36 research outputs found

    Posture management : getum við gert betur?

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTæknilegar framfarir og betri heilbrigðisþjónusta gera það að verkum að sífellt fleiri lifa, og lifa lengur, með fjölþættar fatlanir. Þessir einstaklingar hafa flestir afleidd vandamál af völdum fötlunar sinnar, ásamt sértækum hjálpar – og stoðtækjaþörfum. Það er þekkt í fræðunum að án viðeigandi þjónustu og nauðsynlegrar meðferðar þá versnar líkamlegt ástand einstaklingsins. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja kreppur, liðhlaup, þrýstingssár, minnka verki og hættu á lungnavandamálum. Ef ekkert er að gert, getur einstaklingurinn í raun og veru orðið rúmfastur. Þetta þýðir lélegri lífsgæði, minni líkur á að viðkomandi, barn eða fullorðinn, verði fullgildur þáttakandi í þjóðfélaginu, ásamt því sem álag á aðstandendur og aðra, sem koma að aðstoð við einstaklinginn eykst og umönnunar- og sjúkrakostnaður margfaldast

    CP í norðri - Hvernig farnast einstaklingum með Cerebral Palsy á Norðurlöndunum? Kynning á samnorrænu 4ra ára rannsóknarverkefni

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadIn CP-North a highly qualified team of researchers from the Nordic countries will address a number of societal challenges associated with living with, or being a parent of a child with CP in Norden by merging data from national registers with unique health data from quality registers. Cerebral palsy (CP) is rare, but still the most common musculoskeletal childhood disability. How persons with CP fare in life in terms of health, quality of life, education, employment, and income is virtually unknown. Also, very little is known about how parents of children with CP − both young and grown-up− fare, in terms of health, stress, employment, and income. Although the Nordic countries have strong welfare systems it is unknown to what extent the added burden related to disability are actually compensated for. With CP-North, the world’s largest dataset of persons with CP, their parents, and controls from the general population will be created. The knowledge gain is expected to influence how the social support systems in the Nordic countries are constructed and how healthcare is organized for this population. Findings will also be of interest to the international community as the size, richness, and generalizability of the data set will allow investigation of questions that cannot be studied elsewhere. Comparison between the Nordic countries, with identification of successful and unsuccessful policies for the group, allows the countries to learn and benefit from each other

    No correlation between rates of caesarean section and perinatal mortality in Iceland

