Hópmeðferð við þunglyndi og kvíða : hugræn atferlismeðferð sniðin að framlínuþjónustu á geðheilbrigðissviði

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur ósérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar(HAM)í hópi fyrir sjúklinga meðmismunandi sjúkdómsgreiningar. Þátttakendur voru sjúklingar sem leituðu til bráðamóttöku geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH). Alls tóku 48 sjúklingar þátt í fimm vikna meðferð, tvo tíma í senn, einu sinni í viku og fengu heimaverkefni í meðferðarhandbók. Árangur meðferðarinnar var metinn með því að leggja fimm sálfræðipróf fyrir þátttakendur í upphafi og við lok meðferðar. Niðurstöður benda til að meðferðin sé hagkvæm og árangursrík og því raunhæft meðferðarúrræði, sniðið að raunveruleika bráðaþjónustu á geðheilbrigðissviði

    Similar works