12 research outputs found

    The structure of self-regulation: A study with Icelandic youth

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textSelf-regulation refers to people‘s abilities to control their thinking, emotions, and behaviors. Research with non-Icelandic samples suggests that self-regulatory skills undergo important changes and are crucial to healthy development during adolescence. The goal of the current study is to assess whether intentional self-regulation among 14 and 18-year old Icelandic youth consists of three differentiated, adult-like structures, or if self-regulation processes are still undifferentiated at this age. The SOC questionnaire was used to assess three self-regulation processes. Over 500 14-year-old youth (51% female) and 533 18-year-old youth (60% female) in three towns in Iceland participated. Structural equation procedures did not confirm a tripartide structure, but one self-regulation factor was confirmed in both samples. Thus, a global, undifferentiated self-regulation factor among 14 and 18-year old youth in Iceland is comparable to the structure that has been identified among early adolescents in the U.S. but not with the differentiated, tripartide structure found among older U.S. adolescents. The implications of the findings are discussed.Sjálfstjórn vísar til hæfni fólks til að stjórna eigin hugsun, tilfinningum og hegðun. Erlendar rannsóknir benda til að sjálfstjórnarferli taki breytingum og gegni lykilatriði í þroska á unglingsárum. Markmið þessarar rannsóknar er að meta hvort sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna samanstandi af aðgreindum ferlum líkt og meðal fullorðinna eða hvort ferlin séu enn óaðgreind. SOC spurningarlisti var notaður til að meta þrjú ferli sjálfstjórnar; hvernig fólk setur sér markmið (S) og leitar leiða til að ná markmiðum (O og C). Rúmlega 500 ungmenni í grunnskóla (51% stúlkur) og 533 framhaldsskóla (60% stúlkur) í þremur byggðarkjörnum á landinu tóku þátt. Staðfestandi þáttagreining sýndi að mátgæði þriggja þátta líkans voru ekki ásættanleg en eins þátta líkan féll vel að gögnum beggja aldurshópa. Því samanstendur sjálfstjórn 14 og 18 ára íslenskra ungmenna af einum undirliggjandi þætti. Þessi formgerð er sambærileg formgerð sjálfstjórnarferla bandarískra ungmenna á fyrri hluta unglingsáranna en ólík þeirri sem fram kemur hjá þeim um miðbik þess tímabils. Þýðing niðurstaðnanna er rædd

