54 research outputs found

    Key issues concerning long-term management of transplant recipients

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenDuring the past 40 years, solid-organ transplantation has evolved into a routine clinical procedure for the management of end-stage heart, kidney, liver and lung disease as well as diabetes mellitus. This has mainly been accomplished through advances in understanding the molecular mechanisms involved in the rejection of allografts which has led to major improvements in immunosuppressive therapy. The discovery of the immunosuppressive drug cyclosporine which came into clinical use in the early eighties, revolutionized the field of transplantation. The short-term survival of allografts is now excellent but relentless loss of grafts over time due to chronic rejection remains a major problem. A number of complications can affect transplant recipients, most of which result from intensive immunosuppressive treatment. Among those are life-threatening infections and malignancies. The key issues concerning long-term management of transplant recipients are discussed.Á síðustu 40 árum hafa orðið miklar framfarir á sviði líffæraflutninga sem nú eru viðurkennd meðferð við lokastigssjúkdómi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki. Stóraukinn skilningur á ónæmissvörun við ósamgena græðlingum hefur leitt til fjölbreyttari möguleika í ónæmisbælandi lyfjameðferð. Mestum straumhvörfum olli þó uppgötvun ónæmisbælandi lyfsins cýklósporíns sem farið var að nota við meðferð sjúklinga í upphafi níunda áratugarins. Skammtíma lifun ígræddra líffæra er nú mjög góð en hægfara tap græðlinga af völdum langvinnrar höfnunar er eitt stærsta vandamálið í dag. Margvíslegir fylgikvillar geta hrjáð líffæraþega og tengjast þeir flestir ónæmisbælandi lyfjameðferð. Meðal þeirra eru lífshættulegar sýkingar og krabbamein. Fjallað er um helstu atriði sem lúta að langtímameðferð líffæraþega

    The Icelandic organ donation law: has the time arrived for presumed consent?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked File

    Central and extrapontine myelinolysis following correction of extreme hyponatremia. Case report and review of the literature

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenWe report a case of a 43-year-old woman who developed osmotic demyelination syndrome following correction of extreme hyponatremia that was considered to be of chronic nature. The serum sodium level was 91 mmol/L on admission to hospital. It was decided to correct the serum sodium slowly with the goal that the rate of correction would be no more than 12 mmol/l per 24 hours. This was achieved during the first two days of treatment but during the third day the rise in serum sodium was 13 mmol/l. On the 11th day of admission the patient had developed manifestations of pseudobulbar palsy and spastic quadriparesis. Magnetic resonance imaging study confirmed central and extrapontine myelonolysis. The patient received supportive therapy and eventually made full recovery. Current concepts in the pathophysiology of osmotic demyelination syndrome and the treatment of hyponatremia are reviewed. We recommend that the rate of correction of chronic hyponatremia should not exceed 8 mmol/l per 24 hours.Við greinum frá 43 ára gamalli konu sem fékk osmósuafmýlingarheilkenni (osmotic demyelination syndrome) í kjölfar leiðréttingar sérlega svæsinnar blóðnatríumlækkunar sem álitin var af langvinnum toga. Styrkur natríums í sermi var aðeins 91 mmól/l við komu á sjúkrahús. Stefnt var að hægfara leiðréttingu natríumlækkunarinnar og var markmiðið að hraði leiðréttingar yrði ekki meiri en 12 mmól/l á sólarhring. Það tókst fyrstu tvo daga meðferðar en á þriðja degi hækkaði natríumstyrkurinn um 13 mmól/l. Á 11. degi reyndist konan komin með merki um sýndarmænukylfulömun (pseudobulbar palsy) ásamt stjarfaferlömun (spastic quadriparesis) og staðfesti segulómmyndun miðbrúar- og utanbrúarafmýlingarskemmdir. Konan fékk almenna stuðningsmeðferð og náði smám saman fullum bata. Fjallað er um meinalífeðlisfræði osmósuafmýlingarheilkennis og meðferð blóðnatríumlækkunar. Við mælum með að hraði leiðréttingar langvinnrar blóðnatríumlækkunar sé ekki umfram 8 mmól/l á sólarhring

