14 research outputs found

    Crossectional study of oral health and quality of life among icelandic nursing home residents

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnErlendar rannsóknir sýna að aldraðir íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila eru líklegri til að þjást af tann- og munnsjúkdómum en aðrir sambærilegir hópar1,2. Hægt er að rekja tann- og munnsjúkdóma meðal annars til lélegrar munn- og tannhirðu, umhverfisþátta, neysluvenja og lyfjagjafar. Léleg tannheilsa getur aukið hættu á meltingartruflunum, leitt til vannæringar og sveppa- og tannholdssjúkóma í munni. Megintilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvaða samband tannheilsa hefur við lífsgæði aldraðra sem flutt hafa á dvalarheimili. Efniviður og aðferðir: Gerð var megindleg þversniðsrannsókn á einu dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, úrtakið (N= 45) var úr hópi íbúa heimilisins sem voru 67 ára og eldri. Gagnasöfnun var tvíþætt og fólst í 1) klínískri skoðun á vettvangi á munnheilsu þátttakenda samkvæmt stöðlum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og 2) notaður var staðfærður viðtalsstýrður lífsgæðakvarði „Oral health impact profile“ (OHIP-49) sem mælir persónubundið huglægt mat þátttakenda á eigin munnheilsu og tengslum hennar við lífsgæði. Skýribreyta var klínísk tannheilsa þátttakenda. Útkoma var mæld með OHIP-ICE lífsgæðakvarðanum á sviðum sem lýst er sem 1) færniskerðing, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) sálrænar hömlur, 6) félagsleg skerðing og 7) höft eða fötlun. Tölfræðiaðferðir: Notuð var lýsandi og greinandi tölfræði á skýri- og útkomubreytur, fervikagreining (ANOVA) til að kanna samband milli tanna og tanngerva á lífsgæðum. Leiðrétt var fyrir bakgrunnsbreytum í tölfræðilíkönum. Niðurstöður: Alls luku 38 þátttakendur rannsókninni, 13 karlar og 24 konur. Meðalaldur þátttakenda var (M= 85.5, ± 5.6), meðaltannátustuðull var (M= 25.58, ± 3.52) og 71,5% þátttakenda höfðu tapað hluta af náttúrulegum tönnum sínum, 75% kvenna hafði tapað einni eða fleiri eigin tönnum samanborið við 64,8% karla. Einungis reyndist 9,8% náttúrulegra tanna vera óskemmdar hjá þátttakendum. Algengasta tanngervið var heilgómur í 51,3% tilfella. Tanngervi í neðri góm höfðu martæk áhrif á færniskerðingu F(35,2)= 4.34, p=0,021, á líkamlegar hömlur F(2,35)= 6.41, p=0,004 og á höft eða fötlun vegna munnheilsu F(2,35)= 3.57, p=0,039. Aldraðir upplifa skert lífsgæði vegna tann- og munnheilsu sinnar, fjöldi eigin tanna, staðsetning og tegund tanngerva hefur þar áhrif. Neikvæðar afleiðingar tann- og munnheilsu birtast sem skert tyggingarfærni, verri melting, hamlandi áhrif á fæðuval, breytt bragð og/eða lyktarskyn, skert tjáningargeta, minni lífsánægja og verra heilsufar. Ályktun: Samband er á milli munnheilsu og lífsgæða hjá öldruðum og batnandi tann- og munnheilsa krefst öflugar tannheilbrigðisþjónustu alla ævi. Því er mikilvægt að hafa reglulegt eftirlit með munnheilsu aldraðra og beita viðeigandi meðferðarúrræðum til að auka lífsgæði þeirra. Nauðsynlegt er að dvalar- og hjúkrunarheimili hafi skýrar verklagsreglur og úrræði sem styðjast við lög og reglugerðir stjórnvalda.Objective: In Iceland there is a lack of studies of oral health (OH) of the elderly living in nursing-homes (NH) and how OH influences their quality of life (QoL). This study is aimed at clinical OH and self-perceived OHQoL of the elderly. Material and methods: The study design was cross-sectional, data were collected from one nursing home in Reykjavík (N= 45), with clinical oral examinations using WHO oral health survey criteria. Data were collected on: status of teeth; D3MFT; types of prosthodontics; treatment needs; and demographical variables. With a structured interview using the Oral Health Impact Profile OHIP-49 questionnaire, in Icelandic, self-perspective data of negative aspects of OHQoL were collected, addressing: 1) functional limitation, 2) physical pain, 3) psychological discomfort, 4) physical disability, 5) psychological disability, 6) social disability and 7) handicap. Variables were coded for descriptive and analytic statistical data processing. The independent variable was OH, and dependent variables were scores on total OHIP and subscales. ANOVA and regression were used to investigate differences related to prosthodontic status groups: a) complete dentures; b) teeth and partial dentures; c) fixed restorations and teeth and variance in OHQoL, controlled for demographic variables. Results: A total of 38 participants completed the research: 13 male, 25 female. The mean age of participants was 85,5y ±5,6. Frequency of missing teeth was 71,5%, 75% females had one or more teeth missing compared to 64,8% males. The prevalence of full dentures was 51,3%. and the consequence of wearing prosthetic appliances in the mandibular region significantly influenced QoL related to: functional limitation F(35,2)= 4.34, p=0,021; physical disability F(2,35)= 6,41, p=0,004; and handicap F(2,35)= 3.57, p=0,039. OHQoL was affected by D3MFT and prosthodontic status. High D3MFT value correlated with less quality of life measured with OHIP-ICE. OH affected QoL among participants; number of teeth’s, location and types of removable dentures had an impact on mastication, less taste sensitivity, limited ability of eating and restricted use of certain types of food. OH also influenced life satisfaction and general health. Conclusion: This study indicates association between oral health and quality of life among the elderly and that improved oral health needs lifelong care and service. This indicates a need for continuous vigilance in oral health care in nursing homes to improve OHQoL of residents. It is essential for nursing homes to use oral health care protocols and have therapeutic treatments available according to government rules and regulations

