10 research outputs found

    The effects of temperature in growth of the Atlantic cod (Gadus morhua)

    No full text
    Hitastig er sá umhverfisþáttur sem hefur einna mest áhrif á vöxt fiska. Vöxtur ákvarðast einnig af öðrum þáttum eins og fóðurnýtingu (FCR), kynþroska og líkamsástandi, en allt eru þetta þættir sem geta haft áhrif á sambandið á milli hitastigs og vaxtarhraða. Markmiðið með þessu verkefni var annarsvegar að búa til vaxtarlíkan til að áætla vöxt ýmissa stærðarflokka af þorski (Gadus morhua) sem alinn er við mismunandi hitastig, og hinsvegar að kanna áhrif hitastigs og líkamsþyngdar á holdstuðul (K). Vaxtarlíkanið sýnir fram á að kjörhitastig fyrir vöxt (Topt.G) og vaxtarhraði við kjörhita (Gmax) lækkar með aukinni líkamsþyngd. Líkanið áætlar að 30 g þorskseiði sem alin eru í sjókví frá 15. maí, nái í lok þriðja árs 4.6 kg við Norðvestur Ísland og 6.3 kg við Vestur Noreg. Heildar samband þyngdar og lengdar fyrir 8-1303 g þorska sem aldir voru við 4-20°C sýndi að vöxtur fiskanna var jákvætt allometrískur (a=0.0045, b=3.257). Áhrif hitastigs á holdstuðul voru mest á minnstu stærðarflokkana (8-16 g), en áhrifin voru ekki tölfræðilega marktæk á stærri fiska (70-1303 g). Hlutfallslegur holdstuðull (Krel) jókst með þyngd hjá fiski sem alinn var við 4°C, en lækkaði við 16 og 20°C. Á 8 og 12 °C var Krel hátt fyrir flesta stærðarflokka. Lykilorð: Hitastig, Holdstuðull, Vöxtur, Þorsku

    Lúðueldi í Eyjafirði

    No full text

    Bensínstöðin í borgarlandslaginu

    No full text
    Á stuttum tíma breyttust mannvirki bensíndælunnar úr fyrirferðalitlum handdælum, sem stóðu á auðum lóðum um miðbæ Reykjavíkur, í módernísk musteri bifreiðarinnar. Stöðvarnar spruttu upp í töluverðum fjölda víðs vegar um borg og land með aukinni bifreiðaeign Íslendinga en hönnun þeirra féll í mörgum tilfellum á teikniborð upprennandi arkitekta með nýjar hugmyndir. Á tímabili varð því hönnun bensínstöðva að einstökum farvegi fyrir framsækinn arkitektúr á Íslandi. Steinsteyptar, léttbyggðar og sérkennilegar stöðvar tóku fljótt að rísa víðs vegar um borgina, flestar ólíkar en nær allar glæsilegar á sinn hátt. Í þessari ritgerð verður farið yfir þróun og þátt bensínstöðva í byggingarlist 20. aldar á Íslandi en ritgerðinni má skipta í þrjá meginkafla: Í fyrstu verður fjallað um öra þróun bensínstöðva á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og ört vaxandi bílaeign landsmanna. Því næst verður bensínstöðinni sem farvegi framsækins arkitektúrs á seinni hluta 20. aldarinnar gerð skil og dæmi um einstakar stöðvar tekin fyrir. Loks verður hlutverk bensínstöðva í borgarlandslaginu rannsakað nánar með áherslu á samfélagslegt gildi þeirra, breytilega þjónustu og þróun starfsemi. Bensínstöðvar eru með sanni ómissandi hluti af landslagi borgarinnar, mannvirki sem spruttu fram í borgarlandslaginu með framúrstefnulegum hugmyndum en virðast nú ætla að kveðja með nýstárlegum hugsjónum skipulagsyfirvalda. Það er þó ótvírætt að mannvirkin skipi mikilvægan sess þegar rætt er um byggingarlist 20. aldar á Íslandi. Hvort sem litið er á hönnunarlegt gildi þeirra eða samfélagslegan þátt fer ekki á milli mála að hlutverk þeirra í borgarsamfélaginu sé einstakt

    Finding the future in the ruins of the past

    No full text
    Í landslagi sögunnar leynast möguleikar framtíðar. Á nær ósnertu og ónýttu landsvæði í hjarta eins helsta gróðurlendis Íslands stendur Kaldaðarnes, autt og yfirgefið. Ummerki fyrrum samfélags leynast undir yfirborðinu, margslunginn grunnur horfinnar byggðar, fótspor sögunnar. Á þessum grunni rís Lýðskóli Kaldaðarness, miðstöð fyrir alþjóðlega nemendur til að fræðast og deila þekkingu sinni á sjálfbærni og vistfræði. Ísland gæti, með réttri nýtingu náttúrulegra auðlinda, orðið sjálfbært á komandi árum. En hvernig má nýta náttúru svæðis á sama tíma og náttúru þess er notið? Hvernig geta ummerki sögunnar hjálpað okkur að byggja samfélag framtíðarinnar?In the landscape of history, possibilities of the future lie hidden. In a near untouched and undeveloped area at the heart of Iceland‘s most fertile region, Kaldaðarnes stands empty and abandoned. The remnants of former societies lie beneath the surface, forgotten ruins, traces of history. On the foundation of these long lost structures, Kaldaðarnes Folk school rises. A centre for international students to seek and share knowledge on sustainability and ecology. With proper utilisation of Iceland's natural resources, the nation could become sustainable in the years to come. But how can we utilise the untouched nature of a place while still enjoying its natural beauty? How can the remnants of history help us build a society for the future