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenINTRODUCTION: Caesarean section rates have increased over the past decades without a concomitant decrease in perinatal mortality. In Iceland the same trend has been seen while at the same time perinatal mortality rate has remained low. Most caesarean sections are done at term. Crude perinatal mortality rates give limited information about whether the increase in section rates leads to a lower perinatal death rate among term non-malformed singleton infants. The relation between caesarean section and perinatal mortality rates in singleton, non-malformed infants of birthweight > or =2500 g in Iceland during 1989-2003 was studied. MATERIALS AND METHODS: Information about gestational length, birthweight, parity, onset of labour and previous caesarean section was collected on all singleton births > or =2500 g from the Icelandic Birth Registration and from maternity case records. The same data were obtained for all perinatal deaths > or =2500 g excluding malformed infants irrespective of mode of delivery. The caesarean section and perinatal mortality rates were calculated and the relation between these evaluated by Pearson s correlation coefficient. RESULTS: The total number of deliveries in the study period was 64514 and the mean perinatal mortality rate 6.4/1000 (range: 3.6-9.2/1000). A significant increase was found in the overall caesarean section rate, from 11.6% to 18.2% (p or =2500 g and 8332 were born by caesarean section. There were 111 perinatal deaths among this cohort giving a mean perinatal mortality rate (PNMR) of 1.8/1000 (range 0.8-4.1/1000). While for singleton non-malformed infants the caesarean section rate increased from 10.4% to 16.7% (p or =2500 g was found in this population with a prior low perinatal mortality, neither among primi- nor multiparous women.Ágrip Inngangur: Tíðni fæðinga með keisaraskurði hefur víða margfaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði (BMD) hafi lækkað á sama tíma. Á Íslandi hefur keisaraskurðum fjölgað verulega og burðarmálsdauði haldist lágur. Óvíst er um tengsl þar á milli. Flestir keisaraskurðir eru gerðir hjá konum við fulla meðgöngu. Börn sem deyja á burðarmálstíma eru einkum fyrirburar og heildartölur um BMD gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum barna sem hafa náð eðlilegri fæðingarþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu ≥2500 g við fæðingu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um meðgöngu­lengd, þyngd barns, fjölda barna, upphaf fæðingar og fyrri keisaraskurði kvenna sem fóru í keis­ara­skurð á rannsóknartímanum (1989-2003) voru fengn­ar úr Fæðingaskráningunni og sjúkraskrám. Af þeim voru allar konur með einbura ≥2500 g valdar í rannsóknarhópinn. Sömu upplýsingar voru fengnar um einbura 2≥2500 g án alvarlegra van­skapnaða sem dóu á burðarmálstíma, óháð fæð­ingarmáta. Breytingar á tíðni keisaraskurða og BMD voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fæddu 64514 konur 65619 börn árin 1989-2003. Þar af dóu 419 börn á burð­ar­málstíma. BMD breyttist ekki marktækt á rannsóknartíma og var að meðaltali 6,4/1000 (bil: 3,6-9,2/1000). Heildartíðni keisaraskurða hækk­aði marktækt úr 11,6% í 18,2% (p2500 g. Tíðni keis­ara­skurða í rannsóknarhópnum jókst úr 10,4% í 16,7% (p<0,001). Ekki var marktæk fylgni við BMD í þessum hópi, en meðaltalstíðni BMD var 1,8/1000 (bil: 0,8-4,1/1000). Meðal frumbyrja jókst keisaratíðnin úr 12% í 18%, einnig án fylgni við BMD (meðaltal 0,6/1000). Ályktanir: Fjölgun keisaraskurða við fæðingu einbura með fæðingarþyngd ≥2500 g hefur ekki leitt til marktækrar fækkunar dauðsfalla hjá þess­um hópi barna á síðastliðnum 15 árum

    „Beint flug er næs“ : Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri

    Get PDF
    Flugsamgöngur hafa mikil áhrif á efnahagslega, pól- itíska og menningarlega stöðu einstakra samfélaga. Á síðustu áratugum hefur fyrirkomulag flugs hefðbundinna flugfélaga um stóra tengiflugvelli skapað margvísleg sóknarfæri fyrir beint flug óhefðbundinna flugfélaga. Á Íslandi hefur millilandaflug um Keflavíkurflugvöll og rekstrarlíkan Icel- andair valdið umtalsverðum ójöfnuði milli landshluta í aðgengi að utan- landsferðum og hvatt til opnunar fleiri gátta inn í landið. Hér er fjörutíu ára saga millilandaflugs um Akureyrarflugvöll rakin í ljósi þróunar farþega- flugs á Vesturlöndum og mat lagt á áhrif einstakra flugfélaga. Niðurstöður sýna að slíkt flug hefur dregið verulega úr ójöfnuði í utanlandsferðum og aukið lífsgæði íbúanna. Um þriðjungur Akureyringa ferðaðist milli landa með Niceair á tíu mánaða tímabili 2022–23 og flugið jók einnig lífsgæði þeirra sem ekki nýttu sér það. Annars staðar á Norðurlandi eystra stuðlaði flug Niceair einnig að auknum utanlandsferðum og hafði nokkur áhrif á lífsgæði en áhrifin voru lítil á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Flug Niceair til Kaupmannahafnar og Tenerife sýndi að heimamarkaðurinn á Norðurlandi eystra getur staðið undir reglubundnu millilandaflugi allan ársins hring en ferðir erlendra ferðamanna eru nauðsynlegar til að tryggja ásættanlega sætanýtingu á öllum leggjum. Að lokum er lagt heildarmat á samfélagsleg áhrif og framtíðarhorfur millilandaflugs um Akureyrarflug- völl.Air travel has significant economic, political, and cultural effects on communities. Over the past decades, the centralization of tradi- tional airlines at major hub airports has created various new opportunities for direct flights by other types of airlines. In Iceland, international flights through Keflavik Airport and the business model of Icelandair have resul- ted in considerable inequality in international travel between regions and spurred calls for more gateways into the country. In this paper, the forty- year history of international flights at Akureyri Airport is traced in the context of the development of passenger flights in Western countries, and the impact of different airlines is assessed. Results show that such flights have significantly reduced inequality in international travel and improved local quality of life. About one-third of Akureyri residents traveled int- ernationally with Niceair over ten months in 2022–23, and the flights also improved the quality of life for those who did not travel. Niceair also cont- ributed to increased international travel elsewhere in Northeast Iceland and had some impact on the quality of life, but the effects were negligible in Northwest and East Iceland. Niceair flights to Copenhagen and Tenerife demonstrated that the local market in Northeast Iceland can support re- gular international flights all year round, but foreign tourists are necessary to ensure acceptable load factors on all legs. Finally, the societal impact and future prospects of international flights through Akureyri Airport are assessed.Peer reviewe

