu þátttakendur Þunglyndisprófi Becks (Becks Depression Inventory- II), Kvíðakvarða Becks (Becks Anxiety Inventory) og Short Michigan Alcoholism Screening Test auk PAI prófsins. Úrtakið samanstóð af 243 háskólanemum, 79 áfengissjúklingum, auk 66 sjúklinga af verkjasviði og 44 sjúklinga af geðsviði Reykjalundar. Áreiðanleiki meginkvarða var viðunandi. Samleitni- og aðgreiniréttmæti þunglyndiskvarða og áfengisvandakvarða PAI reyndist gott í rannsókninni sem og samleitniréttmæti kvíðakvarða PAI (ANX). Meðaltöl og staðalfrávik voru í flestum en ekki öllum tilvikum áþekk gildum sem fengust við stöðlun prófsins í Bandaríkjunum

    Assessing severity of OCD symptoms with the Icelandic version of the DOCS

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnVandasamt getur verið að mæla einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar (obsessive-compulsive disorder) vegna þess hversu margbreytileg svipgerð hennar er. Í þessari grein er nýlegum sjálfsmatsspurningalista, Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS) lýst, sem mælir alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna ásamt því að birtar eru niðurstöður rannsóknar á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar þýðingar listans. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur við Háskóla Íslands sem mættu í greiningarviðtal. Samkvæmt formlegu geðgreiningarviðtali voru 32 nemendur með áráttu- og þráhyggjuröskun (auk annarra raskana), 28 með kvíðaröskun og 22 uppfylltu ekki greiningarviðmið fyrir neina skilgreinda röskun. Þátttakendur svöruðu meðal annars öðrum spurningalista um áráttu- og þráhyggjueinkenni ásamt spurningalistum um kvíða-, depurðar-, og streitueinkenni og einkenni félagskvíða. Niðurstöður sýndu að áreiðanleiki heildarskors DOCS var góður í öllum þremur hópunum (0,88-0,89). Heildarstigatala og stigatala á fjórum undirkvörðum listans var hæst í hópi þátttakenda með áráttu- og þráhyggjuröskun og var þessi munur marktækur. Einnig reyndist samleitni- og aðgreinandi réttmæti DOCS viðunandi þar sem DOCS hafði sterkari fylgni við niðurstöðu á öðrum spurningalista fyrir áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCI-R) heldur en spurningalista um kvíða, depurð, streitu (DASS) og félagskvíða (SPS, SIAS). Niðurstöðurnar renna stoðum undir réttmæti íslenskrar gerðar DOCS. Listinn getur gagnast í greiningu og meðferð áráttuog þráhyggjueinkenna hér á landi.Obsessive-compulsive disorder (OCD) has a heterogeneous symptom presentation that can make assessment difficult. In this article we describe a new self-report instrument for assessing severity of OCD symptoms, the Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS), and present results on the psychometric properties of the Icelandic translation of the questionnaire. Participants were 82 university students that filled out the DOCS and other questionnaires measuring OCD symptoms and symptoms of anxiety, depression, stress and social phobia. All participants underwent a semi-structured assessment interview for psychiatric disorders, where 32 were diagnosed with OCD (OCDG), 28 with at least one anxiety disorder (ADG), and 22 did not meet diagnostic criteria for any psychiatric disorder (CG). Internal consistency of the DOCS total score was good in all three participants groups. The OCDG scored significantly higher on the DOCS and its subscales compared to ADG and CG. Convergent and divergent validity of the Icelandic version of the DOCS was supported by stronger correlation with other measures of OCD symptoms (the OCI-R, r=0.80) compared to measures of negative affectivity and symptoms of social phobia (r ranged from 0.12 to 0.38). Results indicate that the Icelandic version of the DOCS has good psychometric properties in clinical samples. The DOCS can be a useful instrument to assess severity of OCD symptoms in clinical settings in Iceland

    An approach to dynamic line rating state estimation at thermal steady state using direct and indirect measurements

    Get PDF
    Dynamic line rating has emerged as a solution for reducing congestion in overhead lines, allowing the optimization of power systems assets. This technique is based on direct and/or indirect monitoring of conductor temperature. Different devices and methods have been developed to sense conductor temperature in critical spans. In this work, an algorithm based on WLS is proposed to estimate temperature in all ruling spans of an overhead line. This algorithm uses indirect measurements - i.e. weather reports and/or downscaling nowcasting models as inputs as well as direct measurements of mechanical tension, sag and/or conductor temperature. The algorithm has been tested using typical atmospheric conditions in Iceland along with an overhead line´s real design, showing robustness, efficiency and the ability to minimize error in measurements.Fil: Alvarez, David L.. Universidad Nacional de Colombia; ColombiaFil: Faria da Silva, F.. Aalborg Universitet; DinamarcaFil: Mombello, Enrique Esteban. Consejo Nacional de Investigaciones Científicas y Técnicas. Centro Científico Tecnológico Conicet - San Juan. Instituto de Energía Eléctrica. Universidad Nacional de San Juan. Facultad de Ingeniería. Instituto de Energía Eléctrica; ArgentinaFil: Bak, Claus Leth. Aalborg Universitet; DinamarcaFil: Rosero, Javier A.. Universidad Nacional de Colombia; ColombiaFil: Ólason, Daníel Leó. Landsnet; Islandi

    Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKönnuð var spilahegðun og algengi spilafíknar meðal fullorðinna Íslendinga árið 2007. Könnunin var gerð í síma og byggðist á tilviljunarúrtaki 5000 íslendinga úr þjóðskrá. Svör fengust frá 3009 þátttakendum. Svarhlutfall var 63,4%. Niðurstöður sýna að um 67% fullorðinna íslendinga spiluðu peningaspil a.m.k. einu sinni á síðustu 12 mánuðum fyrir könnun. Vinsælustu peningaspilin voru Lottó, flokkahappdrætti, skafmiðar og spilakassar. Karlar spila flestar gerðir peningaspila oftar en konur. Algengi hugsanlegrar spilafíknar reyndist 0,3% (öryggismörk: 0,2-0,6%) og er algengi spilafíknar hér á landi svipað og sést í niðurstöðum rannsókna annarsstaðar í Evrópu, en heldur minna en í Norður-Ameríku eða Ástralíu. Einnig var kannað hversu margir íslendingar eiga í verulegum vandkvæðum vegna þátttöku sinnar í peningaspilum (spilavandi), þótt svo að þeir uppfylli ekki greiningarviðmið um spilafíkn. Um 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var spilavandi algengari meðal karla (2,4%) en kvenna (0,6%). Gera má ráð fyrir að á bilinu 2.500 til 4.400 íslendingar á aldrinum 18 til 70 ára eigi í verulegum vanda vegna þátttöku sinnar í peningaspilum

    Orðalykill : staðlað orðaforðapróf fyrir börn á grunnskólaaldri

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmið með gerð Orðalykils var að búa til traust próf sem metur orðaforða íslenskra barna á grunnskólaaldri. Við stöðlun var gengið út frá 70 orðum en þau voru hluti af 352 orðum sem valin voru í upphafi rannsóknar. Úrtakið var 1.200 börn á aldrinum sex til fimmtán ára af öllu landinu en viðmið fyrir stöðlun var 1.000 börn. Svörun reyndist 91,7% og var prófið lagt fyrir 84,2%. Endanlegt stöðlunarúrtak samanstóð af 958 börnum sem skiptust í tuttugu aldursbil. Farið var í 25 skóla og prófið lagt fyrir þau börn sem höfðu samþykki forráðamanns fyrir þátttöku. Enginn munur reyndist vera á orðaforða drengja og stúlkna en smávægilegur munur kom fram milli landshluta. Því voru búin til ein viðmið (norm) fyrir allt landið sem hafa meðaltalið 100 og staðalfrávikið 15. Þrátt fyrir almenna tilhneigingu til hækkunar skora með aldri var það ekki alltaf reyndin. Fyrirhuguð er útgáfa handbókar með Orðalykli þar sem þessi breytileiki milli aldursbila verður jafnaður. Þar verður jafnframt að finna upplýsingar um fylgni heildarskora við samræmdar einkunnir barna í fjórða, sjöunda og tíunda bekk

    Könnun á spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenGerð var könnun á spilahegðun og tíðni hugsanlegs spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi. Þátttakendur voru 750 nemendur valdir af hentugleika úr 12 framhaldsskólum, 371 stúlka og 379 drengir. Tvö erlend mælitæki (SOGS-RA og DSM-IV-MR-J) sem notuð eru til þess að meta spilavanda voru þýdd, bakþýdd og forprófuð áður en fyrirlögn fór fram. Helstu niðurstöður voru þær að nánast allir nemendur höfðu spilað peningaspil einhvern tímann á ævinni, 79% þeirra spiluðu á undanförnum 12 mánuðum og rúmlega 10% spiluðu reglulega. Vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2% til 2,7% fyrir allt úrtakið en spilavandi var mun algengari meðal drengja en stúlkna. Ályktunarvillur um peningaspil voru algengari meðal þeirra sem eru í einhverjum vanda vegna peningaspila en hinna sem spila vandræðalaust. Í megindráttum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að lítill hluti unglinga eigi við spilavanda að stríða og að ályktunarvillur um eðli tilviljunar eða hæfileika í peningaspilum einkenni frekar hugsunarhátt þessa hóps, en þeirra sem spila peningaspil án vandkvæða. Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir á algengi spilavanda og hugsanlegum orsökum hans meðal íslenskra unglinga
    corecore