232 research outputs found

    Viðhorf íslenskra hjúkrunarfræðinga til þekkingar og þjálfunar í endurlífgun

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra hjúkrunarfræðinga til þekkingar og þjálfunar í endurlífgun. Um var að ræða megindlega, lýsandi rannsókn þar sem spurningalistar voru notaðir við gagnasöfnun. Í þýðinu voru allir starfandi félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem búsettir voru á Íslandi þegar rannsóknin fór fram. Í tilviljanakenndu úrtaki lentu 554 hjúkrunarfræðingar og samsvarar það 25% af þýðinu. Svörun í rannsókninni var 57,8%

    Aðgengi notenda að þjónustu

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Tilgangurinn með þessari grein er að vekja athygli á ófullnægjandi aðgengi fólks með geðraskanir, sem ég kýs að nefna hér á eftir notendur, að björgum þjóðfélagsins og hve seint og illa er oft komið til móts við þarfir þeirra. N otendur hafa lítil sem engin áhrif á hvar, hvenær og hvernig þjónustu þeir fá og starfsmenn þeirra stofnana og fyrirtækja, sem eiga að veita þeim þjónustu hafa oft og tíðum takmarkaða innsýn í hvar, hvenær og hvernig þjónustu notendur þurfa á að halda. R eglur stofnana geta hamlað eða seinkað aðgengi að þjónustu, sem leiðir til seinkunar á endurhæfingu og bata. Þá verður hugað hér á eftir að hugsanlegum breytingum til að þjónustan geti orðið aðgengilegri og samfelldari

    Alþjóðlegar og þvermenningarlegar rannsóknir : aðferðir við þýðingu á mælitækjum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ undanförnum árum hafa alþjóðlegar og þvermenningarlegar rannsóknir í hjúkrunarfræði aukist. Áreiðanleiki og réttmæti mælitækjanna sem notuð eru í þessum rannsóknum geta ráðið því hvort niðurstöður eru rétt til komnar og því þarf að viðhafa vönduð vinnubrögð við þýðingu þeirra til að tryggja að svo sé. Í þessari grein er kynnt aðlöguð aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar (MAPI Research Institute) sem notuð er við þýðingar mælitækja og er í fjórum skrefum: frumþýðing; bakþýðing; forprófun; og prófarkalestur. Hagnýting þessarar aðferðafræði er kynnt í greininni og dæmi gefin um þýðingu mælitækjanna: Könnun á lífsgæðum unglinga með astma og Könnun fyrir foreldra unglinga með astma. Forprófun mælitækjanna, á sjö íslenskum unglingum með astma og foreldrum þeirra, er einnig lýst

    Þróun fjölskyldumeðferðar fyrir ungar konur með átröskun

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenEitt til þrjú prósent kvenna eru álitin greinast með átröskun. Hærri prósentur hafa sést eða að allt að 10% kvenna hefðu einkenni átröskunar. Tölur um fjölda einstaklinga með átröskun gefa til kynna að margar fjölskyldur þurfi að takast á við vanda einhvers í fjölskyldunni út af útliti og þyngd en átröskun er yfirleitt greind hjá fólki á aldrinum 15-22 ára (Eisler, Dare, Hodes, Russell, Dodge og Le Grange, 2000)

    Nýjar leiðbeiningar í endurlífgun 2010

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)18. október sl. gaf Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) út nýjar leiðbeiningar í endurlífgun í stað þeirra sem komu út árið 2005 en nýjar leiðbeiningar eru gefnar út á fimm ára fresti. Eins og áður byggjast leiðbeiningarnar á niðurstöðum nýjustu rannsókna á meðferð og árangri í endurlífgun á alþjóðlega vísu (International Consensus on CPR Science with Treatment Recommendations (CoSTR)). Rannsóknarvinnan fól meðal annars í sér ýtarlega yfirferð vísindarannsókna sem tengjast endurlífgun. Endurlífgunarfræðin eru í stöðugri þróun og er nauðsynlegt að uppfæra klínískar leiðbeiningar sem endurspegla þessa þróun svo heilbrigðisstarfsmenn og aðrir geti ávallt unnið samkvæmt nýjustu leiðbeiningum. Nýju leiðbeiningarnar eru að mestu óbreyttar frá síðustu útgáfu þeirra árið 2005. Ástæðan er annars vegar sú að lítið er um birtingu á nýjum rannsóknaniðurstöðum og hins vegar er ástæðan sú að nýjar niðurstöður styrkja einfaldlega fyrri rannsóknarniðurstöður (Nolan o.fl., 2010). Inn í eftirfarandi umfjöllun um endurlífgun fullorðinna (grunnendurlífgun, notkun hjartastuðtækja og sérhæfða endurlífgun) er fléttuð kynning á nýjum leiðbeiningum og þeim breytingum sem hafa orðið frá útgáfu síðustu leiðbeininga árið 2005 (tafla 1)