    Dietary intake of young Icelanders with psychotic disorders and weight development over an 8-12 months period

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesTilgangur: Tíðni lífsstílssjúkdóma er hærri meðal einstaklinga með geðrofssjúkdóma en almennings. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma, en fæðuval þessa hóps hefur aldrei verið kannað hérlendis áður. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þjónustuþegar Laugarássins (n=48, 18-30 ára), sem sóttu þjónustu á því tímabili sem gagnaöflun fór fram (júlí- ágúst 2016). Fæðuval og næringargildi fæðu var metið með sólarhringsupprifjun á mataræði. Niðurstöður voru bornar saman við ráðleggingar Embættis landlæknis og niðurstöður landskönnunar á mataræði 2010-2011 fyrir sama aldurshóp (n=250). Þróun líkamsþyngdar síðastliðna 8-12 mánuði var metin út frá skráðum upplýsingum í sjúkraskrá (Sögu). Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, fiski, mjólkurvörum, jurtaolíum og lýsi var marktækt lægri meðal þjónustuþega en hjá þátttakendum í landskönnun 2010-2011, en neysla á sælgæti og gosdrykkjum hærri (p5% af upphafsþyngd sinni á 8-12 mánaða tímabili. Ályktanir: Fæðuval ungs fólks með geðrofssjúkdóma samræmist ekki opinberum ráðleggingum um fæðuval og er lakara en fæðuval viðmiðunarhópsins. Mikilvægt er að þróa leiðir til að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðu hópsins.Introduction: The prevalence of lifestyle related diseases is higher among people with psychotic disorders than the general population. The aim was to assess dietary intake of young people with psychotic disorders for the first time in Iceland. Material and methods: Subjects were young people (n=48, age 18-30y) with psychotic disorders. Dietary intake was assessed by a 24-hour recall in July-August 2016, and compared with official recommendations and intake of the general public (n=250, age 18-30y). Body weight in the past eight to 12 months, was retrieved from medical records. Results: Consumption of fruits, fish, dairy products, vegetable and fish oil was significantly lower among subjects when compared with the general public, while their soft drink and sweets consumption was higher (p5% of their initial body weight in the past 8-2 months. Conclusion: Diet of young people with psychotic disorders is not consistent with recommendations and is worse than the diet of their peers in the general population. It is important to find ways to improve the diet and thereby nutrient intake of the group