    Handpoint - Point of sale

    No full text
    This report describes the project “Handpoint Point of Sale” (HiPOS) which is an application for the company Handpoint. This project is a B.Sc final project at the Department of Computer Science at Reykjavik University. The Handpoint Point of Sale (HiPOS) is a Windows desktop application that will make it possible for merchants to communicate with USB and Bluetooth card readers from Handpoint. This connection allows merchants to accept debit/credit cards as payment for their goods. In brief, the merchants enter the amount for the product/service they are selling and send it wirelessly via Bluetooth technology or through a USB cable to the card reader. The customer then inserts his card and enters the PIN number and the transaction takes place. The application creates receipts that can be printed out or sent by email as attachments. Furthermore, there is a function that allows for making refund, sale-reversal and refund-reversal transactions. It is also possible to look up all transactions and print them out again or send them to customers by email afterwards. The report also includes descriptions of the design and architecture that we used throughout the project, including how the project was planned and organized between the team members. We utilized the methodology Scrum to manage the project and the artifacts from that, which we used, was user stories, product backlog, sprints and sprint burndown charts to follow the process of the project. We will discuss how the project progress was throughout the project and how we did in each sprint. Furthermore we will discuss how we handled the risk of the project, what testing we did and what the future holds for the application

    Rafhönnun og efnisval fyrir flutningskerfi hráefnis

    No full text
    Markmið verkefnisins var að hanna raf- og stjórnkerfi fyrir hráefnisflutningskerfi í kalkúnamarningsverksmiðju. Í þessu verkefni ákváðu hönnuðir að skipta rafstýringum og stjórnkerfi í tvo rafmagnsskápa, einn fyrir búnað fyrir frystingu og einn fyrir búnað eftir frystingu. Einnig eru í kerfinu stöðluð tæki sem hafa sinn rafmagnsskáp hver, en þar má nefna pönnulyftu, plötufrysta, útsláttarvél og málmleitartæki

    Effects of Early Thermal Environment on Growth, Age at Maturity, and Sexual Size Dimorphism in Arctic Charr

    Get PDF
    The effects of early thermal environment on growth, age at maturity, and sexual size dimorphism in Arctic charr (Salvelinus alpinus) are investigated. This study is a 654-day long rearing trial split into two sequential experimental phases termed EP1 and EP2 and lasting 315 and 339 days, respectively. EP1 started at the end of the yolk sac stage when the experimental fish were divided into three groups and reared at different target temperatures (7, 10 and 12 ◦C). During EP2, all groups were reared at the same temperature (7–8 ◦C) until harvest (~1300 g). Growth rates increased with temperature from 7 to 12 ◦C, and at the end of EP1 the 12C group had 49.0% and 19.2% higher mean weight than groups 7C and 10C, respectively. Elevated early rearing temperatures were, however, found to cause precocious sexual maturation and reduce the long-term growth performance. At the end of EP2, the 7C group had 3.6% and 14.1% higher mean weight than 10C and 12C, respectively. Elevated early rearing temperatures had a much stronger effect on the maturity incidence of females, and while male-biased sexual size dimorphism (SSD) was found in all groups, the magnitude of SSD was positively associated with temperature

    Muscle activity in hamstring and gastrocnemius muscles in athletes after anterior cruciate ligament tear. Electromyographical measurment on control and comparison group carrying out Nordic hamstring- and TRX hamstring exercises

    No full text
    Deilt hefur verið um áhrif þess að taka hluta af hálfsinungsvöðva við endurgerð fremra krossbands á starfsemi vöðvans. Styrkur beygjuvöðva hnéliðar hefur verið töluvert rannsakaður eftir aðgerð en aftur á móti hefur sértæk virkni vöðvanna lítið verið skoðuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni þeirra vöðvahópa sem koma að beygju hnéliðar við starfrænar hreyfingar hjá íþróttamönnum sem hafa fengið aftanlæris ígræðslu (HG) eftir fremra krossbandsslit. Átján knattspyrnumenn með HG ígræðslu eftir fremra krossbandsslit (rannsóknarhópur (RH); tími frá sliti 1-6 ár) og 18 aðrir sem ekki höfðu slitið (samanburðarhópur (SH)) tóku þátt í rannsókninni. Allir gengust undir vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum við framkvæmd Nordic-hamstring (NH) og TRX aftanlæris æfinga. Fjórir vöðvar voru mældir á hvorum fæti (miðlægur/hliðlægur hamstrings, miðlægur/hliðlægur kálfatvíhöfði) og söfnunartíðni 1600 Hz. Merkið var síað og kvarðað með því merki sem fékkst við hámarks ísómetrískan samdrátt (MIVC), og fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) var notuð við tölfræðigreiningu gagna. Marktæk víxlhrif fyrir útlim og æfingu, milli hópa (pkálfatvíhöfðavöðva), á meðan vöðvavirkni hamstrings var minni en hjá kálfatvíhöfðavöðva áverkamegin, en meiri hinum megin hjá RH. Munur á vöðvavirkni RH og SH bendir til þess að breyting verði á vöðvavirkni beygjuvöðva í hné eftir fremra krossbandsslit. Óljóst er hvort það tengist krossbandsáverkanum sjálfum, eða gerist í kjölfar þess áverka sem hálfsinungsvöðvi verður fyrir við endurgerð krossbandsins
    corecore