73 research outputs found

    Percutaneous coronary intervention in women compared with men

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: The literature gives contradictory findings as to whether percutaneous coronary intervention (PCI) is equally successful in women and men. The objectives of this study were to compare between the sexes success and complications after PCI in Iceland. Methods: During the years 1987 to 2000 a total of 3355 PCI´s were performed, 798 (24%) in women and 2557 (76%) in men. Detailed records are held for all patients regarding clinical background, the outcome of PCI and in-hospital complications, and these were retrospectively assessed. Results: Compared with men, relatively more women were older than 65 years, hypertensive, hyperlipidemic, and non-smokers, but the prevalence of diabetes was similar. A prior history of myocardial infarction, or thrombolytic therapy was comparable for the sexes, while women less frequently had a history of a previous coronary bypass operation or PCI. Unstable angina pectoris was more common in women, they more often underwent subacute PCI, and were less likely than the men to have 3-vessels disease. PCI on two or more lesions, restenosis, or vein grafts, was comparable in the sexes. The primary success rate for PCI was comparable in women and men (93% versus 91%; p=0.06), and the use of stents was similar. Complications after PCI and in-hospital mortality (0.5% versus 0.3%; NS) was equally frequent, with the exception that women had more groin bleeding at the entry-site (1.25% versus 0.12%; p<0.001) and pseudoaneurysms (2.1% versus 0.6%; p<0.001). Conclusion: The primary success of PCI in Iceland is similar in the sexes. In-hospital mortality is low and complications comparable, with the exception that women more frequently developed entry-site groin sequels than men.Markmið: Umdeilt er hvort árangur kransæðavíkkana sé jafn góður hjá konum og körlum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman milli kynjanna árangur og fylgikvilla eftir kransæðavíkkunaraðgerð hér á landi. Aðferðir: Á árunum 1987-2000 voru alls gerðar 3355 kransæðavíkkanir, 798 hjá konum (24%) og 2557 hjá körlum (76%). Sjúkraskrár sjúklinga voru kannaðar afturvirkt með tilliti til klínískra þátta í sjúkrasögu, árangurs við kransæðavíkkun og fylgikvilla í sjúkrahúslegu eftir aðgerð. Niðurstöður: Í samanburði við karla voru fleiri konur eldri en 65 ára, með háþrýsting, of háa blóðfitu og án fyrri sögu um reykingar, en tíðni sykur- sýki var svipuð hjá kynjunum. Fyrri saga um hjartadrep og segaleysandi meðferð var sambærileg, en hlutfallslega færri konur höfðu áður farið í opna hjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun. Hvikul hjartaöng fyrir aðgerð var algengari hjá konunum, þær fóru oftar hálfbrátt í víkkun og á kransæðamynd voru þær sjaldnar með þriggja æða sjúkdóm en karlar. Kransæðavíkkun á tveim eða fleiri þrengslum, endurþrengslum eða bláæða-græðlingum, var jafn algeng hjá báðum kynjum. Góður víkkunarárangur var svipaður hjá konum og körlum (93% á móti 91%; p=0,06) svo og notkun stoðneta. Fylgikvillar og dánartíðni á sjúkrahúsi (0,5% á móti 0,3%; NS) voru álíka hjá konum og körlum, ef frá er talið að hlutfallslega fleiri konur fengu blæðingu á stungustað í nára (1,25% á móti 0,12%; p<0,001) og gervigúl á náraslagæð (2,1% á móti 0,6%; p<0,001). Ályktun: Frumárangur kransæðavíkkana hér á landi er góður og sambærilegur hjá konum og körlum. Dánarlíkur á sjúkrahúsi eru lágar og helstu fylgikvillar álíka algengir hjá kynjunum, nema hvað náravandamál á stungustað eru tíðari hjá konum

    Comparison between coronary angiography with multislice computed tomography and by cardiac catheterisation for assessing atherosclerotic lesions and stenosis

