10 research outputs found

    The effect of antidepressants and sedatives on the efficacy of transdiagnostic cognitive behavioral therapy in groups in primary care.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnRannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndislyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Samþætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð. Hins vegar virðast benzódíazepín-lyf geta haft neikvæð áhrif á árangur af HAM-einstaklingsmeðferð. Í rannsókn á HAM á námskeiðsformi í heilsugæslu var árangur metinn með tilliti til notkunar á þunglyndislyfjum (SSRI/SNRI) annars vegar og benzódíazepínum og z-svefnlyfjum hins vegar. Efniviður og aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Becks-þunglyndis- (BDI-II) og kvíðakvörðum (BAI). Notast var við “last observation carried forward”- aðferð (LOCF) þar sem fyrsta og síðasta mæling voru bornar saman óháð því hvenær síðasta mælingin var gerð. Breyting var mæld á meðaltalsskori milli einstaklinga á lyfjum úr tilteknum lyfja-flokkum og borin saman við skor þeirra sem ekki voru á slíkum lyfjum. Niðurstöður: Á því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 einstaklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Meðaltalsskor beggja lyfjahópanna lækkaði marktækt á báðum kvörðum. Lækkun á meðaltalsskori þeirra sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf og fengu HAM var marktækt meiri en hinna sem einungis sóttu HAM-námskeiðin. Einnig náðist marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á slíkum þunglyndislyfjum en hjá hinum sem einnig voru á benzólyfjum og/eða z-svefnlyfi. Í öðrum tilvikum var ekki marktækur munur á árangri milli hópa. Ályktun: HAM á námskeiðsformi í heilsugæslunni dregur marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis- og benzólyfja og/eða z-svefnlyfja. Slík lyfjanotkun er því ekki frábending fyrir HAM-hópmeðferð. Við meðferð þunglyndis gefur samþætt þunglyndislyfjameðferð þó aukinn árangur en sá árangur er minni hjá þeim sem einnig taka benzó- og/eða z-svefnlyf.---------------------------------------------------------------------------------Cognitive behavioral therapy (CBT) and SSRI/SNRI antidepressants have proven to be effective treatments for anxiety and depression. The gain from combined CBT and antidepressant therapy has in some studies been greater than from monotherapy. Benzodiazepines may interfere with the efficacy of individual CBT-treatment. We examined the effects of SSRI/SNRI antidepressants and the effects of benzodiazepines/z-drugs on the efficacy of group CBT (gCBT) in primary care. Material and methods: Primary outcome measures were the Beck's Depression Inventory II (BDI-II) and the Beck's Anxiety Inventory (BAI) scores before treatment and after the last session. The last observed score was carried forward and compared to the initial score for each individual, irrespective of the timing of the last score (LOCF). Mean change of scores was compared between groups of individuals on or not on SSRI/SNRI antidepressants and/or benzodiazepines/z-drugs. Results: Over three years 557 subjects participated in a 5 week-long gCBT. Of these 355 returned BDI-II and 350 returned BAI at least twice. The mean score on SSRI/SNRI or benzo/z-drugs fell significantly both for those on combined treatment (medication and gCBT) and those who only received gCBT. Combined treatment with SSRI/SNRI and gCBT led to a greater fall in depressive symptoms compared to gCBT monotherapy. The efficacy of such combined treatment was less for those who also were prescribed benzodiazepines and/or z-drugs. Conclusions: Group CBT significantly improved symptoms of anxiety and depression in primary care. The improvement was not reduced by concomitant use of SSRI/SNRI antidepressants nor of benzodiazepines/z-hypnotics. The use of such medication is therefore not contraindicated for gCBT participants, at least not short term. Adding SSRIs or SNRIs to gCBT led to greater efficacy in reducing depressive symptom though the efficacy of such combined treatment was less for those who were also prescribed benzodiazepines and/or z-hypnotics

