87 research outputs found

    Geðrækt geðsjúkra : að ná tökum á tilverunni

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenEfniviður rannsóknarinnar var reynsla og skoðanir geðsjúkra á bata og bataferlinu. Markmið rannsóknarinnar var að draga fram þá geðheilsueflandi þætti sem voru í einstaklingunum sjálfum og umhverfi hans. Viðtöl voru tekin við 25 einstaklinga sem náð höfðu tökum á geðsjúkdómi sínum. Einnig var gerð vettvangsathugun þar sem fólk í bata kom saman til að takast á við daglegt líf. Aðferðir fyrirbærafræðinnar, sem tilheyra eigindlegri rannsóknarhefð, voru notaðar til að lýsa ferli batans og merkingu batans í huga viðmælenda. Dregin voru út helstu þemu sem viðmælendur voru sammála um að hefðu áhrif á bataferlið. Gögnin voru einnig skoðuð út frá grundaðri kenningu og túlkunarfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á samspil umhverfis og einstaklings í bataferlinu. Bati næst ekki nema með fullri þátttöku og mikilli vinnu viðkomandi ásamt hvatningu og tækifærum í umhverfinu. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að breytinga sé þörf í geðheilbrigðisþjónustunni, efla þurfi nærþjónustu og vinna meira með umhverfisþætti sem geta örvað bataferlið

    Iðjuþjálfar : skoðanir og reynsla nema í sérskipulögðu B.Sc. námi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFimmtíu og einn iðjuþjálfi með diplómanám að baki hófu sérskipulagt B.Sc. nám haustið 2003 vi› Háskólann á Akureyri. Í einum áfanganum svörðu 47 nemar 20 spurningum varðandi fagleg málefni. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar til að vinna úr svörunum. Nemarnir gerðu m.a. grein fyrir af hverju þær hefðu valið iðjuþjálfafagið, farið í sérskipulagt B.Sc. nám, hvernig þær útskýrðu iðjuþjálfun og hvort fagið væri pólitískt eða ekki. Togstreituefni í daglegu starfi voru könnuð sem og markaðsetning fagsins. -- Í svörum nemanna kom m.a. fram að þær væru ánægðar í starfi, og að mestu vonbrigð i þeirra í starfi tengdust þeirri stöðugu baráttu að sanna gildi sitt. Iðjuþjálfar töldu sig skipta sköpum fyrir fagið í tengslum við frumkvöðlastarf, þróun þjónustunnar og að vera góðar fyrirmyndir. Fagleg þróun iðjuþjálfafagsins hefur verið mikil síðustu árin. Félagið er 30 ára og margir félagsmenn tilbúnir til frekari landvinninga í markaðsmálum stéttarinnar

    Icelandic occupational therapists\u27 attitudes toward educational and professional issues

    Get PDF
    The entire population of Icelandic occupational therapists were surveyed concerning characteristics and attitudes toward professionalism and educational goals. There were 87 questionnaires sent out and 80 (92%) were returned and used for analysis. This data will have a positive impact upon the development of the first Icelandic occupational therapy curriculum. Icelandic occupational therapists, in general, value academic skills over technical skills, are active in their association, willing to take on duties for the advancement of the profession and are interested in conducting research. The attitudes of the Icelandic occupational therapists were generally quite uniform. T- tests and one-way ANOVAs (p \u3c .05) revealed some significant differences in a number of attitudes by education level, length of professional experience and country of education. The results show the importance of providing Icelandic occupational therapy practitioners with the opportunity to take part in research. This study will serve as a foundation for future studies on Icelandic occupational therapists and provide reference data for later comparison