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAIM OF STUDY: To compare the utility and reliability of coronary angiography with multislice computed tomography (MSCT) and by cardiac catheterisation in assessing atherosclerotic lesions and stenosis. MATERIAL AND METHODS: Data were assessed from 44 subjects (25 men, 19 women) (mean age 63 years; range 34-80 years) referred to MSCT who also had undergone invasive coronary angiography within a time frame of one year. Coronary angiograms from both studies were assessed by segmental analysis and the atherosclerotic severity graded. The frequency of coronary calcification on MSCT was separately assessed in 150 subjects. RESULTS: By retrospective evaluation, 29 segments were found to have significant stenosis (> or = 50%) on the invasive coronary angiogram. Of these 17 had a diameter over 2.0 mm and 14 (83%) thereof were correctly diagnosed by MSCT. On the other hand, MSCT assessed four stenosis to be significant that were not judged so on the invasive angiogram. On MSCT, the frequency of coronary calcifications increased with age and in those 60 years and older it was 96% in males and 71% in females (p=0.025). CONCLUSION: Good agreement was found between MSCT and invasive coronary angiography in assessing significant stenosis in vessel segments over 2.0 mm. In older subjects coronary calcification on MSCT is frequent and diminishes its accuracy. MSCT seems most useful in relatively young subjects in whom the coronary arteries need to be evaluated to avoid unnecessary cardiac catheterisation.Tilgangur rannsóknar: Að kanna notagildi og áreið­anleika tölvusneiðmynda (TS) rannsóknar af kransæðum til að meta æðabreytingar og þrengsli í samanburði við kransæðamyndatöku með hjarta­þræðingu. Efniviður og aðferðir: Metin voru gögn 44 einstaklinga (25 karla, 19 kvenna) (meðalaldur 63 ár, aldursbil 34 til 80 ár) sem vísað var í TS-rannsókn og einnig höfðu farið í hjartaþræðingu innan eins árs. Kransæðatrénu var skipt í svæðishluta, breytingar í æðunum stigaðar og niðurstöður beggja aðferða bornar saman. Algengi kalks í kransæðum var einn­ig sérstaklega kannað hjá 150 einstaklingum sem fóru í TS-rannsókn. Niðurstöður: Við hjartaþræðingu fundust marktæk kransæðaþrengsli (? 50%) í 29 svæðishlutum, 17 þeirra voru yfir 2,0 mm í þvermál og af þeim greindust 14 á TS-rannsókn (83%). Aftur á móti greindi TS-rannsókn fjögur marktæk þrengsli sem ekki sáust við hjartaþræðingu. Í TS-rannsóknunum jókst algengi kalks í kransæðum með aldri og var í hópi 60 ára og eldri 96% hjá körlum og 71% hjá konum (p=0,025). Ályktun: TS-tæknin sýndi í heild gott samræmi við niðurstöður hjartaþræðingar við greiningu marktækra kransæðaþrengsla í æðahlutum sem voru yfir 2,0 mm í þvermál. Hjá eldri einstaklingum eru oft miklar kalkbreytingar í kransæðunum sem torvelda mat þrengsla. TS-rannsókn af kransæðum virðist því hafa mest notagildi hjá yngri einstak­lingum þegar ástæða er til að skoða kransæðarnar til að komast hjá óþarfa hjartaþræðingu

    Diabetes: an increasing problem and novel drug treatment

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Downloa

    Diabetesan increasing problem and novel drug treatment

    Get PDF

    Review on coronary artery disease - Part II: Medical treatment, percutaneous interventions and myocardial revascularization

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Constrictive pericarditis with severe heart failure - a case report and review of the literature

    Get PDF
    To access publisher full text version of this article. Please click on the hyperlink in Additional Links fieldConstricitve pericarditis is an uncommon condition, often of unknown etiology but can be caused by infections, such as tuberculosis, inflammation of the pericardium, radiation therapy or asbestos exposure. Constrictive pericarditis is characterized by fibrosis and often severe calcifications of the pericardial sac which eventually restricts normal diastolic filling of the heart. This consequently leads to a combination of left and right heart failure, often with prominent jugular venous distentsion, liver enlargement, peripheral edema and lethargy. Diagnosis can be difficult and is often delayed. Surgery, involving partial removal of the pericardial sac, usually leads to relief of symptoms. Here we report a case from Landspitali together with a review of the literature.Trefjagollurshús er sjaldgæft fyrirbæri þar sem gollurshúsið þrengir að hjartanu og hindrar eðlilega fyllingu þess. Afleiðingin er vinstri og hægri hjartabilun með þróttleysi, mæði og bjúg á útlimum. Trefjagollurshús er oftast af óþekktum orsökum, en getur komið í kjölfar sýkinga, geislameðferðar, bandvefssjúkdóma og asbestmengunar. Greining getur verið flókin og tefst oft. Meðferð er yfirleitt skurðaðgerð þar sem hluti gollurshúsins er fjarlægður. Hér er lýst tilfelli af Landspítala