    Young people’s views on political participation

    Get PDF
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf ungmenna til pólitískrar þátttöku, annars vegar félagslegrar þátttöku, eins og að vernda umhverfið og vinna að mannréttindum, og hins vegar stjórnmálaþátttöku, eins og að kjósa og ganga í stjórnmálaflokk. Viðhorf ungmennanna er athugað í tengslum við skilning þeirra á lýðræði og samhygð þeirra; stuðning foreldra og bæði þeirra eigin þátttöku og foreldra þeirra í félags- og stjórnmálastarfi. Rannsóknin er hluti rannsóknarverkefnisins „Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi“. Þátttakendur voru 14 og 18 ára ungmenni, alls 1042 talsins. Spurningalistar voru lagðir fyrir þau og viðtöl tekin við 21 ungmenni. Nokkuð ólíkar niðurstöður komu fram eftir því hvort pólitísk þátttaka var af félagslegum eða stjórnmálalegum toga. Hærra hlutfall ungmennanna lagði áherslu á félagslega þátttöku fólks en stjórnmálaþátttöku. Eftir því sem skilningur ungmennanna á lýðræði var meiri og samhygð ríkari þeim mun líklegri voru þau til að telja félagslega þátttöku fólks mikilvæga. Sama átti við um þau sem upplifðu meiri stuðning foreldra sinna og ef þau og foreldrar þeirra höfðu tekið þátt í sjálfboðnu félagsstarfi. Færri þættir tengdust viðhorfi til stjórnmálaþátttöku. Stúlkur, sem töldu atriði sem einkenna lýðræði mikilvæg, og eins þau ungmenni, sem áttu foreldra sem tóku þátt í stjórnmálastarfi, höfðu jákvæðara viðhorf til stjórnmálaþátttöku. Í viðtölunum kom fram að ungmennin töldu félagslega þátttöku mikilvæga leið til að láta rödd sína heyrast, vera virk og hafa áhrif á samfélagsleg mál. Skortur á trausti á stjórnvöldum drægi úr stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Þau kölluðu jafnframt eftir kynningu á leiðum og vettvangi til þátttöku.The aim of the study is to explore young people’s attitudes towards political participation, both towards social-movement participation, such as taking part in protecting the environment and advocate for human rights; and towards more conventional participation such as voting. Their attitudes are examined in relation to their understanding of democracy, their empathy level, their parents’ support, and both their own and their parents’ conventional and social-movement participation. The study is a part of the research project, Young People’s Civic Engagement in a Democratic Society. The participants are Icelandic, age 14 and 18, in total 1042. They all responded to a questionnaire and 21 of them were interviewed. The study’s main findings were: Proportionally more young people emphasized social-movement participation than conventional participation. The more understanding they had of democracy and the higher level of empathy they expressed, the more positive attitudes they had towards social-movement participation. Furthermore, those who experienced more parental support and reported their own or their parents’ conventional and social-movement participation had more positive attitudes towards social-movement participation. Fewer factors were related to the young people’s attitudes towards conventional participation. The more girls found characteristics of democracy important, the more positive attitudes they had towards conventional participation; also, if their parents had participated in political parties. The interviews revealed that the young people felt social-participation an important way to have a voice, be active, and to have an impact on societal issues. Lack of trust towards authorities reduced their political participation. Also, they called for information about ways and fields to be activePeer Reviewe

    Hlúð að samskiptahæfni skólabarna : þroskarannsókn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari rannsókn var athugað hvort hægt væri að örva samskiptahæfni skólabarna með því að nota tilteknar kennsluaðferðir við að leysa félagslegan ágreining. 96 börn, 8 ára (24 stúlkur og 24 drengir) og 11 ára (24 stúlkur og 24 drengir) úr átta bekkjardeildum úr skólum í Reykjavik, tóku þátt í rannsókninni. Börn úr fjórum bekkjardeildanna voru þátttakendur í tilraunaverkefni, þar sem þau voru hvött til að fjalla um og leysa félagslegan ágreining. Börn i samanburðarhópi fengu ekki slíka hvatningu umfram það sem geríst og gengur í venjulegu skólastarfi. Tekin voru viðtöl við börnin bæði í upphafi og lok skólaárs um stuttar sögur um samskiptaklipur úr skólastarfi, þar sem skiptar skoðanir koma fram á milli nemanda og bekkjarfélaga eða kennara (hugsun). Auk þess fór fram athugun á samskiptum þeirra við bekkjarfélaga og kennara á skólatima bæði haust og vor (hegðun). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þau börn sem fengu sérstaka hvatningu til að ræða um félagslegan ágreining og lausn hans, sýndu meiri framfarir við að setja sig i spor þeirra sem hlut áttu að máli en þau börn sem ekki fengu slíka þjálfun þegar þau tjáðu sig um ágreiningsmál (hugsun). Börnin i tilraunaverkefninu sýndu einnig meiri framfarir í daglegum samskiptum (hegðun) við bekkjarfélaga en börnin sem ekki fengu sérstaka þjálfun. Þessi munur á hópunum kom þó ekki fram i samskiptum við kennara. Börnin i tilraunaverkefninu virtust einnig í ríkari mæli breyta stíl sínum í hegðun i átt að meiri tillitssemi, bæði i samskiptum við bekkjarfélaga og við kennara.This study explores whether children's social competence can be promoted in elementary school. An intervention program, emphasizing discussion among students around conflicting opinions in social interactions, was conducted within the Icelandic educational system for one academic year. Reflecting the study's balanced design, 96 children (48 girls and 48 boys) aged 8 (48 children) and 11 (48 children), were selected at random from eight classes to participate. Teachers in four of the classes received special training in working with their students on social conflict resolutions, whereas the other four teachers did not receive such training. The children were interviewed twice, in the beginning and again at the end of the academic year, on "everyday" school-based dilemmas in which a student communicates with either a teacher or classmate over conflicting opinions. In addition, both observations and teacher ratings were used to explore children's "real-life" social interactions with their teachers and classmates. For each situation, children's thought processes and actions were classified independently at one of four developmental levels of perspective coordination (impulsive, unilateral, reciprocal, mutual). Actions were also classified according to interper¬sonal orientation or style (self-transforming, other-transforming). Results indicate that children who participated in the intervention program improve more in thought level, expressing a greater progress in reciprocity, than children in the regular program. Moreover, in real-life situations, children in the intervention program improve more in action level when negotiating with classmates, showing more increased reciprocity in their social conflict resolutions, than children who do not receive any special training. This difference between groups in action level was, however, not detected in situations with teachers. Finally, across teacher and classmate real-life situations, children in the intervention program became less assertive over time than children in the regular program