    Renal transplantation

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRenal transplantation is the treatment of choice for most patients with end-stage renal disease. The improved success of this treatment modality over the past four decades can large part be attributed to advances in immunosuppressive therapy. However, while the demand for renal transplantation has been steadily growing due to the rising incidence of end-stage renal disease, shortage of organ donors is a major limitation. The shortage of kidneys for transplantation has been met with an increase in the use of living donors. Renal allograft survival has improved over the years, although late graft loss is still a significant problem. One and five-year survival of living donor grafts is approximately 94% and 72%, and 88% and 60% for cadaveric donor grafts, respectively. The main causes of late graft loss are death of the patient and chronic allograft nephropathy. Risk factors for chronic allograft nephropathy are complex and include both immunlogic and non-immunologic mechanisms. Finally, the results of renal transplantation in Icelandic recipients are discussed.Nýraígræðsla er kjörmeðferð fyrir flesta sjúklinga með nýrnabilun á lokastigi. Framfarir í ónæmisbælandi lyfjameðferð hafa einkum leitt til þess að árangur nýraígræðslu hefur batnað á síðustu áratugum. Vaxandi nýgengi lokastigsnýrnabilunar hefur aukið þörf fyrir nýraígræðslur en fjöldi þeirra ígræðslna sem unnt er að framkvæma takmarkast af skorti á nýrnagjöfum. Vaxandi eftirspurn eftir nýrum til ígræðslu hefur verið svarað með aukinni notkun á nýrum úr lifandi gjöfum. Græðlingslifun hefur batnað með árunum, þótt tap græðlinga vegna langvinnrar höfnunar sé enn verulegt vandamál. Eins árs og fimm ára lifun nýragræðlinga úr lifandi gjöfum eru um 94% og 72% en 88% og 60% þegar græðlingar fást úr látnum gjafa. Að undanskildum dauða sjúklings er langvinn græðlingsbilun (langvinn höfnun) meginörsök fyrir missi græðlings þegar til langs tíma er litið og er fjallað um helstu áhættuþætti sem liggja þar að baki. Að lokum er fjallað um árangur nýraígræðslu hjá íslenskum sjúklingum

    Advances in detection, evaluation and management of chronic kidney disease

    Get PDF
    Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThe incidence of end-stage kidney failure has increased dramatically world-wide in recent decades. It is a disorder that carries high mortality and morbidity and its treatment is expensive. Increased emphasis has been placed on early detection in recent years in the hope that it may lead to preventive strategies. However, these efforts have been hampered by ambiguous disease definitions. Recent guidelines have defined chronic kidney disease (CKD) as glomerular filtration rate (GFR) less than 60 ml/min/1.73 m(2) and/or evidence of kidney damage by laboratory or imaging studies, of more than 3 months duration. Chronic kidney disease is divided into 5 stages based on renal function, where stage 1 is defined as normal GFR or above 90 ml/min/1.73 m(2), and stage 5 as GFR below 15 ml/min/1.73 m(2) which is consistent with end-stage kidney failure. The GFR can be measured directly but more conveniently it is calculated based on serum creatinine using formulas that have been shown to be fairly accurate. Epidemiological studies employing the new definition have shown that the prevalence of CKD is 5-10% in Western countries, leading to its recognition as a major public health problem. It has also been demonstrated that CKD is associated with increased cardiovascular risk. This year the Clinical Biochemistry Laboratory at Landspitali University Hospital will begin reporting the estimated GFR along with the serum creatinine values. It is important that Icelandic physicians learn to use the estimated GFR in their daily practice to make the diagnosis and staging of CKD more effective. Hopefully this will lead to earlier detection and institution of therapy that may retard the development of end-stage kidney failure and decrease the associated cardiovascular risk.Nýgengi nýrnabilunar á lokastigi hefur aukist jafnt og þétt um allan heim á undanförnum áratugum. Því hafa augu manna beinst að því að greina langvinnan nýrnasjúkdóm snemma svo draga megi úr áþján og kostnaði sem fylgir lokastigsnýrnabilun. Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum er langvinnur nýrnasjúkdómur skilgreindur sem gaukulsíunarhraði (GSH) undir 60 ml/mín./1,73 m2 og/eða merki um skemmdir í nýrum samkvæmt þvag- eða myndgreiningarrannsóknum, í að minnsta kosti þrjá mánuði. Jafnframt er langvinnum nýrnasjúkdómi skipt í fimm stig eftir starfshæfni nýrna, frá stigi 1 sem er skilgreint sem eðlilegur GSH eða yfir 90 ml/mín./1,73 m2, og upp í stig 5, þegar GSH er kominn niður fyrir 15 ml/mín./1,73 m2 en það telst vera lokstigsnýrnabilun. Gaukulsíunarhraða er hægt að mæla beint en mun hentugra er að reikna hann út frá kreatíníni í sermi með því að nota jöfnur sem hafa reynst vera nokkuð áreiðanlegar. Hins vegar er kreatínín í sermi eitt sér frekar ónákvæmur mælikvarði á nýrnastarfsemi. Faraldsfræðilegar rannsóknir sem byggja á framangreindri skilgreiningu hafa sýnt að tíðni langvinns nýrnasjúkdóms er 5-10% á Vesturlöndum og er því víða farið að líta á hann sem lýðheilsuvandamál. Einnig hefur verið sýnt fram á að langvinnum nýrnasjúkdómi fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum. Á þessu ári mun rannsóknastofa í klínískri lífefnafræði á Landspítala hefja þá nýbreytni að gefa upp reiknaðan GSH ásamt kreatíníngildum. Mikilvægt er að læknar kynni sér gildi reiknaðs GSH og nýti hann við dagleg störf. Þannig verður greining og meðferð sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm markvissari og verður vonandi hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn þróist yfir í lokastigsnýrnabilun auk þess að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum

    The role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in clinical medicine

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIn recent years there has been a growing interest in the use of omega-3 polyunsaturated fatty acids as medical therapeutic agents, and a multitude of epidemiological and clinical studies have evaluated their role in health and disease. A drug containing high concentration of omega-3 polyunsaturated fatty acids has been approved for the treatment of hypertriglyceridemia and following myocardial infarction in some European countries. Furthermore, there is a growing body of evidence suggesting that these fatty acids may be of benefit in several other diseases. To date, the majority of research has focused on cardiovascular diseases including hypertension, atherosclerosis and the prevention of sudden cardiac death, where these fatty acids may be useful. In addition, several studies have suggested a beneficial effect in severe acute and chronic inflammatory diseases, particularly rheumatoid arthritis and immunoglobulin A nephropathy, although the results have not been consistent. Finally, the role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in the structure and function of nervous tissue has prompted investigations on their effect on neurological development of premature and young infants and their use as therapeutic agents in psychiatric disorders. In this article we review the scientific evidence for the role of omega-3 polyunsaturated fatty acids in clinical medicine.Áhugi á notkun ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í læknisfræðilegum tilgangi hefur glæðst mikið síðustu áratugi enda liggja nú fyrir fjölmargar rannsóknir á gagnsemi þeirra við meðferð ýmissa sjúkdóma. Yfirvöld lyfjamála í nokkrum löndum Evrópu hafa veitt lyfi sem inniheldur ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur markaðsleyfi sem meðferð við hárri þéttni þríglýseríða í blóði og nýverið einnig sem hluta af meðferð eftir brátt hjartadrep. Þá hafa rannsóknir gefið vísbendingar um ávinning í mun fleiri sjúkdómum, sérstaklega hjarta- og æðasjúkdómum, og hafa meðal annars leitt í ljós að ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur gætu nýst við meðferð háþrýstings, æðakölkunar og til að fyrirbyggja alvarlegar hjartsláttartruflanir og skyndidauða. Einnig hafa á undanförnum árum komið fram fjölmargar áhugaverðar rannsóknir á notkun þessara fitusýra í meðferð langvinnra bólgusjúkdóma, sérstaklega iktsýki og ónæmisglóbúlín A nýrnameins þar sem niðurstöður benda til marktæks ávinnings af slíkri meðferð en hafa ekki verið alveg samhljóða. Loks hafa rannsóknir á hlutverki ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í miðtaugakerfi ýtt undir athuganir á gildi þeirra fyrir taugaþroska ungbarna og notkun við meðferð geðsjúkdóma en þær rannsóknir eru ekki eins langt á veg komnar. Í þessari grein er fjallað um gildi ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í læknisfræði og helstu rannsóknir sem farið hafa fram á notkun þeirra við meðferð sjúkdóma