    Results of percutaneous coronary interventions in Iceland during 1987-1998

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenPurpose: To evaluate potential changes in clinical indications and the composition of the patient population undergoing percutaneous coronary intervention (PCI) in Iceland from 1987 to 1998. Furthermore, to assess changes in success rate and major complications for the procedure during the study interval in a small nation with one PCI centre. Material and methods: The first PCI was performed in Iceland in May 1987. A registry has been kept from the start that includes clinical and procedural data, and records of complications and mortality. During the study interval a total of 2440 PCIs were performed. The annual procedure rate was low at first, with a steep rise during the last years. Based on procedural changes over the years the study interval was divided into three periods: I. 1987-1992 (471 procedures); the learning years, II. 1993-1995 (796 procedures); increasing number of PCIs and the method established, III. 1996-1998 (1173 procedures); increasing use of stents and new antiplatelet regime used. Results: From period I to III, the rate of elective PCI declined from 82% to 52% (p<0.001), subacute procedures increased from 14% to 44% (p<0.001), acute PCI from 0.8% to 3% (p<0.05), and ad hoc procedures from 0.4% to 28% (p<0.001). This reflects an increase in PCI on patients with acute coronary syndromes, as the ratio of patiens with unstable angina increased from 15% to 36% (p<0.001). Also, 1-vessel PCI decreased proportionally from 93% to 83%, while 2 and 3 vessel procedures increased from 7% to 17% (p<0.001). The proportion of patients 70 years or older increased from 7% to 27% (p<0.001). Still, the success rate for PCI increased from 83% to 93% (p<0.001) and the use of stents rose sharply from 0% to 56%. The ratio of PCI due to restenosis declined somewhat between period II and III, from 15% to 12% (p=0.06). Simultaneously, the rate of acute coronary bypass surgery after PCI decreased from 4.2% to 0.2% (p<0.001) and significantly fewer patients had elevated creatinine kinase levels (4.0% vs 2.7%, respectively, p<0.05). However, clinical acute myocardial infarction after PCI remained similar at 1.3% and 0.9%, and the in hospital mortality was 0.6% and 0.4%. Conclusions: On a national basis the rate of PCI in Iceland is amongst the highest in Europe. Thus, in 1998, when the population in Iceland was 275,000, 453 PCIs were done (1647 procedures per million inhabitants). An increased number of subacute and acute PCIs is carried out, more complicated procedures are performed in patients with widespread disease, and the patient population is growing older. Still, the success rate is high and the frequency of complications and mortality relatively low.Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur kransæðavíkkana á Íslandi á tímabilinu 1987-1998. Ennfremur að kanna hugsanlegar breytingar á ábendingum fyrir kransæðavíkkunum og á sjúkdómsbakgrunni þeirra sjúklinga sem komu til aðgerðar og hvort breytingar hefðu orðið á árangri, tíðni fylgikvilla og aðgerðartengdum dauðsföllum. Efniviður og aðferðir: Frá því fyrsta kransæðavíkkunin var gerð hér á landi í maí 1987 hefur nákvæm skrá verið haldin yfir alla sjúklinga. Skráð voru aðalatriði úr sjúkrasögu, klínískt ástand sjúklings og aðalábending fyrir aðgerð, áættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi, niðurstöður kransæðamyndatöku, tæknileg framkvæmd aðgerðarinnar, árangur, fylgikvillar og aðgerðartengd dauðsföll. Á árunum 1987-1998 voru alls gerðar 2440 kransæðavíkkanir. Rannsóknartímabilinu var skipt í þrjú tímaskeið: I. 1987-1992 (471 aðgerð); fyrstu lærdómsárin, II. 1993-1995 (796 aðgerðir); aukinn fjöldi aðgerða og aðferðin fest í sessi, III. 1996-1998 (1173 aðgerðir); vaxandi notkun stoðneta og ný blóðflöguhamlandi lyf notuð. Niðurstöður: Frá tímabili I til III minnkaði hlutfall valinna víkkunaraðgerða úr 82% í 52% (p<0,001), hálfbráðum víkkunum fjölgaði úr 14% í 44% (p<0,001), bráðum víkkunum úr 0,8% í 3% (p<0,05), og víkkunum í beinu framhaldi af kransæðamyndatöku fjölgaði úr 0,4% í 28% (p<0,001). Þessar breytingar endurspegla aukningu á víkkunaraðgerðum hjá sjúklingum með bráða kransæðasjúkdóma og hlutfall sjúklinga með hvikula hjartaöng jókst einnig úr 15% í 36% (p<0,001). Ennfremur lækkaði hlutfall víkkunaraðgerða á einni kransæð úr 93% í 83%, en jókst á tveimur og þremur æðum úr 7% í 17% (p<0,001). Sjúklingum 70 ára og eldri fjölgaði úr 7% í 27% (p<0,001). Samtímis jókst tíðni velheppnaðra víkkunaraðgerða úr 83% í 93% (p<0,001) og notkun stoðneta frá því að vera engin í 56%. Hlutfall sjúklinga sem komu til víkkunar vegna endurþrengsla lækkaði úr 15% í 12% (p=0,06). Jafnframt lækkaði tíðni bráðra hjáveituaðgerða vegna fylgikvilla við víkkun úr 4,2% í 0,2% (p<0,001), hækkun á hjartaensímum eftir víkkanir minnkaði úr 4,0% í 2,7% (p<0,05), en tíðni klínískt staðfests hjartadreps eftir víkkunaraðgerð hélst svipuð, 1,3% og 0,9%, svo og dánartíðni á sjúkrahúsi, sem var 0,6% og 0,4%. Ályktanir: Miðað við fólksfjölda er tíðni kransæðavíkkunaraðgerða á Íslandi með því hæsta í Evrópu. Árið 1998, þegar fólksfjöldi var 275.000, voru gerðar 453 aðgerðir, sem samsvarar staðlað 1647 aðgerðum á milljón íbúa. Á undanförnum árum hefur fjöldi hálfbráðra og bráðra víkkunaraðgerða aukist, fleiri æðar eru oftar víkkaðar í einu og hlutfall eldri sjúklinga fer vaxandi. Þrátt fyrir þetta er hlutfall velheppnaðra víkkunaraðgerða hátt og tíðni fylgikvilla og dauðsfalla eftir aðgerð lág