    Transdiagnostic cognitive behavioural treatment and the impact of co-morbidity:an open trial in a cohort of primary care patients

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article click on the hyperlink at the bottom of the pageThe development of initiatives to improve access to psychological therapies has been driven by the realization that untreated anxiety and depression are both very common and costly to individuals as well as society. Effective and efficient treatments, mostly in the form of cognitive behavioural therapies (CBT), can be used in ways which enhance their acceptability and accessibility. To date, numbers of group therapies have been developed to improve cost efficiency, but in spite of growing interest in transdiagnostic approaches, group therapies have so far mostly been diagnosis specific.This study is aimed at evaluating a brief transdiagnostic cognitive behavioural group therapy (TCBGT) designed to treat both anxiety and depression among patients in primary care.The participants were 287 adult patients in primary care with diagnoses of depression and/or anxiety disorders. They underwent a 5-week TCBGT. A mixed design ANOVA was used to evaluate differential effects of treatment according to diagnostic groups (anxiety versus depression) and number of diagnoses (co-morbidity).Pre-post differences were significant and the treatment was equally effective for both anxiety disorders and depression. Number of diagnoses did not affect the outcome.The study indicates feasibility of the brief transdiagnostic group therapy for a wide range of mood and anxiety disorders in primary care. The results indicate that low intensity, brief transdiagnostic group therapies may be a feasible way to improve access to psychological therapies for a large number of patients

    Vinsældir og félagsfærni barna

    No full text
    Flestir foreldrar sjá fyrir sér að barnið þeirra muni eignist vini sem verða því samferða og deila mikilvægum áföngum í lífi þess, en sú verður ekki alltaf raunin. Markmið ritgerðar er að skoða tengsl vinsælda og félagsfærni barna við skapgerð, uppeldi og samskipti þeirra við foreldra. Viðfangsefnið er brýnt því félagsleg einangrun barna getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Í ritgerðinni er útlistað hvað einkennir vinsæl og félagsfær börn samkvæmt kenningum og rannsóknum, hvaða þættir geta ýtt undir félagsfærni. Fjallað er um tengsl skapgerðar og vinsælda og um börn sem lenda utan félagahópsins. Helstu niðurstöður eru þær að börn sem sýna einkenni viðkunnanleika og úthverfu eru líklegust til þess að njóta vinsælda og hafa góða félagsfærni. Sú færni byggir meðal annars á þroska siðferðisvitundar og hæfninni að setja sig í spor annarra. Þeir þættir í sambandi foreldra og barna sem stuðla að aukinni félagsfærni eru myndun öruggra geðtengsla, foreldrar beiti leiðandi uppeldisháttum, séu virkir í lífi barna sinna og að hlýja ríki í samskiptum foreldra og barna. Afleiðingar þess að lenda utan hópsins geta verið þunglyndi, kvíði og tilraun til sjálfsvígs. Niðurstöðurnar má nýta til þess að upplýsa foreldra og aðra sem vinna með börnum svo unnt sé að stuðla að jákvæðum samskiptum milli barna og koma í veg fyrir að börn stuðli að einangrun annarra barna

    Hópmeðferð við þunglyndi og kvíða : hugræn atferlismeðferð sniðin að framlínuþjónustu á geðheilbrigðissviði

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar(HAM)í hópi fyrir sjúklinga meðmismunandi sjúkdómsgreiningar. Þátttakendur voru sjúklingar sem leituðu til bráðamóttöku geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH). Alls tóku 48 sjúklingar þátt í fimm vikna meðferð, tvo tíma í senn, einu sinni í viku og fengu heimaverkefni í meðferðarhandbók. Árangur meðferðarinnar var metinn með því að leggja fimm sálfræðipróf fyrir þátttakendur í upphafi og við lok meðferðar. Niðurstöður benda til að meðferðin sé hagkvæm og árangursrík og því raunhæft meðferðarúrræði, sniðið að raunveruleika bráðaþjónustu á geðheilbrigðissviði