    Hlúð að samskiptahæfni skólabarna : þroskarannsókn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari rannsókn var athugað hvort hægt væri að örva samskiptahæfni skólabarna með því að nota tilteknar kennsluaðferðir við að leysa félagslegan ágreining. 96 börn, 8 ára (24 stúlkur og 24 drengir) og 11 ára (24 stúlkur og 24 drengir) úr átta bekkjardeildum úr skólum í Reykjavik, tóku þátt í rannsókninni. Börn úr fjórum bekkjardeildanna voru þátttakendur í tilraunaverkefni, þar sem þau voru hvött til að fjalla um og leysa félagslegan ágreining. Börn i samanburðarhópi fengu ekki slíka hvatningu umfram það sem geríst og gengur í venjulegu skólastarfi. Tekin voru viðtöl við börnin bæði í upphafi og lok skólaárs um stuttar sögur um samskiptaklipur úr skólastarfi, þar sem skiptar skoðanir koma fram á milli nemanda og bekkjarfélaga eða kennara (hugsun). Auk þess fór fram athugun á samskiptum þeirra við bekkjarfélaga og kennara á skólatima bæði haust og vor (hegðun). Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þau börn sem fengu sérstaka hvatningu til að ræða um félagslegan ágreining og lausn hans, sýndu meiri framfarir við að setja sig i spor þeirra sem hlut áttu að máli en þau börn sem ekki fengu slíka þjálfun þegar þau tjáðu sig um ágreiningsmál (hugsun). Börnin i tilraunaverkefninu sýndu einnig meiri framfarir í daglegum samskiptum (hegðun) við bekkjarfélaga en börnin sem ekki fengu sérstaka þjálfun. Þessi munur á hópunum kom þó ekki fram i samskiptum við kennara. Börnin i tilraunaverkefninu virtust einnig í ríkari mæli breyta stíl sínum í hegðun i átt að meiri tillitssemi, bæði i samskiptum við bekkjarfélaga og við kennara.This study explores whether children's social competence can be promoted in elementary school. An intervention program, emphasizing discussion among students around conflicting opinions in social interactions, was conducted within the Icelandic educational system for one academic year. Reflecting the study's balanced design, 96 children (48 girls and 48 boys) aged 8 (48 children) and 11 (48 children), were selected at random from eight classes to participate. Teachers in four of the classes received special training in working with their students on social conflict resolutions, whereas the other four teachers did not receive such training. The children were interviewed twice, in the beginning and again at the end of the academic year, on "everyday" school-based dilemmas in which a student communicates with either a teacher or classmate over conflicting opinions. In addition, both observations and teacher ratings were used to explore children's "real-life" social interactions with their teachers and classmates. For each situation, children's thought processes and actions were classified independently at one of four developmental levels of perspective coordination (impulsive, unilateral, reciprocal, mutual). Actions were also classified according to interper¬sonal orientation or style (self-transforming, other-transforming). Results indicate that children who participated in the intervention program improve more in thought level, expressing a greater progress in reciprocity, than children in the regular program. Moreover, in real-life situations, children in the intervention program improve more in action level when negotiating with classmates, showing more increased reciprocity in their social conflict resolutions, than children who do not receive any special training. This difference between groups in action level was, however, not detected in situations with teachers. Finally, across teacher and classmate real-life situations, children in the intervention program became less assertive over time than children in the regular program

