research

Outcome of mitral valve replacement in Iceland

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textIntroduction: Mitral valve replacement (MVR) is the second most common valvular replacement procedure after aortic valve replacement (AVR). Studies on the outcome of MVR in Iceland have been missing. We therefore studied short and long-term results following MVR in Iceland, Material and methods: A retrospective nationwide study on 64 patients (mean age 59 years, 63% males) that underwent 66 MVR procedures in Iceland between 1990-2010. Clinical data was retrieved from patient charts and overall survival estimated. The mean follow-up was 7.4 years. Results: Mitral regurgitation or stenosis was the indication for MVR in 71% and 27% of cases, respectively. Nine patients had endocarditis and 8 a recent myocardial infarction. The mean logEuroSCORE was 14.9% (range 1.5-88.4), 83% of the patients were in NYHA class III/IV preoperatively and 24% had previously undergone cardiac surgery. A biological valve was implanted in six cases and a mechanical valve used in 60 cases. Concomitant CABG was performed in 41% of patients and AVR in 20%. Perioperative myocardial infarction (26%), acute respiratory failure (17%), reoperation for bleeding (15%) and acute renal failure requiring dialysis (9%) were the most common major complications. Three patients required extracorporeal membrane oxygenation (ECMO) and six patients an intra-aortic balloon pump (IABP) postoperatively. Minor complications were noted in 61% of cases. Six patients died within 30 days (9%) and five year survival was 69%. Conclusion: The frequency of complication following MVR was high and represents the severity of the underlying heart disease. The operative mortality in the current study was in the lower range compared to other studies.Inngangur: Míturlokuskipti eru næstalgengasta lokuskiptaaðgerð hér á landi á eftir ósæðarlokuskiptum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtíma- og langtímaárangur míturlokuskipta á Íslandi en það hefur ekki verið gert áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á þeim 64 sjúklingum (meðalaldur 59 ár, 63% karlar) sem gengust undir 66 míturlokuskipti á Landspítala frá 1990 til 2010. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var heildarlifun reiknuð út. Meðaleftirfylgd var 7,4 ár. Niðurstöður: Algengasta ábending aðgerðar var lokuleki hjá 47 sjúklingum (71%) en 18 (27%) höfðu lokuþrengsli. Fjórðungur hafði áður gengist undir opna hjartaaðgerð, 9 höfðu virka hjartaþelsbólgu og 8 nýlegt hjartadrep. Meðal logEuroSCORE var 14,9% (bil 1,5-88,4) og 83% sjúklinganna voru í NYHA-flokki III/IV fyrir aðgerð. Sex sjúklingar fengu lífræna loku en hinir gerviloku. Önnur hjartaaðgerð var gerð samtímis hjá tveimur þriðju sjúklinga, oftast kransæðahjáveita (41%) og/eða ósæðarlokuskipti (20%). Hjartadrep í tengslum við aðgerð (26%), öndunarbilun (17%), enduraðgerð vegna blæðingar (15%) og nýrnabilun sem krafðist skilunar (9%) voru algengustu alvarlegu fylgikvillarnir. Að auki þurfti ECMO-dælu í þremur tilfellum vegna hjartabilunar og ósæðardælu hjá 6 sjúklingum. Minniháttar fylgikvillar greindust í 61% tilfella, oftast fleiðruvökvi sem þarfnaðist aftöppunar, nýtilkomið gáttatif og lungnabólga. Sex sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (9%) og 5 ára lífshorfur voru 69%. Ályktun: Tíðni fylgikvilla var há eftir míturlokuskipti, enda flestir sjúklinganna með alvarlegan undirliggjandi hjartasjúkdóm. Skurðdauði var lægri hér á landi en í mörgum sambærilegum erlendum rannsóknum

    Similar works