    Erosive drinks on the Icelandic market

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Dental erosion seems to be a growing health problem in Iceland. The international literature indicates that beverages such as carbonated drinks and fruit juices have considerable potential to causes tooth erosion. The aim of this study was to assess the erosive potential of drinks on the Icelandic market. Materials and method: This study measured, on three occasions: (1) pH before titration and (2) the volume of 1.0M sodium hydroxide required to raise the pH of 50 ml of the beverages to pH 5.5, pH 7.0 and pH 10.0. Results: The pH before titration ranged from pH 2.03-6.79 and the volume of 0.1M sodium hydroxide required to bring the beverages to pH 5.5 ranged from 0.54 to 5.92ml, pH 7.0 ranged from 0.42 to 7.73ml and pH 10.0 ranged from 2.23 to 9.10ml. This study showed that citrus fruit juices (grapefruit and orange juice) needed the most base to neutralize of the beverages tested. The milk-based beverages had an initial pH above 5.5 and are therefore non-erosive, with the exception of milk-derived lactic acid and drinks containing lactic acid aimed especially at the child market. Carbonated drinks, sport drinks and energy drinks were relatively easy to neutralize despite having a lower pH than fruit drinks. Conclusions: It is concluded that many soft drinks have considerable erosive potential and several of these are particularly targeted at the age groups found in other Icelandic studies to consume large amounts of soft drinks and to have tooth erosion.Tilgangur: Glerungseyðing virðist vaxandi vandamál á Íslandi. Alþjóðleg neysla gosdrykkja ásamt öðrum svaladrykkjum er talin vera einn helsti orsakaþáttur sjúkdómsins og neysla gosdrykkja fer vaxandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta glerungseyðandi áhrif drykkja á íslenskum markaði. Efniviður og aðferðir: Hver drykkur var mældur í þrígang: (1) upphafssýrustig og (2) magn basa (1,0M NaOH) sem þurfti til að hlutleysa hvern drykk að pH 5,5, pH 7,0 og pH 10,0. Niðurstöður: Upphafssýrustig drykkjanna mældist lægst pH 2,03 en hæst 6,79. Magn basa (1,0M NaOH) í millilítrum til hlutleysingar að pH 5,5 spannaði: 0,54-5,92 ml, að pH 7,0: 0,42-7,73 ml og að pH 10,0: 2,23-9,10 ml. Drykkir með sítrónusýru (til dæmis greip- og appelsínusafar) þurftu mestan basa til hlutleysingar. Mjólkurdrykkir, að undanskilinni mysu og mysudrykkjum, þurftu engan basa til að hlutleysast að pH 5,5. Gosdrykkir, íþróttadrykkir og orkudrykkir þurftu að jafnaði minni basa til hlutleysingar að pH 5,5 en ávaxtasafarnir þrátt fyrir að hafa mun lægra upphafssýrustig en safarnir. Ályktun: Þessi rannsókn bendir til þess að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði hafi glerungseyðandi áhrif. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem að neysla þessara drykkja er einna mest hjá börnum og unglingum en þar virðist tíðni glerungseyðingar fara ört vaxandi