    Átraskanir og Calgary-fjölskyldumeðferð

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Átröskun er í mörgum löndum talinn vaxandi vandi en allt að 10% unglingsstúlkna hafa verið álitnar líða af sumum eða öllum einkennum átröskunar (1). Sömu prósentur hafa sést á Íslandi eða að 10 % menntaskólanema hefðu einkenni átröskunar (2). Viðmið samtímans um útlit og þyngd er að fólk eigi að vera grannt og skilaboðin eru skýr þar sem rekinn er áróður í auglýsingum fyrir fitulitlu fæði, megrun og líkamsþjálfun. Skilaboð um megrun virðast ekki eingöngu ná til þeirra sem eru of þungir heldur til stórs hóps unglingsstúlkna. Í Bandaríkjunum árið 1996 höfðu af 1269 menntaskólastúlkum, tvær af hverjum þremur af afrískum uppruna og þrjár af hverjum fjórum af evrópskum uppruna farið í megrun þrátt fyrir að flestar væru í eðlilegum holdum og sumar of léttar (3). Tölur um fjölda einstaklinga með átröskun gefa vísbendingu um að margar fjölskyldur þurfi að takast á við vanda einhvers í fjölskyldunni út af útliti og þyngd. E inkenni átröskunar eru andleg, líkamleg og koma fram í hegðun en þær breytingar snerta og hafa áhrif á aðra í fjölskyldunni. Fjölskyldumeðlimir eru í lykilstöðu að hjálpa ef þeir fá stuðning (4, 5)

    How to become an expert educator: A qualitative study on the view of health professionals with experience in patient education

    Get PDF
    Background: Health professionals with the level of competency necessary to provide high-quality patient education are central to meeting patients' needs. However, research on how competencies in patient education should be developed and health professionals trained in them, is lacking. The aim of this study was to investigate the characteristics of an expert educator according to health professionals experienced in patient education for patients with coronary heart disease, and their views on how to become an expert educator. Methods: This descriptive qualitative study was conducted through individual interviews with health professionals experienced in patient education in cardiac care. Participants were recruited from cardiac care units and by using a snowball sampling technique. The interviews were audiotaped and transcribed verbatim. The data were analyzed with thematic approaches, using systematic text condensation. Results: Nineteen Icelandic and Norwegian registered nurses, physiotherapists, and cardiologists, who had worked in cardiac care for 12 years on average, participated in the study. Being sensitive to the patient's interests and learning needs, and possessing the ability to tailor the education to each patient's needs and context of the situation was described as the hallmarks of an expert educator. To become an expert educator, motivation and active participation of the novice educator and a supportive learning environment were considered prerequisites. Supportive educational resources, observation and experiential training, and guidance from experienced educators were given as examples of resources that enhance competence development. Experienced educators expressed the need for peer support, inter-professional cooperation, and mentoring to further develop their competency. Conclusions: Expert patient educators were described as those demonstrating sensitivity toward the patient's learning needs and an ability to individualize the patient's education. A supportive learning environment, inner motivation, and an awareness of the value of patient education were considered the main factors required to become an expert educator. The experienced educators expressed a need for continuing education and peer support.Central Norway Regional Health AuthorityPeer Reviewe