    Surgical patients´ assessment of their pain and pain

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Góð verkjameðferð er mikilvæg fyrir skjótan og góðan bata sjúklinga. Framfarir hafa orðið á síðustu árum í verkjameðferð skurðsjúklinga en íslenskar og erlendar rannsóknir á reynslu þeirra sýna þó að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið þessarar lýsandi þversniðskönnunar var að kanna hve algengir og miklir verkir eru hjá sjúklingum fyrir og eftir aðgerð; samband verkja við daglegar athafnir, líðan sjúklinga og samskipti við aðra; mat þeirra á fræðslu um verki og verkjameðferð; viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja; ánægju sjúklinga með verkjameðferð og væntingar sjúklinga til verkjameðferðar eftir aðgerð. Úrtak rannsóknarinnar voru 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala í febrúar 2006. Gagna var aflað með spurningalista byggðum á spurningalista bandarísku verkjasamtakanna og með viðbótarspurningum frá höfundum. Spurt var um bæði styrk verkja og áhrif verkjanna með notkun tölukvarða. Spurningalistinn var afhentur sjúklingum að kvöldi aðgerðardags eða daginn eftir aðgerð. Meirihluti sjúklinganna (61,6%) gerði ráð fyrir því að hafa verki eftir aðgerð að meðalstyrk 5,4. Mikill meirihluti sjúklinga (80,8%) hafði haft verki síðastliðinn sólarhring þegar spurningalista var svarað. Meðaltalsstyrkur verkja var að jafnaði 4,0 og meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,9. Konur og yngri sjúklingar greindu frá verri verkjum en karlar og eldri sjúklingar. 90,7% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir með verkjameðferð. Upplýsingar um verki eftir skurðaðgerð fengu 76,3% sjúklinga og um mikilvægi verkjameðferðar 50,5%. Sjúklingar, sem voru með verki fyrir aðgerð, gerðu ráð fyrir meiri verkjum eftir aðgerð, greindu frá verri verkjum eftir aðgerð og höfðu neikvæðari viðhorf til verkja og verkjalyfja. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að ástæða sé til að bæta verkjameðferð skurðsjúklinga og fræðslu um verki og verkjameðferðGood pain management is important for patients’ successful recovery. In recent years progress has been made in postoperative pain management. However, studies of patients’ experiences indicate that they have considerable pain after surgery. The objective of this descriptive cross-sectional study is to explore the incidence and intensity of pain experienced by patients before and after surgery, the relationship of patients’ pain to their daily activities, their wellbeing and interactions with other people after surgery, patients’ assessment of education received on pain and pain management, patients’ attitudes towards pain and pain management, patients’ satisfaction with their pain management and their expectations towards postoperative pain experience. The sample included 216 patients who had surgery at Landspitali University Hospital, Iceland, in February 2006. Data were gathered using a questionnaire from the American Pain Society and with additional questions from authors. Patients were asked about the effects of pain and to define the intensity of their pain on a scale from 0 to 10 under various conditions. The questionnaire was delivered to the patients on the evening of the day of surgery, or the following day. The majority of patients (61.6%) expected pain after surgery with the average score of expected pain being 5.4. The majority of the patients (80.8%) had experienced pain during the past 24 hours when the questionnaire was administered. The average score of pain over the previous 24 hours was 4.0 and average score of worst pain was 5.9. Women and younger patients reported greater intensity of pain than men and older patients. Most patients (90.7%) were satisfied or very satisfied with the pain management they received. The majority of them had received information on pain after surgery (76.3%) and about the importance of pain management (50.5%). Patients who experienced pain before surgery, expected greater intensity and experienced higher intensity of pain after surgery, and showed negative attitudes to pain and pain medication. The findings of the study indicate that there is a need to improve pain management among surgical patients and their education on pain and pain management