    Til þess að aðrir virði mann verður maður að virða sig sjálfur : sýn grunnskólakennara á virðingu í starfi

    No full text
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rýna í sjálfsvirðingu kennara og reynslu þeirra af virðingu annarra fyrir kennarastarfinu. Jafnframt var markmiðið að leita eftir því hvernig þeir telja vænlegt að efla sjálfsvirðingu kennara og virðingu í samfélaginu fyrir kennarastarfinu. Viðtöl voru tekin við sex grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu, þrjár konur og þrjá karla. Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir sex telja sig búa yfir sjálfsvirðingu í starfi og álíta að það eigi við um flesta kennara; fáir endist í kennslu án sjálfsvirðingar. Þeir álíta að sumir þeirra kennara sem skortir sjálfsvirðingu tali niður til starfsins og/eða á afsakandi hátt um það. Þessi hópur sé fámennur en hávær. Einnig eru kennararnir þeirrar skoðunar að kennari, sem hefur ekki sjálfsvirðingu í starfi, sinni því ekki sem skyldi og geti það haft áhrif á nemendur, líðan þeirra, námsárangur og traust þeirra til kennarans. Þá telja kennararnir að nemendur og foreldrar sem þeir eru í samskiptum við beri flestir virðingu fyrir kennarastarfinu. Þeir upplifa aftur á móti að almenningur, sveitarstjórnir og menntamálayfirvöld geri það ekki og umræða um kennarastarfið sé oft neikvæð og ófagleg; þekking annarra á starfinu sé oft takmörkuð. Til að efla sjálfsvirðingu kennara og virðingu fyrir kennarastarfinu telja þeir m.a. að kennarar þurfi að efla jákvæða og faglega umræðu um kennarastarfið, bæði í fjölmiðlum og almennri umræðu, innan og utan kennarastéttarinnar. Þá eru þeir sammála um að fyrst og fremst þurfi að efla sjálfsvirðingu kennara enn frekar; það sé vís leið til að efla virðingu annarra fyrir kennarastarfinu.Research on teachers’ professionalism has recently started to focus on their pro-fessional identity (e.g., Day et al., 2006; Kelchtermans, 2007; Lasky, 2005). How-ever, few studies have focused on their self-respect as part of their professional identity. Moreover, while some studies have explored teachers’ perceptions of respect for their profession, most of them have been conducted using question-naires (e.g., Kane & Mallon, 2006; Ólafsson & Björnsson, 2009). The main aim of this study, conducted in Iceland, is to better understand teachers’ self-respect and how they perceive respect both for themselves and their profession in general. A second aim is to explore how they feel this can be enhanced. Using a qualitative research approach, data were collected through semi-structured indepth interviews with six teachers, three female and three male. The analysis revealed that the six teachers feel they have good self-respect as teachers. They also believe that, in general, teachers have good self-respect; those who do not, they say, are quick to leave the profession. They describe some teachers who lack self-respect, who talk about their work in a degrading and negative way, but they see this group as small but loud. Further, these six teachers believe that without self-respect teachers would not be able to do their work adequately, in a way that affects their students, and their students’ emotional wellbeing, academic achievement, and trust for their teachers. They also believe that teachers’ self-respect is associated with the respect students have for their teachers: students have more respect for teachers who respect themselves. The teachers think that most of the students and parents they interact with on a daily basis do respect teachers. In contrast, they feel that local governments, the Ministry of Education, and the public often do not respect teachers and that discussions about teachers are often negative and unprofessional. Most of them believe that the teachers’ union struggle has had a negative effect on respect for teachers, and they find that upsetting. They feel that the emphasis taken in that struggle has been unproductive and has presented a negative image of teachers and the teaching profession. To promote teachers’ self-respect, along with respect for teachers, these six teachers emphasize the need for a positive and professional discussion about teachers and their profession in the media, among teachers themselves and in society in general. Moreover, they emphasize that promoting teachers’ selfrespect will promote respect for teachers and their profession. The main limitation of the study is that only six teachers were interviewed. Also, their willingness to participate may indicate that they have good self-respect as teachers, that the teaching profession is important to them and that they are interested in finding ways to enhance the profession and respect for it. The study has at least three key strengths. First, it explored several aspects of respect in and for the profession by focusing on how the six teachers view their self-respect, teachers’ self-respect in general, and the importance of both, along with others’ respect for the profession and possible ways to promote teachers’ self-respect and respect for their profession. Second, by using in-depth interviews we could get a more holistic picture and deeper understanding of the teachers’ perspectives on the issues. Third, the topic has received little attention in research. Given these strengths, the study should make an important contribution to this field of study, on both national and international levels. We do hope that our approach and findings can be of use to researchers in this field. Further, we hope they encourage all those involved in education, including policy-makers, professionalists, and parents, to promote discussion and find ways to enhance respect for the teacher profession for the benefit of children, their families and the wider society

