research

Patient satisfaction with care and interaction with staff in the Acute Cardiac Unit at Landspitali - The National University Hospital of Iceland.

Abstract

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnInngangur: Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur þótt standa ágætlega í alþjóðlegum samanburði en reynsla sjúklinga af samskiptum við heilbrigðiskerfið hefur ekki mikið verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun sjúklinga af þjónustu og samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk á Hjartagátt Landspítala. Aðferðir: Spurningalisti byggður á Patient Satisfaction Questionnaire III var sendur til einstaklinga sem komu á Hjartagátt Landspítala frá 1. janúar til 29. febrúar 2012. Spurningalistinn var í formi fullyrðinga og gáfu þátttakendur til kynna hversu sammála eða ósammála þeir voru þeim á skala frá 1-5. Við greiningu gagna var notast við lýsandi tölfræði, Cronbach's alpha við greiningu á innra samræmi kvarðanna og þáttagreiningu. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney og Kruskal-Wallis prófum og fylgni metin með fylgnistuðlum Pearson og Spearman. Niðurstöður: Spurningalistinn var sendur til 485 einstaklinga og 275 (57%) svöruðu. Miðgildi (spönn) aldurs þeirra sem svöruðu var 62 (19-95) ár og 132 (48%) voru konur. Innra samræmi var hátt í öllum kvörðum spurningalistans nema einum. Meðaleinkunn úr öllum spurningalistanum var 6,8±1,0 (af 10). Alls voru 91% þeirra sem svöruðu ánægðir með framkomu lækna, 86% með framkomu hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks og 88% ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Hins vegar fannst 25% einstaklinga útskýringar á einkennum sínum ekki fullnægjandi og eftirfylgni ábótavant. Ályktanir: Almennt virðast skjólstæðingar Hjartagáttar ánægðir með þjónustuna sem þeir fá. Niðurstöður benda þó til að bæta megi þjónustu á sumum sviðum, einkum hvað varðar upplýsingagjöf við útskrift og eftirfylgni.Introduction: The Icelandic health care system ranks favourably in international comparison but patients' experience of interaction with the health service has not been well studied. The goal of this study was to examine the satisfaction of patients admitted to the Acute Cardiac Unit (ACU) at Landspitali - The National University Hospital of Iceland. Methods: A questionnaire based on the Patient Satisfaction Questionnaire III was mailed to patients admitted to the ACU between 1 January and 29 February 2012. Questions were presented as statements and participants asked to respond how strongly on a scale from 1 to 5 they agreed or disagreed with each statement. Data analysis was performed using descriptive statistics, Cronbach´s alpha for internal consistency of scales and principal components analysis, Wilcoxon-Mann-Whitney and Kruskal-Wallis tests for comparison of groups and Pearson and Spearman correlation coefficients for correlation between variables. Results: The questionnaire was mailed to 485 individuals of whom 275 (57%) responded. The median age of the participants was 62 (range, 19-95) years and 132 (48%) were women. Internal consistency of the scales was mostly high (Cronbach's alpha 0.62-0.91) and principal components analysis revealed one main factor. The mean score of the questionnaire was 6.8 ±1.0 and 91%, and 86% of the participants were pleased with their interaction with physicians and nurses, respectively. Similarly, 88% were pleased with the care they recieved but 25% felt they received insufficient explanations of their symptoms or that follow-up care was lacking. Conclusion: Patients of the ACU generally appear to be satisfied with their care. However, our results suggest that improvement is needed in several areas, including information provided at discharge and follow-up care. Key words: Health service, acute cardiac unit, heart disease, quality of care, PSQ-III questionnaire, survey

    Similar works