137 research outputs found

    Safnarannsóknir: Könnun á umfangi og skipulagi rannsókna í íslensku safnastarfi

    Get PDF
    Í þessari skýrslu eru reifaðar niðurstöður könnunar sem var lögð fyrir forstöðumenn viðurkenndra safna í desember 2020 um þátt rannsókna í starfi þeirra. Þetta er í annað sinn sem könnunin er lögð fyrir, en hún var sett fram í fyrsta skipti árið 2014. Markmið kannananna er að kortleggja umfang og skipulag rannsókna við viðurkennd söfn hér á landi, með samanburð á milli ára í huga. Þættir eins og rannsóknastefna, fjármögnun, mannauður, samstarf og miðlun rannsókna eru skoðaðir, auk þess sem leitast er við að skilja almennt viðhorf safnastarfsfólks til rannsóknaþáttarins í samhengi við önnur störf, eins og söfnun, varðveislu, fræðslu og miðlun.Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Rannís (IRF 184976-051)

    Faglegt starf safna: tilvik og álitamál

    Get PDF
    2. útgáf

    Byggðasöfn á Íslandi

    Get PDF
    Ritgerðarsafn um sögu byggðasafna á Íslandi. Fjallað er um sögu 14 byggðasafna sem eru: Byggðasafn Vestfjarða, Byggðasafn Borgarfjarðar, Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ, Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, Sagnheima, byggðasafn Vestmannaeyja, Byggðasafn Hafnarfjarðar, Minjasafn Reykjavíkur, Byggðasafn Þingeyinga, Byggðasafn Árnesinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Byggðasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu, Byggðasafnið Hvoll og Byggðasafn Norður-Þingeyinga. Auk inngangs er endurbirt grein í lok bókarinnar eftir Ragnar Ásgeirsson frá árinu 1941.Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, Íslandsdeild ICOM, Þjóðminjasafn Íslands og Safnasjóðu

    Lénið Ísland 1541-1683. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra.

    Get PDF
    Ísland var lén í Danmörku. Rekstur þess og stjórnsýsla var sambærileg við önnur lén innan danska ríkisins. Vestmannaeyjar voru ekki hluti af léninu Íslandi. Í rannsókninni er leitast við að sýna fram á hver staða Íslands var innan danska ríkisins og hvernig þróun stjórnsýslunnar í Kaupmannahöfn birtist hér á landi. Jafnframt er varpað ljósi á þau skjöl sem til urðu vegna reksturs lénsins og með stjórnsýslu konungs. Hér er um að ræða fyrstu stóru skrefin í mótun ríkisvalds á Íslandi með styrkingu konungsvalds, þar sem einn lénsmaður fer með völdin á landinu fyrir hönd konungs. Þær rannsóknarspurningar sem leitað hefur verið svara við eru: Hverjir voru lénsmenn konungs á Íslandi? Hvað felst í heimildinni lénsreikningur? Hvernig mótast og þróast stjórnsýsla konungs? Hvaða skjöl urðu til á tímabilinu 1541–1683 við stjórn og rekstur lénsins Íslands? Frumheimildir um stjórnsýslu þessa tímabils hafa um margar aldir verið sundraðar og ekki áður verið tekið á þeim út frá uppruna skjalanna og stjórnsýslulegu samhengi nema að litlu leyti. Frumheimildir hafa verið skoðaðar á söfnum bæði á Íslandi og í Danmörku. Einkum voru skoðuð skjöl í danska Ríkisskjalasafninu, Den Arnamagnæanske samling i Kaupmannahöfn, Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Íslandi, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni – Háskólabókasafni, handritasafni. Gefast með þessu ný tækifæri til að skoða innbyrðis tengsl stjórnsýslunnar og meta söguna frá nýjum sjónarhóli. Þessi saga hefur lítið verið rannsökuð og er óskandi að fyrirliggjandi rannsókn veki áhuga manna enn frekar á sögu 16. og 17. aldar

    Opinn aðgangur að fræðigreinum

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHEFUR þú einhvern tíma gúglað eitthvað á netinu og fundið fræðigrein um nákvæmlega það sem þú varst að leita að – en því miður er fræðigreinin læst og þú getur ekki lesið hana nema þú sért með áskrift eða borgir fyrir hana? Því miður hafa margir lent í þessu en tímarnir eru smám saman að breytast og lokaður aðgangur verður sjaldgæfari með degi hverjum. Á netinu er opinn aðgangur að æ fleiri tímaritum og greinar þeirra öllum aðgengilegar án endurgjalds. Öflug alþjóðleg hreyfing fræðimanna og bókasafnsfræðinga hefur breytt útgáfulandslaginu griðarlega á síðustu fimm til tíu árum (sjá www.earlham.edu/~peters/fos) og í dag, þriðjudaginn 14. október, er alþjóðlegur dagur opins aðgangs (sjá openaccessday.org)