    Depurð ungs fólks og uppeldisaðferðir foreldra : langtímarannsókn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenTengsl á milli uppeldishátta foreldra og depurðar ungs fólks voru athuguð á 15. aldursári (þversnið) og aftur þegar það var komið vel á 22. aldursár (langtímasnið). Rannsóknin byggir á gögnum úr viðamikilli langtímarannsókn á áhættuhegðun reykvískra ungmenna. Þessum hluta rannsóknarinnar svaraði 491 þátttakandi (60% stúlkur). Uppeldishættir voru flokkaðir í fernt: (1) viðurkenning og mikil samheldni, (2) viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn og mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Stjórnað var fyrir áhrifum kynferðis og lundernis. Niðurstöður benda til þess aö þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu og samheldni (nr. 1) við 14 ára aldur höfðu minnstu depurðareinkennin á þeim aldri. Hins vegar reyndust þeir 14 ára unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn og litla samheldni (nr. 4) hafa mestu depurðareinkennin. Forspá uppeldishátta foreldra við 14 ára aldur unglinganna um depurð þeirra við 21 árs aldur var á svipuðum nótum. Þó kom í ljós að þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu við 14 ára aldur höfðu minnstu depurðareinkennin 21 árs gamlir hvort sem viðurkenningunni fylgdi mikil eða lítil samheldni. Þá reyndust þeir unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn við 14 ára aldur hafa mestu depurðareinkennin við 21 árs aldur hvort sem stjórninni fylgdi mikil eða lítil samheldni. Hlutfallslega fleiri stúlkur en piltar reyndust við 14 ára aldur hafa depurðareinkenni, en sá munur kom ekki fram við 21 árs aldur. Almennt reyndust depurðareinkenni minni við 21 árs aldur en 14 ára aldur.The relationship between adolescent perceived parenting styles and their depressed mood was examined at the age of 14 (concurrently), and again at the age of 21 (longitudinally). The data is from a large longitudinal study on adolescent risk behavior. The participants in the study were 491 (60% girls). The parenting styles were grouped into four categories: 1) autonomy and high involvement, 2) autonomy and low involvement, 3) psychological control and high involvement, 4) psychological control and low involvement. After controlling for participants' gender and temperament, results indicated that the adolescents who considered themselves raised by autonomy and high involvement (no.l), at the age of 14 were least likely to show characteristics of depressed mood at the age of 14. In contrast, adolescents who considered themselves raised by psychological control and low involvement (no. 4) seemed to be most likely to show characteristics of depressed mood at the age of 14. Also, parenting styles at age 14 predicted the young people's depressed mood when they had turned 21. Adolescents, who considered themselves raised by autonomy at the age of 14, had the lowest depressed mood characteristics at the age of 21, regardless of whether they experienced high or low involvement. In contrast, adolescents who considered themselves raised by psychological control at the age of 14, had the highest depressed mood characteristics at the age of 21, regardless of whether they experienced high or low involvement. Furthermore, at age 14, girls were more inclined to show characteristics of depressed mood than the boys. At the age of 21, however, there was no gender difference in depressed mood. Finally, in general the participants were less inclined to show characteristics of depressed mood at the age of 21 than at 14