    Cost-effectiveness analysis of treatment for end-stage renal disease

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)OBJECTIVE: End-stage renal disease (ESRD) requires costly life-sustaining therapy, either dialysis or kidney transplantation. The purpose of this study was to analyse and compare the cost-effectiveness of kidney transplantation and dialysis in Iceland. MATERIAL AND METHODS: Costs and effectiveness were assessed using the clinical records of the Division of Nephrology patient registration and billing systems and at Landspitali University Hospital, information from the Icelandic Health Insurance on payments for kidney transplantation at Rigshospitalet in Copenhagen, and published studies on survival and quality of life among patients with ESRD. All costs are presented at the 2006 price level and discounting was done according to the lowest interest rate of the Icelandic Housing Finance Fund in that year. RESULTS: The cost associated with live donor kidney transplantation was greater in Denmark than at LUH, ISK 6.758.101 and ISK 5.442.763, respectively. The cost per quality-adjusted life year gained by live donor kidney transplantation was approximately ISK 2.5 million compared to ISK 10.7 million for dialysis. CONCLUSION: The cost of live donor kidney transplantation is within the range generally considered acceptable for life-sustaining therapies. The transplant surgery is less expensive in Iceland than in Denmark. Increasing the number of kidney transplants is cost-effective in light of the lower cost per life-year gained by kidney transplantation compared to dialysis.Tilgangur: Nýrnabilun á lokastigi krefst lífsnauðsynlegrar og kostnaðarsamrar meðferðar, annaðhvort skilunar eða ígræðslu nýra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman kostnaðarvirkni ígræðslu nýra og skilunarmeðferðar á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Við mat á kostnaði og virkni meðferðar var notast við skrá nýrnalækningaeiningar, sjúklingabókhaldskerfi og kostnaðarkerfi Landspítala, upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands um greiðslur vegna nýrnaígræðslna á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og erlendar rannsóknir á lifun og lífsgæðum sjúklinga. Allur kostnaður var reiknaður á verðlagi ársins 2006 og við núvirðingu var miðað við lægstu vexti Íbúðalánasjóðs það ár. Niðurstöður: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa í Danmörku var meiri en þegar ígræðslan fór fram hérlendis eða 6.758.101 krónur samanborið við 5.442.763 krónur. Kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár sem ávinnst við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa var 2,5 milljónir króna en 10,7 milljónir í tilviki skilunar. Ályktanir: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er innan þeirra marka sem nágrannaþjóðir hafa miðað við sem ásættanlegan kostnað við lífsnauðsynlega meðferð. Það er ódýrara að ígræðsluaðgerðirnar fari fram hérlendis en í Danmörku. Kostnaður við hvert lífár sem vinnst með ígræðslu nýra er mun lægri en með skilun og er fjölgun nýrnaígræðslna því augljóslega hagkvæm