    Outcome of mitral valve replacement in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textIntroduction: Mitral valve replacement (MVR) is the second most common valvular replacement procedure after aortic valve replacement (AVR). Studies on the outcome of MVR in Iceland have been missing. We therefore studied short and long-term results following MVR in Iceland, Material and methods: A retrospective nationwide study on 64 patients (mean age 59 years, 63% males) that underwent 66 MVR procedures in Iceland between 1990-2010. Clinical data was retrieved from patient charts and overall survival estimated. The mean follow-up was 7.4 years. Results: Mitral regurgitation or stenosis was the indication for MVR in 71% and 27% of cases, respectively. Nine patients had endocarditis and 8 a recent myocardial infarction. The mean logEuroSCORE was 14.9% (range 1.5-88.4), 83% of the patients were in NYHA class III/IV preoperatively and 24% had previously undergone cardiac surgery. A biological valve was implanted in six cases and a mechanical valve used in 60 cases. Concomitant CABG was performed in 41% of patients and AVR in 20%. Perioperative myocardial infarction (26%), acute respiratory failure (17%), reoperation for bleeding (15%) and acute renal failure requiring dialysis (9%) were the most common major complications. Three patients required extracorporeal membrane oxygenation (ECMO) and six patients an intra-aortic balloon pump (IABP) postoperatively. Minor complications were noted in 61% of cases. Six patients died within 30 days (9%) and five year survival was 69%. Conclusion: The frequency of complication following MVR was high and represents the severity of the underlying heart disease. The operative mortality in the current study was in the lower range compared to other studies.Inngangur: Míturlokuskipti eru næstalgengasta lokuskiptaaðgerð hér á landi á eftir ósæðarlokuskiptum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtíma- og langtímaárangur míturlokuskipta á Íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á þeim 64 sjúklingum (meðalaldur 59 ár, 63% karlar) sem gengust undir 66 míturlokuskipti á Landspítala frá 1990 til 2010. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var heildarlifun reiknuð út. Meðaleftirfylgd var 7,4 ár. Niðurstöður: Algengasta ábending aðgerðar var lokuleki hjá 47 sjúklingum (71%) en 18 (27%) höfðu lokuþrengsli. Fjórðungur hafði áður gengist undir opna hjartaaðgerð, 9 höfðu virka hjartaþelsbólgu og 8 nýlegt hjartadrep. Meðal logEuroSCORE var 14,9% (bil 1,5-88,4) og 83% sjúklinganna voru í NYHA-flokki III/IV fyrir aðgerð. Sex sjúklingar fengu lífræna loku en hinir gerviloku. Önnur hjartaaðgerð var gerð samtímis hjá tveimur þriðju sjúklinga, oftast kransæðahjáveita (41%) og/eða ósæðarlokuskipti (20%). Hjartadrep í tengslum við aðgerð (26%), öndunarbilun (17%), enduraðgerð vegna blæðingar (15%) og nýrnabilun sem krafðist skilunar (9%) voru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir. Að auki þurfti ECMO-dælu í þremur tilfellum vegna hjartabilunar og ósæðardælu hjá 6 sjúklingum. Minniháttar fylgikvillar greindust í 61% tilfella, oftast fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, nýtilkomið gáttatif og lungnabólga. Sex sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (9%) og 5 ára lífshorfur voru 69%. Ályktun: Tíðni fylgikvilla var há eftir míturlokuskipti, enda flestir sjúklinganna með alvarlegan undirliggjandi hjartasjúkdóm. Skurðdauði var lægri hér á landi en í mörgum sambærilegum erlendum rannsóknum