    Hugmyndir barna um viðbrögð þeirra við gagnrýni kennara og bekkjarfélaga : þroskarannsókn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari rannsókn voru hugmyndir barna um eigin viðbrögð við gagnrýni kennara og bekkjarfélaga athugaðar. Tekin voru viðtöl með ársmillibili við sextíu börn á aldrinum 7 til 12 ára. Tíu börn voru í hverjum aldurshópi og var skipting kynja jöfn. Tvær sögur um samskiptaklípur úr skólastarfi voru lagðar fyrir börnin. í sögunum koma fram skiptar skoðanir um námsframlag nemanda. Nemandanum finnst hann leggja sig fram í náminu en kennara eða bekkjarfélaga finnst hann ekki vinna nægilega vel. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hæfni við að leysa ágreining í samskiptum sé háð aldri. Eftir því sem börn eldast geta þau betur aðgreint og samræmt ólík sjónarmið þegar þau glíma við árekstra. Einnig kemur fram að börn taka frekar mið af báðum sjónarmiðum þegar þau huga að ágreiningi í samskiptum við bekkjarfélaga en við kennara. Auk þess sýna þau meiri ákveðni og festu þegar þau huga að leiðum til að leysa ágreining við bekkjarfélaga en við kennara, sem þau lýsa oftar undirgefni við.This study explores how elementary school children propose to deal with the criticism of their teachers and classmates. Applying a balanced design, 60 children (30 girls and 30 boys) between the ages of 7 and 12 were interviewed twice, one year apart, on two "everyday" schoolbased dilemmas. In these dilemmas a student is communcating with either a teacher or classmate over conflicting opinions concerning the quality of the student's academic work. Results indicate that as elementary school age children grow older they exhibit a movement from unilateral forms of communicative action to reciprocal forms when considering conflicting opinions. Also, regardless of age, children express a greater sense of reciprocity in a conflictual situation with a classmate than with a teacher. Finally, they are more likely to suggest assertive interpersonal styles with a classmate but submissive styles with a teacher

    Emphasis on human rights in schoolwork: An insight into the methods of Rights Schools