    The economic collapse and school practice in Reykjavik

    Get PDF
    Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á skóla í Reykjavík. Gagnaöflun fór fram á árunum 2013 og 2014. Tekin voru viðtöl við einstaklinga og í rýnihópum. Rætt var við fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og í menntaog menningarmálaráðuneyti, skólastjórnendur, kennara, foreldra og nemendur í völdum leik-, grunn- og framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að tekist hafi að vernda kjarnann í skólastarfinu fyrir niðurskurði en þó í meira mæli í grunnskólum en í leik- og framhaldsskólum. Niðurskurðurinn olli því ekki skólakreppu í þeim skilningi að grunngildum skólanna væri ógnað. Öðru máli kann þó að gegna um leikskólana sem urðu fyrir þyngri áföllum en skólarnir á hinum skólastigunum. Þótt ekki kæmi til skólakreppu í framangreindum skilningi þá hafði niðurskurður margvísleg áhrif á skólastarfið. Stjórnunarstöðum fækkaði umtalsvert, einkum millistjórnendum, forfallakennsla var unnin af skólastjórnendum, annað starfsfólk var ráðið í hlutastörf og framlög til tómstundastarfs og náms- og starfsráðgjafar skert. Yfirvinna starfsfólks var ekki leyfð, minna fé var veitt til samstarfs, bekkir urðu fjölmennari og dregið úr fjárveitingum til kaupa á efniviði og námsgögnum og til viðhalds tækja og húsa. Loks voru skólar á leik- og grunnskólastigi sameinaðir. Fram kom að sú aðgerð hefði aukið mjög á þá erfiðleika sem af niðurskurðinum hlaust. Ekki voru nefnd dæmi um að fólk missti vinnuna þótt talsvert væri um uppsagnir, starfsmönnum var þá boðin vinna að nýju en stundum í skertu starfshlutfalli. Þótt viðmælendur teldu að ekki kæmi til frekari niðurskurðar sögðust þeir ekki vongóðir um bjartari tíma framundan. Að mörgu leyti voru áherslur hagsmunaaðila skóla í samræmi við ráðleggingar fræðimanna um fagleg viðbrögð við efnahags- þrenginum. Sú áhersla sem lögð var á að vernda nám og kennslu og standa vörð um velferð nemenda eru dæmi um slík viðbrögð. Á hinn bóginn komu upp mál þar sem bæði starfsmenn skóla og foreldrar kvörtuðu yfir þeim skorti á samráði sem yfirvöld hefðu viðhaft við ákvarðanir um mikilvæg málefni skólanna. Rannsóknin var unnin af fimm fræðimönnum Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og matsfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.This paper explores the impact of the economic collapse in 2008 on schools in one Icelandic municipality, Reykjavík, the capital of Iceland. Earlier, a similar study was conducted by the same research team in two Icelandic municipalities, one in an agricultural area, and one in a fishing and service community. Information about staff and school costs was gathered for the years of 2013 and 2014. Interviews with individuals and in focus groups were carried out with represenatives at the ministry of culture and education, the Local Education Authorities in Reykjavík, school administrators, teachers, other staff, parents and pupils of six selected schools: two preschools, two primary and lowersecondary schools and two upper-secondary schools. Information about staff and school costs was also gathered. The research was qualitative in nature, primarily based on interviews and documentary data. Interviews were conducted with individuals and in focus groups with representatives of the municipalities and the state, school administrators, teachers, parents and pupils of selected pre-, primary-, and upper-secondary schools. The research sought answers to the following questions: How did educational authorities and school professionals respond to budget cut requirements? Did the reductions cause a school crisis and did they have different consequences depending on the school level? The findings suggest that the core functions of the schools, teaching and learning, were to a large extent protected as stipulated by school authorities. Reduction in expenditure, therefore, did not cause a school crisis in the sense, that the basic values of the schools were threatened. This, however, may not apply to the preschools and the schools at the upper secondary level, which were harder hit by the cut-backs than the other school levels. Even if the schools were able to protect the core school activities, finanicial cutbacks had serious implications for the schools. Various cutbacks were made at all school levels; administrative positions, especially at the middle levels, were cut considerably, principals served as substitute teachers, classes became bigger, no overtime was paid, extracurricular activities and specialist work, such as counseling, and maintenance of equipment and buildings were all cut. Finally, at the preschool level, and primary and lower-secondary school levels, schools were amalgamated. Interviewees in these schools agreed that the merges had been an additional challenge to deal with while trying to come to terms with reduced funding. Findings, moreover, indicate, that while all school members were affected by the bad economy, school principals at all school levels carried the heaviest burdens. While interviewees agreed that further cutbacks were unlikely, they did not envision better times ahead. In many ways school stakeholders, within and outside of the schools, responded to the cutbacks in a manner recommended by experts on school crisis, such as by protecting the core activities of teaching and learning. There were, however, instances when school personnell and parents complained, that school authorities had failed to consult them on relevant matters. The discussion highlights the impact of values on policy and decision making in general, but in times of austerity in particular. The research was carried out by five academics at the School of Education, University of Iceland and sponsored by the by the Center for Research on School Administration, Innovation and Evaluation at the School of Education, University of Iceland and carried out by five of its members.Rannsóknarstofa í menntastjórnun, nýsköpun og matsfræðiPublisher's Prin

    Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir : um hjúkrun sjúklinga á skurðdeildum [rafbók]