    Changes in patients’ need of treatment at the Faculty of Odontology, University of Iceland, in the years 1992, 1997 and 2002

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: To evaluate if there has been a change in patients’ needs of dental treatment over a 10-year period. Methods: 604 panoramic radiographs from patients’ records from 1992, 1997 and 2002 were evaluated. The panoramic radiographs were evaluated by three observers in consensus. The occurrence of the following were studied; number of teeth, number of teeth needing treatment, number of decays and number of extra radiographs needed to make a confident diagnosis (bitewings and/or periapical). Third molars were not included in this study. Chi-square tests and t-tests were used. Results: When looking at patients with 20 or more teeth, male patients were in higher need of treatment than female patients in the age group 46-50 years (p=0.031). No significant difference was found in treatment need among patients in 1992 and 1997 or 1997 and 2002. However, between 1992 and 2002 the treatment need of the youngest age group (20 years and younger) had significantly risen from 0.60 teeth to 4.88 teeth (p=0.026). Conclusion: There seems to be an increase in numbers of teeth that need dental treatment in the youngest patient group seeking dental service at the Faculty of Odontology, University of Iceland.Tilgangur: Kannað var hvort breyting hefði orðið á meðferðarþörf sjúklinga Tannlæknadeildar Háskóla Íslands á 10 ára tímabili. Vísbendingar benda til aukinnar tannátu og að aukinnar meðferðar sé þörf meðal yngri sjúklinga tannlæknadeildar (20 ára og yngri). Efniviður: 604 kjálkabreiðmyndir úr sjúkraskrám, frá árunum 1992, 1997 og 2002 voru skoðaðar. Þrír tannlæknar greindu kjálkabreiðmyndirnar í sameiningu með tilliti til fjölda tanna, fjölda tanna sem þörfnuðust meðferðar, fjölda tannskemmda og fjölda viðbóta röntgenmynda (bitewings og/eða periapical) sem gera myndu greininguna marktækari. Meðferðarþörf endajaxla var ekki metin í þessari rannsókn. Kí-kvaðrat próf og t-próf voru notuð. Niðurstöður: Þegar litið var á sjúklinga með 20 eða fleiri tennur, þá voru karlmenn oftast í meiri meðferðarþörf en konur en það var marktækt (p=0.031) í aldurshópnum 46-50 ára. Ekki var markækur munur á meðferðarþörf sjúklinga sem komu til meðferðar á árunum 1992 og 1997, eða 1997 og 2002 en milli áranna 1992 og 2002 hafði meðal meðferðarþörf yngsta hópsins (20 ára og yngri) marktækt aukist úr 0.60 tönnum árið 1992 í 4.88 tennur árið 2002 (p=0.026). Niðurstöður: Í yngsta sjúklingahópnum sem leitar til tannlæknadeildar Háskóla Íslands virðist vera aukin meðferðarþörf