    Severe adverse effects of quinine: Report of seven cases

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: Quinine is a drug which is mainly used for prevention of nocturnal leg cramps. Serious side effects of this drug have been described in recent years, including cytopenias and the hemolytic-uremic syndrome. We report seven cases of severe adverse effects of quinine. Material and methods: Seven patients who were hospitalized with adverse effects of quinine during the period 1978-2000 are described. Medical records were reviewed with respect to clinical and laboratory features. Serum samples from three patients were tested for quinine-dependent antibodies against platelets and/or granulocytes by flow cytometry. Results: All patients were females aged 52 to 79 years, who were taking quinine for nocturnal leg cramps. Five of the patients experienced recurrent episodes of fever, chills, nausea and vomiting, and three had abdominal pain as well. Two of these patients had pancytopenia, one of whom had evidence for disseminated intravascular coagulation. One had leukopenia and thrombocytopenia. Two patients developed hemolytic-uremic syndrome associated with disseminated intravascular coagulation. One of them suffered irreversible renal failure requiring maintenance hemodialysis. One year later she underwent successful kidney transplantation. All patients had taken quinine several hours prior to the onset of symptoms. In two cases the clinical findings were reproduced by the administration of quinine. Quinine-dependent IgG antibodies against platelets were detected in two patients and against granulocytes in one patient. Conclusions: These cases illustrate the severe adverse effects that can be caused by quinine. Five patients had solid evidence for side effects of quinine being the cause of their illness and strong suggestions of association with the drug were present in two patients. In view of potentially life-threatening side effects, it appears prudent to prohibit the availability of quinine over the counter. Furthermore, it is important that physicians thoroughly consider the indication for each prescription of quinine and remain vigilant toward its side effects.Inngangur: Kínín er lyf sem nú er einkum notað til að fyrirbyggja vöðvakrampa í ganglimum að næturlagi. Á síðustu árum hefur verið lýst svæsnum aukaverkunum af völdum lyfsins, svo sem blóðkornafæð og blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni. Við greinum frá sjö tilfellum alvarlegra aukaverkana kíníns. Efniviður og aðferðir: Lýst er sjö sjúklingum sem voru lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana kíníns á árunum 1978-2000. Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám um klínísk einkenni og niðurstöður rannsókna. Hjá þremur sjúklingum var gerð leit að kínínháðum mótefnum gegn blóðflögum og/eða kleyfkyrningum í sermi með flæðisfrumugreiningu. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru konur á aldrinum 52-79 ára sem tóku kínín vegna vöðvakrampa í ganglimum. Fimm kvennanna fengu endurtekin skammvinn köst að næturlagi með hita, hrolli, ógleði og uppköstum og voru þrjár einnig með kviðverki. Tvær höfðu enn fremur blóðkornafæð og hafði önnur þeirra merki um blóðstorkusótt. Þá var ein kvennanna með fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkornum. Tvær kvennanna fengu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni ásamt blóðstorkusótt. Svæsin nýrnabilun annarrar konunnar var óafturkræf og fékk hún blóðskilunarmeðferð um tíma en gekkst síðar undir nýrnaígræðslu með góðum árangri. Allir sjúklingarnir reyndust hafa tekið kínín fáeinum klukkustundum fyrir upphaf einkenna. Hjá tveimur sjúklingum voru klínísk einkenni framkölluð með gjöf kíníns. Þá fundust kínínháð IgG mótefni gegn blóðflögum hjá tveimur sjúklingum og gegn kleyfkyrningum hjá einum. Ályktanir: Þau tilfelli sem hér er lýst endurspegla vel þær alvarlegu aukaverkanir sem kínín getur valdið. Hjá fimm sjúklingum var sýnt fram á aukaverkun kíníns með traustum rökum og hjá tveimur voru sterkar vísbendingar um tengsl við lyfið. Með hliðsjón af lífshættulegum aukaverkunum lyfsins verður það að teljast skynsamleg ráðstöfun að heimila ekki sölu þess án ávísunar læknis. Mikilvægt er að læknar ígrundi vel hverja ábendingu fyrir ávísun kíníns og séu á varðbergi gegn hættulegum aukaverkunum þess