    Þörf fyrir foreldrafræðslu : sjónarhorn foreldra 10–12 ára barna

    No full text
    Foreldrahlutverkið er í hugum flestra gefandi og lærdómsríkt en það getur einnig verið krefjandi. Oft koma upp ýmiskonar áskoranir í uppeldinu sem foreldrar hafa ekki þekkingu eða færni til þess að takast á við á árangursríkan hátt. Tilgangur með foreldrafræðslu er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og auka foreldrafærni þeirra. Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið: Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin?, sem Hrund Þórarins Ingudóttir stendur fyrir og stýrir. Markmið þessa hluta rannsóknarverkefnisins er að fá innsýn inn í foreldrahlutverkið frá sjónarhóli foreldra og áskoranir þess, skoða þörf foreldra 10 til 12 ára barna fyrir fræðslu og stuðning í uppeldishlutverkinu, hvert eigi að vera helsta viðfangsefni slíkrar fræðslu og hvaða vettvangur sé álitlegastur fyrir fræðsluna. Megindlegu rannsóknarsniði var beitt við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Spurningalisti var lagður fyrir foreldra 10 til 12 ára barna í 47 skólum. Skólarnir voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Svör bárust frá 1060 þátttakendum. Úrvinnsla gagnanna fól í sér lýsandi tölfræði, t próf óháðra úrtaka og flokkun þema úr tveimur opnum spurningum. Helstu niðurstöðurnar sýndu að meirihluti þátttakenda taldi að þörf væri fyrir meira framboð faglegrar foreldrafræðslu fyrir forelda 10 til 12 ára barna. Að mati þátttakenda var helst þörf fyrir slíkan stuðning hvað varðar tölvu- og símanotkun, eflingu sjálfstrausts, líkamlega og andlega heilsu barna og þroskatengda þætti. Flestir þátttakendur töldu best að foreldrafræðsla færi fram í grunnskólum. Niðurstöður sýndu einnig að um þriðjungur þátttakenda áleit hraða nútímasamfélags hafa neikvæðar afleiðingar fyrir foreldrahlutverkið. Um helmingur þátttakenda taldi kröfur nútímasamfélags vera óraunhæfar fyrir foreldra. Mæður voru metnar virkari í flestum verkefnum tengdum foreldrahlutverkinu en feður. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna hvaða uppeldisþætti foreldrar þessa aldurshóps eru helst að glíma við. Vonast er til að þær nýtist fagaðilum sem vinna með foreldrum til þess að kortleggja þörf og ákjósanlegt innihald fyrir foreldrafræðslu að mati þátttakenda. Einnig geta niðurstöður stutt við stefnumótun foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar á Íslandi.To most people, the parental role is both giving and educational, but it can also be demanding. Various challenges can arise that parents do not have the knowledge or skills to address successfully. The purpose of parent education is to strengthen parents in their parental role and increase parenting skills. This study is part of a larger research project called Parent education in Iceland: What is the need?, led and supervised by Hrund Þórarins Ingudóttir. The aim of this part of the research project is to gain insight into the parenting role from the perspective of parents, examine the need of parents of 10–12-year-old children for education and support in the parenting role, what should be the main focus of such education, and which platform is most suitable for the education. A quantitative research design was used for data collection and processing. A questionnaire was distributed to parents of 10–12-year-old children in 47 schools. The schools were located in the capital area and in rural areas. Responses were received from 1060 participants. Data processing involved descriptive statistics, independent samples t-tests, and categorization of themes from two open-ended questions. The main findings showed that the majority of participants believed there was a need for more professional parent education for parents of 10 to 12-year-old children. The main need concerned the use of computers phones, self-esteem, children’s physical and mental health, and developmental issues. Most participants believed that parent education should take place in primary schools. About a third considered the pace of modern society to have negative consequences for the parental role, and half considered the demands of modern society unrealistic for parents. Mothers were reported to be more active in most parental tasks than fathers. These results provide insight into parents' struggles and can be useful for professionals working with parents to map needs and appropriate content of parent education. The results can also support policy-making of parent education and counseling in Iceland