    Body Mass Index (BMI), caries and erosion in 15 years Icelandic teenagers

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjectives: The Oral Health Survey in Iceland (2005) revealed a high prevalence of erosion in permanent teeth and increasing levels of caries in 15-year olds. Data from participants on consumption of soft drinks and measurement of Body-Mass Index (BMI) enabled a study of interaction of lifestyle factors in these two dental diseases. The aim was to investigate the interaction of aetiological factors in erosion and caries so that preventive policies could be developed. Methods: Erosion was recorded (modified scale of Lussi), and caries (D3MFT) determined using The International Caries Detection and Assessment System (ICDAS). Detailed information on consumption of acidic drinks was obtained by questionnaire. Body Mass Index (BMI) was calculated following measurements at the clinical examination. Results: There was a linear relationship between the frequency of consumption of acidic drinks and the proportion of the sample with tooth erosion. Erosion was evident in 30%, significantly more often in boys. The average number of teeth with erosion increased steadily with increased frequency of consuming acidic drinks. There was a parallel increase in the D3MFT index and BMI whereas the number of teeth with erosion present declined with increasing BMI in boys. Conclusion: There are different associations between BMI and caries and BMI and erosion.Markmið: Upplýsingar liggja fyrir um tannheilsu og lífsstíl nemenda í 10. bekk íslenskra grunnskóla í rannsókn á munnheilsu íslendinga frá árinu 2005 (MUNNÍS). Gögn um tíðni á tannátu (caries) og glerungseyðingu (erosion), neyslu gosdrykkja ásamt mælingu á hæð og þyngd einstaklinga gáfu möguleika á að skoða tengsl þessara tveggja tannsjúkdóma við holdafar (BMI) einstaklinga og gosdrykkjaneyslu þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl tannátu og glerungseyðingar við holdafar með forvarnir í huga. Efniviður: Nemendur voru valdir með tilviljunarkenndu klasaúrtaki (random cluster sample) sem í voru um 20% nemenda í 10. bekk, 384 piltar og 366 stúlkur, samtals 750. Glerungseyðing var greind eftir staðsetningu og alvarleika (modified scale of Lussi). Tannáta var greind eftir D3MFT með The International Caries Detection and Assessment System (ICDAS). Með spurningalista var aflað upplýsinga um neyslu á gosdrykkjum. Holdafar var mælt með skoðun á hæð og þyngd. Niðurstöður: Glerungseyðing greindist hjá 30% 15 ára unglinga, piltar voru með martækt meiri glerungseyðingu en stúlkur (38.3% pilta, 22.7 % stúlkna, p<0.001). Stúlkur og piltar voru að meðaltali með 4.24 tennur skemmdar (D3MFT). Tengsl eru á milli aukinnar neyslu gosdrykkja og meðalfjölda tanna með glerungseyðingu. Jákvæð fylgni er á milli tannátu (D3MFT) og líkamsþyngdar (BMI) en neikvæð fylgni á milli glerungseyðingar og holdafars. Ályktun: Mismunandi tengsl eru á milli holdafars og tannátu og holdafars og glerungseyðingu

    The consistency between the severity of dental caries among 12- and 15-year old children (DMFT/S) and caries in key teeth