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast bókina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)- ÚR FORMÁLA - Hér birtist lesendum bókarkorn um hjúkrun aðgerðasjúklinga. Höfundar efnis eru hjúkrunarfræðingar sem lögðu stund á framhaldsnám í hjúkrunarfræðum á síðustu misserum við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það heyrir til nýbreytni að hjúkrunarfræðingar gefi lokaverkefni sín út með þeim hætti sem hér birtist Mun ekki vanþörf á að efla og styrkja umræðu um fræðigreinina hjúkrun og nýta til þess hvert tækifæri. Á hverjum degi verða hjúkrunarfræðingar varir við þungann í umræðunni um heilbrigðismál. Hún spannar allt frá pólítískri hugmyndafræði að rekstrarformum og stjórnun, húsnæðismálum, menntun heilbrigðisstétta, kjaramálum og öryggi sjúklinga svo fátt eitt sé nefnt. Sjónarmið hjúkrunarfræðinnar eru mikilvægt innlegg í umræðuna og kallað er eftir aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í umræðu um heilbrigðismál og heilbrigðisþjónustu. Hraði, framþróun og breytingar, einkenna um margt íslenskt samfélag. Löngun til að stefna hærra og gera betur birtist á öllum sviðum. Þáttur í þeirri viðleitni er að skerpa sýn og draga fram markmið. Í stefnumótunarvinnu sinni hefur Háskóli Íslands og þ.m.t hjúkrunarfræðideild, sett sér markmið um að komast í röð 100 fremstu háskóla heims. Í því samhengi má fullyrða, að samstarfssamningur Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands auki verulega möguleika hjúkrunarfræðinga til þess að vinna að framþróun hjúkrunarstarfsins og fræðigreinarinnar.Draumaland hjúkrunarfræðinga : hugmyndir um starf og raunveruleikinn í starfinuFræðilegt yfirlit yfir rannsóknir á lífsgæðum sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein eftir skurðaðgerðHefur fræðsla áhrif á kvíða aðgerðarsjúklinga?Bráðaóráð: Mat og fyrirbyggjandi meðferðKláði og hjúkrunarmeðferð við kláðaÓgleði og uppköst eftir aðgerð : kynning á viðbótarmeðferð með spritti til innöndunarTónlistarmeðferð : sjúklingar sem fara í minniháttar aðgerðirSýkingar með metisillínónæmum Staphylococcus aureus : MÓS

    Development of ELISA method to evaluate the effect of N-acetylcysteine intake on cystatin C in patients with Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy

