8 research outputs found

    Tourism and power plants as aids in regional development.

    Get PDF
    Tækifæri á sviði ferðaþjónustu og nýtingar orkuauðlinda eru oft nefnd sem leiðir til þess að takast á við breytta atvinnuhætti, sporna við fólksfækkun í dreifbýli og skapa verðmæti. Báðar greinarnar nýta náttúruna sem auðlind en geta þær farið saman eða eru fyrirsjáanlegir hagsmunaárekstrar milli þeirra? Til þess að komast að því hvort ferðaþjónustuaðilar telji fyrirhugaðar virkjunarhugmyndir rýra möguleika ferðaþjónustunnar til að efla byggð í landinu voru tekin hálfstöðluð viðtöl við 65 ferðaþjónustuaðila á sex svæðum á landinu. Að mati viðmælenda er ferðaþjónustan sú atvinnugrein sem býður upp á mesta möguleika til framtíðar til að efla atvinnulíf í dreifbýli og höfðu þeir flestir séð þess glögg merki undanfarin ár. Margir viðmælenda töldu orkuvinnslu og ferðaþjónustu fara illa saman vegna neikvæðra áhrifa orkuvinnslu á náttúruna, grundvallarauðlind ferðaþjónustunnar. Óvissa um hvar verður virkjað í framtíðinni þótti jafnframt hafa tafið fyrir fjárfestingu og markaðssetningu í ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum. Nokkrir viðmælenda nefndu dæmi um farsæla sambúð orkuframleiðslu og ferðaþjónustu og kom fram að góð samvinna milli greinanna gæti dregið úr hagsmunaárekstrum á milli þeirra. Þeir töldu að tekjur af báðum atvinnugreinunum mættu skila sér betur til svæðanna þar sem þær verða til.Opportunities in the tourism industry along with the harnessing of energy resources are commonly referred to as means of dealing with changes in employment structure, to counteract depopulation in rural areas, and as a way to create capital. Both fields utilize nature as a resource, but can they coexist or are conflicts foreseeable? In order to find out whether the tourist industry consider that proposed power plant developments will diminish the possibilities of the tourism sector to strengthen local settlements semi-structured interviews were conducted with 65 tourist service providers in six different parts of Iceland. In the opinion of the interviewees the tourism sector is the industry that offers the best long-term possibilities to strengthen the economy in rural areas and most of them had seen clear indications of this in recent years. Many interviewees felt that energy production and tourism do not concur because the negative effects energy production can have on nature, the core resource for the tourist industry. Uncertainty over where power developments will be located was thought to have delayed investment and marketing efforts in certain areas. A few of the interviewees mentioned examples of successful cohabitation of energy production and tourism and it was pointed out that favourable collaboration between the two industries could diminish their conflict of interest. Moreover, it was stated that the income from both industries could reach the areas where it was generated more effectively.Peer Reviewe

    Skelfilegar minningar, dauði og hörmungar sem aðdráttarafl í ferðamennsku

    No full text
    Hér í ritgerðinni verður leitast eftir að komast nær þeim ástæðum sem liggja að baki ásókn ferðamanna til tiltekina ferðamannastaða; staða sem geyma minningar um hryllilega atburði mannkynssögunnar og falla undir skilgreininguna myrkir ferðamannastaðir. Þannig ferðamannastaðir, sem miðla sögu hörmunga og manndrápa, hafa orðið æ vinsælli meðal almennings í gegnum tíðina og hefur koma gesta á söfn, minnisvarða og staði sem tengjast óhugnalegum atburðir farið vaxandi. Lögð verður áhersla á að komast nær þeim ástæðum sem liggja þar að baki og hvaða viðmið, hvatir og hugmyndir stuðli að slíkri ákvörðun. Í gegnum viðtöl verða skoðaðar upplifanir viðmælenda minna sem sótt hafa staði er tengjast hryllilegum atburðum. Berlín, höfuðborg Þýskalands var valin sem aðalvettvangur ritgerðarinnar. Borgin hefur enda að geyma mikla sögu sem tengist hræðilegum atburðum seinni heimstyrjaldarinnar. Fjallað verður um Helfararsafnið í Berlín sem reist var til minningar um helför gyðinga. Einnig verður fjallað um Sachsenhausen þrælkunarbúðirnar sem og Auschwitz-Birkenau. Tekin voru viðtöl við fólk búsett í Berlín sem og fólk búsett á Íslandi. Niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að viðmælendur mínir nálguðust ekki myrka ferðamennskustaði til að svala afbrigðilegum hvötum eða til að komast nær dauðanum. Allir sem einn litu á myrka ferðamannastaði sem nauðsynlega áminningu sem fólk í samtímanum getur lært af. Aukin fræðsla og þekking á efninu voru hvatar og aðdráttaröfl viðmælenda minna En ytri þættir líkt og skólabækur, skáldsögur og kvikmyndir voru einnig nefndir sem áhrifavaldar. Raunveruleikinn og það ósvikna spilaði einnig stóran þátt hjá viðmælendum mínum. Þau vildu sjá hvar þetta hafði í raun og veru gerst til að komast nær þessum atburðum