    Cost-effectiveness analysis of treatment for end-stage renal disease

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: End-stage renal disease (ESRD) requires costly life-sustaining therapy, either dialysis or kidney transplantation. The purpose of this study was to analyse and compare the cost-effectiveness of kidney transplantation and dialysis in Iceland. MATERIAL AND METHODS: Costs and effectiveness were assessed using the clinical records of the Division of Nephrology patient registration and billing systems and at Landspitali University Hospital, information from the Icelandic Health Insurance on payments for kidney transplantation at Rigshospitalet in Copenhagen, and published studies on survival and quality of life among patients with ESRD. All costs are presented at the 2006 price level and discounting was done according to the lowest interest rate of the Icelandic Housing Finance Fund in that year. RESULTS: The cost associated with live donor kidney transplantation was greater in Denmark than at LUH, ISK 6.758.101 and ISK 5.442.763, respectively. The cost per quality-adjusted life year gained by live donor kidney transplantation was approximately ISK 2.5 million compared to ISK 10.7 million for dialysis. CONCLUSION: The cost of live donor kidney transplantation is within the range generally considered acceptable for life-sustaining therapies. The transplant surgery is less expensive in Iceland than in Denmark. Increasing the number of kidney transplants is cost-effective in light of the lower cost per life-year gained by kidney transplantation compared to dialysis.Tilgangur: Nýrnabilun á lokastigi krefst lífsnauðsynlegrar og kostnaðarsamrar meðferðar, annaðhvort skilunar eða ígræðslu nýra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman kostnaðarvirkni ígræðslu nýra og skilunarmeðferðar á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Við mat á kostnaði og virkni meðferðar var notast við skrá nýrnalækningaeiningar, sjúklingabókhaldskerfi og kostnaðarkerfi Landspítala, upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um greiðslur vegna nýrnaígræðslna á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og erlendar rannsóknir á lifun og lífsgæðum sjúklinga. Allur kostnaður var reiknaður á verðlagi ársins 2006 og við núvirðingu var miðað við lægstu vexti Íbúðalánasjóðs það ár. Niðurstöður: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa í Danmörku var meiri en þegar ígræðslan fór fram hérlendis eða 6.758.101 krónur samanborið við 5.442.763 krónur. Kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár sem ávinnst við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa var 2,5 milljónir króna en 10,7 milljónir í tilviki skilunar. Ályktanir: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er innan þeirra marka sem nágrannaþjóðir hafa miðað við sem ásættanlegan kostnað við lífsnauðsynlega meðferð. Það er ódýrara að ígræðsluaðgerðirnar fari fram hérlendis en í Danmörku. Kostnaður við hvert lífár sem vinnst með ígræðslu nýra er mun lægri en með skilun og er fjölgun nýrnaígræðslna því augljóslega hagkvæm

    Fungemia and other invasive fungal infections in Icelandic children. A nationwide study