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða staðsetningu og dreifingu tannátu og kanna hvort hægt sé að benda á lykiltennur eða fleti tanna við mat á tannátu hjá 12 og 15 ára börnum í gögnum MUNNÍS (VSN 03-140) 2005. Efniviður og aðferðir: Gögn um tannátu hjá 12 og 15 ára börnum sem skoðuð voru í MUNNÍS (VSN 03-140) 2005 voru greind til að meta dreifingu á tannátu og til að finna hvort hægt væri að benda á lykiltennur til greiningar á tannátu hjá börnum. Upplýsingar um 1.388 börn voru skoðaðar. Notuð var núll þanin Poisson aðhvarfsgreining, hlutfall rétt flokkað, Cohen´s Kappa og næmi og sértæki til að meta gögnin. Niðurstöður: Sex ára jaxlar höfðu oftast fyllingu eða tannátu sem náði inn í tannbein hjá bæði 12 og 15 ára börnum. Ef litið var til framtanna í efri gómi voru hliðarframtennur með mest af byrjandi tannátu í glerungi hjá báðum aldurshópum. Framtennur neðri góms voru með minnst af fyllingum og tannátu hjá þessum aldurshópum. Hjá bæði 12 og 15 ára börnunum voru 12 ára jaxlar næst á eftir sex ára jöxlum hvað varðar fjölda fyllinga og tannátu sem náði inn í tannbein. Þegar fjórir til átta jaxlar voru skoðaðir sjónrænt og bornir saman við bestu skoðun (samsett sjónræn skoðun og röntgenskoðun) var næmi þess 69-77, hlutfall rétt flokkað 0,737-0,839 og Kappa 0,53-0,63. Skimun á öllum tönnum gaf næmið 78,8, hlutfall rétt flokkað 0,841 og Kappa 0,65 samanborið við bestu skoðun í gögnum MUNNÍS en 38,7% þeirra sem voru greind án tannátu með sjónrænni skimun allra tanna voru í raun með tannátu við bestu skoðun. Ályktun: Gæði skimunar allra tanna með sjónrænni skoðun eru ekki góð og gefur ekki rétta mynd af tannheilsu einstaklingsins þannig að ekki er réttlætanlegt að benda á ákveðnar lykiltennur fyrir slíka skimun.Introduction: The objective of this research was to analyse the location and distribution of dental caries to determine ig it would be possible to find key teeth or tooth surfaces in the assessment of dental caries in 12- and 15-year old children from the MUNNIS data (VSN 03-140) in 2005. Materials and methods: Data on dental caries in 12- and 15-year old children surveyed in MUNNIS (VSN 03-140) in 2005 were analysed (N=1.388 children) to see the distribution of dental caries and to analyse if it would be possible to find key teeth for the diagnosis of dental caries in children. Zero Inflated Poisson Regression, Agreement, Cohen´s Kappa and Sensitivity and Specificity were used to analyse the data. Results: First molars were most often affected by dental caries in both 12- and 15-year old children. Looking at the front teeth in the upper jaw, lateral incisors were those most at risk for dental caries in both age groups. Canines and incisors in the lower jaw were the least affected teeth in these age groups. In both 12-year old and 15-year old children, second molars were next to first molars when scoring the teeth most affected by dental caries. When four to eight molars were examined visually and compared with combined visual and X-ray examination then the sensitivity was 69-77, Agreement 0.737-0.839 and Kappa 0.53-0.63. Screening all teeth gave sensitivity of 78.8, Agreement of 0.841 and Kappa of 0.65 compared with combined visual and X-ray examination in MUNNIS data and 38.7% of those diagnosed without caries did in fact have caries. Conclusion: The quality of screening all teeth by visual examination is not good enough to allow one to point out certain key teeth for such screening and the screening do not give an accurate picture of the individuals dental health