    Hvaða leiðir getur ferðaþjónustan farið í gjaldtöku á náttúru Íslands? Áhrif mismunandi leiða

    No full text
    Ísland er vinsæll áfangastaður og hefur erlendum ferðamönnum sem koma til landsins fjölgað mikið undanfarin ár. Spáð er að fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands verði yfir ein milljón árið 2020. Helstu ferðamannastaðir landsins eru farnir að láta á sjá vegna átroðnings og þarfnast uppbyggingar og viðhalds. Verndun ferðamannastaða er nauðsynleg til að forðast skemmdir á náttúrunni, sem er helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins. Mikilvægt er að mótuð sé heildstæð stefna um verndun, nýtingu, fármögnun og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ríkisstjórnin hefur lagt hluta af skattekjum í uppbyggingu ferðamannastaða en það hefur ekki dugað til, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem fjármagnaður er að hluta til með gistináttagjaldi, leggur einnig fjármagn til uppbyggingar. Ljóst er að aukið fjármagn þarf ef staðirnir eiga að standa undir væntingum ferðamanna, stjórnvöld og hagsmunaaðilar innan ferðaþjónustunnar eru sammála um að einhvers konar gjaldtaka sé nauðsynleg en ekki hefur náðst samkomulag um framkvæmd hennar. Sumir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins þola ekki frekari bið og kalla á tafarlausar aðgerðir. Nokkrar leiðir hafa verið ræddar en ekki fengist sátt með gjaldtökuleið, nokkrir landeigendur hafa séð sig tilneydda til að hefja gjaldtöku strax. Stjórnvöld hafa ákveðið að náttúrupassi verði sú gjaldtökuleið sem verður farin hins vegar kemur hún ekki í framkvæmd fyrr en á næsta ári. Náttúrupassinn þykir að mati stjórnvalda besti kosturinn þar sem hann mismunar ekki ólíkum þjónustuaðilum innan ferðaþjónustunnar. Í þessari rannsókn voru kannaðar mögulegar gjaldtökuleiðir og áhrif mismunandi leiða sem ferðaþjónustan getur farið í gjaldtöku á ferðamannastöðum. Borin saman mismunandi sjónarmið og viðhorf gagnvart gjaldtöku. Niðurstaðan er að gjaldtaka er afar viðkvæm og vanda þarf vel til verka ef nást á sameiginleg sátt meðal hagsmunaðila og þjóðarinnar. Þegar meta á gjaldtökuleiðir þarf að skoða lög í landinu um almannarétt og rétt rekstraraðila lands til gjaldtöku, draga má þá ályktun að náttúrupassinn eins og hann er útfærður núna þarfnist breytinga ef hann á að standast löggjöfina. Finna þarf lausn til að vernda náttúruperlur Íslands, hún er auðlind sem má ekki spilla

    Borðeyri : Hönnunartillaga að áhugaverðum ferðamannastað

    No full text
    Ísland hefur á undanförnum árum sannað gildi sitt sem vinsælt ferðamannaland. Sprottið hafa upp ferðamannastaðir víðsvegar um landið sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu og mismunandi upplifun. Borðeyri í Hrútafirði hefur ekki alveg farið varhluta af þessari uppsveiflu í ferðaþjónustu, m.a. hefur verið komið upp gistiheimili þar á síðustu árum. Markmið þessa verkefnis er að gera Borðeyri að áhugaverðum ferðamannastað í Hrútafirði. Dregin eru fram þau atriði sem mikilvæg þykja við uppbyggingu góðs ferðamannastaðar og skoðað er hvernig skipulagðar ferðamannaleiðir geta haft áhrif á ferðavenjur fólks. Til að koma auga á þau tækifæri sem felast í manngerðum og umhverfislegum staðarháttum á Borðeyri, fer fram ítarleg greiningarvinna en hún er lykillinn í góðum undirbúningi. Með því að draga saman niðurstöður greininganna er hægt að komast að því hver sérstaða staðarins er og markmiðið er að efla hana. Í lokin er lögð fram hönnunartillaga fyrir Borðeyri sem byggð er á greiningarvinnunni og þeim hönnunarforsendum sem kynntar hafa verið. Með tillögunni er leitast við að skapa aðlaðandi umhverfi sem veitir sérstaka upplifun. Þannig má auka aðdráttarafl Borðeyrar sem ferðamannastaðar á sama tíma og lífsgæði íbúa eru bætt