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Invasive fungal infections are increasing in incidence. Among those who are at increased risk of fungal blood stream infections (fungemia) and disseminated fungal infections are premature infants and immunosuppressed children. These infections are associated with high morbidity and mortality. Invasive fungal infections have not yet been studied in Iceland. Material and methods: We studied all cases of fungemia and/or disseminated fungal infections in Icelandic children (16 years) during a 20 year period. Histopathology reports and autopsies were reviewed. Information on predisposing factors, symptoms, treatment and outcome was collected. All obtainable fungal blood stream isolates were subcultured and their susceptibility to common antifungals determined. Results: In the 20 year period from 1980-1999, 19 episodes of invasive fungal infections were diagnosed in 18 infants and children in Iceland. Twelve episodes of fungemia occured in 11 children and the nationwide annual incidence increased from 0.28 to 1.90 cases/100,000/year (p=0.037) during the study period. Half of the children were premature infants. All patients had a central venous catheter at the time of blood culture and most had received intravenous antibiotics or corticosteroids. Candida albicans was the most commonly isolated species (nine of 12 episodes, 75%). In addition to patients with fungemia, three children were diagnosed with disseminated fungal infection by histology or autopsy. Two cases of fungal meningitis, without fungemia, were identified. Furthermore, two children had invasive infections with Aspergillus fumigatus and both patients survived. Three children (3/16; 19%) with invasive Candida-infections died. Conclusions: In this study of invasive fungal infections among Icelandic children we demonstrate that the incidence of fungemia has risen significantly in the past 20 years. Diagnosis of invasive fungal infections can be complicated and negative blood cultures do not exclude disseminated infection. Given the high attributable mortality, timely diagnosis and aggressive treatment is extremely important.Inngangur: Tíðni ífarandi sveppasýkinga fer vaxandi víðast hvar í hinum vestræna heimi. Fyrirburar og ónæmisbæld börn eru í hættu á að fá blóðsýkingar af völdum sveppa og í kjölfarið dreifðar sýkingar. Sýkingar af þessum toga hafa í för með sér háa dánartíðni. Þær hafa ekki verið rannsakaðar hjá börnum hérlendis. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra barna 16 ára og yngri á Íslandi er greindust með blóðsýkingar og/eða dreifðar sýkingar af völdum ger- og myglusveppa á árunum 1980-1999. Niðurstöður krufninga og vefjarannsókna voru einnig kannaðar. Skráðar voru upplýsingar um áhættuþætti, einkenni, meðferð og afdrif sjúklinga. Allir tiltækir sveppastofnar voru ræktaðir og næmi þeirra fyrir sveppalyfjum kannað. Niðurstöður: Alls greindust 18 börn með 19 ífarandi sveppasýkingar á þessu 20 ára tímabili. Tólf blóðsýkingar greindust hjá 11 börnum og jókst nýgengið marktækt á rannsóknartímabilinu úr 0,28 í 1,90 sýkingar á 100.000 börn á ári (p=0,037). Tæpur helmingur barna með blóðsýkingu voru fyrirburar. Öll börn með sannaða blóðsýkingu voru með djúpa æðaleggi og flest höfðu fengið næringu í æð, sýklalyf og barkstera. Candida albicans ræktaðist í níu tilvikum af 12 (75%). Þrjú börn af 11 fengu dreifða sýkingu. Til viðbótar greindust þrjú börn með dreifða Candida sýkingu við krufningu eða vefjarannsókn. Að auki fengu tvö börn heilahimnubólgu af völdum Candida albicans án sannaðrar blóðsýkingar. Tvö börn greindust með ífarandi sýkingar af völdum myglusveppsins Aspergillus fumigatus og læknuðust þau bæði. Þrjú börn af þeim 16 sem fengu ífarandi Candida sýkingar létust. Ályktanir: Þessi rannsókn á ífarandi sveppasýkingum hjá börnum er sú fyrsta er nær til heillar þjóðar. Veruleg hækkun hefur orðið á nýgengi sveppasýkinga í blóði hjá börnum hérlendis á síðastliðnum 20 árum. Greining alvarlegra sveppasýkinga er oft torveld og neikvæð blóðræktun útilokar ekki dreifða sýkingu. Í ljósi hækkandi nýgengis og hárrar dánartíðni er mikilvægt að hafa umræddar greiningar í huga hjá mikið veikum börnum

    Preoperative fasting: Instructions to patients and length of fasting – a prospective, descriptive survey