    No full text
    Áhersla á mannréttindi hefur á síðustu áratugum komið sterkar fram í menntastefnum vestrænna ríkja og er Ísland þar á meðal. Máttur menntunar er mikill, sér í lagi þegar tryggja þarf mannréttindi og mannúð í síbreytilegum heimi. Því er mikilvægt að menntakerfi leggi áherslu á að börn og ungmenni læri um réttindi sín, ábyrgð og skyldur sem er grunnur þess að lifa í samfélagi með öðrum. Með þetta að leiðarljósi varð þróunarverkefnið Réttindaskóli UNICEF til hér á landi árið 2016–2017. Tilgangur greinarinnar er í fyrsta lagi að rekja í sögulegu ljósi hvernig réttindi barna og ungmenna þróast í íslenskri menntalöggjöf og fá dýpri og víðari merkingu frá fyrstu löggjöfinni um fræðslu barna árið 1907 til þeirrar nýjustu árið 2008 um grunnskólastarf. Í öðru lagi að kynna niðurstöður úr fyrstu tilviksrannsókn hér á landi á Réttindaskólaverkefni UNICEF. Tekin voru þrjú viðtöl við skólafólk í tveimur Réttindaskólum um sýn þess á markmið, leiðir og gildi verkefnisins. Einnig var aflað gagna frá UNICEF um hugmyndafræði Réttindaskóla og af vefsíðum þeirra tveggja um áherslur skólanna. Fram kom að skólarnir nutu mikilvægs stuðnings UNICEF við innleiðingu Réttindaskólaverkefnisins. Samhliða hafi verkefnið verið þróað og aðlagað að ferlum sem fyrir voru í skólunum. Viðmælendum þótti vel hafa tekist til við að auka þekkingu og skilning nemenda á réttindum sínum og ábyrgð og verkefnið hafa stutt við áherslur núgildandi grunnskólalaga og aðalnámskrár. Tækifæri til þátttöku nemenda í skólastarfi hafi aukist, til dæmis með setu í réttindaráði og nemendafulltrúar lært að sækja lýðræðislegt umboð til annarra nemenda. Í hnotskurn má segja að Réttindaskólaverkefnið sé að mati viðmælenda gott veganesti fyrir nemendur í samtíð og framtíð. Það hafi stuðlað að framförum í skólastarfi með bættum skólabrag, samskiptum og aukinni samábyrgð. Það hafi einnig stutt við lýðræðislega starfshætti og tækifæri til að vinna með mannréttindi og aðrar grunnstoðir í skólasamfélaginu.Violations of children’s human rights occur in many parts of the world due to wars, various types of crises and multiple other reasons. Children are especially vulnerable in such situations which behoves the international community and civil societies to react. In accordance with international obligations of the Convention on the Rights of the Child, children's rights need to be ensured, for example by supporting their development and education, offering them participation opportunities, and educating them about their rights. This emphasis has in recent decades become stronger in the educational policies of western countries, which includes Iceland. In this article, the history of education legislation will first be traced, how children’s and young people’s rights develop and get a deeper and broader meaning from the first comprehensive Icelandic legislation in 1907 on children’s education (7–13 years) to the most recent in 2008 on primary education (6–15 years). The current education system emphasizes that children and young people need to learn about their rights and responsibilities as a prerequisite for living with other people in the society. The developmental project of UNICEF’s Rights School in Iceland emerged from this background in 2016–2017. The aim was to create democratic environments in schools and strengthen students’ welfare by implementing the Convention on the Rights of the Child. At the end of year 2017, the first schools in Iceland were accepted as UNICEF Rights Schools. Secondly, data was obtained from two Rights Schools’ websites about the ideology and emphasis of the schoolwork. The following data was also obtained from UNICEF about the Rights School project: UNICEF’s summary of experience with the project, Rights School Handbook (Eriksson and Fryknäs, n.d.), Implementation and participation in Rights Schools, Rights School Project book and Introduction to Rights Schools. Thirdly, to give an insight into how human rights emphasis appears in schoolwork the aim of the paper is to present findings of the first case study in Iceland on UNICEF’s Rights Schools. Data was collected by taking three interviews with one principal and two supervisors of the Rights School project. They were asked about their views and experiences of the project, and it’s aims, methods and values within their schools. Findings indicated that the schools benefited from UNICEF’s support during the project’s implementation phase but at the same time the schools had enough flexibility to develop and adapt the project to the schools’ ideology and emphasis. The project also proved to support aims in the primary school legislation as well as the fundamental pillars of the National Curriculum Guide, in particular human rights and democracy. Participation in the project turned out to be an incentive to democratic practices, where students’ voices are recognized, and participation opportunities offered. The teachers felt that students’ knowledge and understanding of their rights and responsibilities grew and they were interested in taking part in the Rights council which was among the main aspects of the project. Two children from each age group were members in the Rights council along with school staff and parent representatives. At the council, children often took the initiative to discuss issues they felt should be tackled in the school environment, such as schoolyard safety issues. Subsequently they became the custodians of reforms. The Rights council also proved to be a good forum for bringing together the forces of the school community. Students’ representatives in the Rights Council learned to seek a democratic mandate and proposals for reform from other students, for example at class meetings, which became fora for students to discuss issues they felt were important, such as communication problems. Interviewees also explained that the project had introduced valuable opportunities for students to work with human rights in schoolwork through various participation opportunities, such as in the environment council, but also through working with various values in communication such as safety, rights, trust, responsibility, respect, empathy, and tolerance. They also said that the project had contributed to a better school culture, communications, and co-responsibilities within the school community. UNICEF’s support and ‘toolbox’, with, e.g., the comprehensive handbook and project book, proved to be a great support in the implementation process. The project’s main challenges include sharing essential project information with school staff and parents, being able to involve parents in the project and creating opportunities for students to be active in decisions about diverse aspects of the schoolwork, not only practical aspects such as the organization of the school outdoor area. Furthermore, challenges in working with communication issues and prejudice occurred regularly, such as when comments are based on stereotypes. This study is part of a larger research project on children’s rights and responsibilities. The next step in the research will be to get students’ views on participation in the Rights School project.Peer reviewe