    "Hér er engir slóðar, einungis vegir": Kortlagning vega og slóða á suðurhálendinu árin 1946 til 1999

    No full text
    Í verkefni þessu er reynt að svara þeirri spurningu hvernig vegir verða til á hálendi Íslands. Horft er til hálendisins á mið-Suðurlandi þar sem vinsælustu ferðamannastaðir Íslands eru. Ekki nóg með að svæðið sé vinsælt meðal ferðamanna heldur ber það í sér miklar og áhugaverðar heimildir um ferðir manna fyrr á öldum á hálendi Íslands. Frá því að vera grösug slétta þar sem sumarlömbin gátu hlaupið um og fitað sig fyrir sunnudagsteikina um haustið, yfir í að verða dularfull veröld þangað sem enginn sótti nema að vera neyddur til. Þrátt fyrir þessa drungalegu sýn á hálendið, leyndust þar verðmæti sem menn sóttu stíft í, og gera enn. Ef haldið er þangað sem enginn vegur er, þá er bara eitt til ráða, að einfaldlega gera sinn eiginn. Hér í þessari rannsókn er augunum beint að ofangreindri spurningu og leitast við að svara henni. Hvernig verða vegir til? Hér er ekki bara svarað þeirri spurningu sem við kemur hálendinu á mið-Suðurlandi, heldur einnig fyrir gervalla veröld. Því ekki eru menn hér á landi öðruvísi kostum gæddir umfram aðrar þjóðir. Þannig að sömu lausnirnar á Íslandi, geta verið yfirfærð á önnur lönd.This assignment is answer the question, how the roads will be in the highlands. Looking to the highlands of central south where the most popular tourist destinations in Iceland. Not only that the area is popular with tourists but it carries in it a great and interesting sources of movement of people in earlier centuries the highlands. From being a grassy prairie where lambs could run around and get big for the Sunday roast in the fall, to become a mysterious world where no one attended, except forced. Despite these threatening vision of Highlands where hidden treasure for those who dare. If headed, where there is no road ahead, then there's only one thing to do, to make your own. Here in this study we seek to address this question. How are roads made? This does not just answer the question for the highlands of Central South, but also throughout the world. Therefore, the people of this country are not otherwise endowed with advantages over other nations, so the same solution in Iceland can be transferred to other countries

    Gjaldtaka á ferðamannastöðum. Viðhorf Íslendinga

    No full text
    Margir ferðamannastaðir á Íslandi eru farnir að láta á sjá vegna aukins fjölda ferðamanna og álags síðustu ár. Ferðamönnum fjölgar hratt en uppbygging helstu ferðamannastaða stendur í stað. Ríkisstjórnin ver hluta af skatttekjum í uppbyggingu ferðamannastaða en ljóst er að þörf er á mun meira fjármagni til að staðirnir standist kröfur og væntingar ferðamanna. Stjörnvöld hafa því rætt um að koma á gjaldtöku í einhverri mynd á ferðamannastöðum. Það er hægt að fara margar leiðir að slíkri gjaldtöku en stjórnvöld hafa einblínt mest á svokölluð gistináttagjöld sem yrðu sett á allar seldar gistinætur í landinu og farþegagjöld, sem yrðu sett á öll fargjöld til og frá landinu. Ekki hefur enn náðst niðurstaða um hvaða leið verður farin í málinu. Þessi rannsókn kannaði viðhorf Íslendinga til væntanlegrar gjaldtöku. Aðrar rannsóknir hafa einblínt meira á áhrif gjaldtöku á erlenda ferðamenn á Íslandi en hér var horft til heimamannanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að meiri hluti Íslendinga styðja gjaldtökur sem fara í uppbyggingu ferðamannastaða en svo eru skiptar skoðanir um hvernig og hvaðan peningarnir eigi að koma.There are many tourist places in Iceland that have lost their original attractions because of increasing number of tourists that visit. More tourists come to the country every year but the maintenance in the tourist places has not kept up with the number of people that visit. The government spends a small part of tax revenues in the development of tourist attractions in Iceland but it is clear that there is need for more resources so the tourist places will meet the requirements and expectations of the tourists. Therefore the government came up with an idea about fees, that would go directly to the maintenance of the tourist attractions. There are many ways to charge the fees but the Icelandic government has mostly focused on two ways; overnight fees that would be put on all accomodation sold in the country and passenger fees that would be put on every passenger that travels to or from Iceland. So far the government has not reached conclusion about how the fees will be charged. This study explores the attitudes of Icelanders to the expected fees. Other studies have focused more on the impact of fees on foreign tourists but in this study we will look on the impacts on the locals. Results of the study show that the majority of Icelanders support the fees if the go directly into building tourist attractions and make them more sustainable, but people have different opinions about how and where the money should come from