    Primary care training during internship - quality and organization

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAims: In 2000 a new regulation regarding medical licensure came into effect requiring a three-month rotation at a primary health care centre during internship. The aim of this study was to explore the interns' attitude towards this experience, and particularly to find out how well the training was organized, the supervision they received, and the quality of teaching at the health care centres. Methods: In 2002 a survey was mailed to all interns (a total of 65) who had completed training at primary health care centres during 2000 and 2001. Five interns were unreachable and we obtained 38 replies (63% of those reachable, and 58% of target population). Results: The interns received clinical training in providing comprehensive services as well as formal teaching. If an intern needed assistance with patient care he/she was almost always able to obtain help within 10 minutes. In 92% of cases, experienced doctors were available for the interns to consult with during off-duty emergencies. Conclusions: Our results indicate that the current method of teaching interns in the primary health care setting is of good quality, the variety of work experience is positive, and the work environment is satisfactory. Overall the interns expressed satisfaction with their training. A few areas were identified as needing improvement. Further research is needed to assess whether the interns achieve their aims with regard to knowledge, attitude and skills in family practice.Markmið: Árið 2000 tók gildi ný reglugerð þar sem kveðið var á um þriggja mánaða dvöl á heilsugæslustöð sem hluta af starfsnámi unglækna á kandídatsári. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf unglækna til starfsnáms á heilsugæslustöð, einkum hvað varðar skipulag námsins, handleiðslu og kennslugetu stöðvanna. Aðferðir: Árið 2002 var sendur út spurningalisti til allra lækna (alls 65) sem höfðu verið í starfsnámi á heilsugæslustöð á árunum 2000-2001. Ekki náðist í fimm lækna og svör bárust frá 38 af þeim 60 (63%) sem til náðist (58% af markhópnum). Niðurstöður: Unglæknar fengu starfsþjálfun í almennum heilsugæslustörfum auk formlegrar kennslu. Aðgengi eða aðstoð frá leiðbeinandi lækni fékkst í nær öllum tilvikum innan 10 mínútna. Vaktir unglækna um kvöld og helgar voru að jafnaði studdar með bakvakt reynds læknis í 92% tilvika. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að skipulag námsins sé gott, verkefni fjölbreytt, handleiðsla og starfsaðstaða viðunandi og almenn ánægja með námið. Niðurstöður gefa nokkrar vísbendingar um það sem betur má fara. Frekari rannsókna er þörf á því hvort unglæknar nái settum markmiðum varðandi kunnáttu, viðhorf og færni á viðfangsefnum innan heilsugæslunnar

    Sprogsamfund, sprogpolitik og ordbøger

    Get PDF
    The article addresses general monolingual dictionaries of Icelandic in the light of twocharacteristics of the language community, its unusually smal! size (265.000 members),combined with a puristic trend in language policy, mainly reflected in a reluctanceto accept loanwords. Due to size the market only allows a very limited numberof dictionaries, and thus specialization is unrealistic, until now even though the needsare more or less the same as in a larger society. For example, only one monolingualdictionary of the modem language has been available. The general interest in languageand language policy in the community makes questions on good usage a very topicalpart of Icelandic dictionaries, even though they are not easy to cope with as theanswers are often a matter of taste. This is discussed at some length in the article,especially with respect to the selection of vocabulary in dictionaries, and to notes onusage and style

    Soil Carbon Accumulation and CO 2

    Get PDF
    Experimental plots were established on severely eroded land surfaces in Iceland in 1999 to study the rates and limits of soil carbon sequestration during restoration and succession. The carbon content in the upper 10 cm of soils increased substantially during the initial eight years in all plots for which the treatments included both fertilizer and seeding with grasses, concomitant with the increase in vegetative cover. In the following five years, however, the soil carbon accumulation rates declined to negligible for most treatments and the carbon content in soils mainly remained relatively constant. We suggest that burial of vegetated surfaces by aeolian drift and nutrient limitation inhibited productivity and carbon sequestration in most plots. Only plots seeded with lupine demonstrated continued long-term soil carbon accumulation and soil CO2 flux rates significantly higher than background levels. This demonstrates that lupine was the sole treatment that resulted in vegetation capable of sustained growth independent of nutrient availability and resistant to disruption by aeolian processes
    corecore