    Patient satisfaction with care and interaction with staff in the Acute Cardiac Unit at Landspitali - The National University Hospital of Iceland.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur þótt standa ágætlega í alþjóðlegum samanburði en reynsla sjúklinga af samskiptum við heilbrigðiskerfið hefur ekki mikið verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun sjúklinga af þjónustu og samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk á Hjartagátt Landspítala. Aðferðir: Spurningalisti byggður á Patient Satisfaction Questionnaire III var sendur til einstaklinga sem komu á Hjartagátt Landspítala frá 1. janúar til 29. febrúar 2012. Spurningalistinn var í formi fullyrðinga og gáfu þátttakendur til kynna hversu sammála eða ósammála þeir voru þeim á skala frá 1-5. Við greiningu gagna var notast við lýsandi tölfræði, Cronbach's alpha við greiningu á innra samræmi kvarðanna og þáttagreiningu. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney og Kruskal-Wallis prófum og fylgni metin með fylgnistuðlum Pearson og Spearman. Niðurstöður: Spurningalistinn var sendur til 485 einstaklinga og 275 (57%) svöruðu. Miðgildi (spönn) aldurs þeirra sem svöruðu var 62 (19-95) ár og 132 (48%) voru konur. Innra samræmi var hátt í öllum kvörðum spurningalistans nema einum. Meðaleinkunn úr öllum spurningalistanum var 6,8±1,0 (af 10). Alls voru 91% þeirra sem svöruðu ánægðir með framkomu lækna, 86% með framkomu hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks og 88% ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Hins vegar fannst 25% einstaklinga útskýringar á einkennum sínum ekki fullnægjandi og eftirfylgni ábótavant. Ályktanir: Almennt virðast skjólstæðingar Hjartagáttar ánægðir með þjónustuna sem þeir fá. Niðurstöður benda þó til að bæta megi þjónustu á sumum sviðum, einkum hvað varðar upplýsingagjöf við útskrift og eftirfylgni.Introduction: The Icelandic health care system ranks favourably in international comparison but patients' experience of interaction with the health service has not been well studied. The goal of this study was to examine the satisfaction of patients admitted to the Acute Cardiac Unit (ACU) at Landspitali - The National University Hospital of Iceland. Methods: A questionnaire based on the Patient Satisfaction Questionnaire III was mailed to patients admitted to the ACU between 1 January and 29 February 2012. Questions were presented as statements and participants asked to respond how strongly on a scale from 1 to 5 they agreed or disagreed with each statement. Data analysis was performed using descriptive statistics, Cronbach´s alpha for internal consistency of scales and principal components analysis, Wilcoxon-Mann-Whitney and Kruskal-Wallis tests for comparison of groups and Pearson and Spearman correlation coefficients for correlation between variables. Results: The questionnaire was mailed to 485 individuals of whom 275 (57%) responded. The median age of the participants was 62 (range, 19-95) years and 132 (48%) were women. Internal consistency of the scales was mostly high (Cronbach's alpha 0.62-0.91) and principal components analysis revealed one main factor. The mean score of the questionnaire was 6.8 ±1.0 and 91%, and 86% of the participants were pleased with their interaction with physicians and nurses, respectively. Similarly, 88% were pleased with the care they recieved but 25% felt they received insufficient explanations of their symptoms or that follow-up care was lacking. Conclusion: Patients of the ACU generally appear to be satisfied with their care. However, our results suggest that improvement is needed in several areas, including information provided at discharge and follow-up care. Key words: Health service, acute cardiac unit, heart disease, quality of care, PSQ-III questionnaire, survey

    Longitudinal changes in inflammatory biomarkers among patients with COVID-19 : A nationwide study in Iceland

    Get PDF
    Funding Information: This study was supported by Landspitali University Hospital Science Fund. Publisher Copyright: © 2022 Acta Anaesthesiologica Scandinavica Foundation.Objectives: All SARS-CoV-2-positive persons in Iceland were prospectively monitored and those who required outpatient evaluation or were admitted to hospital underwent protocolized evaluation that included a standardized panel of biomarkers. The aim was to describe longitudinal changes in inflammatory biomarkers throughout the infection period of patients with COVID-19 requiring different levels of care. Design: Registry-based study. Setting: Nationwide study in Iceland. Patients: All individuals who tested positive for SARS-CoV-2 by real-time polymerase chain reaction (RT-PCR) from February 28 to December 31, 2020 in Iceland and had undergone blood tests between 5 days before and 21 days following onset of symptoms. Measurements and Main Results: Data were collected from the electronic medical record system of Landspitali–The National University Hospital of Iceland. Data analyses were descriptive and the evolution of biomarkers was visualized using locally weighted scatterplot smoothing curves stratified by the worst clinical outcome experienced by the patient: outpatient evaluation only, hospitalization, and either intensive care unit (ICU) admission or death. Of 571 included patients, 310 (54.3%) only required outpatient evaluation or treatment, 202 (35.4%) were hospitalized, and 59 (10.3%) were either admitted to the ICU or died. An early and persistent separation of the mean lymphocyte count and plasma C-reactive protein (CRP) and ferritin levels was observed between the three outcome groups, which occurred prior to hospitalization for those who later were admitted to ICU or died. Lower lymphocyte count, and higher CRP and ferritin levels correlated with worse clinical outcomes. Patients who were either admitted to the ICU or died had sustained higher white blood cell and neutrophil counts, and elevated plasma levels of procalcitonin and D-dimer compared with the other groups. Conclusions: Lymphocyte count and plasma CRP and ferritin levels might be suitable parameters to assess disease severity early during COVID-19 and may serve as predictors of worse outcome.Peer reviewe
    corecore