    No full text
    Verkefnið er lokað til 01.04.2026.Hereditary cystatin C amyloid angiopathy (HCCAA) is an autosomal dominant type of cerebral amyloid angiopathy caused by an SNP (Single Nucleotide Polymorphism) called L68Q in the cystatin C gene, CST3. It leads to production of an unstable variant of human cystatin C (hCC) that has an increased tendency to aggregate and form amyloid deposits, predominantly in the cerebral arteries. The mutant cystatin C amyloid deposits damage the smooth muscle cells in the arterial walls making them prone to breakage and causing hemorrhagic stroke leading to brain damage, dementia and ultimately death. Antioxidants, like N-acetyl cysteine (NAC), have been shown to disrupt amyloid precipitation. Arctic Therapeutics ehf. has been conducting a clinical study (AT1-HCCAA) involving individuals, confirmed to carry the L68Q mutation, to test these properties of NAC. The aim of this project was to develop a method that could quantify human cystatin C levels in plasma and urine and measure analytes in samples from participants in the aforementioned AT1-HCCAA study. Although commercial ELISA assays are available, they have, notwithstanding their high cost, several limitations. Developing such a method, tailored to the specific needs of a project, is a great benefit for monitoring disease progression and evaluate potential medical treatment options. A direct sandwich ELISA for the detection of human cystatin C using monoclonal capture and detection antibody has been developed. Preliminary data indicate that the assay is suitable for detection of human cystatin C in biological samples. However, due to uncontrollable events during the course of this project, it was not possible to measure participants samples at this point. The ELISA assay developed in this project shows great potential but needs some further experiments and refinement.Arfgeng heilablæðing (Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy (HCCAA)) er tegund af heilamýlildissjúkdómi sem erfist ókynbundið ríkjandi og stafar af einkirnabreytingu (L68Q) í cystatin C geninu, CST3. Stökkbreytingin leiðir til myndunar á óstöðugum afbrigðum af cystatin C próteini sem hafa tilhneigingu til að mynda mýlildi, þá helst í æðaveggjum heilaslagæða, og valda útfellingum sem leiða til heilablæðinga, heilabilunar og dauða hjá ungum arfberum. Sýnt hefur verið fram á að andoxunarefni eins og N-acetyl cysteine (NAC), geti dregið úr myndun útfellinga. Arctic Therapeutics ehf. hefur undanfarið leitt klíníska lyfjarannsókn (AT1-HCCAA), þar sem virkni lyfsins NAC er rannsökuð hjá einstaklingum með staðfesta stökkbreytingu á CST3 geni. Markmið verkefnisins var að þróa næmt og áreiðanlegt ELISA próf sem aðferð til að mæla magn cystatin C í lífsýnum, m.a. blóðvökva og þvagi, einstaklinga í fyrrnefndri AT1-HCCAA rannsókn. Þó að það sé vissulega mögulegt að kaupa tilbúin ELISA próf fyrir flest prótein í dag þá hafa þau, að frátöldum háum kostnaði, sínar takmarkanir. Þróun slíkrar aðferðar, sem er sniðin að þörfum ákveðins verkefnis, koma að miklu gagni í tengslum við eftirfylgni og framvindu sjúkdóms sem og til að meta mögulega meðferðarúrræði. ELISA próf sem mælir cystatin C með tveimur einstofna mótefnum hefur verið þróuð. Fyrstu niðurstöður benda til þess að prófið henti til að mæla cystatin C í lífsýnum. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem komu upp meðan að á þessu verkefni stóð, gafst þó ekki rými til þess að mæla lífsýnin. Niðurstöður þróunarvinnu á ELISA prófi í þessu verkefni lofar þó góðu en nauðsynlegt væri að halda þeirri vinnu áfram fyrir áreiðanlegra próf