    Hópmeðferð við þunglyndi og kvíða : hugræn atferlismeðferð sniðin að framlínuþjónustu á geðheilbrigðissviði

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar(HAM)í hópi fyrir sjúklinga meðmismunandi sjúkdómsgreiningar. Þátttakendur voru sjúklingar sem leituðu til bráðamóttöku geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH). Alls tóku 48 sjúklingar þátt í fimm vikna meðferð, tvo tíma í senn, einu sinni í viku og fengu heimaverkefni í meðferðarhandbók. Árangur meðferðarinnar var metinn með því að leggja fimm sálfræðipróf fyrir þátttakendur í upphafi og við lok meðferðar. Niðurstöður benda til að meðferðin sé hagkvæm og árangursrík og því raunhæft meðferðarúrræði, sniðið að raunveruleika bráðaþjónustu á geðheilbrigðissviði

    Effectiveness of an unspecific cognitive-behavioural therapy group programme in a group of patients with depression and anxious depression

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur af ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð (HAM) fyrir fullorðið fólk með þunglyndi annars vegar og kvíðatengt þunglyndi hins vegar. Um það bil helmingur þeirra sem þjást af þunglyndi þjáist af kvíðatengdu þunglyndi. Kvíðatengt þunglyndi er skilgreint sem þunglyndi með kvíðaeinkennum. Rannsóknir á árangri lyfjagjafar fyrir þessa hópa benda til þess að þeir sem hafa kvíðatengt þunglyndi svari lyfjagjöf verr og séu lengur að bregðast við meðferð en þeir sem einungis þjást af þunglyndi. Lítið er vitað um áhrif hugrænnar atferlismeðferðar á líðan fólks með kvíðatengt þunglyndi samanborið við þá sem þjást einungis af þunglyndi, en slík meðferð hefur reynst árangursrík við þunglyndi. Þátttakendur voru 413 sjúklingar sem vísað var í hugræna atferlismeðferð í hóp af heimilislækni. Konur voru 83% þátttakenda. Sálfræðileg próf voru lögð fyrir áður en meðferð hófst, á meðan meðferð stóð, og við lok hennar. Enginn munur var á árangri meðferðar milli hópanna tveggja og bar hún árangur fyrir báða hópa. Rannsóknin leiðir því í ljós að ósérhæfð hugræn atferlismeðferð í hóp er gagnleg bæði fyrir einstaklinga með kvíðatengt þunglyndi og þunglyndi án mikils kvíða. Slíkt vitneskja er mikilvæg í ljósi þess að lyfjameðferð fyrmefnda hópsins hefur ekki verið eins árangursrík og lyfjameðferð við þunglyndi eingöngu.The purpose of the study was to evaluate the effectiveness of an unspecific cognitive-behavioural therapy (CBT) programme for adults suffering from depression and anxious depression About half of those who suffer from depression suffer from depression with anxiety symptoms. Anxious depression is defined as depression with anxiety symptoms. Research on the effectiveness of medication for this group of patients suggest that those who suffer from anxious depression respond worse to medication and after a longer period than those who only suffer from depression. Little is known about the effectiveness of cognitive behavioural therapy of patients suffering from anxious depression in comparison to those who suffer from depression only, but it has proved to be effective with depression. The participants were 413 patients referred by GPs to cognitive behavioural group therapy. Females were 83% of the participants. Psychological tests were administered before therapy, during therapy and when it finished. The therapy was equally effective for both groups. The study reveals that an unspecific cognitive behavioural group therapy is effective, both for patients suffering from anxious depression and depression without anxiety symptoms. This is important in view of the fact that medication of patients with anxious depression has not been as effective as medication for patients only suffering from depression

    The effect of antidepressants and sedatives on the efficacy of transdiagnostic cognitive behavioral therapy in groups in primary care.