    Underutilized military heritage sites at the west coast of Latvia : feasibility study for creating a new tourism attraction

    No full text
    During the Soviet period numerous buildings and infrastructure elements were built on the west coast of Latvia solely for border protection and military purposes. Today the original purpose of their existence has outdated, many sites have been completely abandoned, others are currently underutilized. This master's thesis focuses on two military heritage sites there – former Frontier Surveillance Facility in Mazirbe, and former Zenith Missile Brigade at Cirpstene. Local conditions have been studied for both of these sites in order to understand how they can be used as tourism attractions with relatively small investments, or how they can serve as a starting point for planning bigger investments for more significant projects in tourism industry. Literature review as a part of this thesis focuses on topics such as war; peace; philosophy of tourism; sustainable development; and military heritage tourism. A short introduction to the tourism industry in Latvia is also given, regarding its contribution to the national economy; coastal zone policy issues; and military heritage tourism initiatives. In order to carry out feasibility studies for the two military heritage sites, three subsequent research methods have been used: Review of applicable legislation and local level land use plans; qualitative interviewing of the key stakeholders; and stakeholder analysis. During this study, it was found out that there exist legal, social and economic obstacles for realizing the full potential of the two military heritage sites. But there are also opportunities that have not been fully embraced so far. The study concludes that both sites hold a potential for creating a tourism attraction - only the feasible approaches differ. Thesis outcomes include deeper analysis of findings and well as utilization suggestions for each of the military heritage sites.Á tímum Sovétríkjanna voru byggingar og samgöngumannvirki byggð á vesturströnd Lettlands til landamæragæslu og í hernaðarlegum tilgangi. Þessi mannvirki þjóna ekki lengur sínum upphaflega tilgangi og mörg þeirra eru algjörlega yfirgefin eða ekki í neinni notkun. Þessi masters-ritgerð beinir sjónum að tveimur slíkum herstöðvum, landamæravarðstöðinni í Mazirbe og Zinith eldflaugastöðinni við Cirpstene. Aðstæður á svæðunum voru kannaðar og metið hvernig þær geta nýst sem ferðamannastaðir með litlum stofnkostnaði og hvernig þær geta verið upphafsreitir fyrir stærri fjárfestingar og umfangsmeiri verkefni í ferðaþjónustu. Þau gögn sem voru skoðuð sem hluti af verkefninu beindu sjónum að þáttum svo sem: stríði; friði; heimspeki ferðaþjónustu; sjálfbærri þróun; og ferðaþjónustu tengdri hernaðarmynjum. Ritgerðin inniheldur einnig stutt yfirlit yfir ferðamannaiðnaðinn í Lettlandi með tilliti til áhrifa á hagkerfi landsins; hagsmuni strandsvæða; og frumkvæða í ferðaþjónustu tengdri hernaðarmannvirkjum. Til þess að meta hagkvæmni möguleika herstöðvanna hafa verið notaðar þrjár rannóknaraðferðir. Þær reglur sem gilda á svæðunum og skipulag þeirra voru skoðuð, tekin voru eigindleg viðtöl við lykilhagsmunaaðila og framkvæmd var hagsmunaaðilagreining. Í ritgerðinni er sýnt fram á að það eru lagalegir, félagslegir og hagrænir hnökrar á því að hægt sé að ná fram fullri nýtingu á herstöðvunum. En það eru líka tækifæri sem ekki hafa verið nýtt hingað til. Niðurstaða verkefnisins sýnir að í báðum þessum herstöðvum eru tækifæri til þess að skapa vinsæla ferðamannastaði, aðeins er munur á hagkvæmni þessara tækifæra. Niðurstöðurnar innihalda dýpri greiningu á þessum niðurstöðum auk tillagna um nýtingu á hvorri herstöðinni fyrir sig