    The prevalence of dental erosion amongst competitive swimmers

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi glerungseyðingar hjá sundíþróttafólki 18 ára og eldra á höfuðborgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var samanburðarrannsókn sem samanstóð af 38 þátttakendum í tveimur hópum, tilraunahópi (sundíþróttafólk, N=20) og samanburðarhópi (nemar sem ekki æfa sund, N=18). Glerungseyðing var metin með BEWE index. Allir þátttakendur svöruðu spurningalista varðandi matarvenjur með sérstöku tilliti til neyslu súrra drykkja. Niðurstöður: Enginn marktækur tölfræðilegur munur fannst á milli samanburðarhóps og tilraunahóps þegar meðaltöl BEWE index hópanna voru skoðuð og borin saman. Framtennur í efri- og neðri gómi voru einu svæðin sem sýndu marktækan mun milli hópa, þar sem tilraunahópur sýndi meiri glerungseyðingu fyrir bæði efri og neðri góms framtennur. Samanburðarhópur sýndi hærra meðaltalsgildi á öllum jaxlasvæðum samanborið við tilraunahóp en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Enginn munur var á milli hópa í neyslu á súrum drykkjum. Ályktun: Niðurstöður benda til aukinnar glerungseyðingar á framtönnum sundíþróttafólks. Fræðslu er þörf fyrir þessa einstaklinga, bæði á vegum íþróttafélaga og tannlækna sem geta bent á fyrirbyggjandi aðferðir til að draga úr hættu á glerungseyðingu tanna.Introduction: Research has shown that dental erosion in competitive swimmers is common. The process of dental erosion can be rapid if the chlorine content of swimming pools is poorly controlled. The aim of this study was to evaluate the prevalence of dental erosion in competitive swimmers 18 years and older in the capital area of Iceland. Materials and methods: A comparative study was made consisting of 38 participants in two groups, a test group (competitive swimmers, N=20) and a control group (college students who were not competitive swimmers, N=18). Dental erosion was evaluated with the BEWE index. All participants answered a questionnaire regarding food habits with a special consideration to acidic drinks. Results: There was no significant difference between the control group and the test group when the average BEWE index of the groups was compared. The anterior teeth in both upper and lower jaws were the only regions with significant difference between the groups, where the test group showed more dental erosion for both the upper and lower anterior teeth. The control group showed higher value in all posterior regions compared to the test group, but the difference was not significant. There was no difference between the groups regarding consumption of acidic drinks. Conclusion: The results indicate that competitive swimmers are more at risk for dental erosion in anterior teeth. Competitive swimmers need to be aware of this risk. Preventive education is needed in the competitive swimming community and dentists should suggest methods to reduce the chances of dental erosion

    Erosive capacity of dry mouth treatments in the Nordic countries

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að mæla sýrustig efna sem notuð eru í meðhöndlun á munnþurrki á Norðurlöndunum og meta áhrif þeirra með tilliti til glerungseyðingar. Efniviður og aðferðir: Þrettán vörur á Norðurlandamarkaði sem notaðar eru við munnþurrki voru valdar fyrir rannsóknina og sýrustig þeirra mælt með pH mæli. Sítrónusafi var notaður sem jákvæð viðmiðunarlausn og kranavatn sem neikvæð viðmiðunarlausn. 14 krónuhlutar voru sagaðir í tvennt og vigtaðir. Hver krónuhluti var settur í 2mL lausn af efnunum sem sett var á veltigrind. Skipt var um lausnirnar á sólarhringsfresti og hver krónuhluti vigtaður eftir tvær vikur. Notast var við Spearmans fylgnistuðul til að meta samband sýrustigs og glerungseyðandi áhrifa lausnanna á þyngdarbreytingar á krónuhlutunum. Niðurstöður: Tvær vörur sýndu meiri glerungseyðandi áhrif en aðrar, GUM Hydral munnskol og úði, sem ollu 7.7% og 5.63% þyngdartapi. Af þeim 13 vörum sem rannsakaðar voru innihalda einungis GUM Hydral vörurnar sítrónusýru. HAp+ molarnir og Elmex sýndu litla glerungseyðingu miðað við lágt sýrustig en samspil innihaldsefnanna skipa þar stórt hlutverk. Sítrónusafinn mældist með sýrustig 2,3 og olli 64,86% þyngdartapi á tveim vikum á meðan kranavatn var með sýrustig 7,5 og olli engri eyðingu. Markverð neikvæð fylgni mældist milli sýrustigs og þyngdartaps (rs = −0.5456; p = 0.0289). Ályktanir: Flestar prófaðar vörur eru með öruggasta móti, með tveimur undantekningum (Gum Hydral munnskol og úði). Sjúklingar sem þjást af munnþurrki hafa skertar varnir gegn glerungseyðingu og tannátu. Því ætti hvorki að mæla með, né skrifa upp á, meðferð með efnum sem innihalda sítrónusýru.Introduction: The aim of this study was to measure pH values of moisturizers commonly used in the Nordic countries and medications used in dry mouth treatments and to evaluate their erosive capacity via gravimetric analysis. Materials and methods: A pH analysis was performed for 13 different available products on the market in the Nordic countries. Lemon juice and tap water were used as positive and negative controls. Crowns of 14 molars were sectioned with a low speed saw through the middle and thereafter each specimen was weighed. The specimens were submerged in 2 mL of each test product which was renewed every 24 hours for two weeks. After two weeks the specimens were rinsed, dried and weighed. Spearman correlation coefficient was used to assess the relationship between the pH values and the erosive potential. Results: Two products from GUM Hydral caused the most weight loss, the mouthwash 7.7% and spray 5.6%. The products from GUM Hydral were the only ones containing citric acid of all tested products. HAp+ and Elmex showed low erosive potential despite having pH values 3.4 and 4 which can be explained by the complex interplay of their ingredients. The lemon juice showed a pH value of 2.3 and caused 64.86% weight loss while the tap water showed a pH value of 7.5 and caused no erosion. A significant negative correlation exists between the pH value and the erosive potential of products (rs = −0.5456; p = 0.0289). Conclusion: Most products are relatively safe with two exceptions (GUM Hydral mouthwash and spray). Since patients suffering from dry mouth are more susceptible to caries and erosion, products containing low pH values should not be recommended if possible