    Surgical outcome of mitral valve repair in Iceland 2001-2012.

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnVægur míturlokuleki er meðhöndlaður með lyfjum en við alvarlegan leka þarf að beita skurðaðgerð, en viðgerðir með hjartaþræðingartækni eru í örri þróun. Míturlokuviðgerðir hafa rutt sér til rúms í stað lokuskipta. Lokublöðin eru lagfærð og komið fyrir míturlokuhring. Rannsóknir hafa sýnt að snemmkominn árangur og langtímalifun eru umtalsvert betri eftir viðgerð en lokuskipti. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Objectives: To review, for the first time, the outcome of mitral valve repair operations in Iceland. Material and methods: A retrospective study of all mitral valve repair patients (average age 64 yrs, 74% males) operated in Iceland 2001-2012. All 125 patients had mitral regurgitation; either due to degenerative disease (56%) or functional regurgitation (44%). Survival was estimated using the Kaplan-Meier method. The median follow-up time was 3.9 years Results: The number repair-procedures increased from 39 during the first half of the study period to 86 during the latter period. The mean EuroSCORE was 12.9% and 2/3 of the patients were in NYHA class III/IV. Half of them had severe mitral regurgitation, 12% had a recent myocardial infarction, and 10% a history of previous cardiac surgery. A ring annuloplasty was performed in 98% of cases, a posterior leaflet resection was done in 51 patients (41%), 28 received artificial chordae (Goretex®) and 7 an Alfieri-stitch. Concomitant cardiac surgery was performed in 83% of cases, where coronary artery bypass (53%), Maze-procedure (31%) or aortic valve replacement (19%) were most common. Major complications occurred in 56% of the cases and minor complications were noted in 71% of cases. Two patients later required mitral valve replacement. Eight patients died within 30 days (6%) and 5-year overall survival was 79%; or 84% and 74% for the degenerative and functional groups, respectively. Conclusions: The number of mitral valve repairs in Iceland increased significantly over the study period. Complications are common but operative mortality and long-term survival is similar to that reported in studies from other countries