    Frá stjórnun til þátttökustjórnunar. Viðhorf leiðsögumanna í Skaftafelli í Vatnajökulsþjóðgarði

    No full text
    Nature-based tourism is a major industry in Iceland and many protected areas are popular tourist destinations. The growth of tourism is accompanied by increased complexity and uncertainty. This makes decision-making for sustainable tourism development difficult, especially in protected areas. Their management is a complex endeavour which requires specialized knowledge to formulate sustainable management solutions. In this context, tour guides not only play an important role in the experience of visitors but also in helping to ensure that tourism is socially and environmentally responsible. Their experience can not only help in providing a safe and engaging tour experience within the natural environment, but also in protecting nature. This thesis aims to increase the understanding of the role of tour guides in protected area management in general, and explore whether their experience and knowledge can contribute for the management of Vatnajökull National Park in particular. The research project examines this from the perspective of four aspects: the self, the human environment, the perception of nature and changes thereof, and the state of protected area management. Semi-structured interviews and mental mapping with guides working at Skaftafell were used to analyse how guides perceive their role in the tourism sector and to elicit their opinions about the state of hiking trails in the area. The findings suggest that guides do indeed care for the natural and human environment in which they are working. In their opinion, they have valuable knowledge to help shaping protected area management in order to increase the safety of visitors and ensure that conservation targets are reached. They agree that the current business practices and public management procedures are not in a state that contributes to sustainable tourism. Guides argue for the inclusion of their specific knowledge in the decision-making process of protected areas. It is argued in the thesis that the compassion that guides express is a valuable motivator for sustainable resource management. The author suggests that ways are found to include guides into the decision-making process of Vatnajökull National Park.Náttúruferðamennska er stór atvinnugrein á Íslandi og mörg náttúruverndarsvæði eru vinsælir ferðamannastaðir. Vöxtur ferðaþjónustu gerir málefni greinarinnar flóknari og meiri óvissu háð. Þetta gerir ákvarðanir um þróun í sjálfbærri ferðamennsku erfiðari, sérstaklega er varðar náttúruverndarsvæði. Stjórnun þeirra er margþætt viðfangsefni sem krefst sérfræðiþekkingar til að móta stjórnunaraðferðir er stuðla að sjálfbærni. Í þessu samhengi hafa leiðsögumenn ekki aðeins mikilvægu hlutverki að gegna fyrir upplifun ferðafólks, heldur einnig við að tryggja að ferðamennskan sé félagslega og umhverfislega ábyrg. Reynsla þeirra getur ekki einungis komið að gagni við að gera náttúruferðamennskuna sjálfa örugga og upplifun ferðafólks áhrifaríka, heldur einnig við að tryggja verndun náttúrunnar. Markmið þessarar ritgerðar er að auka skilning á hlutverki leiðsögumanna í stjórnun á náttúruverndarsvæðum almennt séð, og kanna sérstaklega hvort reynsla þeirra og þekking geti lagt eitthvað að mörkum varðandi stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Í rannsókninni var þetta skoðað út frá fjórum hliðum: Einstaklingnum, hinu mannlega umhverfi, út frá náttúruskynjun og breytingum á henni, og út frá stjórnun náttúruverndarsvæða. Tekin voru hálfopin viðtöl við leiðsögumenn er starfa í Skaftafelli, og hugarkort notuð til að greina hvernig leiðsögumenn sáu hlutverk sitt innan ferðaþjónustunnar og skoðun þeirra á ástandi göngustíga á svæðinu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að leiðsögumenn sýni sannarlega umhyggju fyrir því náttúrulega og mannlega umhverfi sem þeir vinna í. Að þeirra eigin áliti búa þeir yfir verðmætri þekkingu sem gæti komið að notum við mótun stjórnunarhátta á náttúruverndarsvæðum, til að auka öryggi ferðamanna og ná markmiðum varðandi náttúruvernd. Þeir eru sammála um að núverandi tilhögun reksturs í ferðaþjónustu og opinberir stjórnunarhættir stuðli ekki að sjálfbærri ferðamennsku. Leiðsögumenn mæla með því að þeirra þekking verði hluti af ákvarðanatökuferlinu á náttúruverndarsvæðum. Í ritgerðinni er því haldið fram að sú umhyggja sem leiðsögumenn bera fyrir umhverfinu talin vera mikilvægur hvati fyrir stjórnun sem stuðli að sjálfbærni. Höfundur leggur til að fundnar séu leiðir til að taka reynslu leiðsögumanna með í reikninginn í stjórnunarferlum sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði
    corecore