    Erosion and soft drinks

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Acidic soft drinks are well-known causes of dental erosion. This study aimed to determine differences in the in-vitro erosive effect of a selection of drinks on the Icelandic market. Materials and methods: 20 different brands of soft drinks were investigated. 13 freshly extracted human teeth were sawn in 2 pieces. The erosive effect of drinks was determined as the percentage weight loss of tooth pieces after immersion in the drinks. Drink samples were renewed daily, and the weight of the teeth was recorded. Results: Drinks containing citric acid had an average of 12.5% greater erosive effect than drinks containing phosphoric acid. Sugared soft drinks and energy drinks had a considerably higher erosive potential than water-based drinks. Flavored water containing citric acid showed similar erosive potential to cola drinks that contain phosphoric acid. Flavored and non-flavored water not containing acidic additives showed similar erosive effect to the control drinks water and milk. Overall, energy and sports drinks showed the most erosive effect, with sugary citric acid drinks close behind. Discussion: Advice to patients on consumption of soft drinks should recognize their erosive effects especially regarding flavored waters. Citric acid in drinks appears to be more erosive than phosphoric acid, particularly where sugar is also an ingredient, perhaps balancing sweetness and acidity.Þekkt er að gosdrykkir geta valdið glerungseyðingu. Með rannsókninni var ætlað að mæla glerungseyðandi mátt mismunandi gosdrykkja á tilraunastofu. Efniviður / Aðferð: 13 nýúrdregnar tennur voru sagaðar í tvennt og lagðar í 20 mismunandi gosdrykkjaböð og glerungseyðingarmáttur var metin út frá prósentu-þyngdartapi tannhlutanna. Daglega voru drykkirnir endurnýjaðir og tennurnar vigtaðar. Niðurstöður: Drykkir sem innihalda sítrónusýru hafa meiri glerungseyðandi mátt en þeir sem innihalda fosfórsýru. Sykraðir gosdrykkir og orkudrykkir eru meira glerungseyðandi en vatnsdrykkir. Bragðbætt vatn með sítrónusýru er jafn glerungseyðandi og þeir drykkir sem innihalda fosfórsýru. Bæði sýrulaust bragðbætt og óbragðbætt vatn var ekki glerungseyðandi líkt og samanburðardrykkirnir vatn og mjólk. Orku og íþróttadrykkir voru mest glerungseyðandi en sykur- og sítrónusýrudrykkir lágu mjög nálægt. Ályktun: Í leiðbeiningum ætti að leggja áherslu á mismunandi glerungseyðingamátt vatns/íþrótta- og orkudrykkja. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru meira glerungseyðandi en drykkir með fosfórsýru

    „Það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“- Þverfræðilegt nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands: þriggja ára þróunarverkefni

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Dental hygiene practices in Iceland for 10 grades in 2014 and 2016