    Alzheimers-sjúkdómur

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenHvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum. Hann felur í sér að taugafrumur í heila rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Sjúkdómurinn kemur ekki fram í öðrum líffærum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þótt þekkt séu tilvik fyrir miðjan aldur. Tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á síðustu tveimur áratugum hefur ekki tekist að finna hvað veldur sjúkdómnum nema í sjaldgæfum tilvikum þar sem orsökin er tilteknar stökkbreytingar og er hann þá arfgengur með ríkjandi mynstri, þ.e. hafi einstaklingurinn gallann fær hann sjúkdóminn. Miklar vonir voru því bundnar við að frekari erfðarannsóknir myndu gefa svar við spurningunni en svo hefur ekki orðið. Hugmyndir um aðrar orsakir hafa ekki náð fótfestu en þó hefur vakið athygli að áhættuþættir Alzheimerssjúkdóms eru svipaðir áhættuþáttum fyrir heilaæðakölku

    The eye of technology and the well being of women and men in Icelandic work places

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: The study assessed the association between working under surveillance and electronic performance monitoring and the well-being among women and men in six Icelandic workplaces. METHODS: In the time period from February to April 2003, a questionnaire based on the General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work was delivered to 1369 employees in six companies where different methods of electronic performance monitoring (EPM) are used. The data was analyzed using odds ratio and logistical regression. RESULTS: The response rate was 72%, with close to equal participation of men and women. The employees who were working under EPM were more likely to have poor psychosocial work-environment, to have experienced significant stress recently, to be mentally exhausted at the end of the workday, to have significant sleep difficulties and to be dissatisfied in their job. CONCLUSION: The development of the information and communication technology that allows employers and managers to monitor and collect different electronic data about the work process and productivity of the workers makes it important to follow the health condition of those who work under electronic performance monitoring

    Íslensk nútímamálsorðabók. Kjarni tungumálsins

    Get PDF
    Publisher's version (útgefin grein)Íslensk nútímamálsorðabók er ný orðabók sem ætluð er til birtingar á vefnum. Orðabókin byggist að verulegu leyti á margmála veforðabókinni ISLEX (www.islex.is) og er m.a. flettiorðalistinn fenginn þaðan, svo og skipting í merkingarliði, framburður orða, myndefni, upplýsingar um fallstjórn sagna, málsnið o.fl. Við gerð orðabókarinnar var horft til þess að tungumálið er stöðugt í þróun / tekur breytingum, og hefur verið leitast við að láta uppflettiorðaforðann og notkunardæmin taka mið af því hvernig íslenska er raunverulega töluð og rituð af málnotendum nútímans, sem útheimtir reglulegar uppfærslur og viðbætur á orðaforðanum. Í greininni er í stórum fjallað um útgáfusögu íslenskra orðabóka frá upphafi og helsu áhrifavaldar verksins eru skoðaðir. Lýst er tilurð orðabókarinnar, innviðum hennar og helstu eiginleikum. Ennfremur er gerð grein fyrir ritstjórnarstefnunni og efnistökum eins og þau birtast í vali orðaforðans og orðskýringum, og er m.a. skýrt frá meðhöndlun á erlendum tökuorðum. Rætt er um hlutverk orðabóka í víðara samhengi og loks er fjallað um notkun á orðabókinni á tilteknu tímabili.Íslensk nútímamálsorðabók(A Dictionary of Contemporary Icelandic - islenskordabok.is) is a new dictionary designed for the web. It is largely modelled on the multilingual ISLEX project (www.islex.is), inheriting its lemmalist as well as its general structure, such as division into meanings, examples of use, information on the valency of verbs and prepositions, the use of labels, pronunciations, illustrations etc. The fact that a living language is always open to change has affected the work, so the dictionary’s lemma list and other contents reflect the spoken and written Icelandic of today, this also entails regular updates and additions to the material. The article first discusses the predecessors of Íslensk nútímamálsorðabók, it also briefly deals with the publishing history of Icelandic dictionaries. A description is given of the dictionary’s framework, linguistic approach, contents and its main features, as well as the editorial policy of the work as reflected in its vocabulary and definitions, and the way it deals with loan words and slang. Three important aspects of the dictionary come into focus which all can be said to be groundbreaking in Icelandic lexicography. These are: the processing of all articles according to the lemma’s semantic fields, a heavy use of corpora, and the dictionary’s original design for the web. Finally, some information is given on the use of the dictionary since its opening in late 2016.Peer Reviewe

    Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadCAST (Cellterapier och Allogen Stamcellstransplantation) er sérstakt svið innan Karolinska háskólasjúkrahússinsí Stokkhólmisem einblínir á ýmsar gerðir frumumeðferðar fyrirsjúklinga frá 3 mánaða upp í 75 ára. Sviðið skiptistí legudeild og göngudeild. Stofnfrumuígræðsla hefur verið meginþáttur þeirrar meðferðarsem fram hefurfarið á sviðinu en aðrartegundirfrumumeðferðar hafa verið að ryðja sér rúms, eins og CAR-T frumumeðferð, og munu að öllum líkindum verða stærri hluti af þeim meðferðarúrræðum sem í boði verða fyrirsjúklinga í framtíðinni
    corecore