    No full text
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnRannsóknir á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þunglyndislyfjum sýna marktækan árangur í meðferð kvíða og þunglyndis. Samþætting þessara meðferða hefur í sumum tilvikum sýnt fram á árangur umfram einþátta meðferð. Hins vegar virðast benzódíazepín-lyf geta haft neikvæð áhrif á árangur af HAM-einstaklingsmeðferð. Í rannsókn á HAM á námskeiðsformi í heilsugæslu var árangur metinn með tilliti til notkunar á þunglyndislyfjum (SSRI/SNRI) annars vegar og benzódíazepínum og z-svefnlyfjum hins vegar. Efniviður og aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Becks-þunglyndis- (BDI-II) og kvíðakvörðum (BAI). Notast var við “last observation carried forward”- aðferð (LOCF) þar sem fyrsta og síðasta mæling voru bornar saman óháð því hvenær síðasta mælingin var gerð. Breyting var mæld á meðaltalsskori milli einstaklinga á lyfjum úr tilteknum lyfja-flokkum og borin saman við skor þeirra sem ekki voru á slíkum lyfjum. Niðurstöður: Á því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 einstaklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Meðaltalsskor beggja lyfjahópanna lækkaði marktækt á báðum kvörðum. Lækkun á meðaltalsskori þeirra sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf og fengu HAM var marktækt meiri en hinna sem einungis sóttu HAM-námskeiðin. Einnig náðist marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á slíkum þunglyndislyfjum en hjá hinum sem einnig voru á benzólyfjum og/eða z-svefnlyfi. Í öðrum tilvikum var ekki marktækur munur á árangri milli hópa. Ályktun: HAM á námskeiðsformi í heilsugæslunni dregur marktækt úr einkennum kvíða og depurðar, óháð notkun þunglyndis- og benzólyfja og/eða z-svefnlyfja. Slík lyfjanotkun er því ekki frábending fyrir HAM-hópmeðferð. Við meðferð þunglyndis gefur samþætt þunglyndislyfjameðferð þó aukinn árangur en sá árangur er minni hjá þeim sem einnig taka benzó- og/eða z-svefnlyf.---------------------------------------------------------------------------------Cognitive behavioral therapy (CBT) and SSRI/SNRI antidepressants have proven to be effective treatments for anxiety and depression. The gain from combined CBT and antidepressant therapy has in some studies been greater than from monotherapy. Benzodiazepines may interfere with the efficacy of individual CBT-treatment. We examined the effects of SSRI/SNRI antidepressants and the effects of benzodiazepines/z-drugs on the efficacy of group CBT (gCBT) in primary care. Material and methods: Primary outcome measures were the Beck's Depression Inventory II (BDI-II) and the Beck's Anxiety Inventory (BAI) scores before treatment and after the last session. The last observed score was carried forward and compared to the initial score for each individual, irrespective of the timing of the last score (LOCF). Mean change of scores was compared between groups of individuals on or not on SSRI/SNRI antidepressants and/or benzodiazepines/z-drugs. Results: Over three years 557 subjects participated in a 5 week-long gCBT. Of these 355 returned BDI-II and 350 returned BAI at least twice. The mean score on SSRI/SNRI or benzo/z-drugs fell significantly both for those on combined treatment (medication and gCBT) and those who only received gCBT. Combined treatment with SSRI/SNRI and gCBT led to a greater fall in depressive symptoms compared to gCBT monotherapy. The efficacy of such combined treatment was less for those who also were prescribed benzodiazepines and/or z-drugs. Conclusions: Group CBT significantly improved symptoms of anxiety and depression in primary care. The improvement was not reduced by concomitant use of SSRI/SNRI antidepressants nor of benzodiazepines/z-hypnotics. The use of such medication is therefore not contraindicated for gCBT participants, at least not short term. Adding SSRIs or SNRIs to gCBT led to greater efficacy in reducing depressive symptom though the efficacy of such combined treatment was less for those who were also prescribed benzodiazepines and/or z-hypnotics