    Börn hafa rödd, lífið er núna : sjálfboðaverkefni í skólastarfi

    No full text
    Markmið rannsóknarinnar var að rýna í þýðingu sjálfboðaverkefna sem eru hluti af grunnskólanámi fyrir nemendur og skólastarfið í heild. Könnuð var sýn skólastjórnenda og kennara til þess hvaða merkingu sjálfboðaverkefni hafa fyrir skólastarf í heild sinni, menningu skólans og námið. Einkum var leitað eftir reynslu þeirra af því hvort þátttaka nemenda styðji við grunnþætti menntunar í aðalnámskrá grunnskóla. Þá var könnuð sýn nemenda til þátttöku í sjálfboðaverkefnum og hvaða gildi þau tengdu við þátttöku sína. Í rannsóknni voru notaðar bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir og þannig leitast við að draga fram fjölbreytt gögn og varpa mismunandi ljósi á rannsóknarviðfangsefnið. Safnað var upplýsingum um tvö viðamikil sjálfboðaverkefni; Gott mál í Hagaskóla og Góðgerðardagur Kársnesskóla. Rýnt var í gildi verkefnanna, styrkleika þeirra og veikleika. Myndaðir voru tveir rýnihópar nemenda í báðum skólum. Tekin voru hálfopin viðtöl við nemendur og skólastjórnendur og auk þess sem spurningakönnun var lögð fyrir kennara Hagaskóla um þeirra sýn á verkefnið Gott mál. Helstu niðurstöður gefa til kynna að skólafólkið telji verkefnin - góð verkfæri til að efla samfélagsþátttöku nemenda og þjóna markmiðum grunnþátta menntunnar sem snúa að læsi, sjálfbærni, sköpun, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð. Bæði skólastjórar og kennarar telja að verkefnin hafa góð áhrif á menningu skólanna og á heildina litið sé afraksturinn góður ávinningur bæði fyrir nemendur og skólana í heild. Að þeirra mati eru helstu styrkleikar verkefnanna kærleikshugsunin kringum verkefnin, samstaðan sem myndast og samvinna margra aðila. Niðurstöðurnar sýndu enn fremur að nemendur voru þakklátir fyrir að fá tækifæri til þátttöku í verkefnunum, að hafa raunveruleg áhrif í samfélaginu og láta gott af sér leiða. Þeir töldu það rétt sinn að fá tækifæri til þátttöku í þess konar samfélagsverkefnum og að slíkt starf eigi að vera fastur liður í skólastarfinu. Gildin sem nemendur tengdu sérstaklega við voru: þakklæti, hjálpsemi, samhyggð, stolt, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu. Þátttökugleði, gefandi samvinna og ríkur samtakamáttur skólasamfélagsins var leiðarstef viðtalanna.The purpose of this research is to focus on the importance of volunteer projects as a part of the primary education, for the students on the one hand, and for the school as a whole on the other. Attention was given to the vision of the school leadership as well as that of the teachers, and the significance such projects have for the whole school, including its culture and education. Emphasis was laid on finding out whether student participation supported the main subjects in the primary school curriculum. The students ́ views on participating in voluntary projects was looked into, including how they valued their own participation. Both qualitative and quantitative research methods were used in the attempt to elicit various kinds of information in order to view the subject from different angles. Information was accumulated about two big volunteer projects, i.e. Gott mál (The good Cause) in Hagaskóli and Góðgerðardagur Kársnesskóla (Kársnesskóli Charity Day). The importance of the projects was looked into, as well as their strengths and weaknesses. Two focal groups were formed among the students in both schools. The students and leaders of the schools were interviewed in semi-structured interviews. In addition, the teachers in Hagaskóli answered a questionnaire about their view of the project Gott mál. The main conclusions indicate that the school community considers the projects good tools in strengthening student participation in the community, and that they serve as a way of achieving the basic educational objectives regarding reading competences, sustainability, creativity, democracy and human rigths, equality, health and welfare. Both headmasters and teachers believe that the projects affect the schools in a culturally beneficial way, and that the results are an overall gain for both students and schools. They belive that the main strenghts of the projects were the amount of care the projects required from everyone personally, the solitarity that emerged, as well as the cooperation of the many parties working together. The results also showed that the students were grateful for the opportunity of participating in the projects, the ability to have a real impact on society, as well as doing something good for others. They viewed it as their right to have an opportunity to participate in these types of community projects, and thought such projects should be done on a regular basis as a part of school. The values the students felt especially connected to were: Gratitude, helpfulness, solidarity, pride, enhanced self- confidence and faith in their own abilities. The recurring themes in the interviews were the joy of participation, rewarding cooperation and the great joint strength of the school community

    Ólíkir heimar en hliðstæðir: Upplifun landsbyggðarfólks af skemmtanalífi í heimabyggð og höfuðborg

    No full text
    Í þessari ritgerð er fjallað um upplifun landsbyggðarfólks af skemmtanalífi í miðborg Reykjavíkur samanborið við skemmtanalíf út á landi. Tekin voru djúpviðtöl við sjö einstaklinga á þrítugs aldri sem öll eru af landsbyggðinni og viðtölin við þau greind út frá helstu þemum sem birtust. Notast er við kenningar um hópa, sjálfsmynd, tvenndarhefðir sem og þrenns konar gerðir húmors til að rýna í gögnin. Í viðtölunum voru viðmælendur beðnir um að lýsa hefðbundnu kvöldi í miðbæ Reykjavíkur sem og úti á landi. Helstu niðurstöður voru að þó ýmislegt væri sameiginlegt með skemmtanalífi í Reykjavík og á þeirra heimaslóðum þá væri menningarmunur sem fælist meðal annars í fleiri heimasamkvæmum á landsbyggðinni, ólíkum viðhorfum til áfengisdrykkju, tengslum viðmælanda og úrvali á skemmtistöðum. Þetta varð til þess að viðmælendur þurftu að tileinka sér breyttar venjur við komuna til Reykjavíkur. Einnig komu fram vísbendingar um að landsbyggðarfólk eigi auðveldara með að tengja hvort við annað sökum þess að mörg þeirra upplifa sig sem einn hóp innan borgarinnar. Ein af þeim leiðum sem hópurinn notar til að tengjast er húmor. Þar er áberandi svokallaður yfirlætishúmor sem gengur út á að gera grín af þeim sem alist hafa upp í borgum. Einnig má sjá ákveðna spennulosun sem felst í því að grínast innan hópsins og sérstaklega á meðal þeirra sem eru enn að fóta sig innan borgarinnar
    corecore