    Heart failure among elderly Icelanders: Incidence, prevalence, underlying diseases and long-term survival

    Get PDF
    To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesInngangur: Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk. Skipta má hjartabilun í tvær megingerðir, hjartabilun með minnkað útstreymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdóma og lífshorfur beggja gerða hjartabilunar meðal eldri Íslendinga. Efniviðurog aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 5706 þátttakendum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Sjúkdómsgreiningar byggðust á gögnum úr sjúkraskrám Landspítala og voru sannreyndar á grundvelli fyrirfram ákveðinna skilmerkja Öldrunarrannsóknarinnar. Upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma og útstreymisbrot voru einnig fengnar úr sjúkraskrám Landspítala. Nýgengi var reiknað út frá sjúkdómsgreiningum þeirra þátttakenda sem greindust með hjartabilun eftir að þátttaka þeirra í Öldrunarrannsókninni hófst og fram til 28.2.2010. Algengi hjartabilunar var hins vegar reiknað út frá þátttakendum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf Öldrunarrannsóknar. Langtímalifun hjartabilunarsjúklinga er lýst með aðferð Kaplan-Meier. Niðurstöður: Algengi hjartabilunar mældist 3,6% miðað við árið 2004 og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengið mældist 16,2 tilvik á 1000 mannár og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFrEF mælidst 6,1 tilvik á 1000 mannár og reyndist það einnig marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFpEF mældist 6,8 tilvik á 1000 mannár, en ekki var marktækur kynjamunur (p=0,62). Fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga reyndist vera 32,5% en ekki var tölfræðilega marktækur munur á hlutfallslegri lifun kynjanna (p=0,46). Þá var ekki tölfræðilega marktækur munur á lifun einstaklinga með HFpEF og HFrEF (p=0,52). Umræða: Algengi og nýgengi hjartabilunar er hátt meðal aldraðra á Íslandi og eykst í takt við hækkandi aldur. Karlar fá frekar hjartabilun en konur og að auki greinast þeir frekar með HFrEF en konur greinast frekar með HFpEF. Hjartabilun er alvarlegt sjúkdómsástand sem hefur mikil áhrif á lífshorfur.Introduction: Heart failure (HF) is a common and a serious condition that predominantly affects elderly people. On the basis of the left ventricular ejection fraction (EF) it can be divided into HF with reduced or preserved ejection fraction (HFrEF and HFpEF, respectively). The goal of this study was to investigate the prevalence and incidence of HF among elderly Icelanders, explore underlying diseases and estimate the effect of HF on overall survival. Material and methods: Included were 5706 participants of the AGES study. The hospital records of those diagnosed with HF before entry into AGES were used to calculate prevalence and the records of those diagnosed from entry into AGES until 28.2.2010 were used to calculate incidence. All cases of HF were verified according to predetermined criteria for diagnosis. Information on underlying diseases and EF of HF patients were obtained from hospital records. Survival was estimated using Kaplan-Meier survival curves. Results: Lifetime prevalence of HF was 3.6% as of 2004, higher among men than women (p<0,001). The incidence was 16.2 cases per 1000 person-years, higher among men than among women (p<0,001). The incidence of HFrEF was 6.1 per 1000 person-years also higher among men than women (p<0,001). The incidence of HFpEF was 6.8 per 1000 person-years and there was no statistical difference between the sexes (p=0.62). The age adjusted 5-year survival rate of HF-patients was 32.5%, there was no statistical difference in relative survival between men and women (p=0.46). There was no statistical difference between the survival of patients with HFrEF and those with HFpEF (p=0.52). Conclusion: Both prevalence and incidence of HF are high among elderly Icelanders, increasing sharply with age and 5-year survival rate is only around 30%. While men are more likely to develop HF, especially HFrEF, women are more likely to be diagnosed with HFpEF
    corecore