    Prevalence of persistent physical symptoms and association with depression, anxiety and health anxiety in Iceland

    No full text
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadINNGANGUR Þrálát líkamleg einkenni sem ekki eiga sér þekktar líkamlegar orsakir geta skert færni til að sinna athöfnum daglegs lífs. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi slíkra einkenna meðal fólks sem sækir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, tengsl þeirra við færniskerðingu og einkenni þunglyndis, almenns kvíða og heilsukvíða, og meta hlutfall sjúklinga sem líklega hafi gagn af sálfræðimeðferð við þrálátum líkamlegum einkennum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Spurningalistar sem meta þrálát líkamleg einkenni, færniskerðingu og einkenni þunglyndis, almenns kvíða og heilsukvíða voru lagðir fyrir 106 þátttakendur á tveimur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. NIÐURSTÖÐUR Tuttugu og níu (27,4%) þátttakendur reyndust vera með þrálát líkamleg einkenni og voru sterk tengsl á milli þeirra og einkenna geðraskana. Þátttakendur með þrálát líkamleg einkenni voru 8 sinnum líklegri til að vera með einkenni þunglyndis og almenns kvíða en þátttakendur án þeirra, fjórum sinnum líklegri til að vera með einkenni heilsukvíða og 13 sinnum líklegri til að vera með færniskerðingu yfir klínískum viðmiðunarmörkum. Rúmlega helmingur þátttakenda með þrálát líkamleg einkenni voru með tvær eða fleiri gerðir einkenna en þreyta og vöðvavandamál var algengasta gerðin. 65% þátttakenda greindu frá þrálátum líkamlegum einkennum og sálrænum einkennum yfir klínískum viðmiðunarmörkum. ÁLYKTUN Algengi þrálátra líkamlegra einkenna meðal notenda heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna. Sama má segja um tengsl þeirra við einkenni þunglyndis og kvíða. Líklegt er að tveir þriðju heilsugæslusjúklinga með slík einkenni myndu njóta góðs af sálfræðilegri meðferð. Hugræn atferlismeðferð við þrálátum líkamlegum einkennum gæti gert þessum hópi gagn en í slíkri meðferð er unnið sérstaklega með samspil sálrænna og líkamlegra einkennaINTRODUCTION: Persistent physical symptoms that are medically unexplained can result in significant functional impairment. The aim of this study was to estimate the prevalence of persistent physical symptoms among people seeking primary healthcare in Reykjavík, Iceland, how they relate to functional impairment, symptoms of depression, general anxiety and health anxiety, and estimate the proportion of people with such symptoms who would likely benefit from psychological treatment. MATERIALS AND METHODS: Questionnaires measuring persistent physical symptoms, functional impairment, and symptoms of depression, general anxiety and health anxiety were administered to 106 patients attending two primary healthcare clinics. RESULTS: The prevalence of persistent physical symptoms was 27.4% among the primary care patients and they had a strong relationship to symptoms of mental disorders. Participants with persistent physical symptoms were 8 times more likely to have clinical levels of depression and general anxiety than participants without such symptoms, 4 times more likely to have clinical levels of health anxiety and 13 times more likely to have clinical levels of functional impairment. At least two-thirds of participants with persistent physical symptoms would likely benefit from psychological treatment. CONCLUSION: The prevalence of persistent physical symptoms among health care patients in the capital area of Iceland is in line with previous studies. Similarly, the strong relationship between persistent physical symptoms and symptoms of depression and anxiety corresponds to previous studies. It is likely that at least two out of three patients with persistent physical symptoms would benefit from psychological treatment. Transdiagnostic cognitive behavioural therapy for persistent physical symptoms might be particularly useful as is focuses on the interplay between physical and mental symptoms
    corecore