    Hugmyndir barna um viðbrögð þeirra við gagnrýni kennara og bekkjarfélaga : þroskarannsókn

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ þessari rannsókn voru hugmyndir barna um eigin viðbrögð við gagnrýni kennara og bekkjarfélaga athugaðar. Tekin voru viðtöl með ársmillibili við sextíu börn á aldrinum 7 til 12 ára. Tíu börn voru í hverjum aldurshópi og var skipting kynja jöfn. Tvær sögur um samskiptaklípur úr skólastarfi voru lagðar fyrir börnin. í sögunum koma fram skiptar skoðanir um námsframlag nemanda. Nemandanum finnst hann leggja sig fram í náminu en kennara eða bekkjarfélaga finnst hann ekki vinna nægilega vel. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hæfni við að leysa ágreining í samskiptum sé háð aldri. Eftir því sem börn eldast geta þau betur aðgreint og samræmt ólík sjónarmið þegar þau glíma við árekstra. Einnig kemur fram að börn taka frekar mið af báðum sjónarmiðum þegar þau huga að ágreiningi í samskiptum við bekkjarfélaga en við kennara. Auk þess sýna þau meiri ákveðni og festu þegar þau huga að leiðum til að leysa ágreining við bekkjarfélaga en við kennara, sem þau lýsa oftar undirgefni við.This study explores how elementary school children propose to deal with the criticism of their teachers and classmates. Applying a balanced design, 60 children (30 girls and 30 boys) between the ages of 7 and 12 were interviewed twice, one year apart, on two "everyday" schoolbased dilemmas. In these dilemmas a student is communcating with either a teacher or classmate over conflicting opinions concerning the quality of the student's academic work. Results indicate that as elementary school age children grow older they exhibit a movement from unilateral forms of communicative action to reciprocal forms when considering conflicting opinions. Also, regardless of age, children express a greater sense of reciprocity in a conflictual situation with a classmate than with a teacher. Finally, they are more likely to suggest assertive interpersonal styles with a classmate but submissive styles with a teacher

    Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra : langtímarannsókn

    No full text
    Í rannsókn þessari var kannað hvernig uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast því hvort þau hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Rannsóknin er byggð á gögnum úr langtímarannsókn á áhættuhegðun reykvískra ungmenna. Þeim hluta rannsóknarinnar sem hér er greint frá svöruðu 545 þátttakendur. Þrír þættir í uppeldisaðferðum foreldra voru til athugunar: „viðurkenning“, „stuðningur“ og „hegðunarstjórn“. Þessir þættir einkenna leiðandi uppeldi. Tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna á samræmdu prófi í íslensku við lok grunnskóla, félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra og hvort í hlut áttu stúlkur eða piltar. Niðurstöður benda til þess að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengist brotthvarfi þeirra frá námi. Því meiri viðurkenningu foreldra og stuðning sem ungmennin töldu sig búa við 14 ára gömul þeim mun líklegri eru þau til að hafa lokið framhaldsskóla á 22. aldursári. Hegðunarstjórn foreldra við 14 ára aldur ungmennanna virðist ekki tengjast brotthvarfi þeirra frá námi að teknu tilliti til viðurkenningar foreldra og stuðnings. Hegðunarstjórn foreldra tengist þó brotthvarfi frá námi þegar ekki er tekið tillit til hinna uppeldisþáttanna. Því má álykta að þessir uppeldisþættir tengist brotthvarfi frá námi en viðurkenning og stuðningur tengist því sterkar en hegðunarstjórn. Framangreindar niðurstöður komu fram þegar tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna í íslensku við lok grunnskóla, kynferðis þeirra og félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra
    corecore