research

Cost-effectiveness analysis of treatment for end-stage renal disease

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: End-stage renal disease (ESRD) requires costly life-sustaining therapy, either dialysis or kidney transplantation. The purpose of this study was to analyse and compare the cost-effectiveness of kidney transplantation and dialysis in Iceland. MATERIAL AND METHODS: Costs and effectiveness were assessed using the clinical records of the Division of Nephrology patient registration and billing systems and at Landspitali University Hospital, information from the Icelandic Health Insurance on payments for kidney transplantation at Rigshospitalet in Copenhagen, and published studies on survival and quality of life among patients with ESRD. All costs are presented at the 2006 price level and discounting was done according to the lowest interest rate of the Icelandic Housing Finance Fund in that year. RESULTS: The cost associated with live donor kidney transplantation was greater in Denmark than at LUH, ISK 6.758.101 and ISK 5.442.763, respectively. The cost per quality-adjusted life year gained by live donor kidney transplantation was approximately ISK 2.5 million compared to ISK 10.7 million for dialysis. CONCLUSION: The cost of live donor kidney transplantation is within the range generally considered acceptable for life-sustaining therapies. The transplant surgery is less expensive in Iceland than in Denmark. Increasing the number of kidney transplants is cost-effective in light of the lower cost per life-year gained by kidney transplantation compared to dialysis.Tilgangur: Nýrnabilun á lokastigi krefst lífsnauðsynlegrar og kostnaðarsamrar meðferðar, annaðhvort skilunar eða ígræðslu nýra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman kostnaðarvirkni ígræðslu nýra og skilunarmeðferðar á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Við mat á kostnaði og virkni meðferðar var notast við skrá nýrnalækningaeiningar, sjúklingabókhaldskerfi og kostnaðarkerfi Landspítala, upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um greiðslur vegna nýrnaígræðslna á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og erlendar rannsóknir á lifun og lífsgæðum sjúklinga. Allur kostnaður var reiknaður á verðlagi ársins 2006 og við núvirðingu var miðað við lægstu vexti Íbúðalánasjóðs það ár. Niðurstöður: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa í Danmörku var meiri en þegar ígræðslan fór fram hérlendis eða 6.758.101 krónur samanborið við 5.442.763 krónur. Kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár sem ávinnst við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa var 2,5 milljónir króna en 10,7 milljónir í tilviki skilunar. Ályktanir: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er innan þeirra marka sem nágrannaþjóðir hafa miðað við sem ásættanlegan kostnað við lífsnauðsynlega meðferð. Það er ódýrara að ígræðsluaðgerðirnar fari fram hérlendis en í Danmörku. Kostnaður við hvert lífár sem vinnst með ígræðslu nýra er mun lægri en með skilun og er fjölgun nýrnaígræðslna því augljóslega hagkvæm

    Similar works