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files. This article is open access.Inngangur: Fasta sjúklinga er mikilvæg öryggisráðstöfun fyrir skurðað- gerð. Rannsóknir sýna þó að sjúklingar fasta mun lengur en leiðbeiningar kveða á um. Ástæður þess, þar með talinn þáttur sjúklingafræðslu, eru ekki kunnar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu lengi sjúklingar fasta fyrir skurðaðgerð og hvaða leiðbeiningar þeir fengu varðandi föstu, þegar eitt ár var liðið frá innleiðingu nýrra leiðbeininga til starfsfólks og sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Lýsandi rannsókn var gerð á Landspítala árið 2011. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám og með spurningalista. Úrtakið náði yfir alla fullorðna sjúklinga sem gengust undir aðgerð í svæfingu eða slævingu á 5 daga tímabili. Niðurstöður: Þátttökuskilyrði uppfylltu 193 sjúklingar, þar af fóru 161 (83%) í valaðgerð. Útfylltir spurningalistar bárust frá 166 sjúklingum, eða 86% af þeim sem uppfylltu þátttökuskilyrði. Meðallengd föstu á mat var 13,6 (±3,0) klukkustundir og 8,8 (±4,5) klukkustundir á tæra drykki. Lið- lega fjórðungur sjúklinga (27%) fékk ráðleggingar um föstu í samræmi við leiðbeiningar og 45% var ráðlagt að fasta frá miðnætti. Upplýsingar voru veittar ýmist skriflega (18%), munnlega (37%) eða hvort tveggja (45%). Upplýsingar um tilgang föstu fengu 46% sjúklinga. Sjúklingar sem fóru í aðgerð að morgni föstuðu skemur en sjúklingar sem fóru í aðgerð eftir hádegi (p<0,05). Sjúklingar sem fengu bæði skriflegar og munnlegar upplýsingar föstuðu skemur á drykki en aðrir (p<0,001). Ályktanir: Skurðsjúklingar fasta mun lengur en nauðsynlegt er og fá mismunandi upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki. Þörf er á að kanna frekar ástæðurnar fyrir þessu. Starfsfólk þarf að samræma starfshætti sína, virkja sjúklinga meira í eigin umönnun, veita samræmda og fullnægjandi sjúklingafræðslu og aðstoða sjúklinga við að stytta vökvaföstu eftir komu á sjúkrahúsiIntroduction: Fasting is an important safety precaution for patients before surgery but studies indicate that excessive fasting is common. Explanations for this, including patient education related factors, are not well known. The aim of this study was to explore how long patients fast before surgery and what instructions they received, one year after the introduction of new guidelines for patients and professionals. Material and methods: This descriptive study was undertaken in a national, 660-bed university hospital in 2011. Data was collected from patient records and with questionnaires. Included were adult surgical patients having anaesthesia during a 5day period. Results: The sample consisted of 193 patients: 83% were scheduled for elective surgery and 86% returned questionnaires. Average fasting time was 13,6 (±3.0) hours for solid food and 8,8 (±4.5) hours for clear fluids. A quarter (27%) had received instructions according to guidelines and 45% were instructed to fast from midnight. Information was either written (18%), verbal (37%) or both (45%) and 46% of patients received information on the importance of fasting. Patients scheduled for morning surgery fasted for a shorter time than afternoon patients (p<0.05). Patients who received both verbal and written information fasted shorter on clear fluids (p<0.001) than others. Conclusions: The fasting of surgical patients before their operation is unnecessarily long and they do not get uniform instructions. This warrants further exploration. There is a need for staff to coordinate instructional practices, to involve patients more in their own care with consistent information and comprehensive education and assist them in reducing fasting on clear fluids after hospital admission

    Case of the month: patient with septic shock and massive intravascular haemolysis

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full tex

    Candidemia in Finland, 1995–1999

    Get PDF
    We analyzed laboratory-based surveillance candidemia data from the National Infectious Disease Register in Finland and reviewed cases of candidemia from one tertiary-care hospital from 1995 to 1999. A total of 479 candidemia cases were reported to the Register. The annual incidence rose from 1.7 per 100,000 population in 1995 to 2.2 in 1999. Species other than Candida albicans accounted for 30% of cases without change in the proportion. A total of 79 cases of candidemia were identified at the hospital; the rate varied from 0.03 to 0.05 per 1,000 patient-days by year. Predisposing factors included indwelling catheters (81%), gastrointestinal surgery (27%), hematologic malignancy (25%), other types of surgery (21%), and solid malignancies (20%). Crude 7-day and 30-day case-fatality ratios were 15% and 35%, respectively. The rate of candidemia increased in Finland but is still substantially lower than in the United States. No shift to non–C. albicans species could be detected
    corecore