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadInngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna venjur unglinga í 10 bekk á Íslandi árin 2014 og 2016 við munnhirðu svo sem tíðni tannburstunar, notkun á tannþræði og flúormunnskoli. Kannað var hvort börnin fari reglulega í skoðun til tannlæknis, hvort þau þekki og viti að þau falli undir samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um gjaldfrjálsar tannlækningar barna. Með þessu er hægt að gera fræðslu markvissari og efla forvarnir. Efniviður og aðferðir: Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt þar sem prentaðir spurningalistar voru lagðir fyrir unglinga í 10 bekk árin 2014 og 2016. Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið R og Rstudio. Skýribreytur voru búseta, kyn og upprunaland foreldra. Lýsandi tölfræði var notuð fyrir niðurstöður rannsóknarinnar. Niðurstöður: Svörun var alls 49% (n=4116), nokkuð jöfn eftir kynjum, 51% (n=2092) strákar og 49% (n=2023) stelpur. Flestir voru búsettir á höfuðborgarsvæði og nágrenni (67%), 30% til sjávar og 3% bjuggu til sveita. 86% (n=3521) áttu foreldra af íslenskum uppruna en 14% (n=593) foreldri eða foreldra af erlendum uppruna. 76,6% (n=446) unglinga með foreldra að erlendum uppruna leita tannlæknaþjónustu reglulega samanborið við 91,3% (n=3185) unglinga með íslenska foreldra. Árið 2013 var gerður samningur um greiðsluþátttöku ríkis vegna tannlæknaþjónustu barna að 18 ára aldri sem tók gildi í áföngum fram til 2018. 88,2% (n=2021) fóru reglulega til tannlæknis árið 2014 en 90,3% (n=1626) árið 2016. Strákar bursta sjaldnar en stelpur, nota síður tannþráð og flúormunnskol og því með marktækt lakari munnhirðu en stelpur. Umræða: Rannsóknin nær yfir allt landið og veitir góða innsýn í munnhirðu 15 ára unglinga á Íslandi. Ekki er marktækur munur á milli landshluta sem gefur til kynna að landið sé orðið einsleitara eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á. Niðurstöðurnar benda til að strákar hafi almennt lakari munnhirðu en stelpur og þarf mögulega að sníða forvarnir betur að þeim.Introduction. The aim of the study was to assess oral hygiene habits of 15-year old adolescents in Iceland in 2014 and 2016 such as the frequency of tooth brushing, use of dental floss and fluoride mouthwash. It was examined whether the children are regularly examined by the dentist, whether they know they are covered by an agreement between the Icelandic Health Insurance (IHI) and the Icelandic Dental Association for free dental care. With this information, you can make education more tailored and promote prevention. Material and methods. A study was carried out among 15-year-old adolescents in Iceland the years 2014 and 2016. A quantitative research method was applied where printed questionnaires were submitted to adolescents in 10 grades 2014 and 2016. R and Rstudio was used for statistical analysis. Parameters were resident, gender and parent country of origin. Descriptive statistics were used for the results Results. The response rate was 49% (n=4116), 51% (n=2092) boys and 49% (n=2023) girls. Majority, 67% (n=2759) lived in the capital area, 30% (n=1238) by the seaside and 3% (n=38) in the countryside. 86% (n=3521) had parents of Icelandic origin and 14% (n=593) one or both parents of other than Icelandic origin. There is a significant difference between boys and girls in tooth brushing, flossing and in using fluoride-mouthwash where the boys have worse oral hygiene habits than girls. 76.6% (n=446) of adolescents with parents of foreign origin see the dentist regularly compared to 91.3% (n=3185) of adolescents with Icelandic parents. In 2013 an agreement on full payment of dental expenses by IHI came into effect for children up to 18-years-old. 88.2% (n=2021) regularly went to see the dentist in 2014 compared to 90.3% (n=1626) in 2016. Discussion. The investigation covered the whole country and therefore contributes a valuable insight into some oral health lifestyles of 15-year old’s in Iceland and is essential to target preventive measures for this age group. The results indicate that boys generally have poorer oral hygiene than girls and may need a tailor made preventive program more effective to them. There is no significant difference between parts of the country, which indicates that the country has become more homogenous as previous studies have shown
    corecore